Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 46
Þ að er lenska hérlendis að leyna sem mestu sem snýr að fjármálum fólks. Þetta kemur berlega fram þegar litið er til útsvars og tekjuskatts einstaklinga. Í stað þess að hafa upplýsingar um álagningu opnar allt árið er leyft að fletta þeim í nokkra daga á hverju ári. Það er sjálfsagt í nafni ímyndaðs gagnsæis. Og hópur ungra hægri- manna hefur árlega upp sama söng- inn um friðhelgi einkalífs. Þeir vilja að skattgreiðslur fólks flokkist sem algjört trúnaðarmál. Skattar fólks eru það sem ein- staklingarnir leggja til samneyslunn- ar. Þeir ættu alls ekki að vera neitt leyndarmál. Ótal dæmi eru um auð- menn og aðra tekjuháa sem sýna allt aðra niðurstöðu á skattframtali sínu en neysla þeirra gefur til kynna. Þeg- ar svo er háttað er það kallað í háð- ungarskyni að þeir greiði vinnu- konuútsvar. Oft verður sú umræða til þess að þetta fólk sér að sér eða er látið sjá að sér. Það kemur öllum almenningi við hvernig menn standa skil á sköttum sínum og gjöldum. Aðhaldið verð- ur síðan vegna þess að tölurnar eru gerðar opinberar og þá sést hvort máttarstólpar greiða vinnukonu- útsvar. Það er því fremur ástæða til að hafa álagningarskrána opna allt árið svo allir megi greina og sjá. Lög- bundnar greiðslur til samfélagsins eru ekkert einkamál. Ekki skal lagt mat á það hvort skattsvik séu algengari á Íslandi en í nágrannalöndunum. Það er samt ljóst að byrðum er misjafnlega skipt á fólk. Sumir gefa upp allar sín- ar tekjur og greiða af þeim til ríkis og sveitarfélags á meðan aðrir eru ótrúlega klókir að finna smugur til að sleppa og velta byrðunum yfir á aðra. Þeir borga ekki fyrir eigin sorp- hreinsun eða annað sem samfélagið framkvæmir í þeirra þágu. Þeir lifa á öðrum. Skattkerfið mun aldrei geta framfylgt fullkomnu réttlæti. Gluf- urnar eru og verða alltof margar. En það er hægt að þétta netið og setja undir mesta lekann. Í fullkomnum heimi væri skatt- urinn sóttur að mestu í gegnum neyslu. Það er því göfugt markmið hjá leyndarhyggjumönnum að af- nema tekjuskattinn. En það er úti- lokað að fallast á feluleikinn á með- an málum er svo komið sem raun ber vitni. Heimurinn er ófullkom- inn og skattkerfið eins og gatasía. Það besta sem hægt er að gera undir þannig kringumstæðum er að opin- bera allar skattgreiðslur. Fyrir al- menna skattgreiðendur er sjálfsögð krafa að stórfiskarnir sem skríða í gegnum glufur kerfisins verði góm- aðir og látnir borga fyrir þá þjónustu sem samfélagið veitir þeim. Hákarl- ar mega ekki og eiga ekki að lifa frítt á kostnað þeirra heiðarlegu sem byrðarnar bera. 46 | Umræða 26. júlí 2011 Þriðjudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Hákarlar sem lifa frítt Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar: Bókstaflega Þrýst á Illuga n Innan Sjálfstæðisflokksins er um það rætt að Illugi Gunnarsson alþingismaður muni snúa aftur á þing í haust eftir að hafa verið í sjálfskipuðu fríi vegna hugsan- legrar rann- sóknar á Sjóði 9 í Glitni þar sem hann var stjórn- armaður. Sér- stakur saksókn- ari er með málið en fátt bendir til þess að af ákæru verði. Því er þrýst á Illuga að snúa aftur á þing. Það mun það hugnast Bjarna Benedikts- syni formanni einstaklega vel að fá vopnabróður sinn aftur til leiks. Styrmir í vanda n Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, er