Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Ó hætt er að fullyrða að hjón- in Finnur Reyr Stefáns- son og Steinunn Jónsdóttir séu á meðal ríkustu hjóna landsins. Þrjú eignarhalds- félög í þeirra eigu eru með eigið fé upp á rúmlega fjóra milljarða króna. Steinunn er dóttir Jóns Helga Guð- mundssonar, eiganda BYKO, og er fyrrverandi eiginkona Hannesar Smárasonar. Þau slá þó ekki við hjónunum Skúla Mogensen, kenndum við Oz og stærsta eiganda MP Banka, og konu hans Margréti Ásgeirsdóttur, sem eiga samanlagt tæplega 8 milljarða króna í hreinni eign en engin greiddi hærri auðlegðarskatt en þau árið 2011. Þess skal getið að Finnur og Steinunn eru líka á meðal hluthafa í MP Banka, líkt og Skúli og eru bæði á topp 25 listan- um yfir þá sem greiddu hæstu opin- beru gjöldin árið 2011. Hún í 21. sæti og hann í 24. sæti. Högnuðst á sölu bréfa í Íslandsbanka Ríkidæmi þeirra Finns og Stein- unnar má að mestu rekja til þess að þau högnuðust bæði gríðarlega á sölu hlutabréfa sinna í Íslands- banka (síðar Glitnir). Steinunn um tæpa tvo milljarða króna og Finn- ur Reyr um tæpan milljarð króna. Hún seldi 4,11 prósenta hlut í Ís- landsbanka sumarið 2005 á rúm- lega 7,3 milljarða króna og Finn- ur seldi hlutabréf sín í Glitni árið 2007 með nærri milljarðs króna hagnaði þegar hann hætti sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Glitnis. Keyptu villu Steingríms á Arnarnesinu Á meðan skilanefnd Landsbankans virðist vera búin að yfirtaka flestar glæsieignir Hannesar Smárason- ar, fyrrverandi eiginmanns Stein- unnar, standa hún og Finnur í stór- framkvæmdum og virðast eiga úr nægu fjármagni að spila. Þannig keypti einkahlutafélag Steinunnar, Arkur, 435 fermetra glæsihýsi að Mávanesi 19 á Arnarnesi í lok síð- asta árs af Eddu Guðmundsdóttur, ekkju Steingríms Hermannssonar. Fasteignamat hússins er upp á 86 milljónir króna en félag Steinunn- ar á húsið skuldlaust og standa nú yfir stórframkvæmdir á húsinu. Þegar Steinunn og Hannes skildu árið 2004 bjuggu þau í 420 fermetra glæsihýsi að Blikanesi 9 á Arnarnesi ásamt tveimur börn- um sínum. Í dag búa Steinunn og Finnur í 325 fermetra einbýlishúsi að Brekkuási 11 í Garðabæ. Eiga þau tvo syni saman en hjá þeim búa einnig sonur og dóttir Stein- unnar sem hún á með Hannesi Smárasyni. Húsið eiga þau saman og er það skuldlaust líkt og glæsi- hýsið sem félag Steinunnar keypti af ekkju Steingríms Hermannsson- ar á Arnarnesi. Þau keyptu húsið að Brekkuási af Einari Páli Tamimi, þáverandi lögmanni hjá Glitni í lok árs 2006. Gaf Hofsósi sundlaug Árið 2007 ákváðu Steinunn og at- hafnakonan Lilja Pálmadóttir að gefa Hofsósi 25 metra sundlaug sem tekin var í notkun í fyrra. Stein- unn og Lilja hafa báðar tengingu við Skagafjörð. Á Lilja jörðina Hof þar sem þau Baltasar Kormákur eiga glæsihýsi en Steinunn á jörðina Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði, sem er skammt frá Hofsósi. Þar hefur Stein- unn rekið Listasetrið Bæ síðan árið 2007 og gefst erlendum og inn- lendum listamönnum tækifæri til að rækta hæfileika sína með því að fá úthlutað gisti- og vinnuaðstöðu á setrinu. Einkahlutafélagið Höfða- strönd heldur utan um eign Stein- unnar á listasetrinu og jörðinni Bæ. Eru fasteignir félagsins metnar á 465 milljónir króna sem er nánast eina eign félagsins og á Steinunn umrætt félag skuldlaust. Finnur slapp með milljarð Finnur Reyr Stefánsson, núverandi eiginmaður Steinunnar, starfaði hjá Glitni þar til í maí árið 2007. Hann er menntaður hagfræðingur og hef- ur einnig lokið MBA-námi. