Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 53
Viðtal | 53Helgarblað 29. júlí – 2. ágúst 2011 Opinberun hrafnsins hans og svo þessi knappi frásagnar- stíll fornsagnanna. Sturlunga er sú bók sem ég les oftast og er mín uppá- haldsbók. Ég hef lesið hana örugg- lega yfir hundrað sinnum og velt henni fyrir mér. Ef ég er á ferðum erlendis og þarf gott svefnmeðal þá tek ég Sturlungu upp og les í henni svona 10 blaðsíð- ur og þá er hugurinn alveg tómur. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggj- ur af einhverjum búksorgum eða einhverju veseni sem er að dynja á manni þá dagana. Sturlunga hreins- ar hugann. Hún er það snúin og maður þarf að átta sig á nöfnum og hvernig atburðarásin er. Hún tek- ur mann alveg á ferðalag og maður getur ekki hugsað um neitt annað á meðan maður er að lesa hana þann- ig að þetta er góð hvíld fyrir hug- ann. Ég nota Sturlungu bæði til að skemmta mér og spekúlera í henni. Hún er það stórbrotin. Ég nota hana eins og menn sem stunda jóga fara í jógastellingar.“ Verkstæðið varð að heimili Hús Hrafns Gunnlaugssonar hefur vakið athygli, eða réttara sagt lóðin við húsið. „Ég keypti húsið fyrst og fremst með það í huga að hér væri gott að hafa leikmyndaverkstæði og að það væri hægt að koma leikmynd- unum fyrir allt í kringum húsið og flytja þær svo burt. Við hreinsuðum mikið af braggarusli í kring og kom- um svæðinu í gott ástand algjörlega á okkar kostnað. Mér fór að þykja vænt um staðinn og ég flutti einn daginn inn í leikmyndaverkstæðið.“ Lóðin breytti um svip. Leikmynd- ir sem höfðu gegnt sínu hlutverki á upptökustað voru fluttar aftur á lóð- ina sem hann skreytti líka með alls kyns hlutum. Úr timbri. Úr járni. Hann lét grafa litlar tjarnir sem hann setti silunga í og náði þetta svæði, náttúrugallerí, út fyrir lóðarmörkin. Peysufatakonur á pönktónleikum „Hugmyndin að listagalleríinu kom vegna þess að sumar af leikmyndun- um voru svo fallegar og skemmtileg- ar að mér fannst synd að eyðileggja þær. Svo annað – ég hef alltaf haft gam- an af íslenskum, villtum plöntum svo sem hvönninni og njólanum sem mér finnst óskaplega fallegur en hann er það fyrsta sem kemur upp úr sverðinum á vorin. Hér hafa hvönn- in og njólinn átt sér griðland. Í skrúð- görðum er verið að planta á hverju vori blómum sem þarf helst að hafa í gjörgæslu allt sumarið til að þau deyi ekki; þau eru eins og peysufata- konur á pönktónleikum. Það er ver- ið að planta blómum sem mér finnst ekki eiga erindi hingað. Á sama tíma má oft sjá mjög fallegt blómskrúð á umferðareyjum – sóleyjar, baldurs- brár og fleira – og svo eru stórvirkar vinnuvélar að slá þessa vorboða og þessi blóm sem Jónas Hallgrímsson orti hvað mest um. Fífill í brekku og Vesalings sóley! Sérðu mig? Öll þessi íslensku blóm hafa verið ofsótt og fengið þetta merkilega nafn „illgresi“. Eins og þú sérð ef þú lítur út um gluggann þá fær hér hvönnin, njól- inn, baldursbráin, sigurskúfurinn og skógarkerfillinn að njóta sín og hvað heitir þetta sem allir eru að láta fara í taugarnar á sér?“ Við förum út á pall og göngum að villtri jurt sem sumir myndu kalla illgresi. Ekki Hrafn Gunnlaugsson. Hann þefar, rífur af og smakkar. „Það er kúmenlykt af henni. Þetta er eins og anís. Þetta er sérstakur kerfill – ekki skógarkerfill. Hér vex mikið af þessum kerfli sem er með anísbragði og ég nota oft í matargerð og sá ker- fill mun vera upprunninn í matjurta- garði holdsveikraspítalans sem var hérna rétt fyrir ofan. Mig langaði að gera þennan stað að litlu horni í Reykjavík þar sem jurtir, sem margir kalla illgresi, fengju að njóta sín.“ Við förum aftur inn. Tyrft yfir „Ég hef haft þá áráttu að ef ég hef rek- ist á fallega steina úti í náttúrunni, sem hafa átt að fara undir vegi eða verið í húsgrunnum, að flytja þá hingað og sagt að ég væri að rækta álfa og huldufólk.“ Eftir að hafa byggt upp náttúru- galleríð í um 30 ár, sem hann segir að skipulögð óreiða hafi einkennt, var sá hluti sem var utan lóðamarka Hrafns rifinn niður og tyrft yfir fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Í tíð Hönnu Birnu.“ Leikstjórinn segist vel geta skilið að menn eigi ekki að fara út fyrir lóðarmörk og að sjálfsagt sé að virða það. „Þetta náttúrugallerí var ekki fyr- ir neinum og gert til að skemmta vegfarendum. Vinir mínir settu upp Facebook-síðu í mótmælaskyni og hafa um 250 manns skráð sig á hana. Margt fólk hafði ánægju af þessu og hér var mikið fuglalíf. Það komu hingað endur og gæsir af öllum teg- undum en eftir að galleríð var lagt í rúst er þetta fuglalíf horfið meira og minna. Það eru bara gæsirnar sem eru eftir hér vappandi og vita ekk- ert hvar þær eiga að finna vatn því hérna voru tjarnir sem voru til þess að fuglarnir gætu þrifist.