Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 40
40 Verslunarmannahelgin 29. júlí – 2. ágúst 2011 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum Unglingalandsmótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelg- ina. Unglingalandsmótið er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Allir á aldrinum 11–18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á mótinu. Samhliða íþrótta- keppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga. Sprelligosa- og fjörkálfaklúbbar, leiktæki fyrir börn og unglinga og gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er. Fákaflug Hestamannamót verður haldið á Vindheimamelum um versl- unarmannahelgina. Fákaflug 2011 verður haldið á þar dagana 29.–31. júlí. Keppt verður í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki, 100m skeiði, tölti og ef næg þátt- taka fæst verður einnig keppt í 300m brokki og 250m stökki og kappreiðum. Keppt verður í sérstakri forkeppni. Neistaflug Neistaflug í Neskaupstað er hald- ið í nítjánda skipti um helgina. Sérstök áhersla er lögð í ár á að fjölskyldan skemmti sér saman. Meðal þess sem í boði verður á há- tíðinni eru tónlistaratriði frá Ingó og Veðurguðunum, Í svörtum föt- um, Eiríki Haukssyni og skemmti- atriði frá Ara Eldjárn. Þetta er að gerast um helgina n Hátíðir um allt land um verslunarmannahelgina n Fjölskylduhátíðir, tónlistarviðburðir, matarsamkomur og fleira Innipúkinn í Reykjavík Tónlistarhátíðin Innipúki nn fer fram í tíunda skipti í miðborg Re ykjavíkur um verslunarmannahelgina. Innipúkinn teygir sig að þessu sinni yfir þrjá daga og fer fram föstudags- ti l sunnudags- kvölds. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögu- fræga húsnæði Iðnó. Jafna n er mikið um dýrðir á meðan Innipúkin n stendur yfir. Auk sjóðheitrar tónlistard agskrár í Iðnó verður ýmislegt til gaman s gert í mið- borginni og gamlir kunn ingjar á borð við pop-quiz, markað, ve itingasölu og hinn margrómaða Cockt el-zeit kíkja í heimsókn. Innipúkinn he fur farið víða síðan hátíðin var fyrst hald in árið 2002. Edrú útivistarhátíð í Hvalfirði Edrú útivistarhátíðin í Hvalfirði verður haldin um verslunarmannahelgina en hátíðin er haldin á veg- um SÁÁ og í samstarfi við aðra. Boðið verður upp á hugleiðslu, jóga, 12 spora fundi, fimmrithmadans, spádóma, svett og fyrirlestra um hamingju, gleði og gæsku auk þess sem farið verður í fjallgöngur, hjólreiðar, sjósund, grasaferðir, fjöruferðir, morg- unleikfimi og víðavangshlaup. Það verður einn- ig skemmtidagskrá fyrir börnin en haldin verður söngvakeppni fyrir krakka, farið í leiki, íþróttamót, listasmiðju, spurningakeppni og knúskeppni. Þá mun Leikhús Lottu, Björgvin Franz og félagar, KK, Vintage Caravan, Of Monsters and Man meðal ann- ars koma fram á kvöldvöku sem haldin verður við varðeld. Öll vímuefni eru bönnuð á hátíðinni. Þjóðhátíð í Vestmannaeyju m Þjóðhátíð í Vestmannaeyj um er haldin árlega í Her jólfs- dal um verslunarmannahe lgina. Hátíðin er ein fjölme nn- asta útihátíð sem haldin er hér á landi og mætir einva lalið tónlistarmanna yfirleitt þ angað. Meðal þeirra sem fram koma í ár eru Ari Eldjárn skemmtikraftur, Bjartma r og Bergrisarnir, Páll Óskar Hj álmtýsson, Jón Jónsson, F jalla- bræður og Ingó úr Veðurg uðunum. Kjötsúpuhátíðin Kjötsúpuhátíðin er kannski minnsta hátíðin sem haldin er um verslunar- mannahelgina. Hátíðin er engu að síð- ur landsfræg. Bátar fara frá Ísafirði og Bolungarvík um klukkan fimm og flytja fólk á Hesteyri. Þar bíður ilmandi kjöt- súpa í Læknishúsinu. Að henni lokinni tekur við söngur og gaman sem endar síðan með varðeldi niðri í fjöru þar sem sungið er langt fram eftir kvöldi. Flughátíð í Múlakoti Árleg flughátíð í Múlakoti fer fram um helgina. Flugáhugamenn eru sérstaklega hvattir til þess að mæta. Hægt verður að grilla á svæðinu og verður boðið upp á frítt tjaldsvæði. Lendingarkeppni, flugvélar til sýnis, ljósmyndaflug og leiktæki fyrir börn verður meðal þess sem boðið verður upp á. Heimsmeistaramótið í traktoratorfæru Heimsmeistaramótið í traktoratorfæru er torfærukeppni þar sem einungis er ekið á traktorum.Mótið er haldið ár hvert um verslun-armannahelgina og fer það fram á Flúðum. Fleira verður í gangi að vanda á Flúðum um verslunarmannahelgina og er tjaldsvæðið á svæðinu stórt og rúmgott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.