Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 10
Fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, Björn Ingi Sveinsson, fékk í gegn 200 milljóna króna lánveitingu frá Nýja Glitni í nóvember 2008 til fasteigna- félags sem nú er gjaldþrota, Norður- turnsins ehf. Björn Ingi Sveinsson var framkvæmdastjóri eignarhalds- félagsins Saxbygg sem var stærsti hluthafi Norðurturnsins með um 66 prósenta eignarhlut á móti 34 pró- senta eignarhlut FL Group. Saxbygg var jafnframt fimmti stærsti hluthafi Glitnis fyrir hrunið. Eigendur Sax- bygg voru eignarhaldsfélögin Sax- hóll, sem var í eigu Jóns Þorsteins Jónssonar og systkina hans og verk- takanna Gylfa Héðinssonar og Gunn- ars Þorlákssonar. Norðurturninn var tekinn til gjaldþrotaskipta í septem- ber í fyrra. Norðurturninn ehf. var fasteigna- félag sem stofnað var til að halda utan um eignarhaldið á 15 hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði við norðurhlið verslanamiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi. Byrjað var að byggja turninn árið 2007 og var stefnt að því að ljúka byggingunni um sumarið 2008. Íslenska efnahags- hrunið og þeir erfiðleikar sem dundu yfir íslenskt efnahagslíf í aðdraganda þess gerðu það hins vegar að verkum að ekki náðist að klára bygginguna. Talsverð örvænting greip um sig hjá stjórnendum og eigendum Saxbygg af þessum sökum, líkt og sést þeg- ar litið er á samskipti Björns Inga og starfsmanna Nýja Glitnis. Turninn stendur hálfkláraður í dag – búið er að byggja kjallara hússins og fjórar hæðir – en ekki liggur fyrir hvort og þá hvenær verkið verður klárað. Beitti þrýstingi Björn Ingi Sveinsson beitti stjórn- endur Nýja Glitnis þrýstingi til að fá þetta lán frá bankanum eftir efna- hagshrunið 2008. Þessi þrýstingur kemur til dæmis fram í tölvupósti frá Birni Inga til nokkurra helstu stjórnenda Glitnis og nokkurra áhrifamikilla stjórnmálamanna þann 29. október 2008, tæpum mánuði eftir bankahrunið. Tölvu- pósturinn er birtur í heild sinni með þessari grein. Nýi Glitnir var þá í eigu og umsjá íslenska ríkisins eftir bankahrunið en hann var stofnaður á rústum Glitnis. Meðal þeirra sem fengu tölvu- póstinn frá Birni Inga voru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitn- is, tveir framkvæmdastjórar í bank- anum og nokkrir stjórnmálamenn, meðal annarra Gunnar I. Birgisson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra og Gréta Ingþórsdóttir, að- stoðarkona Geirs H. Haarde, þáver- andi forsætisráðherra. Ekki liggur fyrir af hverju þessum stjórnmála- mönnum var sendur tölvupóst- urinn en líklegt má telja að svo hafi verið vegna þess að um var að ræða nokkra af helstu ráðamönn- um þjóðarinnar eða aðstoðarmenn þeirra. Hættu við fjögurra milljarða lánasamning Í tölvupóstinum lýsti Björn Ingi yfir verulegum vonbrigðum með það að Nýi Glitnir hefði ákveðið að virða ekki rúmlega fjögurra millj- arða króna lánasamning sem Glitn- ir og Norðurturninn gerðu þann 17. september 2008, tveimur dögum eftir fall bandaríska fjárfestinga- bankans Lehman Brothers og um tveimur vikum fyrir upphaf íslenska bankahrunsins – sem hófst með falli Glitnis. Norðurturninn hafði þá fengið greiddar út 800 milljón- ir króna af lánasamningnum við Glitni en þessi útgreiðsla frá Glitni átti sér stað þann 19. september 2008. Tekið skal fram, líkt og áður segir, að Saxbygg, stærsti hluthafi Norðurturnsins, var einn stærsti hluthafi Glitnis fyrir hrunið og sat framkvæmdastjóri félagsins, Björn Ingi, í stjórn hans. Orðrétt segir í tölvupóstinum frá Birni Inga sem sendur var á þessa stjórnendur Glitnis og umrædda stjórnmálamenn: „Samkvæmt sam- tali undirritaðs, formanns stjórnar Eikar Properties ehf og formanns stjórna dótturfélaganna Fasteigna- félags Íslands, Norðurturnsins ehf og Eignarhaldsfélags Smáralindar, við Magnús Arngrímsson hjá Nýja Glitni þá virðist nú liggja fyrir sú ákvörðun hins Nýja Glitnis um að bankinn muni vanefna lánssamn- ing, sem gerður var við Norður- turninn ehf þann 17. september sl. […] Undirritaður vill lýsa yfir veru- legum vonbrigðum með þessa nið- urstöðu hins nýja banka, sem á sér enga stoð í undirliggjandi gögnum málsins, og er þeim mun dapurlegri vegna eignatengsla bankans við fé- lagið. Lánssamningur þessi er und- irstaða verksamnings sem gerð- ur var við BYGG hf þann 20. apríl 2008, en á sama tíma var undirrit- að lánsloforð af hálfu bankans. Hef- ur verktakinn unnið við verkið allar götur síðan í góðri trú um að staðið yrði við samninginn og vegna þessa stofnað sér í miklar skuldbinding- ar.“ Verktakinn sem Björn Ingi ræðir um var BYGG, annar af eigendum Saxbygg, og vinnuveitandi Björns Inga en fyrirtækið vann einnig að byggingu Norðurturnsins. Eigend- ur BYGG eru Gunnar Þorláksson og Gylfi Héðinsson. Hætt við samninginn Þessi samskipti á milli Norðurturns- ins og Glitnis leiddu til þess að þann 14. nóvember 2008, í kjölfar falls Glitnis og hinna íslensku bankanna, gerðu Norðurturninn og Nýi Glitn- ir, arftaki Glitnis, viðauka við lána- samninginn frá því í september 2008. Þá lá ljóst fyrir að forsendur lána- samningsins voru brostnar og Nýi Glitnir var kominn í eigu og umsjá ríkisins tímabundið eftir banka- 10 | Fréttir 26. júlí 2011 Þriðjudagur Lánaði tæknilega gjaldþrota félagi 200 milljónir eftir hrun n Glitnir lánaði Norðurturninum ehf. rúma 4 milljarða rétt fyrir hrun n Fengu 200 milljóna lán hjá Nýja Glitni eftir hrun n Framkvæmdastjórinn beitti Nýja Glitni þrýstingi n Milljarður rann út úr Nýja Glitni „Undirritaður vill lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þessa niðurstöðu hins nýja banka. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fjármunirnir runnu til BYGG Fjármunirnir sem Norðurturninn fékk að láni hjá Nýja Glitni eftir bankahrunið 2008, 200 milljónir króna, runnu nær óskiptir til verktakafyrirtækisins BYGG, sem byggði húsið. Eigendur félagsins, Gunnar Þorláksson og Gylfi Héðinsson, voru jafnframt stærstu hluthafarnir í fasteignafélaginu sem átti húsið, Saxbygg, í gegnum annað félag. Saxbygg var einn af stærstu hluthöfum Glitnis. 200 milljóna lán Nýi Glitnir, fyrirrennari Íslandsbanka, lánaði 200 milljónir króna til Norðurturnsins jafnvel þó nokkuð ljóst væri að félagið væri gjaldþrota. Birna Einarsdóttir var bankastjóri Nýja Glitnis, nú Íslandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.