Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 44
NÝR PEUGEOT 508 Eyðsla í blönduðum akstri (l/100 km) frá 4,4 til 7,1. CO2 útblástur (g/km): frá 115 til 164. Nýr Peugeot 508. Áræðni & öryggi. Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 Áræðni – Ný hönnun, nýtt viðmót og aksturseiginleikar sem samkeppnin á erfitt með að jafna á þessu verði. Öryggi – ABS, EBFD, EBA, ESP, ASR, CBC veitir ríka hugarró fyrir bílstjóra, farþega og gangandi umferð. Verð frá kr. 4.390.000 Ó perusöngvararnir Bjarni Thor Kristinsson og Krist- inn Sigmundsson eru ein- ir launahæstu söngvarar landsins. Bjarni Thor er með 1.118.056 krónur á mánuði en Krist- inn 1.096.391 krónur. Það borgar sig greinilega að vera bassi því báðir sinna þeir því hlutverki í óperuheim- inum. Bjarni og Kristinn hafa í áraraðir verið á meðal fremstu bassasöngv- ara heims. Báðir ferðast þeir víða um heim og syngja í mörgum af þekkt- ustu óperuhúsunum. Bjarni hef- ur ferðast mikið til Evrópu og Asíu. Kristinn hefur einnig verið mikið í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og víðar. Kristinn hlaut í vor Menn- ingarverðlaun DV í flokki tónlistar fyrir frammistöðu sína árið 2010. Bjarni og Kristinn skáka nánast öllum poppurum landsins að und- anskildum Pálma Gunnarssyni sem er með 1,3 milljónir króna í laun sem að mestum hluta eru tilkomin vegna annarrar atvinnu en söng. Þeir skáka til dæmis kónginum Bubba Mort- hens en hann er með um 850 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Þá slá þeir Björgvini Halldórssyni einnig hressi- lega við en hann er með tæpar 300 þúsund krónur á mánuði. Íslenskar óperusöngkonur virð- ast þó ekki þéna jafn mikið. Til að mynda er Elín Ósk Óskarsdóttir með um 50 þúsund krónur í mánaðarlaun og Hulda Björk Garðarsdóttir með svipaðar tekjur. Hins vegar er Björg Þórhallsdóttir með um 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði. n Bjarni Thor og Kristinn Sigmundsson hæstlaunuðu söngvararnir Borgar sig að vera bassi Bassarnir gera það gott Bjarni Thor og Kristinn Sigmundsson voru hæstlaunuðustu óperusöngvararnir. Þarf ekki að veiða í matinn Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í hljómsveitinni Mannakorn og að vera fyrsti íslenski Eurovision-far- inn. Það er þó orðið langt síðan og hefur Pálmi verið stórtækur leigutaki í íslenskum stangveiðiám. Hann hef- ur gert það mjög gott í þeim bransa sem og tónlistinni og hefur hann þénað um 1.317.205 krónur á mán- uði undanfarið ár. Það verður því seint sagt að Pálmi þurfi að veiða sér til matar – þó hann hafi án efa gert það oft og mörgum sinnum. Borgar sig að syngja Það gefur vel að eiga hvern slagar- ann á fætur öðrum og spila fótbolta með Selfossi, að minnsta kosti ef tekið er mið af launum Ingólfs Þórar- inssonar, sem oftast er kallaður Ingó í Veðurguðunum. Á síðasta ári þénaði hann um 816.863 krónur á mánuði sem verður að teljast gott fyrir ís- lenskan trúbador og fótboltamann. Lög hans og hljómsveitarinnar Veð- urguðanna hafa þó mikið verið spil- uð á íslenskum útvarpsstöðvum og er ekki ólíklegt að stór hluti þessara launa komi í formi STEF-gjalda sem stöðvarnar borga fyrir hverja spilun. Kóngurinn vel launaður Bubbi Morthens er einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands og eru launin eftir því. Hann er með 850.000 krón- ur í laun á mánuði en Bubbi hefur líka verið mjög duglegur undan- farið. Haldið tónleika víða og verið áberandi. Nýjasta platan fékk frá- bæra dóma og lögin hafa klifið upp vinsældalistana. Fjármál Bubba hafa ekki verið neitt leyndarmál undan- farin ár en hann hefur sagt frá því í viðtölum að hann hafi tapað miklu á hlutabréfakaupum og hruninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.