Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 26. júlí 2011 Þriðjudagur
Hlaupasokkar
• Minnka verki og þyngsl í kálfum
• Minni hætta á blöðrumyndun
• Draga úr bjúgsöfnun
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Sökuðu Gunnar í Krossinum um brot:
Leita til
fagráðs
„Niðurstaða um frávísun máls
vegna fyrningar sannar ekki sak-
leysi þess sem á í hlut,“ segir í
yfirlýsingu frá konunum sjö sem
sökuðu Gunnar Þorsteinsson,
kenndan við Krossinn, um kyn-
ferðisbrot.
Meint brot voru tilkynnt til lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu en lögreglan hefur nú vísað
málunum frá. „Vegna fréttaflutn-
ings síðustu daga um niðurstöðu
saksóknara á höfuðborgarsvæð-
inu í máli Gunnars Þorsteinssonar,
kenndur við Krossinn, sjáum við
okkur tilneyddar til að varpa ljósi á
raunverulega ástæðu þess að mál-
inu var vísað frá,“ segir í yfirlýsing-
unni en þar kemur fram að í öllum
sjö tilfellum töldust málin fyrnd
samkvæmt lagaramma kynferð-
isafbrota. Fyrningartími brotanna
reyndist að lágmarki 5 ár en að
hámarki 15 ár. Ekkert brotanna féll
innan þessa tímaramma.
Í yfirlýsingunni kemur fram að
konurnar standi við vitnisburði
sína, allar sem ein. Þá kemur fram
að erindi sé tilbúið sem sent verður
til fagráðs um kynferðisbrot. Fagr-
áðið var sett á stofn af innanríkis-
ráðherra fyrr á þessu ári. Mun
erindið berast fagráðinu síðar í
vikunni.
„Við stöndum við vitnisburði
okkar, allar sem ein, enda tölum
við sannleikann. Því til staðfesting-
ar höfum við fjölmörg vitni. Sann-
leikurinn í þessu máli hefur verið
beiskur og fylgt okkur sem svartur
skuggi í tugi ára. Hann breytist ekki
eða hverfur. Því er gott að tala hann
og finna um leið að hann veitir
frelsi og lausn,“ segir einnig í yfir-
lýsingunni.
Fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst í góðum málum:
2,3 milljónir króna á mánuði
Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor
Háskólans á Bifröst, er tekjuhæstur
allra þeirra sem fást við menntun og
kennslu á Íslandi fyrir skattaárið 2010.
Meðaltekjur Ágústs á árinu námu
2.302.134 krónum á mánuði. Hann var
einnig næstríkastur menntamanna, en
eignir hans voru metnar á 131.446.600
krónur. Í öðru sæti er Svafa Grönfeldt,
fyrrverandi rektor Háskólans í Reykja-
vík en meðaltekjur hennar námu
1.929.075 krónum á mánuði. Í þriðja
sæti kemur Kristín Ingólfsdóttir, rekt-
or Háskóla Íslands. Meðaltekjur henn-
ar voru 1.605.188 krónur á mánuði
en hún var jafnframt ríkust mennta-
manna, en eignir hennar voru metnar
á 146.370.867 krónur.
Eiríkur Tómasson lagaprófessor er
í fjórða sæti listans, og annar lögfræð-
ingur, Sigurður Tómas Guðmundsson
hjá Háskólanum í Reykjavík var í því
fimmta. Í sjötta sæti er síðan núver-
andi rektor Háskólans í Reykjavík, Ari
Kristinn Jónsson, og í því sjöunda er
Friðrik Már Baldursson, prófessor við
sama skóla.
Ingi Ólafsson, skólastjóri Versl-
unarskólans, er í áttunda sæti listans
og efstur þeirra sem koma ekki af há-
skólastigi. Á eftir Inga kemur Vilhjálm-
ur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði
við Háskóla Íslands og í 10. sæti er
Björg Thorarensen, prófessor við laga-
deild sama skóla.
Launahæst allra þeirra sem fást
við menntun og kennslu á grunn-
skólastigi er Auður Sigrún Hrólfsdóttir,
skólastjóri Engidalsskóla. Meðaltekjur
hennar á mánuði voru 797.112 krónur.
Skammt undan er Kristinn Breiðfjörð
Guðmundsson, skólastjóri í Folda-
skóla, en hann var með 793.626 krón-
ur í meðaltekjur á mánuði árið 2010.
Tekjuhæstur Ágúst Einarsson var með
2,3 milljónir króna á mánuði árið 2010.
L
aun millistjórnenda innan
bankakerfisins eru á töluverðu
skriði sé tekið mið af tölum úr
útreikningum DV úr álagning-
arskrá ríkisskattstjóra fyrir árið
2010. Rósant Már Torfason sem sinnti
framkvæmdastjórn áhættustýringar
Íslandsbanka þar til hann var sendur
í launað leyfi var með um 2,5 milljón-
ir króna á mánuði að meðaltali í laun.
Perla Ösp Ásgeirsdóttir, forstöðumað-
ur áhættustýringar Landsbanka Ís-
lands, var með um 1,3 milljónir króna
í laun á mánuði á síðasta ári, sé mið-
að við álagningarskrá. Þess má geta
að þessar tölur gætu breyst en kæru-
frestur til ríkisskattstjóra rennur út í
lok ágúst.
