Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 14
Föst í klóm skrímslis Skiljanlegt að Steinunni hafi fundist hún þurfa að bæta þessu við, að eltast áfram við skrímslið sem enn gekk laust í lok Jójós, þó ekki væri nema bara fyrir Lísu því hún var enn föst í klóm þess. 2 Bækur 5. desember 2012 Miðvikudagur Raggi okkar í hörkuformi E f ég verð einn þúsundasti af þeim manni sem Ragnar Bjarnason er þegar ég nálgast áttrætt þá held ég að ég geti ver­ ið sáttur. Hann Raggi okkar, já, Ragn­ ar okkar er jafn mikil þjóðarauðlind og hreina loftið sem við öndum að okkur, er í fullu fjöri á þessari dúetta­ plötu og syngur hvergi feilnótu. Ekki nóg með að vera pottþéttur í öllum lögunum á þessari plötu þá syngur hann texta eftir aðra líkt og þeir væru hans eigin, líkt og hann hafi gengið í gegnum það sem hann syngur. Platan er þó ekki eitthvert drama­ tískt stykki þar sem Ragnar fer yfir farinn veg. Hér syngur Ragnar fyrir fólkið sitt, færir þeim gamla smelli í nýjum búningi og er, eins og venju­ lega, alveg einstaklega skemmtilegur. Ef ég á að nefna eitthvað sem stendur upp úr á þessari plötu þá eru það lögin sem hann syngur með Eviør Pálsdóttur og Lay Low. Lagið sem hann og Eivør syngja heitir Syngdu fyrir mig, lagið eftir Jón Ólafsson og textinn eftir Kristján Hreinsson. Þetta er frumsamið lag fyrir plötuna þar sem Ragnar og Eivør syngja ljúflega hvort til annars. Minnir á gamla tíma, jafnvel í þá gömlu góðu daga þegar Ómar hafði hár, og er í ætt við djass­ standarda sem fólk man svo vel eft­ ir. Hreinlega sniðið að Ragga og Eivør gefur honum ekkert eftir. Lay Low og Raggi syngja síðan áður óútgefið lag Bjartmars Guð­ laugssonar sem heitir Þannig týnist tíminn. Lag og texti smellpassa við lágstemmda útsetningu. Þessi tvö lög standa upp úr á þessari plötu að mínu mati. Kannski af því mað­ ur hefur ekki heyrt þau áður. Það er nefnilega þannig að þegar mað­ ur heyrir hin lögin, sem öll hafa notið töluverðra vinsælda í gegn­ um árin, þá ber maður þau ein­ hvern veginn alltaf saman við eldri útgáfur. Það er algjörlega óhætt að mæla með þessari plötu fyrir aðdáendur Ragnars. Þetta er svo sem ekkert tímamótaverk. Maður fær það á til­ finninguna að hér hafi verið lagt af stað með það markmið að gera eitt­ hvað skemmtilegt og það tekst svo sannarlega. Það sem mestu máli skipti er að hér er Ragnar okkar Bjarnason í hörkuformi. Framhald fyrir Lísu Í skáldsögunni Fyrir Lísu heldur Steinunn Sigurðardóttir áfram með þá sögu sem hún hóf að segja í Jójó, skáldsögu sem hún sendi frá sér í fyrra og hlaut verðskuldað lof gagnrýnenda, með­ al annars þessa hér. Þar kynntumst við Martin Montag, þýskum geisla­ lækni á fertugsaldri, sem virðist staddur á góðum stað í lífinu, vera farsæll í starfi og einkalífi. Hann er eldklár og metnaðarfullur, á yndis­ lega konu í hjúkrunarfræðingnum Petru og einstakan vin í rónanum fyrrverandi Martin Martinetti. En svo lendir hann á vegg þegar hrylli­ legt leyndarmál fortíðar bankar upp á í sjúklingslíki. Þar er kom­ inn barnaníðingurinn Timor sem nauðgaði honum tæpum þrjátíu árum áður og gaf honum eldrautt jójó að verknaði loknum. Þessi örlagaríka læknisheimsókn níðingsins veldur því að Martin þarf að fara í sársaukafulla sjálf­ skoðun sem leiðir meðal annars til þess að hann uppgötvar að líf þeirra tveggja hafði tvinnast saman þegar Martin var læknanemi á geð­ deild. Þá lá þar inni dóttir Timors, Lísa, sem einnig hafði orðið fyr­ ir barðinu á honum, en ekki verið trúað, ekki frekar en móðir Martins trúði honum á sínum tíma, né móðir Martins Martinetti þegar upp úr