Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 62
62 | Lífstíll 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað L augavegurinn“ sem liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur er án efa fræg- asta og vinsælasta gönguleið landsins. Leiðin er að jafnaði gengin á fjórum dögum og hefst í Landmannalaugum. Þaðan er geng- ið í Hrafntinnusker, þá í Álftavatn eða Hvanngil og svo í Emstrur og ferðin endar í Þórsmörk. Á leiðinni gista ferðalangar í skálum Ferða- félags Íslands eða á tjaldstæðum á þeim gististöðum sem nefndir hafa verið. Hinn hefðbundni „Laugaveg- ur“ er 55 kílómetra langur svo af því má ráða að þegar deilt er á fjóra daga eru dagleiðir ekki mjög langar. Marg- ir ganga með allan sinn farangur á bakinu en afar vinsælt er að fara svo- kallaðar „trússferðir“. Þá er farangur og matur ferðalanga fluttur á bílum í hvern náttstað fyrir sig og því þurfa þeir einungis að bera nesti til dags- ins og skjólfatnað. Af þessum sökum er „Laugavegurinn“ gönguleið sem flestir göngugarpar á hvaða aldri sem er geta farið án þess að leggja of hart að sér. Ferðafélagið lagði Laugaveginn Ferðafélag Íslands byggði upp þessa gönguleið og skipulagði með því að reisa gistiskála í áfangastað og standa fyrir gerð göngubrúa á erfið vatns- föll. Fyrstu skipulögðu ferðirnar um „Laugaveginn“ voru farnar sumarið 1978 og það var Kristinn Zophónías- son fararstjóri hjá FÍ sem stýrði fyrstu ferðunum. Segja má að með brúm á Innri- og Fremri-Emstruár hafi Laugavegurinn opnast en bæði þessi vatnsföll eru ill viðureignar og óvæð flestum venjulegum ferðalöngum. Segja má að síðan hafi uppbygg- ing á „Laugaveginum“ staðið yfir jafnt og þétt. Um þessar mundir fara 10–12 þúsund manns um „Lauga- veginn“ ár hvert. Vinsældir leiðar- innar ná langt út fyrir landsteinana því erlendum ferðamönnum á þess- um slóðum fjölgar jafnt og þétt og eru þeir án efa löngu orðnir meiri- hluti þeirra sem um leiðina fara ár hvert. Viltu hlaupa Laugaveginn? Enn er ógetið þess að undanfarin 12 ár hefur Laugavegurinn verið hlaup- inn einu sinni á ári og er gríðarleg ásókn eftir þátttöku í hlaupinu. Kom- ast miklu færri að en vilja en undan- farin ár hefur fjöldi þátttakenda ver- ið takmarkaður við 300 manns í hvert sinn. „Hinn Óeiginlegi Laugavegur“ En til eru aðrir „Laugavegir“ en hinn hefðbundni. Undanfarin ár hefur Ferðafélag Íslands efnt til göngu- ferða eftir leið sem kölluð er: „Hinn Óeiginlegi Laugavegur“. Þá er ferðast milli Landmannalauga og Þórsmerk- ur á fjórum dögum og gist í Hrafn- tinnuskeri, Hvanngili, Emstrum og Langadal. Gengnar eru fáfarnar slóð- ir um Jökulgil, Reykjafjöll, Torfajök- ul, Kaldaklof, Súluhryggi, Almenn- inga, Fauskatorfur og fleiri staði sem fáir göngumenn heimsækja. Á hverju kvöldi koma svo göngumenn inn á hinn fjölfarna hefðbundna Laugaveg og gista í skála en allur farangur er fluttur. Það voru Páll Ásgeir Ásgeirs- son og Rósa Sigrún Jónsdóttir farar- stjórar hjá Ferðafélagi Íslands sem skipulögðu þessa óvenjulegu göngu- leið og hafa stýrt henni undanfar- in ár. Hinn Óeiginlegi Laugavegur er nærri 800 kílómetrar að lengd og nokkuð erfiðari en hinn hefðbundni. Oft þarf að klífa brattar brekkur, þvera kröpp gil og vaða ár við erfið- ar aðstæður svo þessi ferð gerir meiri kröfur til úthalds og hörku ferða- langa en hin venjulega leið. Undur Jökulgilsins Í síðustu viku lögðu 25 eftirvænting- arfullir ferðalangar af stað úr Land- mannalaugum áleiðis eftir hinum Óeiginlega Laugavegi. Fyrsta dag- inn er gengið eftir stikaðri leið inn á Skalla innan við Landmannalaug- ar. Þaðan er farið niður hinn róm- aða Uppgönguhrygg niður í Hattver. Frá Hattveri er haldið inn botn Jök- ulgils inn í Kaldaklof og farið upp snarbrattan hrygg innan við Jónsfoss upp að Háuhverum. Við Háuhveri Hinn óeiginlegi Laugavegur n Um afkima og leyndardóma Fjallabaks Páll Ásgeir Ásgeirsson Útivist Kátur hópur Nálægt leiðarenda við Rjúpnafell. Litadýrð Ferðalangar rannsaka sérstæða kolsýrulaug innst í Kaldaklofi við rætur Há- skerðings. Á leið niður í Jökulgil Eftir hinum stórkostlega Uppgönguhrygg. Gengið eftir bröttum hrygg Við Jónsfoss áleiðis að Háuhverum. M y n d ir P Á LL Á s G ei r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.