enn í vanda vegna þeirr- ar yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að málsmetandi maður úr Sjálfstæðis- flokknum hefði komið að máli við sig og talið nauðsynlegt að ákæra Geir Hilmar Haarde og draga fyrir landsdóm. Í sjónvarpsfrétt þrætti Styrmir fyrir að hafa þessa skoðun. Það munu þó hafa verið fleiri en einn sem hlýddu á þennan boðskap á sínum tíma. Gunnar á lygnum sjó n Það hefur birt upp í lífi trúar- leiðtogans Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum eftir að saksóknari vísaði frá máli sjö kvenna á hendur hon- um. Konurnar vitnuðu allar um að Gunnar hefði áreitt þær með einum eða öðrum hætti. Vefritið Pressan hefur haldið máli kvennanna mjög á lofti en ein þeirra starfaði einmitt hjá Vefpressunni um tíma. Gunn- ar sagðist á sínum tíma íhuga að stefna fjölmiðlinum vegna þessa máls. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann lætur af því verða nú þegar hann er kominn á lygnan sjó. Ekkert sérstakt n Árangur Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, í embætti þyk- ir mörgum vera rýr ef litið er til þess að á tveimur árum hafa ein- ungis tvær ákær- ur litið dagsins ljós. Ólafur Ís- leifsson hagfræð- ingur er á meðal þeirra sem efast um þá fjárfest- ingu þjóðarinnar að leggja milljarða króna í embætti sérstaks saksóknara. Hann botnar ekkert í þeim ummælum saksókn- ara opinberlega að þjóðin verði að hætta að horfa í baksýnisspegilinn. „Skilur saksóknarinn ekki að upp- gjör við hugsanlega brotamenn í bönkunum er forsenda þess að þjóðin skiljist við hrunið með þeim herfilegum afleiðingum fyrir heim- ili og fyrirtæki sem það hafði í för með sér,“ segir hann á Facebook- síðu sinni. Sandkorn S varthöfði hefur löngum klór- að sér í kollinum yfir furðuvef- síðunni AMX. Á síðunni birt- ast engar frumunnar fréttir eða umfjöllun um samfélagið, engar staðreyndir eða afhjúpanir á spillingu og óréttlæti; aðeins óstaðfestar gróu- sögur sem er ætlað að koma vinstri stjórninni frá og Davíð Oddssyni aft- ur í brúna í Valhöll. Óvinir AMX eru margir: Allir sem ekki tilheyra Dav- íðsarmi Sjálfstæðisflokksins, þar með taldir aðrir mýkri sjálfstæðis- menn eins og Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Stephensen. Sérstaklega er AMX þó illa við Samfylkinguna og alla sem henni tengjast, meðal ann- ars Karl Th. Birgisson, Egil Helgason og Þorvald Gylfason sem hafa fengið að kenna illilega á því á síðunni. AMX er því vefsíða hægri öfgamanna þar sem áróðri er spúð í allar áttir. Maðurinn á bak við þessa heima- síðu heitir Friðbjörn Orri Ketilsson, sem meðal annars er tengdasonur eins besta vinar Davíðs Oddsson- ar og náinn vinur Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, stjórnmálafræ- ðiprófessors og aldavinar Davíðs. Svarthöfði telur raunar afar líklegt að Hannes Hólmsteinn skrifi stór- an hluta þeirra færslna sem birtast á AMX þar sem þær bera stílkenni prófessorsins. Hannes Hólmsteinn getur því gefið sér lausan tauminn á AMX og opinberað sinn innri mann án þess að eiga á hættu að lenda í erf- iðleikum út af prófessorsstöðu sinni í háskólanum. Nýjasta bommerta AMX snýst um það að að skríbentar síðunnar sögðu Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra ekki vera einlægan í sam- úð sinni með norsku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna