Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 50
50 | Viðtal 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
Þ
ótt það sé yfirleitt gam-
an, þá er stundum erf-
itt að vera til. Það er ekki
allt dans á rósum. En það
líður allt hjá. Það er eins
og allt sé um stundarsak-
ir. Það er bara mismunandi langt og
mismunandi erfitt. Ég er mjög trúuð
og mér finnst að meðan það er líf,
þá er von,“ segir söngkonan Guð-
munda Elíasdóttir. Hún er 91 árs og
á að baki litríka ævi. Svo litríka að
henni voru gerð skil í bókinni Lífs-
játning sem kom út árið 1981. Þar
ritaði Ingólfur Margeirsson ævi-
minningar Guðmunda. Bókin þótti
með eindæmum einlæg og hún seg-
ir marga hafa þakkað sér fyrir hana.
Til stendur að gefa bókina aftur út
og með aukakafla sem Ingólfur hafði
lokið við skömmu áður en hann lést
skyndilega, fyrr á þessu ári.
Veggur dána fólksins
Guðmunda tekur á móti blaðamanni
í fallegu, rauðu steinhúsi við Vest-
urgötu í Reykjavík. Hún býr á neðri
hæðinni ásamt tveimur köttum og
dóttir hennar Sif býr ásamt fjölskyldu
sinni á þeirri efri. „Það er líf og fjör
hérna í húsinu,“ segir hún og hlær
einstökum og smitandi hlátri sem
fær mann til að hlæja með.
Íbúðin er full af minningum og
veggirnir þaktir myndum. „Þetta er
allt fólkið mitt,“ segir hún og bendir á
veggina. „Hér eru þeir sem er farnir,
ég hef þá sér,“ segir hún og bendir á
hliðarvegg. Þar eru myndir af fólkinu
hennar sem hefur yfirgefið þennan
heim. Meðal annars litlu dóttur henn-
ar, Bergþóru, sem lést aðeins þriggja
ára gömul og eiginmanni hennar,
Henrik Knudsen. Á hinum veggnum
eru myndir af börnum og barnabörn-
um og vinum Guðmundu. Hún er líf-
leg og fjörug og hefur sankað að sér
mörgu velvildarfólki í gegnum lífið.
Byrjaði fertug að reykja
Guðmunda hefur jafnan farið sínar
eigin leiðir í lífinu. Hún var mestalla
ævina grænmetisæta og var gagn-
rýnd mjög fyrir það. „Ég kynntist
þessu í Danmörku og það þótti eðli-
legt þar, en ekki hér. Mamma sagði
að ég myndi deyja á þessu græn-
metisfæði,“ segir hún hlæjandi. Hún
segist þó borða kjöt í dag en passa
að borða mikið grænmeti.
Hún byrjaði líka frekar seint að
reykja sígarettur, eða í kringum fer-
tugt. „Mig langaði alltaf að reykja,“
segir hún hlæjandi og bætir við:
„Mamma reykti alltaf pípu og mig
langaði alltaf að reykja en byrj-
aði ekki fyrr en eftir að ég hætti að
syngja svona mikið.“
Erfiðast að missa börnin
Hún segir að þótt hún sé allajafna
glöð og hafi átt góða tíma, þá hafi líf-
ið ekki alltaf verið auðvelt. Sérstak-
lega hafi verið erfitt að horfa á eftir
börnunum sínum. „Ég hef yfirleitt átt
góða tíma en að missa börnin mín,
það var erfitt. Það var það erfiðasta í
lífinu,“ segir hún og þungi færist yfir
annars glaðvært andlit hennar.
„Bergþóra dó árið 1946 og var þá
tæplega þriggja ára.“ Hún var frum-
burður Guðmundu. Fædd árið 1943.
„Ég var úti þegar hún dó. Ég skrapp
út til Kaupmannahafnar í einn túr,
ég átti að syngja í Konunglega leik-
húsinu og átti að komast inn og læra
fleiri hlutverk. Ég var alveg veik í að
læra fleiri hlutverk. Ég ætlaði að vera
úti eitt ár og sjá hvað ynnist úr því.
