Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 40
40 Verslunarmannahelgin 29. júlí – 2. ágúst 2011
Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum
Unglingalandsmótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelg-
ina. Unglingalandsmótið er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Allir á
aldrinum 11–18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á mótinu. Samhliða íþrótta-
keppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á
daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga.
Sprelligosa- og fjörkálfaklúbbar, leiktæki fyrir börn og unglinga og gönguferðir
með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur
og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er.
Fákaflug
Hestamannamót verður haldið á Vindheimamelum um versl-
unarmannahelgina. Fákaflug 2011 verður haldið á þar dagana
29.–31. júlí. Keppt verður í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki,
unglingaflokki, barnaflokki, 100m skeiði, tölti og ef næg þátt-
taka fæst verður einnig keppt í 300m brokki og 250m stökki og
kappreiðum. Keppt verður í sérstakri forkeppni.
Neistaflug
Neistaflug í Neskaupstað er hald-
ið í nítjánda skipti um helgina.
Sérstök áhersla er lögð í ár á að
fjölskyldan skemmti sér saman.
Meðal þess sem í boði verður á há-
tíðinni eru tónlistaratriði frá Ingó
og Veðurguðunum, Í svörtum föt-
um, Eiríki Haukssyni og skemmti-
atriði frá Ara Eldjárn.
Þetta er að
gerast um helgina
n Hátíðir um allt land um verslunarmannahelgina
n Fjölskylduhátíðir, tónlistarviðburðir, matarsamkomur og fleira
Innipúkinn í Reykjavík
Tónlistarhátíðin Innipúki
nn fer fram í
tíunda skipti í miðborg Re
ykjavíkur um
verslunarmannahelgina.
Innipúkinn
teygir sig að þessu sinni
yfir þrjá daga
og fer fram föstudags- ti
l sunnudags-
kvölds. Hátíðin fer í ár fram
í hinu sögu-
fræga húsnæði Iðnó. Jafna
n er mikið um
dýrðir á meðan Innipúkin
n stendur yfir.
Auk sjóðheitrar tónlistard
agskrár í Iðnó
verður ýmislegt til gaman
s gert í mið-
borginni og gamlir kunn
ingjar á borð
við pop-quiz, markað, ve
itingasölu og
hinn margrómaða Cockt
el-zeit kíkja í
heimsókn. Innipúkinn he
fur farið víða
síðan hátíðin var fyrst hald
in árið 2002.
Edrú útivistarhátíð í Hvalfirði
Edrú útivistarhátíðin í Hvalfirði verður haldin um
verslunarmannahelgina en hátíðin er haldin á veg-
um SÁÁ og í samstarfi við aðra. Boðið verður upp á
hugleiðslu, jóga, 12 spora fundi, fimmrithmadans,
spádóma, svett og fyrirlestra um hamingju, gleði
og gæsku auk þess sem farið verður í fjallgöngur,
hjólreiðar, sjósund, grasaferðir, fjöruferðir, morg-
unleikfimi og víðavangshlaup. Það verður einn-
ig skemmtidagskrá fyrir börnin en haldin verður
söngvakeppni fyrir krakka, farið í leiki, íþróttamót,
listasmiðju, spurningakeppni og knúskeppni. Þá
mun Leikhús Lottu, Björgvin Franz og félagar, KK,
Vintage Caravan, Of Monsters and Man meðal ann-
ars koma fram á kvöldvöku sem haldin verður við
varðeld. Öll vímuefni eru bönnuð á hátíðinni.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyju
m
Þjóðhátíð í Vestmannaeyj
um er haldin árlega í Her
jólfs-
dal um verslunarmannahe
lgina. Hátíðin er ein fjölme
nn-
asta útihátíð sem haldin er
hér á landi og mætir einva
lalið
tónlistarmanna yfirleitt þ
angað. Meðal þeirra sem
fram
koma í ár eru Ari Eldjárn
skemmtikraftur, Bjartma
r og
Bergrisarnir, Páll Óskar Hj
álmtýsson, Jón Jónsson, F
jalla-
bræður og Ingó úr Veðurg
uðunum.
Kjötsúpuhátíðin
Kjötsúpuhátíðin er kannski minnsta
hátíðin sem haldin er um verslunar-
mannahelgina. Hátíðin er engu að síð-
ur landsfræg. Bátar fara frá Ísafirði og
Bolungarvík um klukkan fimm og flytja
fólk á Hesteyri. Þar bíður ilmandi kjöt-
súpa í Læknishúsinu. Að henni lokinni
tekur við söngur og gaman sem endar
síðan með varðeldi niðri í fjöru þar sem
sungið er langt fram eftir kvöldi.
Flughátíð í Múlakoti
Árleg flughátíð í Múlakoti fer fram
um helgina. Flugáhugamenn eru
sérstaklega hvattir til þess að mæta.
Hægt verður að grilla á svæðinu og
verður boðið upp á frítt tjaldsvæði.
Lendingarkeppni, flugvélar til sýnis,
ljósmyndaflug og leiktæki fyrir börn
verður meðal þess sem boðið verður
upp á.
Heimsmeistaramótið í traktoratorfæru Heimsmeistaramótið í traktoratorfæru er torfærukeppni þar sem einungis er ekið á traktorum.Mótið er haldið ár hvert um verslun-armannahelgina og fer það fram á Flúðum. Fleira verður í gangi að vanda á Flúðum um verslunarmannahelgina og er tjaldsvæðið á svæðinu stórt og rúmgott.