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Bjarna Ármannssonar en þeir höfðu starfað saman í um tíu ár þegar þeir hættu hjá Glitni í maí árið 2007. Þeir hófu báðir störf hjá Fjárfestingarbanka At- vinnulífsins (FBA) árið 1997 sem síð- ar sameinaðist Íslandsbanka. Finnur var framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta Íslandsbanka frá árinu 2000 en árið 2006 var hann gerður að fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Glitnis og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum í maí 2007. Finnur fór ekki tómhentur frá Glitni en samkvæmt ársreikningi einkahlutafélagsins Snæbóls, sem hélt utan um hlutabréfaeign Finns í Glitni, græddi félagið 935 milljón- ir króna á sölu hlutabréfanna í Glitni árið 2007. Snæból greiddi sér 200 milljónir króna í arð árið 2009 vegna rekstrarársins 2008. Stærsta eign Snæ- bóls er 50 prósenta hlutur í fjárfest- ingarfélaginu Siglu sem var metinn á nærri 900 milljónir króna í lok árs 2009. Fjárfestingarfélagið Siglu stofn- aði Finnur í lok maí árið 2007 ásamt Tómasi Kristjánssyni, sem hafði ver- ið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis og Þorgils Óttari Mathiesen. Keyptu þeir allt hlutafé fasteigna- félagsins Klasa en fyrir hafði Þor- gils Óttar farið með 40 prósent í um- ræddu félagi. Þeir Finnur og Tómas fara enn með rúman 60 prósenta hlut í Klasa í gegnum Siglu en hlutur Þorgils Óttars hefur verið yfirtekinn af Íslandsbanka. Eignir upp á fjóra milljarða Eins og áður sagði eru þau Stein- unn og Finnur talin ein ríkustu hjón landsins. Samkvæmt heimildum DV eru þau í hópi þeirra sem í dag er leitað til þegar fjárfesta vantar auk- ið fjármagn vegna ýmissa fjárfest- inga. Þannig má nefna að Arkur, fé- lag Steinunnar, og Sigla, félag Finns, eru bæði á meðal þeirra hluthafa sem keyptu 52 prósenta hlut í trygg- ingafélaginu Sjóvá fyrr á þessu ári. Þá á Arkur 2,73 prósent í MP Banka og Sigla fer með eins prósents hlut í bankanum. Samkvæmt ársreikningi Arks, fé- lags Steinunnar, fyrir árið 2010 á fé- lagið nærri 2,8 milljarða króna í óráð- stafað eigið fé. Á félagið skuldabréf og víxla fyrir tæplega þrjá milljarða króna og hlut í Eyri Invest sem metinn er á 500 milljónir króna. Hagnaðist félagið um 92 milljónir króna í fyrra. Eins og áður sagði á Steinunn síðan Listasetr- ið Bæ í Skagafirði sem metið er á nærri 500 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi Snæbóls, félags Finns, fyrir árið 2009, á félagið 770 milljónir króna í óráðstöfuðu eigið fé. Stærsta eign Snæbóls er 50 prósenta hlutur í fjárfestingarfélag- inu Siglu sem var metinn á nærri 900 milljónir króna í lok árs 2009 eins og áður sagði. Þau voru bæði inni á topp 25 list- anum yfir þá sem greiða hæstu opin- beru gjöldin árið 2011. Var Steinunn í 21. sæti og greiddi hún 49 milljónir króna í opinber gjöld en Finnur var í 24. sæti og greiddi 47 milljónir króna í opinber gjöld árið 2011. Þau Finnur og Steinunn hafa síðan haft nokkur tengsl við Icelandair Gro- up á undanförnum árum. Sat Finnur í stjórn flugfélagsins frá árinu 2007 til 2010 en einkahlutafélagið hans Sigla fór með tveggja prósenta hlut í Icelandair. Steinunn á enn í dag 0,7 prósenta hlut í Icelandair í gegnum einkahlutafélagið Ark. Ein heppnustu hjón landsins „ Í dag búa Steinunn og Finnur í 325 fermetra einbýlishúsi að Brekkuási 11 í Garðabæ. Eiga þau tvo syni saman en hjá þeim búa einnig sonur og dóttir Steinunn- ar sem hún á með Hann- esi Smárasyni. n Hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir bæði á topp 25 listanum yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin n Högnuðust um nærri þrjá milljarða á sölu hlutabréfa í Glitni Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Skóflustunga að sundlaug á Hofsósi Hér sést Steinunn Jónsdóttir, lengst til hægri, við skóflustungu að sundlaug á Hofsósi árið 2007 sem hún og Lilja Pálmadóttir gáfu Hofsósi og var hún tekin í notkun árið 2010. Mynd FRéttAblAðið 435 fermetra glæsihýsi Einkahlutafélag Steinunnar, Arkur, keypti þetta glæsilega ein- býlishús í Mávanesi í lok síðasta árs. Húsið var í eigu ekkju Steingríms Hermannssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.