Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
Alvöru bíópopp
án transtu
Heimapopp:
kókosolía
Bíó poppmaís
poppsalt
www.maxi.is
Maxí kynnir
Maxí popp ... Gott milli mála
www.maxi.is
i
Alvöru bíópopp án transfitu
Heimapopp:
Kókosolía, Bíó poppmaís, Poppsalt
Eignarhaldsfélagið Fjölnisvegur 9,
sem var í eigu Hannesar Smárasonar,
hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Félagið hélt utan um fasteignir Hann-
esar, meðal annars að Fjölnisvegi 9
og 11. Ljóst er að gjaldþrotið mun að
öllum líkindum hljóða upp á nokk-
ur hundruð milljóna króna. Eigið fé
félagsins var neikvætt um rúmar 446
milljónir króna í lok árs 2009 sam-
kvæmt ársreikningi félagsins. Í dag er
dótturfélag Landsbankans, Hömlur
ehf., skráð eigandi að Fjölnisvegi 9 ehf.
Tvær eignir eftir
Í dag eru tvær eignir eftir í Fjölnisvegi
9 ehf. Um er að ræða húsið að Fjölnis-
vegi 11 og íbúð á Pont Street í Lund-
únum. Eignirnar eru metnar á 1.169
milljónir króna í ársreikningi félags-
ins fyrir árið 2009. Eignin í Lundún-
um er mun verðmætari en húsið hér
á landi og má gera ráð fyrir að íbúð-
in í London sé metin í ársreikningn-
um á um eða yfir einn milljarð króna.
Skuldirnar eru þó tæplega fimm
hundruð milljónum hærri og er stað-
an í það minnsta ekki betri í dag inn-
an félagsins samkvæmt heimildum
DV. Lúxusíbúðin í Lundúnum sem
var í eigu Hannesar er 260 fermetr-
ar og hefur verið á sölu síðan haust-
ið 2006. Það var Kaupthing Singer &
Friedlander sem lánaði Hannesi á
sínum tíma til kaupanna. Samkvæmt
heimildum DV er það einmitt fyrr-
verandi útibú Kaupþings í Bretlandi
sem er stærsti kröfuhafi Fjölnisvegar
9 ehf. vegna lánsins. Erfitt er að segja
til um hversu hátt verð er hægt að fá
fyrir eignirnar í dag og mun væntan-
leg sala á þeim skera úr um hversu
stórt gjaldþrot félagsins verður þegar
endanleg gjaldþrotaskipti fara fram.
Í dag er það eignarhaldsfélag-
ið Hömlur ehf. sem er skráð eigandi
Fjölnisvegar 9 ehf. en það er Singer &
Friedlander sem er stærsti kröfuhaf-
inn. Illa hefur gengið að selja íbúð-
irnar tvær, hér á landi og í London.
Upprunalega stóð til að reyna að selja
eignirnar og gera upp skuldirnar að
eins miklu leyti og mögulegt væri við
kröfuhafa félagsins. Þannig væri hægt
að koma í veg fyrir að setja þyrfti fé-
lagið í gjaldþrotaskipti. Í dag er stað-
an slík að eignir félagsins geta ekki
fullnustað lánin sem hvíla á félaginu
og því hefur verið gripið til þess ráðs
að setja félagið í gjaldþrotaskipti. Nú
mun skiptastjóri taka við kröfum í
búið og reyna að selja eignirnar svo
að hægt verði að greiða kröfuhöfum
upp í skuldir félagsins.
Skuldsett félög
Félagið Fjölnisvegur 9 var stofnað á
fyrri hluta árs 2004 til að halda utan
um fasteignir Hannesar og rekst-
ur þeirra. Félagið átti um tíma bæði
Fjölnisveg 9 og 11 og stóð til að gera
neðanjarðargöng svo innangengt
yrði milli húsanna. Lengi vel var það
annað eignarhaldsfélag Hannesar, FI
Fjárfestingar ehf., áður Fjárfestingar-
félagið Primus, sem átti Fjölnisveg 9
ehf. Landsbankinn var stærsti lánveit-
andi FI Fjárfestinga. Félög Hannesar
höfðu greiðan aðgang að fjármun-
um í íslenska bankakerfinu en heild-
arlánveitingar til FI fjárfestinga fóru
hæst upp í um 400 milljónir evra, um
36 milljarða króna, samkvæmt skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis. Af því
voru útlán Landsbankans til félagsins
um 320 milljónir evra, eða tæplega
30 milljarðar króna, í lok árs 2007. Á
þeim tíma námu lánin um 10 pró-
sentum af eiginfjárgrunni bankans.
Huldufélag í Lúx
Hannes keypti fasteignina að Fjölnis-
vegi 9 af samnefndu félagi sínu árið
2007 og seldi hana skömmu síðar eig-
inkonu sinni, Unni Sigurðardóttur.
Eins og DV greindi frá í apríl á þessu
ári seldi Unnur svo fasteignina til
huldufélagsins Sparkle S.A. sem skráð
er í Lúxemborg. Sparkle S.A. yfirtók
fasteignalán frá Landsbankanum upp
á 74,3 milljónir króna. Samkvæmt
upplýsingum úr lögbirtingablaðinu í
Lúxemborg var Sparkle S.A. stofnað
þann 7. desember árið 2010 af þeim
Clive Godfrey, Stephane Biver og
Alain Noullet. Þremenningarnir eru
allir frá Belgíu en búsettir í Lúxem-
borg. Ekki er vitað hver tengsl þeirra
eru við Hannes Smárason. Hlutafé
Sparkle S.A. var skráð 31 þúsund evr-
ur eða rúmlega fimm milljónir króna
við stofnun félagsins. Þeir Clive God-
frey og Stephane Biver skrifuðu undir
kaupsamning á húsinu að Fjölnisvegi
9 fyrir hönd Sparkle S.A.
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
n Skel utan um glæsilegar fasteignir athafnamannsins Hannesar Smárasonar
n Gjaldþrot upp á hundruð milljóna n Singer & Friedlander stærsti kröfuhafinn„Félagið átti um
tíma bæði Fjölnis-
veg 9 og 11 og stóð til að
gera neðanjarðargöng
svo innangengt væri milli
húsanna.Gullsleginn lúxusstigi Ekki skortir
flottheitin í íbúðinni í hjarta dýrasta hverfis
Lundúna. Íbúðin var áður í eigu Hannesar
Smárasonar.
Nefnt eftir húsinu Eignarhaldsfélagið
Fjölnisvegur 9 ehf. var nefnt eftir heimilis-
fangi því sem fasteignin sem hér sést er
skráð á en hún var síðar seld út úr félaginu.
Félag um glæsihýsi
Hannesar gjaldþrota
Ekkert til sparað Hannes
Smárason lifði hátt á árunum
fyrir hrun eins og íbúð hans
við Pont Street ber vitni um.