Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
Slakaðu á heima
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
Úrval nuddsæta
Verð frá 29.750 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Fjöldamorð í Noregi
Anders
Behring
Breivik, 32 ára
Norðmaður,
játaði á sig ein
mannskæð
ustu fjöldamorð
síðari tíma en
hann myrti að
minnsta kosti
75 manns í Noregi síðastliðinn
föstudag. Fyrst sprengdi hann
öfluga sprengju í miðborg Óslóar
og lagði síðar leið sína í Útey þar
sem hann skaut tugi manna til
bana. Breivik vildi berjast gegn
„menningarlegum marxistum“
og hafði andúð á fjölmenningar
stefnu. Hann virðist hafa skipu
lagt voðaverkin í mörg ár. Í vik
unni var Breivik úrskurðaður í
átta vikna gæsluvarðhald en hann
mun að öllum líkindum verða
ákærður fyrir hryðjuverk.
Þorsteinn er
skattakóngur
Þorsteinn
Hjaltested,
fjárfestir og stór
landeigandi í
Kópavogi, er
skattakóngur Ís
lands árið 2010.
Álagningarskrá
ríkisskattstjóra
fyrir árið 2010
var gerð opinber á mánudag.
Skattgreiðslur Þorsteins námu
tæpum 162 milljónum króna árið
2010. Þorsteinn hefur ekki verið
mikið í fjölmiðlaumræðunni hér á
landi. Helst hefur verið fjallað um
Þorstein vegna Vatnsendajarðar
innar svokölluðu í Kópavogi sem
hann erfði eftir föður sinn Magn
ús Hjaltested þegar hann lést árið
2009. Auð Þorsteins má rekja til
Vatnsendalandsins.
Tæknilega gjald-
þrota félagi lánað
Fyrrverandi stjórnarmaður í
Glitni, Björn Ingi Sveinsson,
fékk í gegn 200 milljóna króna lán
veitingu
frá Nýja
Glitni í
nóvem
ber 2008
til fast
eigna
félags
sem nú er gjaldþrota, Norður
turnsins ehf. Þetta kom fram í DV
á miðvikudag. Björn Ingi Sveins
son var framkvæmdastjóri eignar
haldsfélagsins Saxbygg sem var
stærsti hluthafi Norðurturnsins
með um 66 prósenta eignarhlut
á móti 34 prósenta eignarhlut
FL Group. Saxbygg var jafnframt
fimmti stærsti hluthafi Glitnis fyrir
hrunið.
Fréttir vikunnar í DV
1
2 3
Öryggisverðir ráku
brettafólk frá Hörpu
n Reynt var að bola hjólabrettafólki í burtu frá brettaaðstöðu við Hörpu n Væri synd að missa
þetta, segir Addi Intro n Talsmaður Hörpu segir málið byggt á misskilningi, brettafólk sé velkomið
„Það voru öryggisverðir frá Securitas
sem ráku okkur í burtu,“ segir Ársæll
Þór Ingólfsson, betur þekktur sem
Addi Intro. Addi hefur undanfarið
nýtt sér aðstöðu við tónlistarhúsið
Hörpu til þess að iðka hjólabretta
íþróttina ásamt fjölda annarra. Hann
segir aðstöðuna vera eina þá bestu
sem í boði er hér á landi. Þrátt fyrir
að öryggisverðir hafi rekið Adda og
fleiri í burtu í síðustu viku virðist sú
ákvörðun hafa verið byggð á mis
skilningi, eða svo segir talsmaður
Hörpu.
„Það var bara einhver misskiln
ingur, þeir mega alveg vera þarna,“
segir Anna Margrét Björnsson, upp
lýsingafulltrúi Hörpu, um málið.
Hún segir þó að ennþá sé óljóst
hvernig svæðið verði nýtt í kjölfar
formlegrar opnunar Hörpu, sem
verður á Menningarnótt. Ekkert
bann gagnvart brettafólki sé þó í spil
unum.
Aðstöðuleysi
Addi Intro segist hafa rætt málið við
Önnu og það sé í góðum farvegi.
