Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 45
Erlent | 45Þriðjudagur 26. júlí 2011 Kænan veitingastofa – Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði – Sími: 565-1550 kaenan@simnet.is 520105-2550 Heimilismatur í hádeginu Anders Behring Breivik hefur geng- ist við því að hafa orðið 76 manns að bana síðastliðinn föstudag. Hann segist þó engan glæp hafa framið og að aðgerðir hans hafi verið fram- kvæmdar af nauðsyn. Tala látinna hefur lækkað, en í fyrstu var talið að Breivik hefði orðið 93 að bana. Á blaðamannafundi í beinni útsend- ingu í norska ríkissjónvarpinu í gær var þó varað við því að dánartal- an gæti hækkað á nýjan leik enda er fjölda manns enn saknað. Þegar þetta er skrifað er ljóst að 68 féllu fyr- ir hendi Breivik í skotárásinni í Útey, átta féllu í sprengjuárásinni í mið- borg Óslóar. Var á lista öryggislögreglunnar Á vefsíðu norska dagblaðsins Ver- dens gang kom fram síðdegis á mánudag að Öryggisþjónusta lög- reglunnar (PST, Politiets sikkerhet- stjeneste) hefði haft nafn Breivik á lista síðan í mars. Þetta játaði yfir- maður PST, Janne Kristiansen. Brei- vik var á lista 60 Norðmanna sem höfðu átt í viðskiptum við pólskan efnissala, sem seldi efni sem mögu- lega mætti nota til sprengjugerð- ar. Viðskipti Breivik voru upp á 121 norska krónu, eða um 2.600 íslensk- ar krónur. Nafn Breivik kom fram eftir leit í söluskrá, en ekki er vitað hvaða efni hann keypti frá Póllandi. Jan Fitje er yfirmaður upplýs- ingagreiningar PST: „Þetta voru ekki upplýsingar sem gáfu neitt óvenju- legt til kynna. Það var ekkert sem við töldum benda til þess að hann væri að skipuleggja hryðjuverkaá- rásir.“ Kristiansen tók í sama streng og sagði Breivik hafa verið einstak- lega löghlýðinn. „Hann var meðvitað búinn að taka til í sínu lífi til að vekja ekki grunsemdir.“ Þegar Kristian- sen var spurð hvort PST myndi sýna meiri aðgæslu í framtíðinni sagði hún stofnunina þurfa að vera við öllu búna: „En þetta var illskan holdi klædd. Ég vona innilega að þetta sé illska sem aðeins fáir búi yfir, mjög fáir.“ Segist eiga vitorðsmenn Breivik sagði upphaflega þegar hann var yfirheyrður að hann bæri einn ábyrgð á voðaverkunum á föstudag. Hann hefur nú breytt framburði sín- um og segist eiga sér vitorðsmenn. Sagðist Breivik tilheyra samtökum og innan þeirra væru tveir hópar vi- torðsmanna, eða sellur, og að með- limir hópanna gengju lausir. Breivik var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald, en þar af þarf hann að dúsa í einangrun í að minnsta kosti fyrstu fjórar vikurnar. Breivik verður meinað að eiga nokkur sam- skipti við aðra en lögmann sinn – Geir Lippestad. Lokuð réttarhöld Frá því að Breivik var handtekinn hefur hann farið fram á við yfir- völd að réttarhöldin yfir honum verði opin. Breivik vill nota tæki- færið til að útskýra gerðir sínar, en eins og áður segir telur hann ekk- ert hafa verið glæpsamlegt við þær. Við gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær ákvað dómarinn Heger að þrátt fyrir að gagnsæi væri nauðsynlegt í þessu máli, skyldu réttarhöld fara fram fyrir luktum dyrum: „… af praktískum ástæðum. Ljóst er að það liggja grjótharðar sannanir fyr- ir því að opin réttarhöld með hinum grunaða gætu leitt til ástands sem yrði bæði óvenjulegt og ótrúlega erfitt, bæði fyrir rannsókn málsins og öryggi [réttarins].“ Breivik játar, en segist saklaus n Anders Behring Breivik úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald n Segist engan glæp hafa framið n Segist eiga hópa vitorðsmanna n Var á lista öryggislögreglu Noregs „Þetta var illskan holdi klædd. Fluttur í dómsal Breivik í farþegasætinu þegar hann var fluttur í dómsal á mánudag. Beygð þjóð, breið samstaða Andrúmsloftið var óneitanlega kynngimagnað þegar tæplega eitt hundrað þúsund manns komu sam- an á dómkirkjutorginu í Stavanger og næsta nágrenni þess klukkan sex að norskum tíma í gær, mánudag, til þess að minnast fórnarlamba And- ers Behring Breivik í Osló og á Út- eyju á föstudag. Athöfnin var samræmd víða um Noreg og komu þúsundir syrgjenda saman í borgum og bæjum um allt land til þess að tjá hug sinn og sorg. Ungir sem aldnir báru stakar rósir eða rósavendi og í Stavanger var far- in tilkomumikil blysför frá dómkirkj- unni, elstu dómkirkju Noregs sem enn stendur, og skiptist gangan í tvær meginæðar er hvor gekk sínum megin við Breiavatnet sem er eins konar Tjörn Stavangerbúa. Heyra mátti saumnál detta í sneisafullum miðbænum þegar Leif Johan Sævland borgarstjóri ávarp- aði samkomuna og ræddi um þá blóðtöku sem norskt samfélag hefur orðið fyrir, þar á meðal Stavanger og fylkið Rogaland en þaðan voru nokkrir þeirra sem létust á föstudag- inn. Erling J. Pettersen biskup sagði einnig nokkur orð og minntist hinna látnu. Einnar mínútu þögn klukkan 12 á hádegi á mánudag var ekki síður sérstök upplifun og tóku íbúar allra Norðurlandanna þátt í henni. Hér í Stavanger námu ökumenn staðar á bifreiðum og bifhjólum í mið- bænum og nokkur hundruð manns stóðu í grafarþögn á dómkirkjutorg- inu. Erlendir ferðamenn af skemmti- ferðaskipi sem lá við bryggju sýndu samhug sinn og tóku þátt í kyrrðar- stundinni. Stavanger Aftenblad lýsti yfir auglýsingalausum degi í gær í tilefni minningarathafnanna og tóku fleiri norskir fjölmiðlar þátt í þeim virðingarvotti. Við þetta stærsta áfall norsks samfélags síðan Þjóðverjar réðust á landið vorið 1940 þjappar harmi slegin þjóð sér saman en er um leið harðákveðin í að halda sínu striki. Atli Steinn Guðmundsson í Stavanger Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.