Bergþóra var hjá systur minni á með-
an.“
Föst í París þegar dóttir hennar
dó
Þegar hún var úti fékk hún sím-
tal um að litla stúlkan hennar væri
veik. „Ég varð að fara heim í einum
hvelli og það var erfitt að komast
heim þá. Ég var svo heppin að það
var amerísk flugvél sem var að fara
heim til Íslands og mér var sagt að
ég fengi að fara með henni. Því var
reddað og ég var keyrð í dauðans
ofboði út á flugvöll. Síðan vorum
við að fljúga og ég sá að við vorum
enn yfir landi. Þá var búið að skikka
vélina til að fara til Frakklands, til
Parísar. Ég var föst þar í þrjá daga. Á
þessum þremur dögum dó hún. Og
ég var úti í París,“ segir hún alvarleg.
Bergþóra var mikið veik en hún seg-
ir það ekki hafa verið vitað nákvæm-
lega af hverju hún dó. „Líklega hef-
ur hún forkælst og ekki náð að jafna
sig,“ segir hún og augljóst er að þrátt
fyrir að langt sé liðið frá missinum er
minningin enn sár.
Erfitt að horfa á eftir syninum
Sextíu árum seinna dó sonur henn-
ar, eða fyrir um tveimur árum. Henni
reyndist það einnig þungbært. „Hann
hét Hans Albert Knudsen, bjó í Lúx-
emborg og vann hjá Cargolux sem
hleðslustjóri. Hann dó úr krabba-
meini, alveg eins og pabbi hans,“ segir
hún og bendir á vegginn sem geym-
ir myndirnar af þeim sem eru farnir.
„Það er þessi á stóru myndinni, efst
uppi,“ segir hún og fingurinn vísar á
stóra mynd af myndarlegum manni,
líklega tekna í kringum miðja síðustu
öld.
Hún segir það hafa verið gríðar-
lega erfitt að horfa á eftir börnunum
sínum í gröfina. Það hafi tekið á þó
það hafi verið ólíkt þar sem hún var
á mismunandi stöðum í lífinu þegar
þau kvöddu. „Kannski er maður ekki
jafn sterkur þegar maður eldist en ég
var nú ung þegar ég missti Bergþóru
en ég ætlaði aldrei að komast yfir það.
En það bjargaðist,“ segir hún og fallegt
bros færist yfir andlitið.
Flúði nasista með ungbarn á hjóli
Guðmunda hefur átt glæsilegan feril
sem söngkona. Hún hefur sungið víða
um heim. Á Íslandi, í Bandaríkjunum,
Kanada, Frakklandi og Danmörku.
Hún var talin ein besta óperusöng-
kona Íslands og var ein fárra í heim-
inum sem náði þrefaldri áttund. Fer-
illinn byrjaði í Danmörku þegar hún
komst óvænt inn á konservatoríið í
Kaupmannahöfn.
Þar var hún í seinni heimsstyrjöld-
inni og það var ekki auðvelt að vera
þar á stríðstímum enda landið her-
numið af Þjóðverjum. „Það var erfitt.
Nasistarnir tóku allt vatn af okkur og
við urðum að flýja. Þá var yngsta dótt-
ir mín aðeins 10 daga gömul og það
var vatnslaust heima hjá okkur. Við
fórum á hjóli eins og gífurlega marg-
ir sem flúðu. Við hjóluðum til Hróars-
keldu og það var mjög erfitt aðeins
10 dögum eftir fæðingu,“ segir hún.
Þarna var hún um tvítugt og lífið rétt
að byrja.
Brauðstrit í New York
Frá Danmörku fóru þau til Íslands en
hjartað þráði út. Hún vildi reyna fyrir
sér erlendis og úr varð að fjölskyldan
flutti til New York. Þá var hún gift eig-
inmanni sínum Henriki Knudsen og
þau fluttu út árið 1953 ásamt börnum
sínum, Hans Albert og Sif. Þau ætl-
uðu sér stóra hluti í fyrirheitna land-
inu en lífið var ekki alltaf eins og am-
erískur draumur. „Við bjuggum þar í
nokkur ár. Ég var þar aðallega að læra
hlutverk og ef maður hefði haft nægi-
lega skarpa olnboga þá hefði maður
kannski getað olnbogað sig áfram,“
segir hún og hlær.