þar í landi. Margir urðu til þess að fordæma þennan málflutning AMX, með- al annars umræddur Karl Th., sem hraunaði yfir vefmiðilinn á blogg- svæði sínu. Pennar AMX báðust af- sökunar á þessum aðdróttunum sín- um á mánudaginn með þeim orðum að það væri ósmekklegt og skammar- legt að nýta sér slíkan harmleik til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína, eins og til dæmis Össur í þessu tilfelli. AMX dró því í land á endan- um. En hver er tilgangurinn með þess- ari heimasíðu? Jú, Svarthöfði telur augljóst að markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir fólks með áróðri, reyna að grafa undan þeim flokkum og einstaklingum sem ekki standa yst á hægri væng Sjálf- stæðisflokksins. Svarthöfði telur að margir átti sig á því hversu mikil áhrif slík vefsíða getur haft. Margir hlæja að AMX, yppta öxlum og segja að litlu eða engu máli skipti hvað þar sé skrifað þar sem enginn trúi því hvort eð er vegna þess að um augljósan áróður sé að ræða. Svarthöfði er ekki alveg sammála þess- ari skoðun. Þeir sem standa á bak við AMX vita nefnilega sem er að slíkur áróður, sé hon- um haldið fram nógu oft og lengi, síast inn í heilabú fólks og tekur sér þar bólfestu sem líkleg staðreynd eða jafnvel sannindi. Þannig fara margir að trúa því sem stendur á AMX eftir því sem þeir sjá því oftar hald- ið fram. Fólk veit kannski ekki nákvæmlega hvaðan það hefur þessar hugmyndir en veit sem er að þær eru sannar: Þann- ig virkar áróður, smám saman fer fólk að trúa honum jafn- vel þó hann sé langsótt- ur. Skríbentar AMX vita alveg hvað þeir eru að gera og þess vegna halda þeir áfram að skrifa á síð- una. Þetta er snilld AMX fyrir þá sem vefinn reka: Áróðurinn holar steininn. Þannig byrja sumir að trúa því sem Friðbjörn Orri og félagar segja um Jó- hönnu Sigurðardóttur, Steingrím J., Þorgerði Katrínu, Ólaf Stephensen, Össur, Karl Th., Egil Helga og Þorvald Gylfason. Tilgangurinn helgar með- alið hjá AMX og á meðan þeir ná árangri í áróðrin- um halda þeir áfram. Snilld AMX-MAnnA Svarthöfði „Pabbi, slak- aðu helvítis tómatsós- unni.“ n Óli Tynes rifjaði upp orð bróður síns, Ingva Hrafns, í nærmynd Dv af Ingva. – Dv „Það er lágmark að hringja í Stóra-G.“ n Harmageddon- bræður eru að gefa Brekkusleik við Egill Gillz sem hefði þegið svona eins og eitt símtal um málið fyrst. – Dv „Ég hélt ég væri stór- slasaður.“ n Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson féll þrjá og hálfan metra niður úr kaðli á sýningu á Hárinu en slapp ómeidd- ur. – Dv „... og ekkert helvítis kjaftæði.“ n Ólafur Kristjáns- son, þjálfari Breiðabliks, var ósáttur með 4–0 skellinn gegn kr og ætlar að láta sína menn æfa betur og sýna hvað í þeim býr. – Stöð 2 Sport „Erpur er ljúfari en lamb. Það á nú yfirleitt við um svona pörupilta.“ n Hera Björk um rapparann Erp Eyvindarson en þau syngja saman í nýja gaypride-laginu. – Fréttablaðið Er kalt á toppnum? „Það er bara gott að geta lagt eitthvað til samfélagsins,“ segir Þorsteinn Hjaltested, nýkrýndur skattakóngur íslands. Hann greiddi tæplega 162 milljónir króna í opinber gjöld og er ljóst að bókari kópavogs- bæjar getur verið ánægður með að Þorsteinn skuli vera skráður til heimilis þar og greiði útsvar sitt þangað. Spurningin „Þeir borga ekki fyrir eigin sorp- hreinsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.