Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 62
62 | Lífstíll 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað L augavegurinn“ sem liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur er án efa fræg- asta og vinsælasta gönguleið landsins. Leiðin er að jafnaði gengin á fjórum dögum og hefst í Landmannalaugum. Þaðan er geng- ið í Hrafntinnusker, þá í Álftavatn eða Hvanngil og svo í Emstrur og ferðin endar í Þórsmörk. Á leiðinni gista ferðalangar í skálum Ferða- félags Íslands eða á tjaldstæðum á þeim gististöðum sem nefndir hafa verið. Hinn hefðbundni „Laugaveg- ur“ er 55 kílómetra langur svo af því má ráða að þegar deilt er á fjóra daga eru dagleiðir ekki mjög langar. Marg- ir ganga með allan sinn farangur á bakinu en afar vinsælt er að fara svo- kallaðar „trússferðir“. Þá er farangur og matur ferðalanga fluttur á bílum í hvern náttstað fyrir sig og því þurfa þeir einungis að bera nesti til dags- ins og skjólfatnað. Af þessum sökum er „Laugavegurinn“ gönguleið sem flestir göngugarpar á hvaða aldri sem er geta farið án þess að leggja of hart að sér. Ferðafélagið lagði Laugaveginn Ferðafélag Íslands byggði upp þessa gönguleið og skipulagði með því að reisa gistiskála í áfangastað og standa fyrir gerð göngubrúa á erfið vatns- föll. Fyrstu skipulögðu ferðirnar um „Laugaveginn“ voru farnar sumarið 1978 og það var Kristinn Zophónías- son fararstjóri hjá FÍ sem stýrði fyrstu ferðunum. Segja má að með brúm á Innri- og Fremri-Emstruár hafi Laugavegurinn opnast en bæði þessi vatnsföll eru ill viðureignar og óvæð flestum venjulegum ferðalöngum. Segja má að síðan hafi uppbygg- ing á „Laugaveginum“ staðið yfir jafnt og þétt. Um þessar mundir fara 10–12 þúsund manns um „Lauga- veginn“ ár hvert. Vinsældir leiðar- innar ná langt út fyrir landsteinana því erlendum ferðamönnum á þess- um slóðum fjölgar jafnt og þétt og eru þeir án efa löngu orðnir meiri- hluti þeirra sem um leiðina fara ár hvert. Viltu hlaupa Laugaveginn? Enn er ógetið þess að undanfarin 12 ár hefur Laugavegurinn verið hlaup- inn einu sinni á ári og er gríðarleg ásókn eftir þátttöku í hlaupinu. Kom- ast miklu færri að en vilja en undan- farin ár hefur fjöldi þátttakenda ver- ið takmarkaður við 300 manns í hvert sinn. „Hinn Óeiginlegi Laugavegur“ En til eru aðrir „Laugavegir“ en hinn hefðbundni. Undanfarin ár hefur Ferðafélag Íslands efnt til göngu- ferða eftir leið sem kölluð er: „Hinn Óeiginlegi Laugavegur“. Þá er ferðast milli Landmannalauga og Þórsmerk- ur á fjórum dögum og gist í Hrafn- tinnuskeri, Hvanngili, Emstrum og Langadal. Gengnar eru fáfarnar slóð- ir um Jökulgil, Reykjafjöll, Torfajök- ul, Kaldaklof, Súluhryggi, Almenn- inga, Fauskatorfur og fleiri staði sem fáir göngumenn heimsækja. Á hverju kvöldi koma svo göngumenn inn á hinn fjölfarna hefðbundna Laugaveg og gista í skála en allur farangur er fluttur. Það voru Páll Ásgeir Ásgeirs- son og Rósa Sigrún Jónsdóttir farar- stjórar hjá Ferðafélagi Íslands sem skipulögðu þessa óvenjulegu göngu- leið og hafa stýrt henni undanfar- in ár. Hinn Óeiginlegi Laugavegur er nærri 800 kílómetrar að lengd og nokkuð erfiðari en hinn hefðbundni. Oft þarf að klífa brattar brekkur, þvera kröpp gil og vaða ár við erfið- ar aðstæður svo þessi ferð gerir meiri kröfur til úthalds og hörku ferða- langa en hin venjulega leið. Undur Jökulgilsins Í síðustu viku lögðu 25 eftirvænting- arfullir ferðalangar af stað úr Land- mannalaugum áleiðis eftir hinum Óeiginlega Laugavegi. Fyrsta dag- inn er gengið eftir stikaðri leið inn á Skalla innan við Landmannalaug- ar. Þaðan er farið niður hinn róm- aða Uppgönguhrygg niður í Hattver. Frá Hattveri er haldið inn botn Jök- ulgils inn í Kaldaklof og farið upp snarbrattan hrygg innan við Jónsfoss upp að Háuhverum. Við Háuhveri Hinn óeiginlegi Laugavegur n Um afkima og leyndardóma Fjallabaks Páll Ásgeir Ásgeirsson Útivist Kátur hópur Nálægt leiðarenda við Rjúpnafell. Litadýrð Ferðalangar rannsaka sérstæða kolsýrulaug innst í Kaldaklofi við rætur Há- skerðings. Á leið niður í Jökulgil Eftir hinum stórkostlega Uppgönguhrygg. Gengið eftir bröttum hrygg Við Jónsfoss áleiðis að Háuhverum. M y n d ir P Á LL Á s G ei r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.