kafinu kemur að hann hafði líka sætt misnotkun af sínum eigin föður. Saga Lísu hafði verið Martin mjög hugleikin og við þessa upp­ götvun ákveður hann að hafa uppi á henni sem leiðir til atburðarásar sem hann hefur lítið vald á. Í aðra röndina er saga Steinunnar einmitt um vald, bæði níðinganna og hvernig þeir nota það til að fá sínu fram, og um leið um vald og þar með ábyrgð þeirra sem standa næst gerendum og þolendum í þeim viðbjóðslega glæp sem mis­ notkun á börnum er. Hún veltir upp þeim erfiðu spurningum um hver ábyrgð móður sé þegar eiginmað­ urinn níðist á börnum þeirra, hvort það sé mögulegt að hún viti ekki af því sem á sér stað og hvað valdi þá því að yfirleitt sé tekin afstaða með gerandanum. Fyrir Lísu ber það með sér að vera ekki sjálfstæð saga heldur áframhald og endahnútur sögunn­ ar sem hófst í Jójó. Sagan í fyrri bókinni hefði vel getað staðið ein og sér finnst mér, ekki upplifði ég að minnsta kosti að loknum lestri hennar að lausir endar lægju á víð og dreif, en samt er skiljanlegt að Steinunni hafi fundist hún þurfa að bæta þessu við, að eltast áfram við skrímslið sem enn gekk laust í lok Jójós, þó ekki væri nema bara fyrir Lísu því hún var enn föst í klóm þess. Að höfundinum hafi ekki verið sjálfrátt hvað það varðar, og gæti þannig gert orð Martins um líf sitt að sínum: „Það er bara ekki á mínu færi að stjórna viðburðun­ um. Ég get hrint af stað atburðarás, en hún stjórnar sjálfri sér í fram­ haldinu. Mitt er að fylgjast með og gera mitt besta.“ (bls. 206) En þótt þessi bók hafi ekki gripið mig alveg jafn sterkum tökum og sú fyrri er alltaf fengur að hafa nýtt verk eftir Steinunni í höndunum, að leyfa höfundinum að teyma sig áfram með sínum meitluðu og listavel hugsuðu málsgreinum og göldrótta ljóðræna stíl. „Þar er kominn barnaníðingur- inn Timor sem nauðgaði honum tæpum þrjátíu árum áður og gaf honum eldrautt jójó að verknaði loknum. Kristján Hrafn Guðmundsson Bækur Fyrir Lísu Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir Útgefandi: Bjartur 208 blaðsíður Skemmtileg og ævintýraleg Listasafnið er þriðja bókin í flokknum um Rúnar sem flyt­ ur með pabba sínum í Ásgarð. Pabbi Rúnars ákveður að opna þrjú söfn í Ásgarði – forngripa­ safn, náttúrugripasafn og lista­ safn. Fyrsta bókin fjallar um opnun Forngripasafnsins, önn­ ur um opnun Náttúrugripasafns­ ins og nú sú þriðja sem fjallar um þegar feðgarnir vinna að opnun Listasafnsins. Pabbi Rúnars fær þá tilboð um vinnu í útlöndum yfir sumarið og biður þá móður Rúnars, sem er listakona að koma og klára uppsetningu Listasafns­ ins. En svo fara undarlegir hlut­ ir að gerast. Listasafnið er mjög skemmtileg og ævintýraleg bók, hún er frábær fyrir krakka á aldr­ inum 7–12 ára. Listasafnið fær þrjár stjörnur. Harpa Reynisdóttir Listasafnið Höfundur: Sigrún Eldjárn Útgefandi: Mál og Menning 201 blaðsíður Bogi og Baggalútur í góðu gríni Baggalútur gefur út þriðja hefti Vísdómsrita Baggalúts, en áður hafa komið út samhverfusafnið Riddararaddir og þjóðháttaritið Týndu jólasveinarnir, sem nú eru til á öllum betri heimilum. Þriðja heftið kallast Baggalútsfréttir en Baggalútur hefur í meira en áratug glatt landann með fjörlegum fréttum á heimasíðu sinni baggalutur.is. Athygli vekur að frétta­ maður virðulegi, Bogi Ágústs­ son, ritar formála bókarinn­ ar þar sem hann ræðir um reglur góðrar blaðamennsku og hendir gaman að reglu fjör­ miðilsins: Lifi sannleikurinn! Tónlist Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Dúettar Ragnar Bjarnason Útgefandi: Sena.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.