Millistjórnendurnir tveir hafa
hækkað verulega í launum á milli ára
en Perla Ösp var með um 633 þúsund
krónur í laun að meðaltali á mánuði
árið 2009. Á sama tíma var Rósant Már
með um 1,5 milljónir króna að meðal-
tali í laun. Hækkun launa millistjór-
nenda innan bankakerfisins er í takt
við þær launahækkanir sem hafa átt
sér stað hjá æðstu stjórnendum bank-
anna.
Laun tvöfaldast næstum því
DV greindi nýlega frá því að banka-
stjórar allra stærstu bankanna hefðu
hækkað verulega í launum und-
anfarin misseri. Þrátt fyrir að laun
bankastjóranna hafi lækkað veru-
lega í kjölfar hrunsins virðast þau nú
vera á öruggri leið upp á við. Þannig
var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, með rúmlega 3,1 milljón
króna í laun á mánuði á árinu 2010,
miðað við tölur úr álagningarskrá.
Árið þar á undan voru mánaðarlaunin
hins vegar 1,7 milljónir króna. Mán-
aðarlaun Birnu hafa því hækkað um
1,4 milljónir króna á milli ára.
Steinþór Pálsson bankastjóri
Landsbankans var með ívið hærri
laun en Birna á árinu 2010 eða rétt um
3,4 milljónir króna á mánuði. Hösk-
uldur Hrafn Ólafsson bankastjóri
Arion banka var launahæsti banka-
stjórinn með um 3,8 milljónir króna í
mánaðarlaun í fyrra. Árið þar á und-
an voru mánaðarlaun hans rétt tæpar
tvær milljónir. Laun hans tvöfölduð-
ust þannig næstum því og hækkuðu
um 1,8 milljónir á einu ári. Til sam-
anburðar má nefna að í síðustu kjara-
samningum voru lágmarkslaun
verkafólks hækkuð upp í 182 þúsund
krónur.
Skilanefndir og slitastjórnir
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrr-
verandi forstjóri Sögu Capital, var
með tæplega 1,9 milljónir króna á
mánuði og Jón Finnbogason forstjóri
Byrs þénaði rúmlega 1,9 milljónir.
Laun skilanefndar- og slitastjórn-
armanna hafa sum hver einnig hækk-
að. Þannig hafa laun Árna Tómas-
sonar formanns skilanefndar Glitnis
hækkað úr 1.788 þúsundum á mán-
uði og í rúmar tvær milljónir. Stein-
unn Hólm Guðbjartsdóttir, formað-
ur slitastjórnar Glitnis, var með rétt
tæplega 1,7 milljónir króna í mánað-
arlaun árið 2010 en árið þar á undan
fékk hún um milljón í mánaðarlaun.
Kristinn Bjarnason, formaður slit-
astjórnar Landsbankans, var með
svipuð laun og árið á undan eða rétt
tæpar 600 þúsund krónur. Ólafur
Garðarsson fyrrverandi formaður slit-
astjórnar Kaupþings banka var með
um 2,8 milljónir króna á síðasta ári,
Steinar Þór Guðgeirsson, formað-
ur skilanefndar Kaupþings, var með
793 þúsund krónur og Lárentsínus
Kristjánsson, formaður skilanefndar
Landsbankans, var með 507 þúsund
krónur í laun.
Millistjórnendur launahærri en
ráðherra
Eftir hrun voru laun helstu stjórn-
enda innan bankanna lækkuð og til
þess mælst að þau yrðu ekki hærri
en laun forsætisráðherra, sem var þá
með um 950.000 krónur í laun. Eins
og fyrr segir hafa laun millistjór-
nenda innan bankakerfisins hækk-
að töluvert undanfarin misseri og
nú er svo komið að millistjórnendur
eru með hærri laun en forsætisráð-
herra. Sem dæmi má nefna að Árni
Þór Þorbjörnsson framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs Landsbank-
ans var með nær 1,5 milljónir í laun
á mánuði í fyrra. Þá var Frans Páll
Sigurðsson, yfirmaður fjármála hjá
Landsbankanum, með rúmlega 1,6
milljónir.
Friðrik Klemenz Sophusson, for-
maður stjórnar Íslandsbanka, var
með rúmleg 1,7 milljónir en Frið-
rik Nikulásson forstöðumaður eign-
astýringar Landsbankans var með
1,3 milljónir rúmar. Þá var Halla
Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður
fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka,
með tæplega 1,3 milljónir. Gunn-
ar Helgi Hálfdanarson, stjórnarfor-
maður Landsbankans, var hins veg-
ar einungis með litlar 434 þúsund
krónur.
Góðærið lifir
í bönkunum
Höskuldur í hástökki Höskuldur Hrafn Ólafsson er sá bankastjóri sem hækkar hvað mest í launum, en laun hans tvöfaldast næstum því
á milli ára.
n Laun millistjórnenda innan bankakerfisins fara hækkandi n Millistjórnend-
ur með hærri laun en forsætisráðherra n Laun bankastjóra nær tvöfölduðust
„Hækkun launa
millistjórnenda
innan bankakerfisins er í
takt við þær launahækk-
anir sem hafa átt sér stað
hjá æðstu stjórnendum
bankanna.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Skattar 2010