Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 38
F yrir unga fólkið er verslunar­ mannahelgin tímapunktur sem það miðar bindindi sitt oft við. Það segist ekki ætla að hætta fyrr en eftir hátíðina, ef það hafa ver­ ið einhver vandamál. Svo eru margir sem hafa gefið sér loforð um bindindi en falla um verslunamannahelgina,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn­ ir á Vogi, um drykkjuvandamál sem geta skapast um verslunamannahelg­ ina. Helgin er ein af þremur stórum punktum ársins hjá ÁTVR en vikuna fyrir verslunarmannahelgi seljast um 750 þúsund lítrar af áfengi. „Verslunar­ mannahelgin er svona eins og áramót fyrir unga fólkið, eða hefur verið það. Persónulega finnst mér hafa dregið úr spennunni í kringum þessar útihá­ tíðir samt. Eins er eftirlit miklu meira og hátíðarnar eru nálægt löggæslu og heilbrigðisstofnunum. Mér finnst mun betri ásjón yfir þessum hátíðum í dag en var,“ segir Þórarinn. Passa verður unga fólkið Þórarinn hefur hvað mesta áhyggjur af krökkum sem eru undir lögaldri og vill að sé passað upp á þá. „Börn sem eru undir lögaldri eiga ekki að vera ein á ferð. Það eru ekki bara foreldrarnir sem eiga að fylgjast með því, heldur allir. Allt fullorðið fólk á að láta þetta sig varða, sérstaklega starfsmenn há­ tíðanna og löggæslan. Það þarf að vera vakandi fyrir að beina krökkum frá slysum og vandamálum og því get ég ekki annað en skorað á dómsmálaráð­ herra að standa sig,“ segir hann. Það er ekki bara drykkjan sem slík sem er hættusöm heldur þau vandamál sem skapast við drykkju á fjölmenn­ um útihátíðum. „Ungt fólk er í mikilli áhættu þegar það er drukkið og sér­ staklega á hættulegum svæðum. Ungt fólk er líka móttækilegra fyrir ofbeldi, bæði kynferðislegu og hefðbundnum slagsmálum. Það er samt unnið gríð­ arlega mikil forvarnarstarf og það má ekki gleyma að hrósa hópum á borð við hjálparsveitir skáta og fleirum sem eru víðs vegar um land að passa að fólk fari sér ekki að voða,“ segir Þórarinn. Drykkja hefst sjaldan þessa helgi Þó svo unglingadrykkja sé mikil um verslunarmannahelgina segir Þórar­ inn að hún sé ekki byrjunarreitur margra þegar kemur að áfengisneyslu. „Það er fátíðara að menn séu að byrja þá. Algengara er að það sé í kringum útskriftir í skóla eða byrjun sumars þegar er útborgað. Það var samt áber­ andi í gamla daga að ef hátíð var hald­ in úti á landi voru krakkarnir að kynn­ ast ólöglegum vímuefnum. Það fór samt allt eftir eðli hátíðarinnar. Þetta var til dæmis ákveðið vandamál á Ak­ ureyrarhátíðunum á sínum tíma.“ En koma margir illa á sig komnir inn á Vog eftir svona helgi? „Það hefur alveg gerst. Ég hef séð marga sem hafa farið illa út úr verslun­ armannahelginni og komið í meðferð eftir hana,“ segir hann. Áfengið er hættulegt Um verslunarmannahelgina keppist fólk oft við að drekka eins mikið og hægt er og fer óhóflega í alla neyslu. Það eitt og sér er hættulegt. „Það gleymist stundum að það er til fólk sem deyr einfaldlega vegna þess að það hefur drukkið of mikið áfengi. Það er sem betur fer ekki algengt en það er alveg þekkt. Svo geta ofurölvaðir menn kastað upp og andað því svo að sér. Þetta er líka hættulegt fyrir þá sem eru veikir fyrir. Það hefur stundum þótt karlmannlegt og kúl að drekka og er farið í keppni um hver getur inn­ byrt mest. Það er sérstaklega vara­ samt,“ segir Þórarinn sem vill ítreka það hversu hættulegt áfengi er áður en fólk heldur út í ofneyslu. „Það ber að hafa það í huga og það sem ég vil undirstrika er að al­ gengasta dánarorsök fólks undir 25 ára er áfengi. Hvort sem það séu of­ urskammtar, slys eða einhver ölvað­ ur sem keyrir. Þetta er sannleikurinn sem enginn hugleiðir í hita leiksins,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Passa verður sig á drykkjunni n Áfengi tengist flestum dauðsföllum yngri en 25 ára n Skorað á dómsmálaráðherra Þórarinn Tyrfingsson Hefur mestar áhyggjur af fólki undir lögaldri. Skilaboð okkar eru þau að allir eigi að geta farið á útihátíð án þess að verða fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, talskona Nei hreyfingarinnar. Þrátt fyrir að flestir hugsi um skemmtun og hressleika í kringum verslunarmannahelgina er það staðreynd að í kjölfar hennar fylgir yfirleitt fréttaflutningur af kyn­ ferðisbrotum, líkamsárásum, áfengis­ neyslu og fíkniefnabrotum. Eftir hverja verslunarmannahelgi berast fréttir