Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Side 23
Fólk 23Mánudagur 10. desember 2012 M ikið var um dýrðir á árlegri herrafatasýningu Kormáks og Skjaldar sem fór fram í Þjóðleikshúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Herrafatasýn- ingin er ekki eiginleg tískusýning líkt og fólk á að venjast því hún er ávallt skreytt ríkulegri skemmtidagskrá sem jafnvel fer meira fyrir en fötun- um sjálfum. Sýningin í ár var þar engin undantekning. „Við erum alltaf að reyna að stytta sýninguna en það gengur ekkert því það er svo gaman hjá módelunum. Þau geta endalaust leikið sér,“ segir kaupmaðurinn og vertinn Kormákur Geirharðsson. „Svo var náttúrulega farið á Ölstofuna á eftir eins og venju- lega. Þetta er voðalega skemmtileg hjá okkur.“ Meðal fyrirsæta á sýningunni voru þingmennirnir Björn Valur Gísla- son og Guðmundur Steingrímsson, en þeir spiluðu og sungu fyrir gesti. Björn Valur tók einnig hálfgert uppi- stand á sama tíma og sjónvarpsmað- urinn Logi Bergmann Eiðsson las upp úr bók sinni Handbók hrekkjalóms- ins. Þingmaðurinn gekk yfir sviðið fyrir framan Loga með skilti sem á stóð: Ekki fyndið. Gerði Björn Valur þar grín að sjálfum sér, en í síðustu viku gekk hann fyrir framan ræðu- stól með skilti sem á stóð: málþóf, á meðan Illugi Gunnarsson flutti mál sitt í annarri umræðu um fjárlögin á Alþingi. Þingmaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir uppátækið en lætur það greinilega ekki mikið á sig fá. Uppistandarinn góðkunni Ari Eldjárn var í hópi fyrirsætanna og fór hann með gamanmál eins og honum einum er lagið. Hluti hljómsveitarinnar Retro Stefson steig einnig á svið og tók lagið. Þá lét Herbert Guðmundsson ljós sitt skína bæði í söng og fyrir- sætustörfum. Björn Valur gerði grín að sjálfum sér n Fyrirsætur fóru á kostum á herrafatasýningu Ekki fyndið Björn Valur gekk með skilti yfir sviðið á meðan Logi Bergmann las úr bók sinni. V ið giftum okkur með okkar nánasta fólki og svo ætlum við að halda veislu í ágúst næsta sumar,“ segir fyrir- sætan Ósk Norðfjörð sem giftist sínum heittelskaða, frjáls- íþróttakappanum Sveini Elíasi El- íassyni, þann 5. desember. „Þetta var voða falleg og einlæg stund,“ bætir hún við. Ósk vill ekki tjá sig um hvar eða hvernig athöfnin fór fram en segir hana hafa verið mjög persónu- lega. Ósk klæddist hvítum kjól við athöfnina en segir hann þó ekki hafa verið með rjómatertusniði. Hún ætl- ar að geyma það þangað til næsta sumar, en brúðkaupsveislan verður haldin þann 18. ágúst næstkomandi. Dívan í bleikum brúðarmeyjakjól „Ásdís Rán krefst þess að fá að vera í bleikum rjómatertukjól næsta sumar,“ segir Ósk hlæjandi, en þær eru góðar vinkonur. Ásdís Rán fær það mikilvæga hlutvert að verða Ósk til halds og trausts sem brúðarmey. „Ég held það verði erfiðast að finna rjómatertukjól á dívuna til að standa á hliðarlínunni,“ segir Ósk hlæjandi. Hún útilokar þó ekki að kjóllinn muni koma úr smiðju Ásdísar Ránar sjálfrar, en hún selur bæði fatnað og snyrtivörur undir merkinu Ice Queen í verslunum í Búlgaríu og á Íslandi. Ósk segir allt stefna í að veislan verði stór og að fagnað verði með pomp og prakt. „Það verður mikil veisla og við erum alveg búin að leggja grunninn að því.