Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 26. júlí 2011 Þriðjudagur Hlaupasokkar • Minnka verki og þyngsl í kálfum • Minni hætta á blöðrumyndun • Draga úr bjúgsöfnun Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Sökuðu Gunnar í Krossinum um brot: Leita til fagráðs „Niðurstaða um frávísun máls vegna fyrningar sannar ekki sak- leysi þess sem á í hlut,“ segir í yfirlýsingu frá konunum sjö sem sökuðu Gunnar Þorsteinsson, kenndan við Krossinn, um kyn- ferðisbrot. Meint brot voru tilkynnt til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu en lögreglan hefur nú vísað málunum frá. „Vegna fréttaflutn- ings síðustu daga um niðurstöðu saksóknara á höfuðborgarsvæð- inu í máli Gunnars Þorsteinssonar, kenndur við Krossinn, sjáum við okkur tilneyddar til að varpa ljósi á raunverulega ástæðu þess að mál- inu var vísað frá,“ segir í yfirlýsing- unni en þar kemur fram að í öllum sjö tilfellum töldust málin fyrnd samkvæmt lagaramma kynferð- isafbrota. Fyrningartími brotanna reyndist að lágmarki 5 ár en að hámarki 15 ár. Ekkert brotanna féll innan þessa tímaramma. Í yfirlýsingunni kemur fram að konurnar standi við vitnisburði sína, allar sem ein. Þá kemur fram að erindi sé tilbúið sem sent verður til fagráðs um kynferðisbrot. Fagr- áðið var sett á stofn af innanríkis- ráðherra fyrr á þessu ári. Mun erindið berast fagráðinu síðar í vikunni. „Við stöndum við vitnisburði okkar, allar sem ein, enda tölum við sannleikann. Því til staðfesting- ar höfum við fjölmörg vitni. Sann- leikurinn í þessu máli hefur verið beiskur og fylgt okkur sem svartur skuggi í tugi ára. Hann breytist ekki eða hverfur. Því er gott að tala hann og finna um leið að hann veitir frelsi og lausn,“ segir einnig í yfir- lýsingunni. Fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst í góðum málum: 2,3 milljónir króna á mánuði Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, er tekjuhæstur allra þeirra sem fást við menntun og kennslu á Íslandi fyrir skattaárið 2010. Meðaltekjur Ágústs á árinu námu 2.302.134 krónum á mánuði. Hann var einnig næstríkastur menntamanna, en eignir hans voru metnar á 131.446.600 krónur. Í öðru sæti er Svafa Grönfeldt, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykja- vík en meðaltekjur hennar námu 1.929.075 krónum á mánuði. Í þriðja sæti kemur Kristín Ingólfsdóttir, rekt- or Háskóla Íslands. Meðaltekjur henn- ar voru 1.605.188 krónur á mánuði en hún var jafnframt ríkust mennta- manna, en eignir hennar voru metnar á 146.370.867 krónur. Eiríkur Tómasson lagaprófessor er í fjórða sæti listans, og annar lögfræð- ingur, Sigurður Tómas Guðmundsson hjá Háskólanum í Reykjavík var í því fimmta. Í sjötta sæti er síðan núver- andi rektor Háskólans í Reykjavík, Ari Kristinn Jónsson, og í því sjöunda er Friðrik Már Baldursson, prófessor við sama skóla. Ingi Ólafsson, skólastjóri Versl- unarskólans, er í áttunda sæti listans og efstur þeirra sem koma ekki af há- skólastigi. Á eftir Inga kemur Vilhjálm- ur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og í 10. sæti er Björg Thorarensen, prófessor við laga- deild sama skóla. Launahæst allra þeirra sem fást við menntun og kennslu á grunn- skólastigi er Auður Sigrún Hrólfsdóttir, skólastjóri Engidalsskóla. Meðaltekjur hennar á mánuði voru 797.112 krónur. Skammt undan er Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri í Folda- skóla, en hann var með 793.626 krón- ur í meðaltekjur á mánuði árið 2010. Tekjuhæstur Ágúst Einarsson var með 2,3 milljónir króna á mánuði árið 2010. L aun millistjórnenda innan bankakerfisins eru á töluverðu skriði sé tekið mið af tölum úr útreikningum DV úr álagning- arskrá ríkisskattstjóra fyrir árið 2010. Rósant Már Torfason sem sinnti framkvæmdastjórn áhættustýringar Íslandsbanka þar til hann var sendur í launað leyfi var með um 2,5 milljón- ir króna á mánuði að meðaltali í laun. Perla Ösp Ásgeirsdóttir, forstöðumað- ur áhættustýringar Landsbanka Ís- lands, var með um 1,3 milljónir króna í laun á mánuði á síðasta ári, sé mið- að við álagningarskrá. Þess má geta að þessar tölur gætu breyst en kæru- frestur til ríkisskattstjóra rennur út í lok ágúst. Millistjórnendurnir tveir hafa hækkað verulega í