af því að nokkuð hafi verið um nauðganir eða tilraunir til kynferðis­ brota á útihátíðum. Það er staðreynd að mjög lítill hluti kynferðisbrota er kærður til lögreglu. Þrettán prósent kvenna segja að sér hafi verið nauðg­ að eða tilraun gerð til þess og 251 ein­ staklingur leitaði til Stígamóta í fyrsta skiptið árið 2010. Fjórtán af þeim 251 sem leituðu aðstoðar Stígamóta, komu vegna kynferðisbrota sem áttu sér stað á útihátíðum. Ef þú fékkst ekki samþykki, þá ertu nauðgari Átakið „Ef þú fékkst ekki samþykki þá ertu nauðgari“ á vegum hreyfingar­ innar gegn kynbundnu ofbeldi fór af stað í byrjun sumars og hefur einkum verið beint að útihátíðum sumarsins. Hreyfingin var mjög sýnileg á Bestu útihátíðinni, þar sem aðstandendur hátíðarinnar buðu sjálfboðaliðum Nei­hópsins að koma og taka þátt í hátíðinni. Þar sem hreyfingin starfar aðeins í sjálfboðastarfi mun hún ekki vera sýnileg á útihátíðum verslunar­ mannahelgarinnar þar sem engin hátíð hefur boðið henni að mæta og hún hefur ekki fjármagn til að kosta það sjálf. „Með átakinu vill hreyfingin vekja karla til vitundar um kynferðisbrot. Það er mikilvægt að benda á að það er aðeins einn ábyrgur fyrir kyn­ ferðisbrotum – það er sá sem beitir ofbeldinu“. Finnborg segir það gerast of oft að ábyrgðinni sé komið yfir á þoland­ ann. „Í umræðunni er ábyrgðinni á nauðgun oft komið yfir á konur eða þolendur nauðgana. Það skiptir ekki máli hvernig kona er klædd, hvernig kona hegðar sér eða hvort kona hafi verið drukkin. Það er ekkert sem rétt­ lætir nauðgun. Nauðganir eru alltaf á ábyrgð geranda. Umræðan ætti frek­ ar að vera „ekki nauðga“ og beinast að gerendum,“ segir hún. Karlar hafa verið áberandi í starfi hópsins, en að sögn talskonu samtakanna er mikil áhersla á að virkja bæði kynin innan hópsins. Þrátt fyrir að samtökin verði ekki sýnileg á útihátíðum og skemmtun­ um helgarinnar er vert að benda á að hópurinn ætlar að vera á BSÍ og á Reykjarvíkurflugvelli til að vekja athygli á málstað sínum á fimmtu­ dag og föstudag. Þá er neyðarmót­ taka Landspítalans alltaf opin og þolendur ofbeldis geta ávallt leitað til lögreglu. „Það eiga allir rétt á því að fara á útihátíð og skemmta sér. En það á enginn að þurfa að leita sér aðstoð­ ar vegna ofbeldis eftir slíkar hátíðir,“ segir Finnborg. Allir eiga að geta skemmt sér Um 750.000 lítrar seljast á hverju ári V ikan fram að verslunar­ mannahelginni er ein sú annasamasta á hverju ári í Vínbúðum ÁTVR um allt land. Á vef Vínbúðanna segir að gera megi ráð fyr­ ir um 125 þúsund viðskiptavinum í þessari viku eða 25 til 30 prósent fleirum en í vikunni á undan. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu komu 124 þúsund viðskiptavinir í Vínbúð­ irnar í vikunni fyrir verslunamanna­ helgina í fyrra en fjöldinn var svipað­ ur árið áður. „Ásamt vikunni fyrir jól og vikunni fyrir áramót er verslunarmannahelg­ ina ein af þremur stærstu punktun­ um hjá okkur,“ segir Sigrún Ósk Sig­ urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. En hvað selst mest? „Það er alltaf selt mest af bjór og fyrir verslunarmanna­ helgi er ívið meira hlutfall selt af bjór en öðrum vörum,“ segir hún. Í fyrra voru seldir 744 þúsund lítr­ ar af áfengi en þar af voru 587 þús­ und lítrar af bjór. Eins og allar aðrar vikur er salan alltaf mest á föstudegi. Bæði í fyrra og árið 2009 komu ríf­ lega 43 þúsund manns í Vínbúðirnar föstudaginn fyrir verslunarmanna­ helgina. Á vef Vínbúðanna segir að flest bendi til þess að viðskiptavinafjöldi fyrir verslunarmannahelgina nú verði svipaður í fyrra og sé undir­ búningur í fullum gangi svo hægt sé að taka vel á móti öllum. Salan dróst þó aðeins saman í fyrra og gæti verið að hún drag­ ist aðeins saman í ár en það væri þá í samræmi við almenna sölu á áfengi. n Vikan fyrir verslunarmannahelgina ein af þremur stærstu á árinu hjá ÁTVR Fjöldi viðskiptavina í Vínbúðunum vikuna fyrir verslunarmannahelgi, í þúsundum. 2010 2009 Breyting Mánudagur 10,4 10,7 -1,9% Þriðjudagur 11,9 11,7 1,2% Miðvikudagur 16,5 15,1 8,9% Fimmtudagur 21,6 23,4 -7,7% Föstudagur 43,8 43,3 1,2% Laugardagur 20,1 20,7 -3,2% Samtals 124 125 -0,5% Mikil sala fyrir helgina„Ásamt vikunni fyrir jól og vikunni fyrir áramót er versluna- mannahelgina ein af þremur stærstu punktun- um hjá okkur 38 Verslunarmannahelgin 29. júlí – 2. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.