Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 26. júlí 2011 Þriðjudagur Smáfuglar gengu of langt: AMX-liðar sáu að sér „Þegar hörmulegir atburðir eiga sér stað er það bæði skammarlegt og ósmekklegt að reyna að nýta sér þá í pólitískum tilgangi – til að koma höggi á andstæðinga í stjórnmál- um. Smáfuglarnir gerðu sig seka um þetta síðastliðinn laugardag þegar þeir bentu á að Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin Hamas.“ Þetta segir í yfirlýsingu sem birt- ist á vef AMX á mánudag. Fjölmargir brugðust hart við skrifum á vefnum, í nafnlausa dálknum fuglahvísli, í garð Össurar Skarphéðinssonar ut- anríkisráðherra eftir að hann sendi samúðarkveðjur til Norðmanna eftir fjöldamorðin á föstudag. „Smáfugl- arnir telja að hér sé á ferð einhver mesta hræsni seinni tíma í íslensk- um utanríkismálum. Sendi Össur ekki mynd af sér með Hamas liðum í sama bréfi og samúðarskeytið til Noregs?“ sagði meðal annars. Smáfuglarnir virðast hafa séð að sér. „Af hvísli smáfuglanna mátti skilja að Össur væri ekki einlægur í samúð sinni með Norðmönnum. Vitaskuld er hann það ásamt öðrum Íslendingum, um það efast eng- inn og allra síst smáfuglarnir. Það er stund og staður til að benda á einfaldar staðreyndir og gagnrýna Össur Skarphéðinsson og utanríkis- stefnu hans. Það var rangt að draga fram staðreyndir og tengja gagnrýn- ina við þá skelfilegu atburði sem áttu sér stað í Noregi. Fyrir það biðjast smáfuglarnir afsökunar.“ Smáfuglarnir vilja aldrei vera líkt og smámennin sem hafa lagst svo lágt að líkja ódæðismanninum við nafnþekkta Íslendinga. Hugur smáfuglana er hjá fórn- arlömbum skæðustu fjöldamorða í sögu Vestur-Evrópu á friðartímum og aðstandendum þeirra. Aðgát í nærveru sálar, er góð regla, jafnt fyr- ir smáfuglana sem aðra. 464 9500 alglug gi.is • Gluggar • Hurðir • Rennihurðir • Handrið • Sólskálar • Svalalokanir Álið er málið ... ... fyrir einbý lið, fjölbýlið, sumarbústa ðinn, skrifsto f- una - við hö fum lausnin a. Einbýlishús við Eyjafjörð Menningarhúsið á Dalvík Brekkuskóli á Akureyri Blokk við Sóleyjarrima Baldurshagi á Akureyri S egja má að þrír einstakling- ar komi nýir inn á listann yfir þá tíu sem greiða hæstu opinberu gjöldin á Íslandi árið 2011. Í fimmta sæti er út- gerðarmaðurinn Guðmundur Stein- ar Jónsson, sem oftast er kenndur við Sjólaskip. Magnús Ingi Óskarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins Calidris er í níunda sæti og í tíunda sæti er hrossa- ræktandinn Anton Ásgrímur Kristins- son. Á meðal annarra sem komast inn á topp 25 listann er útgerðarfólk og tveir lyfjafræðingar sem högnuðust vel á sölu á hlutabréfum sínum í Actavis árið 2007. Þorsteinn Hjaltested, fjárfestir og landeigandi í Kópavogi, er skattakóng- ur Íslands árið 2010. Skattgreiðslur Þorsteins námu tæpum 162 milljón- um króna árið 2010. Þorsteinn hef- ur ekki verið mikið í fjölmiðlaum- ræðunni hér á landi. Helst hefur verið fjallað um Þorstein vegna Vatnsenda- jarðarinnar svokölluðu í Kópavogi sem hann erfði eftir föður sinn Magn- ús Hjaltested þegar hann lést árið 2009. Auð Þorsteins má rekja til Vatns- endalandsins. Útgerðarmaður, frumkvöðull og hrossaræktandi á topp 10 Guðmundur Steinar Jónsson, sem oftast er kenndur við Sjólaskip í Hafn- arfirði, er í fimmta sæti yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á Ís- landi árið 2011. Greiðir hann 92 millj- ónir króna. Árið 2007 hagnaðist hann gríðarlega þegar Samherji keypti starfsemi Sjólaskipa erlendis á 140 milljónir evra sem á þeim tíma námu nærri 12 milljörðum króna. Hann fer í dag með 9 prósenta hlut í MP Banka í gegnum einkahlutafélagið Mizar, en Berglind, systir hans, fer með 2,3 prósenta hlut í MP Banka, í gegn- um einkahlutafélagið Alkor. Systkin- in virðast