Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 26. júlí 2011 Þriðjudagur Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Íkveikjur á Vestfjörðum Þrjár íkveikjur voru tilkynntar til lög- reglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Á þriðjudag voru slökkvilið og lögregla kölluð að sveitabæ í Önundarfirði. Þar hafði gestkom- andi kveikt eld í rusli og var að byrja að brenna sinu. Í tilkynningu frá lög- reglu kemur fram að bannað sé að kveikja opinn eld á víðavangi nema með sérstöku leyfi. Slökkvilið slökkti eldinn og varð ekkert tjón af. Önnur íkveikjan var á innri höfninni á Ísafirði. Þar var kveikt í ruslatunnu á bryggjunni og slökktu vegfarendur eldinn. Þriðja brunaút- kallið kom svo í hádeginu á laugar- dag en þá hafði kviknað í kodda og rúmdýnu í íbúð við Fjarðarstræti á Ísafirði. Minniháttar skemmdir urðu þar. Búið var að slökkva eldinn er slökkvilið kom á staðinn. Reykræsta þurfti íbúðina. Þá hafði lögreglan afskipti af eldi á víðvangi í Patreksfirði á fimmtu- daginn. Þar var bóndi að brenna rusl og rolluhræ, án þess að hafa tilskilin leyfi. Þá kviknaði í mannlausu húsi á Patreksfirði aðfaranótt mánudags. Húsið er gjörónýtt eftir brunann en eldsupptök eru ókunn. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Vestfjörðum. Brotist inn í þrjá bústaði Brotist var inn í að minnsta kosti þrjá sumarbústaði í norðanverðum Skorradal um helgina. Talið er að öll innbrotin hafi verið framin að- faranótt sunnudags. Að sögn varð- stjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi var meðal annars stolið flatskjáum og fartölvum. Að auki var rótað til og ýmsu lauslegu, sem auðvelt er að koma í verð, stolið. Lögregla segir að fjöldi fólks hafi verið í Skorradal um helgina og því ekki útilokað að ein- hver hafi séð eitthvað grunsamlegt. Biðlar lögregla til þeirra sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir að hafa samband við lögreglu. Dæmi eru um að biskup Íslands vígi guðfræðinga til prests án þess að þeir hafi söfnuð til að sinna, eða hafi fengið köllun frá söfnuði, eins og það er nefnt. Þetta mun hafa viðgengist frá því í tíð Ólafs Skúlasonar bisk- ups og viðgengst enn þann dag í dag, samkvæmt heimildum DV. Á sínum tíma ollu slíkar ráðningar töluverð- um deilum á milli Ólafs biskups og Prestafélags Íslands. Reglur hafðar að engu Samkvæmt heimildum DV innan prestastéttarinnar á ferlið að vera þannig að einstaklingur sækir um prestsembætti og ef hann fær ráðn- ingu þá skal hann vígður til prests. Sé þetta gert á annan hátt er í raun og veru verið að fara á svig við starfs- reglur kirkjunnar og nánast hafa þær að engu. Þeir sem fá vígslu án þess að hafa söfnuð standa mun betur að vígi en óvígðir guðfræðingar, hyggist þeir sækja um prestsembætti síðar meir. Vefstjóri vígður prestur Þeir sem eru vígðir án raunverulegs safnaðar kallast yfirleitt sérþjónustu- prestar og sinna þeir til að mynda ýmsum verkefnum á Biskupsstofu. Á Biskupsstofu er meðal annars starf- andi vefprestur og gegnir séra Árni Svanur Daníelsson þeirri stöðu. Á heimasíðu Biskupsstofu hefur hann starfsheitið; verkefnastjóri og vef- prestur og einnig sagður sjá um fjöl- miðlasamskipti. Á síðunni trú.is er hann jafnframt sagður hafa sérstak- ar skyldur við Dómkirkjuna í Reykja- vík. Árni Svanur var vígður til prests á allraheilagramessu árið 2008 og vakti vígsla hans töluverða athygli því hann hafði fram að þeim tíma ein- ungis verið vefstjóri Þjóðkirkjunnar. Á sama tíma var vígð til prests séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir en hún starfar einnig á biskupstofu líkt og hún gerði árið 2008. Hún gegn- ir stöðu verkefnastjóra upplýsinga-, samkirkju- og þvertrúarlegra mála. Steinunn er einnig sögð hafa sér- stakar skyldur við Dómkirkjuna líkt og Árni. Hafa kosningarétt í biskups- kjöri Samkvæmt heimildum mun það hafa verið Pétur Sigurgeirsson bisk- up sem vígði í fyrsta skipti prest án safnaðarígildis þegar hann vígði Pét- ur Maack til prests SÁÁ. Pétur var bæði guðfræðingur og sérmennt- aður til að sinna alkohólistum. Sátt mun hafa ríkt um ráðningu hans enda voru forsendur fyrir henni í lögum og talið var betra að hann hefði vígslu þegar hann sinnti skjól- stæðingum sínum innan SÁÁ. Ólíkt öðrum prestum fékk Pétur laun sín þó greidd frá SÁÁ, en ekki frá ríkinu og hafði því ekki kosningarétt í bisk- upskjöri. Vefprestur Biskupsstofu, sem og verkefnastjóri, hafa hins vegar kosningarétt í biskupskjöri, enda teljast þau í hópi starfandi presta þrátt fyrir að sinna ekki söfn- uði. Vígsla Péturs mun, samkvæmt heimildum, síðan þá hafa verið not- uð sem afsökun fyrir því að ganga mun lengra í vígslu svokallaðra sér- þjónustupresta þrátt fyrir að það stangist á við kirkjureglur og brjóti á rétti hæfra óvígðra guðfræðinga sem sækja um prestsembætti. DV leitaði viðbragða hjá Bisk- upsstofu en þar fengust engin svör vegna sumarleyfa starfsfólks. Prestar vígðir án safnaðar Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Á sínum tíma ollu slíkar ráðningar töluverðum deilum á milli Ólafs biskups og Presta- félags Íslands. Vígir presta án köllunar Karl Sigurbjörnsson mun líkt og forveri hans Ólafur Skúlason vígja guðfræðinga til prests án þess að þeir hafi söfnuði að sinna. n Biskup vígir presta án þess að þeir sæki um prestsembætti n Vefstjóri biskupsstofu vígður sem prestur n Brotið á rétti hæfra guðfræðinga sem sæja um prestsembætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.