“ Gæsir. Og einn Hrafn. „Mér þótti þetta miður vegna þess að þetta gerði svo mikið fyrir svæðið. Gerði það svo skemmtilegt. Það kom svo mikið af fólki í göngutúr að skoða þetta.“ Er Hrafn sár? „Nei, alls ekki. Ég missti ekki hönd eða auga. Auðvi- tað var þetta bara mold en þetta var fallegur hlutur. Sérkennilegur hlutur sem gladdi marga. Ég sakna þessa svæðis og missti aðeins sköpunar- gleðina; maður hefur ekki lengur eins gaman af því að stússa í að gera þetta skemmtilegra.“ Nokkrir ferðamenn ganga fram hjá húsinu þennan dag. Einn sér ljóshærða leikstjórann með sólgler- augun. Stoppar. Hrafn segir með handarhreyfingu að hann megi halda áfram. „Sérðu, það er krökkt af túristum hérna. Ég hef alltaf sagt að þeir séu velkomnir og það mega allir fara hér um og taka myndir eins og þeir vilja.“ Yndislegt að vera sextugur faðir Tveir vinir yngri fjölskyldumeðlims- ins eru í heimsókn og er verið að horfa á teiknimynd. Grænir íspinnar eru vinsælir þennan dag. Aron Daníel er sjö ára og seg- ir Hrafn það hafa verið yndislegt að verða faðir tæplega sextugur. „Það er ekki til stórkostlegri félagsskapur en Aron Daníel Hrafnsson Guerra. Við erum miklir mátar og förum víða saman.“ Hrafn átti fyrir fjögur uppkom- in börn. Hver er mesti munurinn á honum sem föður í dag og fyrir 30–40 árum? „Ég held að vandinn við mig sem föður hér áður fyrr hafi verið að ég hafði aldrei tíma til að vera heima og að börnin mín sáu mig mest í sjónvarpinu og blöðunum. Þar finnst mér ég hafa farið á mis við mikið. En ég var svo heppinn að þau eiga ynd- islega og umhyggjusama móður. Miklir vinir Það sem hefur gerst með Aron – við erum vinir og ræðum um tilveruna. Ég reyni að miðla honum af því litla sem ég hef séð og haldið að ég hafi skilið eða reyni að minnsta kosti að opna augu hans fyrir ákveðn- um hlutum. Við förum mikið sam- an í leikhús. Við fórum til dæmis sjö sinnum að sjá Íslandsklukkuna en það var partur af því að amma hans lék í leikritinu. Við sáum Faust fimm sinnum sem mér finnst vera ein stór- kostlegasta leiksýning sem hefur verið sett upp á Íslandi árum saman. Aroni Daníel finnst alltaf jafn- gaman að fara í leikhús og hann sit- ur alltaf alvarlegur og spekúlerar. Svo reyni ég að fara með honum á málverkasýningar og segja honum frá málverkunum. Hann er feikileg- ur teiknari og líka mikill músíkant. Hann er í píanótímum hjá Hönnu Valdísi. Þessu er ekki þvingað upp á hann. Þetta er eitthvað sem við ger- um af því að hann nýtur þess. Hann hefur gaman af því.“ Fara alltaf með bænirnar Hrafn talar um bænir. „Við feðgarn- ir förum alltaf með bænir á kvöldin. Það er svo gott fyrir hugann að fara með falleg kvæði eftir Hallgrím Pét- ursson og við gerum það alltaf áður en við förum að sofa; það eru bæn- irnar. Faðirvorið förum við stundum með.“ Hrafn segist ekki vera sérstak- lega hrifinn af þeirri bæn. „Ég kenni honum það samt. Ef maður á að fara með góða bæn fyrir lítið barn þá er ekkert yndislegra en kvæði eftir Hall- grím Pétursson. „Ungum er það allra best“ og „Allt eins og blómstrið eina“ og svo framvegis. Við tölum um hið góða afl í heim- inum áður en við förum að sofa. Við tölum mikið um réttlætið. Ég er mik- ið að kenna honum að það er ekki fyndið að gera grín að því ef einhver á erfitt eða er öðruvísi en aðrir því þá sé það oft eitthvað sem viðkomandi ráði kannski ekki við og sé þann- ig skapaður. Ég hef reynt að rækta í honum samúð með meðbræðrum sínum.“ „Pabbi, getum við veitt fisk?“ Móðir Arons Daníels er frá Kúbu og er hann tvítyngdur. „Hann tal- ar spænsku við mömmu sína og ís- lensku við mig. Svo á hann það til að bregða fyrir sig ensku sem hann hef- ur náð upp úr teiknimyndum í sjón- varpinu. Það er dálítið fyndið. Við vorum í Disney í París um daginn sem hann kallaði „dótaland“. Þegar menn voru að reyna að tala við hann þá gripu þeir oft til ensku og þá svar- aði sá stutti á ensku og fór að spjalla við þá. Þetta kom mér á óvart.“ „Pabbi, getum við veitt fisk?“ seg- ir Aron Daníel sem er búinn með græna ísinn og hættur að horfa á „Mig dreymir um að áður en ég fer frá nái ég að sættast við tilveruna, verði kominn á lygn- an sjó og búinn að bæta fyrir misgjörðir mínar; þann hrottaskap sem ég hef stundum sýnt í gegnum lífið. Náttúrugalleríið Sá hluti náttúrugall- erísins, sem var fyrir utan lóðarmörkin, var rifinn niður og tyrft yfir fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. „Í tíð Hönnu Birnu.“ MYNd BjörN BlöNdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.