launum á milli ára en Perla Ösp var með um 633 þúsund krónur í laun að meðaltali á mánuði árið 2009. Á sama tíma var Rósant Már með um 1,5 milljónir króna að meðal- tali í laun. Hækkun launa millistjór- nenda innan bankakerfisins er í takt við þær launahækkanir sem hafa átt sér stað hjá æðstu stjórnendum bank- anna. Laun tvöfaldast næstum því DV greindi nýlega frá því að banka- stjórar allra stærstu bankanna hefðu hækkað verulega í launum und- anfarin misseri. Þrátt fyrir að laun bankastjóranna hafi lækkað veru- lega í kjölfar hrunsins virðast þau nú vera á öruggri leið upp á við. Þannig var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, með rúmlega 3,1 milljón króna í laun á mánuði á árinu 2010, miðað við tölur úr álagningarskrá. Árið þar á undan voru mánaðarlaunin hins vegar 1,7 milljónir króna. Mán- aðarlaun Birnu hafa því hækkað um 1,4 milljónir króna á milli ára. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans var með ívið hærri laun en Birna á árinu 2010 eða rétt um 3,4 milljónir króna á mánuði. Hösk- uldur Hrafn Ólafsson bankastjóri Arion banka var launahæsti banka- stjórinn með um 3,8 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra. Árið þar á und- an voru mánaðarlaun hans rétt tæpar tvær milljónir. Laun hans tvöfölduð- ust þannig næstum því og hækkuðu um 1,8 milljónir á einu ári. Til sam- anburðar má nefna að í síðustu kjara- samningum voru lágmarkslaun verkafólks hækkuð upp í 182 þúsund krónur. Skilanefndir og slitastjórnir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrr- verandi forstjóri Sögu Capital, var með tæplega 1,9 milljónir króna á mánuði og Jón Finnbogason forstjóri Byrs þénaði rúmlega 1,9 milljónir. Laun skilanefndar- og slitastjórn- armanna hafa sum hver einnig hækk- að. Þannig hafa laun Árna Tómas- sonar formanns skilanefndar Glitnis hækkað úr 1.788 þúsundum á mán- uði og í rúmar tvær milljónir. Stein- unn Hólm Guðbjartsdóttir, formað- ur slitastjórnar Glitnis, var með rétt tæplega 1,7 milljónir króna í mánað- arlaun árið 2010 en árið þar á undan fékk hún um milljón í mánaðarlaun. Kristinn Bjarnason, formaður slit- astjórnar Landsbankans, var með svipuð laun og árið á undan eða rétt tæpar 600 þúsund krónur. Ólafur Garðarsson fyrrverandi formaður slit- astjórnar Kaupþings banka var með um 2,8 milljónir króna á síðasta ári, Steinar Þór Guðgeirsson, formað- ur skilanefndar Kaupþings, var með 793 þúsund krónur og Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, var með 507 þúsund krónur í laun. Millistjórnendur launahærri en ráðherra Eftir hrun voru laun helstu stjórn- enda innan bankanna lækkuð og til þess mælst að þau yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra, sem var þá með um 950.000 krónur í laun. Eins og fyrr segir hafa laun millistjór- nenda innan bankakerfisins hækk- að töluvert undanfarin misseri og nú er svo komið að millistjórnendur eru með hærri laun en forsætisráð- herra. Sem dæmi má nefna að Árni Þór Þorbjörnsson framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs Landsbank- ans var með nær 1,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra. Þá var Frans Páll Sigurðsson, yfirmaður fjármála hjá Landsbankanum, með rúmlega 1,6 milljónir. Friðrik Klemenz Sophusson, for- maður stjórnar Íslandsbanka, var með rúmleg 1,7 milljónir en Frið- rik Nikulásson forstöðumaður eign- astýringar Landsbankans var með 1,3 milljónir rúmar. Þá var Halla Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, með tæplega 1,3 milljónir. Gunn- ar Helgi Hálfdanarson, stjórnarfor- maður Landsbankans, var hins veg- ar einungis með litlar 434 þúsund krónur. Góðærið lifir í bönkunum Höskuldur í hástökki Höskuldur Hrafn Ólafsson er sá bankastjóri sem hækkar hvað mest í launum, en laun hans tvöfaldast næstum því á milli ára. n Laun millistjórnenda innan bankakerfisins fara hækkandi n Millistjórnend- ur með hærri laun en forsætisráðherra n Laun bankastjóra nær tvöfölduðust „Hækkun launa millistjórnenda innan bankakerfisins er í takt við þær launahækk- anir sem hafa átt sér stað hjá æðstu stjórnendum bankanna. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Skattar 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.