Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 22
22 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Alvöru bíópopp án transtu Heimapopp: kókosolía Bíó poppmaís poppsalt www.maxi.is Maxí kynnir Maxí popp ... Gott milli mála www.maxi.is i Alvöru bíópopp án transfitu Heimapopp: Kókosolía, Bíó poppmaís, Poppsalt Eignarhaldsfélagið Fjölnisvegur 9, sem var í eigu Hannesar Smárasonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hélt utan um fasteignir Hann- esar, meðal annars að Fjölnisvegi 9 og 11. Ljóst er að gjaldþrotið mun að öllum líkindum hljóða upp á nokk- ur hundruð milljóna króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um rúmar 446 milljónir króna í lok árs 2009 sam- kvæmt ársreikningi félagsins. Í dag er dótturfélag Landsbankans, Hömlur ehf., skráð eigandi að Fjölnisvegi 9 ehf. Tvær eignir eftir Í dag eru tvær eignir eftir í Fjölnisvegi 9 ehf. Um er að ræða húsið að Fjölnis- vegi 11 og íbúð á Pont Street í Lund- únum. Eignirnar eru metnar á 1.169 milljónir króna í ársreikningi félags- ins fyrir árið 2009. Eignin í Lundún- um er mun verðmætari en húsið hér á landi og má gera ráð fyrir að íbúð- in í London sé metin í ársreikningn- um á um eða yfir einn milljarð króna. Skuldirnar eru þó tæplega fimm hundruð milljónum hærri og er stað- an í það minnsta ekki betri í dag inn- an félagsins samkvæmt heimildum DV. Lúxusíbúðin í Lundúnum sem var í eigu Hannesar er 260 fermetr- ar og hefur verið á sölu síðan haust- ið 2006. Það var Kaupthing Singer & Friedlander sem lánaði Hannesi á sínum tíma til kaupanna. Samkvæmt heimildum DV er það einmitt fyrr- verandi útibú Kaupþings í Bretlandi sem er stærsti kröfuhafi Fjölnisvegar 9 ehf. vegna lánsins. Erfitt er að segja til um hversu hátt verð er hægt að fá fyrir eignirnar í dag og mun væntan- leg sala á þeim skera úr um hversu stórt gjaldþrot félagsins verður þegar endanleg gjaldþrotaskipti fara fram. Í dag er það eignarhaldsfélag- ið Hömlur ehf. sem er skráð eigandi Fjölnisvegar 9 ehf. en það er Singer & Friedlander sem er stærsti kröfuhaf- inn. Illa hefur gengið að selja íbúð- irnar tvær, hér á landi og í London. Upprunalega stóð til að reyna að selja eignirnar og gera upp skuldirnar að eins miklu leyti og mögulegt væri við kröfuhafa félagsins. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að setja þyrfti fé- lagið í gjaldþrotaskipti. Í dag er stað- an slík að eignir félagsins geta ekki fullnustað lánin sem hvíla á félaginu og því hefur verið gripið til þess ráðs að setja félagið í gjaldþrotaskipti. Nú mun skiptastjóri taka við kröfum í búið og reyna að selja eignirnar svo að hægt verði að greiða kröfuhöfum upp í skuldir félagsins. Skuldsett félög Félagið Fjölnisvegur 9 var stofnað á fyrri hluta árs 2004 til að halda utan um fasteignir Hannesar og rekst- ur þeirra. Félagið átti um tíma bæði Fjölnisveg 9 og 11 og stóð til að gera neðanjarðargöng svo innangengt yrði milli húsanna. Lengi vel var það annað eignarhaldsfélag Hannesar, FI Fjárfestingar ehf., áður Fjárfestingar- félagið Primus, sem átti Fjölnisveg 9 ehf. Landsbankinn var stærsti lánveit- andi FI Fjárfestinga. Félög Hannesar höfðu greiðan aðgang að fjármun- um í íslenska bankakerfinu en heild- arlánveitingar til FI fjárfestinga fóru hæst upp í um 400 milljónir evra, um 36 milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Af því voru útlán Landsbankans til félagsins um 320 milljónir evra, eða tæplega 30 milljarðar króna, í lok árs 2007. Á þeim tíma námu lánin um 10 pró- sentum af eiginfjárgrunni bankans. Huldufélag í Lúx Hannes keypti fasteignina að Fjölnis- vegi 9 af samnefndu félagi sínu árið 2007 og seldi hana skömmu síðar eig- inkonu sinni, Unni Sigurðardóttur. Eins og DV greindi frá í apríl á þessu ári seldi Unnur svo fasteignina til huldufélagsins Sparkle S.A. sem skráð er í Lúxemborg. Sparkle S.A. yfirtók fasteignalán frá Landsbankanum upp á 74,3 milljónir króna.  Samkvæmt upplýsingum úr lögbirtingablaðinu í Lúxemborg var Sparkle S.A. stofnað þann 7. desember árið 2010 af þeim Clive Godfrey, Stephane Biver og Alain Noullet. Þremenningarnir eru allir frá Belgíu en búsettir í Lúxem- borg. Ekki er vitað hver tengsl þeirra eru við Hannes Smárason. Hlutafé Sparkle S.A. var skráð 31 þúsund evr- ur eða rúmlega fimm milljónir króna við stofnun félagsins. Þeir Clive God- frey og Stephane Biver skrifuðu undir kaupsamning á húsinu að Fjölnisvegi 9 fyrir hönd Sparkle S.A. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is n Skel utan um glæsilegar fasteignir athafnamannsins Hannesar Smárasonar n Gjaldþrot upp á hundruð milljóna n Singer & Friedlander stærsti kröfuhafinn„Félagið átti um tíma bæði Fjölnis- veg 9 og 11 og stóð til að gera neðanjarðargöng svo innangengt væri milli húsanna.Gullsleginn lúxusstigi Ekki skortir flottheitin í íbúðinni í hjarta dýrasta hverfis Lundúna. Íbúðin var áður í eigu Hannesar Smárasonar. Nefnt eftir húsinu Eignarhaldsfélagið Fjölnisvegur 9 ehf. var nefnt eftir heimilis- fangi því sem fasteignin sem hér sést er skráð á en hún var síðar seld út úr félaginu. Félag um glæsihýsi Hannesar gjaldþrota Ekkert til sparað Hannes Smárason lifði hátt á árunum fyrir hrun eins og íbúð hans við Pont Street ber vitni um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.