“ Ósk er ánægð með að hafa góðan tíma til að skipuleggja veisluna og vill horfa í hvert smáatriði. Það sem skiptir hana mestu máli er þó að hún og Sveinn séu hamingjusöm, sem þau eru svo sannarlega. „Við erum yfir okkur ástfangin og agalega hamingjusöm.“ Lét húðflúra nöfn barnanna á sig Töluverður aldursmunur er á hjón- unum, en Ósk er fædd árið 1978 og er því 34 ára. Sveinn er hins vegar fædd- ur árið 1989 og því 23 ára. Þau láta þó ellefu ára aldursmun lítið á sig fá Það er annars nóg að gera hjá Ósk og Sveini þessa dagana en þau eign- uðust dreng í sumar. Fyrir átti Ósk fimm börn á aldrinum 2 til 14 ára, en drengurinn er fyrsta barn Sveins. Hann hefur tekið eldri börnum Óskar sem þau væru hans eigin en fyrr á þessu ári lét hann húðflúra nöfn allra barnanna á upphandlegg og brjóstkassa. Ósk er einnig með nöfn barna sinna húðflúruð á sig. n „Þetta var voða falleg og einlæg stund“ n Ósk Norðfjörð og Sveinn Elías giftu sig á dögunum n Ætla að halda veislu næsta sumar Hjónakoss Ósk Norðfjör segir athöfn- ina hafa verið fallega og einlæga. Vinkonur Ósk segir að Ásdís Rán vilji ólm klæðast bleikum rjómatertukjól. Eiginmaðurinn Hjónin láta ellefu ára aldursmun lítið á sig fá. Heimsfrægi snjóbrettakappinn Halldór Helgason er á lausu. Halldór var áður á föstu með fegurðardísinni Stefaníu Ingadóttur en þau hafa nú hætt saman. Stefan- ía tók þátt í Ungfrú Norðurland árið 2009 þar sem hún lenti í öðru sæti. Þau Halldór eru bæði fædd árið 1991 og bjuggu um tíma saman í Mónakó. Eflaust eru þetta góðar fréttir fyrir þær ungu stelpur sem fíla síð- hærða ofurhuga sem virðist eiga nóg af seðlum en eins og DV sagði frá gerði Halldór sér lítið fyrir og fór með 250 þúsund krónur í spilavíti á dögunum. Halldór Helga- son á lausu Á sdís Halla Bragadóttir var í viðtali við Lífið á dögunum og ræddi um líf sitt og helstu hugðarefni. Ásdís Halla var spurð um hvað hún tækist á við þessa dag- ana og rakti hún verkefni sín, en hún er að koma af stað dvalarheim- ili fyrir fólk sem þarf mikla heima- þjónustu en hefur ekki komist að í nægilega góð úrræði og þá situr hún í stjórn Nova. Hún ræddi þó ekki um eitt verkefna sinna, sem er að kynna Nuskin-leiðina fyrir fólki. En á vor- og sumarmánuðum hélt hún þó nokkra fyrirlestra og kynningar, jafnvel marga í viku, um Nuskin og sagði frá miklum fjárhagslegum ávinningum sem hún hafði haft af því að gangast til liðs við snyrti- og heilsuvöruframleiðandann. Ásdís Halla græðir á Nuskin Hagfræðingurinn og pistlahöf-undurinn Ólafur Arnarson er nú búinn að vera í svokallaðri feitabolluleikfimi undir handleiðslu Jóns Þorbjörnssonar í tvo mánuði og árangurinn lætur ekki á sér standa. Fyrstu helgina í desember hafði hann misst 13 kíló, eftir að hafa mætt á um 50 æfingar. Ólafur var orðinn feita- bolla, eins og hann orðaði það sjálfur í viðtali við DV í október þegar átak- ið var nýhafið. En þegar vigtin sýndi 138,4 kíló ákvað hann að fara að gera eitthvað í sínum málum. Til að veita sjálfum sér aðhald hefur hann skrifað um átakið á vefmiðli sínum Tímarími. Kílóin hrynja af Ólafi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.