Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 12
12 | Neytendur 26. júlí 2011 Þriðjudagur
„Það er verið að breyta um tækni við
sjónvarpsdreifingu en breiðbands-
tæknin er að verða barns síns tíma.
Að okkar mati er ljósnetið framtíðin,
að flestir kjósi sjónvarpsdreifingu í
gegnum internetið innan fárra ára,“
segir Margrét Stefánsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Símans, aðspurð um
ástæður þess að Síminn hafi ákveð-
ið að taka upp nýtt kerfi í sjónvarps-
útsendingum. Hún segir að fyrirtæk-
ið hafi ákveðið á sínum tíma að taka
upp breiðbandið en að tæknin hafi
þróast hratt og í stað þess að ráðast í
uppfærslu á breiðbandinu hafi verið
ákveðið að taka upp ljósnetið.
Hliðrænar útsendingar hætta
Síminn hefur hafið það verkefni að
breyta breiðbandi Símans í ljósnet
en með þessum breytingum verð-
ur ekki hægt að senda út hliðrænar
sjónvarpsrásir. Með hliðrænum rás-
um er átt við að áhorfendur hafa get-
að horft á RÚV í gegnum rás Símans
en með breytingunum verður það
ekki lengur hægt. Þeir sem eru ekki
með venjulegt loftnet og ekki með
nettengingu hjá fyrirtækinu geta því
ekki séð útsendingar RÚV og þurfa
að kaupa netaðgang hjá einhverju
þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á
sjónvarpsútsendingar.
Aukakostnaður fyrir neytendur
Margrét segir að hliðrænar útsend-
ingar hafi verið lagðar af í flestum
nágrannalöndum okkar en ekki
hér. „Samkvæmt fjarskiptaáætlun
eru fyrirætlanir um stafræna sjón-
varpsdreifingu fyrir alla landsmenn,
meðal annars með tilliti til dreifing-
ar Ríkisútvarpsins. Upphaflega stóð
til að sjónvarpsdreifing yrði stafræn
árið 2010 en svo kom efnahagshrun.
Þessu hefur því seinkað en það stefn-
ir allt í þessa átt og við fylgjum því.“
Aðspurð um aukakostnað sem
breytingar úr breiðbandi í ljósnet
hafa í för með sér fyrir neytendur
segir hún að vissulega muni þetta
þýða aukakostnað fyrir suma. „Fólk
þarf að kaupa internettengingu hjá
Símanum en fær betri þjónustu en
breiðbandsþjónustan gat boðið upp
á, langflestir vilji hafa internetteng-
ingu og fyrir þá er þetta hagstæð
leið. Það eru hins vegar ekki allir sem
kjósa að nýta sér nýju þjónustuna
og þeir sem ekki hafa lengur kost á
breiðbandinu hafa vitanlega ávallt
val um að snúa sér annað,“ segir hún.
Fólk nær ekki RÚV
Hún segir að enn geti fólk náð sjón-
varpsútsendingum með hliðrænu
loftneti ef það vill ekki kaupa þessa
nýju þjónustu. Í framtíðinni munu
hliðrænar útsendingar þó leggjast
af og þá þarf fólk að huga að annars
konar úrræðum. Síminn vilji hugsa
til framtíðar og bjóði nú viðskiptavin-
um sínum sjónvarp eingöngu í gegn-
um ljósnetið sem er veitt með net-
tengingu. „Loftnet eru víða á húsum
fyrir þá sem það kjósa en einnig er
mögulegt er að ná útsendingum RÚV
í gegnum stafræn loftnet, betur þekkt
sem örbylgjuloftnet.“ segir hún.
Eitt af kvörtunarefnum sem bor-
ist hafa til Neytendasamtakanna er
að lokað hafi verið fyrir breiðbandið
án þess að nýja kerfið sé orðið virkt.
Fólk hafi því verið sjónvarpslaust í
lengri tíma. „Við höfum sent fólki
bréf og hringt til að láta vita af fyrir-
hugaðri lokun en til þess að breyt-
ingin geti átt sér stað, úr breiðbandi
í ljósnet, þarf starfsmaður Símans að
koma á heimili fólks. Stundum gerist
það að fólk er í fríi eða les ekki bréf-
in og þetta fer því framhjá því. Við
þurfum að taka hvert hverfi á höf-
uðborgarsvæðinu fyrir sig og und-
ir venjulegum kringumstæðum á
fólk ekki að þurfa að vera sjónvarps-
laust,“ segir Margrét en eftir afteng-
ingu á stafrænni þjónustu breið-
bandsins er hliðrænni útsendingu
RÚV haldið í heila viku með viðvör-
unarskilti þannig að jafnvel þó ekki
náist í einhvern sem nýtir hliðræna
útsendingu RÚV þá fær hann viku til
að bregðast við.“
Kvartað til Neytendasam-
takanna
„Það hefur töluvert verið hringt hing-
að og fólk hefur verið ósátt. Það eina
sem við getum gert er að reyna að
leiðbeina fólki og benda á hvað það
getur gert en kostnaðurinn við þessa
breytingu er allur þeirra,“ segir Ingi-
björg Magnúsdóttir, fulltrúi í leið-
beininga- og kvörtunardeild Neyt-
endasamtakanna. Hún segir að það
fylgi þessu alltaf einhver kostnaður
og hann geti orðið töluverður hjá
þeim sem þurfa að láta leggja nýtt í
húsið hjá sér. Sá kostnaður sé ávallt
kostnaður neytandans. Þeir einu
sem fá nýtt kerfi án kostnaðar eru
þeir sem búa þar sem ljósleiðari er
kominn upp að húsi. Þá koma starfs-
menn Símans og draga inn, fólki að
kostnaðarlausu.