Fyrstu árin í stóra eplinu voru erf-
ið og stundum voru ekki til pening-
ar fyrir nauðsynjum, eins og Guð-
munda segir frá í ævisögu sinni
Lífsjátningu. Þau komust þó í gegn-
um það og hún fékk fljótlega ágætis
vinnu og söng víða á vegum Federal
Chur ches. „Mér gekk faktískt vel. Ég
hafði yfirleitt nóg að gera en þetta var
náttúrulega töluvert brauðstrit. Ég
var gift gullsmiði og hann hafði góða
vinnu, afskaplega flinkur maður. Við
höfðum það ágætt, þannig séð, en
það var brösótt inni á milli, peninga-
lega,“ segir hún en gerir lítið úr pen-
ingaleysinu. „En það er kannski alls
staðar. Það er bara að vilja ekki of
mikið,“ segir hún og skellihlær. „Ég
held maður eigi það til að vilja of
mikið,“ segir hún og brosir út í ann-
að.
Söng fyrir Nixon
Meðan á Bandaríkjadvölinni stóð
söng hún víða. Meðal annars í Hvíta
húsinu fyrir Richard Nixon sem þá var
varaforseti Bandaríkjanna. „Ég söng
þarna á árlegri jólatrésskemmtun þar
sem kveikt var á jólatrénu.“ Eisenho-
wer hafði fengið hjartaáfall og Nixon
leysti hann af. Eisen hower kveikti á
trénu frá sjúkrabeði sínum og Guð-
munda söng fyrir milljónir manna í
beinni útsendingu. „Það var afskap-
lega gaman. Ég söng Heims um ból
á fimm tungumálum. Á íslensku,
dönsku, þýsku, frönsku og ensku.
Það var svo mikill fjöldi af fólki sem
var þarna. Það var alveg troðfullt og
ég hugsaði með mér að það yrðu allir
að fá að heyra lagið á sínu tungumáli,“
segir hún hógvær og hlær út í annað.
Kunni vel við sig í
Danmörku
Eftir jólaskemmtunina var henni
boðið að koma oftar og syngja í Hvíta
húsinu. „Ég söng nokkrum sinnum
í Hvíta húsinu. Ef maður er kominn
einu sinni inn og það gengur vel þá er
auðveldara að komast aftur.“
Í New York var hún í fimm ár en
kom reglulega til Íslands og söng
Guðmunda Elíasdóttir ákvað fyrir tilviljun að verða söngkona og lærði
í Kaupmannahöfn. Þar eignaðist hún sitt fyrsta barn í miðri seinni heimsstyrjöld
og þurfti að flýja undan harðræði nasista á hjóli með nýfætt ungbarn sitt.
Seinna fleytti tilviljun henni til Bandaríkjanna þar sem hún söng meðal annars
fyrir Richard Nixon í Hvíta húsinu. Hún segist vera yfirleitt glöð þó að lífið hafi
ekki alltaf verið auðvelt og erfiðast hafi verið að horfa á eftir tveimur börnum
sínum yfir móðuna miklu. Hún sagði Viktoríu Hermannsdóttur upp og ofan
af lífi sínu einn sólríkan sumardag í júlí. „Á þessum þremur
dögum dó hún.
Og ég var úti í París.
„Það var erfitt.
Nasistarnir tóku
allt vatn af okkur og við
urðum að flýja. Þá var
yngsta dóttir mín aðeins
10 daga gömul.
Yfirleitt glöð Guðmunda segist yfirleitt vera kát þó að lífið hafi stundum leikið hana grátt.
Hún hefur aldrei gefist upp þó að oft hafi reynt á. mYND guNNar guNNarSSoN
„Meðan
það er líf
þá er von“