vera vel stæð í dag en þau voru á meðal þeirra sem ætluðu sér að kaupa tryggingafélagið Sjóvá-Al- mennar, ásamt hópi sem hagfræðing- urinn Heiðar Már Guðjónsson leiddi. Fór í mál vegna hrossaskíts Magnús Ingi Óskarsson er í níunda sæti yfir þá sem greiða hæstu opin- beru gjöldin árið 2011. Hann stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Calidris árið 1997 ásamt Kolbeini Arinbjarnarsyni. Greiðir hann 75 milljónir króna árið 2011. Árið 2010 keypti bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Sabre Hold- ings Calidris og verður að teljast líklegt að há opinber gjöld Magnúsar séu til- komin vegna þeirrar sölu. Anton Ásgrímur Kristinsson, hrossaræktandi er í tíunda sæti og greiðir hann 69 milljónir króna í opin- ber gjöld árið 2011. Hann hagnaðist vel þegar hann seldi útrásarvíkingnum Karli Wernerssyni jörðina Efri-Rauða- læk í Rangárvallasýslu árið 2007, þeg- ar góðærið stóð sem hæst. Árið 2009 stefndi Anton hins vegar Karli vegna hrossaskíts. Neitaði Karl að borga Ant- oni reikning fyrir vinnu við að hreinsa út úr hestastíum útrásavíkingsins. Fór Anton fram á hálfa milljón króna fyrir að hreinsa upp hrossaskít Karls. Útgerðarfólk og lyfjafræðingar Á meðal annarra nafna sem komust inn á topp 25 listann má nefna lyfja- fræðinginn Ívar Daníelsson sem ný- lega varð 91 árs. Hann er í 14. sæti. Hann græddi vel á sölu sinni á 0,60 prósenta hlut í Actavis árið 2007. Guð- mundur Ásgeirsson, sem oftast er kenndur við Nesskip sem hann stofn- aði árið 1974, er í 15. sæti. Hann hagn- aðist vel á sölu á hlut sínum í Nesskip- um árið 2006 til norska skipafélagsins Wilson ASA í Bergen. Dröfn Árna- dóttir, útgerðarkona á Patreksfirði er í 16. sæti. Margrét Ásgeirsdóttir, eig- inkona Skúla Mogensen, sem nýlega yfirtók MP banka, ásamt öðrum fjár- festum, er í 17. Sæti. David John Kjos er eini útlendingurinn á topp 25 list- anum. Hann er forstjóri Norðuráls og er í 18. sæti. Einnig má nefna Jón Zim- sen, sem er í 21. sæti. Hann hagnaðist vel á sölu á 0,94 prósenta hlut í Actavis árið 2007. Huldumenn í hópi skattakónganna Sæti Nafn og staða Samtals gjöld 1. Þorsteinn Hjaltested Athafnamaður og landeigandi 162 milljónir 5. Guðmundur Steinar Jónsson, Garðabær Útgerðarmaður, kenndur við Sjólaskip 92 milljónir 6. Sigurður Sigurgeirsson, Kópvogur Byggingarverktaki í Kópavogi 86 milljónir 9. Magnús Ingi Óskarsson, Hafnarfjörður Framkv.stj. og eigandi Calidris 75 milljónir 10. Anton Ásgrímur Kristinsson, Rvk. Hrossaræktandi 69 milljónir 14. Ívar Daníelsson, Rvk. Lyfjafræðingur, átti 0,60% í Actavis 58 milljónir 15. Guðmundur Ásgeirsson, Seltjarnarnes Stofnandi Nesskipa 57 milljónir 16. Dröfn Árnadóttir, Vesturbyggð Útgerðarkona á Patreksfirði 57 milljónir 17. Margrét Ásgeirsdóttir, Garðabær Eiginkona Skúla Mogensen 52 milljónir 18. David John Kjos, Garðabær Forstjóri Norðuráls 51 milljón 19. Gunnar I. Hafsteinsson, Rvk. Framkv.stj. Útgerðarfélagsins Frigg 50 milljónir 20. Guðmundur Sveinn Sveinsson, Rvk. Framkv.stj. og einn eigenda Héðins 50 milljónir 21. Jón Zimsen Lyfjafræðingur, átti 0,94% í Actavis 49 milljónir 22. Steinunn Jónsdóttir Dóttir Jóns Helga Guðmundssonar 49 milljónir Nokkrir þeirra 25 sem greiddu hæstu gjöldin Skattakóngur 2010 Þorsteinn Hjaltested greiddi hæstu opinberu gjöldin árið 2010 samkvæmt álagningarskrá ríkis- skattstjóra. Hann er stór landleigandi í Kópavogi. MyND BJörN BlöNDAl n Nokkuð mörg ný nöfn á meðal 25 tekjuhæstu einstaklinganna n Þeir sem seldu í Actavis árið 2007 greiða enn há opinber gjöld „Á meðal annarra nafna sem kom- ust inn á topp 25 listann má nefna lyfjafræðinginn Ívar Daníelsson sem ný- lega varð 91 árs. Annas Sigmundsson annas@dv.is Skattar 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.