Alltaf aukakostnaður fyrir
neytendur
„Breiðbandið var gott á sínum tíma
en nú er ljósnetið orðið miklu full-
komnara. Þetta er hins vegar ekki
komið alls staðar svo þetta stendur
ekki öllum til boða. Þeir þurfa því að
taka inn adsl því allt dettur úr, bæði
RÚV og annað,“ segir Ingibjörg og
bendir á að þetta sé allt á kostnað
neytandans. Síminn beri ekki neinn
kostnað, nema viðskiptamaðurinn
sé kominn með ljósleiðara upp að
húsinu. „Í mörgum af eldri húsum
þarf að draga nýtt inn með tilheyr-
andi snúrum um allt hús. Ef það er
ekki ljósnet þá getur fólk fengið sér
adsl en það er kostnaður við það og
mánaðarlegar greiðslur. Sumir voru
ekki með breiðbandið og því ekki
vant þessum aukakostnaði. Fólk er
ósátt við það.“
Getur hlaupið á tugum þúsunda
Neytendasamtökin hafa lýst yfir
óánægju sinni með fyrirhugaðar
breytingar hjá Símanum og eftir-
farandi má finna á heimasíðu sam-
takanna:
„Breyting úr breiðbandi í ljós-
net verður kostnaðarsöm fyrir fólk
og getur hlaupið á tugum þúsunda
króna hjá mörgum heimilum, eft-
ir því hvort er um að ræða fjölbýli
eða einbýli og hvort þurfi að tengja
og leggja nýja kapla innanhúss.
Með nýrri ADSL lausn verður að
aftengja svokallaðar ISDN heim-
ilissímstöðvar. Þá er hægt að fá sér
örbylgjuloftnet (Digital Ísland) en
það er ódýrara en að leggja nýja
kapla.
Ekkert í lögum bannar Síman-
um að taka breiðbandið af mark-
aði, og verða þeir sem nota breið-
bandið því miður að bera óþægindi
og kostnað sem af því hlýst.“ (ns.is
10. júní 2011)
RÚV
Kristján Benediktsson, verkfræðing-
ur hjá dreifikerfi RÚV, segir að fram-
tíðarstefnumörkun RÚV sé í skoð-
un og ekkert sé neglt niður í þeim
málum. Það liggi hins vegar fyrir að
eitthvað þurfi að koma í stað gamla
kerfisins sem nú er í notkun. Hann
segir þó að fólk muni ná útsending-
um RÚV áfram í gegnum loftnet.
Stöð 2
Hjá Vodafone hefur nú þegar verið
tekið upp stafrænt kerfi. „Við erum
bæði með stafrænar sjónvarpsút-
sendingar í lofti og á IP-staðli sem er
sambærilegt og Síminn er með. Kerf-
ið hjá okkur mun ekki breytast,“ segir
Sigurbjörn Eiríksson, forstöðumaður
Netkerfa. Aðspurður hvort fólk geti
séð Stöð 2 án loftnets segir hann svo
ekki vera. „Ef þú ert ekki með loftnet
þá þarftu að taka þetta í gegnum net-
ið og þá þarftu að borga mánaðar-
leigu af interneti. Á suðvesturhorn-
inu er þó enn hægt að horfa á fréttir
og annað sem er í opinni dagskrá en
það er tímabundið.“
Aukakostnaður
fyrir neytendur
n Síminn skiptir breiðbandinu út fyrir ljósnet n Breytingin mun hafa kostnað í för með sér fyrir
neytendur n Neytendasamtökin hafa lýst yfir óánægju sinni með fyrirhugaðar breytingar
Sjónvarpsútsend-
ingar Landsmenn
geta ekki lengur horft
á RÚV í gegnum kerfi
Símans.
„Hliðrænar útsend-
ingar munu þó
leggjast af og þar með er
ekki hægt að ná útsend-
ingum RÚV í gegnum
Símann nema með því að
kaupa nýju þjónustuna
sem er veitt með net-
tengingu.
Á heimasíðu Símans eru gefnar upp
nokkrar leiðir sem þú getur farið við
fyrirhugaðar breytingar. Eina leiðin sem
er þér algjörlega að kostnaðarlausu
er ef þú ert með breiðbandslykil og
nettengingu frá Símanum:
n Ef þú ert með breiðbandslykil og
nettengingu frá Símanum munu
starfsmenn skipta út breiðbandslykli
fyrir nýjan stafrænan myndlykil þér að
kostnaðarlausu.
n Ef þú ert með breiðbandslykil en
ekki með nettengingu frá Símanum
þarftu að kaupa nettengingu. Þá munu
starfsmenn skipta út breiðbandslykli frá
Símanum fyrir nýjan stafrænan mynd-
lykil þér að kostnaðarlausu.
n Ef þú ert með loftnet gætir þú þurft
að endurstilla sjónvarpið en þú getur
séð RÚV áfram.
n Ef þú ert hvorki með loftnet né mynd-
lykil frá Símanum þarftu að verða þér
úti um annað hvort loftnet eða kaupa
þjónustu af þeim fyrirtækjum sem bjóða
upp á sjónvarpsútsendingar.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is