„Hún sagði að það væri ekki búið að
banna þetta en þetta væri eitthvað
sem þyrfti að ræða,“ segir hann. Addi
segir hjólabrettaiðkun við Hörpu
gæða þessa nýju byggingu og um
hverfi hennar lífi. „Það sem við höf
um upplifað þegar við rennum okkur
þarna er að túristum finnist þetta frá
bært. Fólki finnst æðislegt að stjórn
Reykjavíkurborgar sé svo góð að
leyfa okkur að vera þarna.“ Þá segir
hann að lengi vel hafi brettafólk átt
erfitt með að athafna sig þar sem lítið
væri um góða aðstöðu fyrir það.
Aðspurð hvort til greina komi að
banna hjólabrettaiðkun á svæðinu
í kringum Hörpu segir Anna Mar
grét ekkert slíkt í spilunum. „Eins
og ég segi þá viljum við bara lifa í
sátt og samlyndi við alla, hvort sem
það er hjólabrettafólk eða aðrir,“ seg
ir hún. Anna segir þó að einhverjir
hafi nýlega tekið sig til og rennt sér
á hjólabrettum inni í Hörpu, en slíkt
sé vissulega bannað: „Það náttúru
lega gengur ekki að vera þarna inni á
hjólabretti.“ Hún segist fylgjandi því
að brettafólk fái aðstöðu til framtíð
ar og að gott væri ef Reykjavíkurborg
gæti komið að því.
Jaðarsport krakka
Addi segir í samtali við DV að að
stöðuleysi sé einmitt eitthvað sem
hrjáð hafi hjólabrettafólk á Íslandi
til margra ára. „Þetta er bara eitt af
þeim mörgu vandamálum sem við
þurfum að takast á við. Það er lítil
sem engin brettaaðstaða til staðar
og ef svo er þá er það bara eitthvað
skítamix sem dugar tímabundið,“
segir hann. Hann segir að í rauninni
ætti borgin að sjá til þess að til væri
brettaaðstaða sem rekin væri „jafn
gaumgæfilega og sundlaug, alveg frá
hreinlæti og upp í öryggismál.“
Aðspurður hvers vegna bretta
fólk hafi setið á hakanum svo lengi
á meðan aðrir íþróttaiðkendur virð
ist njóta betri aðstöðu segir Addi:
„Ég held bara að Íslendingar hafi
aldrei gefið þessu neinn séns. Eins
og þú veist er alltaf litið á alla í jað
arsporti sem einhverja krakka. Það
er til dæmis fyrst núna sem snjó
brettaiðkendur eru teknir alvarlega
enda hefur komið í ljós að við eigum
þrjá snjóbrettagaura á heimsmæli
kvarða.“
Samkomustaður
„Þetta er eitthvert besta nýja svæð
ið sem brettafólk getur hugsað sér,“
segir Addi um brettaaðstöðuna við
Hörpu. Hann segir að það sé alveg
eins og svæðið hafi verið hannað
með brettafólk í huga. „Það ganga
sögusagnir á milli hjólabrettafólks
um að ein konan sem sat í hönnun
arnefndinni hafi orðið fyrir áhrifum
af því sem sést hefur í nágranna
löndunum, þar sem byggð hefur
verið lögleg brettaaðstaða, sem lítur
kannski ekkert út eins og brettaað
staða en er vel hjólabrettahæf.“
Addi segir að stuttu eftir að
svæðið varð klárt hafi hjólabretta
fólk uppgötvað það. Nú sé svo
komið að þetta sé eins konar sam
komustaður hjólabrettafólks. „Þetta
svæði er svo fallegt, eldra brettafólk
sem komið er yfir þrítugt er að kíkja
þarna á kvöldin og leika sér eitthvað
og spjalla. Það væri synd að missa
þetta.“
„ Þetta er eitthvert
besta nýja svæð-
ið sem brettafólk getur
hugsað sér.
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Draumasvæðið
Addi Intro segir
brettaaðstöðuna
við Hörpu vera þá
bestu sem komið
hafi fram síðan
Ingólfstorg varð til.
mynD gunnAR gunnARSSon