Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 42
M esta ferðahelgi landsins er fram undan og flestir þeirra sem ætla að fara út úr bænum um helgina munu gista í tjaldi. Ýmislegt þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað og þar ber hæst hvaða útbúnað skal taka með. Fatnaðurinn er einnig gífurlega mikilvægur, sér í lagi þar sem spáð er rigningu að hluta til á flestum stöðum landsins um helgina. Fátt er leiðinlegra en að húka í tjaldi í blautum fötum og illa útbúinn og því eru ferðalangar hvattir til að undirbúa sig vel. n Landsmenn flykkjast í útilegur um helgina n Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar haldið er í tjaldútilegu n DV tók saman nokkra ómissandi útileguhluti Nauðsynlegt í útileguna „ Ef hin alíslenska lá-rétta rigning mætir hins vegar á svæðið dugar víst ekkert minna en polla-gallar á alla. Útihátíð Margar slíkar verða haldnar um helgina og mikil- vægt að undirbúa sig vel. MynD: IngóLfur JÚLíusson Hreinlætisvörur Eitt af því sem alls ekki má gleyma . Það er ekki gaman að vera langa helgi í tjaldi án tannbursta, sápu og annarra hreinlætisvara. Manni finnst maður orðinn nógu sjúsk- aður án þess að vera andfúll og illa lyktandi. Muna eftir tannbursta, tannkremi og sápu. Drykkjarílát, disk ur og hnífapör Til að geta snætt allan grillmatinn og drukkið þá drykki sem fólki hugnas t þarf að vera með diska , hnífapör og dryk kjar- ílát. Það er svo se m hægt að koma st af án þess ef drukkið er beint úr flösku og uppistaða fæðun nar er hamborgar ar og pulsur. Hitt er sam t huggulegra. Eldfæ ri Án el dfær a er e nginn matu r, eng inn h iti og ekker t kak ó. Mu nið e ftir eldsp ýtum . Vatnsbrúsi Vatnsbrúsinn er nauðsynlegur í allar útilegur. Flest tjaldstæð i á Íslandi eru m eð rennandi vatn en stundum þarf að ná í það í nær- liggjandi læki. Þ á er gott að hafa brúsann við höndina nema þ ú viljir hlaupa að læknum í hvert skipti sem þú vilt fá þér va tnssopa. Hitabrúsi Þegar líður að kvöldi og fólk sest við varðel dinn eða fyrir utan tjaldið m eð gítar í hönd er, sem fyrr seg ir, gott að fá sér heitt kakó e ða kaffi til að ylja sér við o g þá kemur hitabrúsinn að góðum notum. fatnaður Það er best að búast við öllum tegundum veðra. Íslenska lopapeysan hefur sjaldan verið eins vinsæl og flestir eiga eina slíka. Takið hana með. Úlpa, húfa, vettlingar, regnföt, gönguskór, stígvél eða gúmmítúttur, ullarsokkar, ullarnærföt, stuttbuxur og stuttermabolir og sandalar. Allt þetta ætti að vera í hverri einustu tösku. regnhlíf eða pollagalli Regnhlífin er mjög fín ef rigningin er lóðrétt, útlandarigning. Ef hin alíslenska lárétta rigning mætir hins vegar á svæðið dugar víst ekkert minna en pollagallar á alla. Það er líklega það eina sem getur haldið þér þurrum. Dýna og svefnpokiTil þess að sofa sem best í tjaldinu er gott að fjárfesta í góðri dýnu. Svo þarf eitthvað til að halda á sér hita á meðan maður sefur yfir blánóttina og þá kemur svefnpokinn sterkur inn. flugnanet Á nokkrum stöðu m á landinu er töl uvert af flugu og það getur verið ansi þreytandi að slá hana frá sér heila helgi. Flu gnanet er því eitt af því sem ætti að vera með í töskunni eða í h anskahólfinu. Flugnaplágan er eina mögulega ás tæðan fyrir því að gleðjast yfi r rigningu um helg ina. sólarvörn og varasalvi Veðrið á Íslandi breytist á augabragði og það sem leit út fyrir að verða rigningarhelgi, gæti breyst í brakandi blíðu og brenn- andi sól. Vertu því við öllu búinn og taktu sólarvörn með. Varasalvinn getur einnig verið ómissandi á slíkum ferðum. Sólgleraugu verja augun fyrir geislum sólarinnar en þau eru líka flott og allir vilja vera töff um versl- unarmannahelgina. stólar og teppiStór hluti þess að fara í útilegu er að sitja úti á kvöldin í góðra vina hópi. Til að sú sam-verustund verði sem ánægjulegust er tilvalið að taka með sér tjaldstól svo ekki sé nauðsynlegt að sitja í röku grasinu. Eins er teppi til að bregða yfir sig ómissandi á slíkum stundum. Vasaljós eða lukt Þótt það eigi að enn að heita hásumar, þá er aðeins farið að skyggja á kvöldin og því má ekki gleyma vasaljósi eða lukt. Það væri vandræðalegt að skríða inn í rangt tjald og leggjast til svefns. skyndihj álparbún aður Slysin ger a víst ekk i boð á un dan sér o g því ætt i að vera sk yndihjálp arbúnaðu r í hverju t jaldi, með til dæ mis plást rum og ve rkjalyfjum . Tjald Fyrst og fremst má alls ekki gleyma tjaldinu. Það er afar huggulegt að liggja inni í tjaldi og hlusta á regnið og það getur að sjálfsögðu verið rómantísk hugmynd að sofa undir berum himni. Það er hins vegar ekkert huggulegt við það að sofa undir berum himni í rigningu. Tjaldið ætti því að vera það fyrsta sem fer í skottið. Einnig er mikil- vægt að athuga hvort allir aukahlutir séu í lagi svo sem tjaldstangir og hvort hælarnir séu ekki örugglega með. EyrnatapparSumir vilja vaka lengur og syngja hærra en aðrir. Eyrnatappar geta því komið sér vel fyrir þá sem vilja halla sér á undan þeim söngglöðu. grillið, prímusinn og potturinnEf þú ætlar að elda þér mat í ferðalaginu má grillið ekki gleymast. Hægt er að fjárfesta í ferðagasgrilli auk þess sem einnota grill fást á öllum bensín-stöðvum. Benda má á að einnota grill eru frekar slæm fyrir umhverfið og því tilvalið að nota það oftar en einu sinni en skipta má út kolum og nota bakkann aftur. Prímusinn er einn af þeim hlutum sem gott er að hafa með, hvort sem það er til að hita upp tjaldið eða til að sjóða vatn. Það er fátt huggulegra en að hella sér upp á kaffi eða kakó þegar það er hrollur í manni. Kælibox Kæliboxið er algjörlega ómissandi vilji maður halda drykkjunum köldum og matnum sæmilega ætum. Þó að við búum á Íslandi er ekki hægt að treysta því að hitastigið haldist undir 5 gráðum fyrstu helgina í ágúst. 42 Verslunarmannahelgin 29. júlí – 2. ágúst 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.