Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Síða 26
26 | Fólk 17. ágúst 2011 Miðvikudagur Hleypur til minningar um Sjonna Rakel Garðarsdóttir framleið­ andi hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslands­ banka fyrir Heilaheill. Heila­ heill er félag sem samanstend­ ur af þeim sem hafa fengið slag, heilablóðfall, heilablæðingu, blóðtappa eða súrefnisþurrð af einhverju tagi. „Því meira sem heitið er á mig, því hraðar hleyp ég,“ lofar Rakel. „Tvær mann­ eskjur á dag verða fyrir þessum heilsubresti og ég vil taka þátt í því að vinna bug á þessu meini. Ég þekki nokkra sem hafa feng­ ið slag og heilablóðfall sem því miður hafa látist út af því. Ég mun þó tileinka hlaupið mitt honum Sjonna Brink – en hann varð bráðkvaddur 17. janúar 2011 eftir heilablóðfall.“ Fékk ekki þátt DV sagði frá því á mánudag­ inn að María Lilja Þrastardótt­ ir hefði sent dagskrárstjóra Skjás eins bréf vegna nýs sjón­ varsþáttar Ellýjar Ármanns og Tobbu Marinós á stöð­ inni. María Lilja var ósátt við hversu þröngt þær flokkuðu áhugasvið kvenna og vildi fá þátt þar sem hún myndi fjalla um áhugamál kvenna í víðara samhengi. Hún fékk svar frá Hilmari Björnssyni sjónvarps­ stjóra Skjásins og greinilegt er á svari hans að hún fær ekki þátt á stöðinni. Þar segir hann meðal annars: „Takk fyrir póst­ inn. Leiðinlegt að heyra hvað þér finnst um nýja þáttinn okkar en vonandi verður þú ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef fulla trú á stelpunum. Eins og alltaf í sjónvarpi skiptir áhorf miklu máli og það verður síð­ an að koma í ljós hvort þáttur­ inn skilar góðum áhorfstölum til okkar. Takk sömuleiðis fyrir hugmyndina, hún er komin í bankann hjá okkur í dagskrár­ deildinni.“ Núðlustrákar eignast dóttur Sigurður Jónas Eysteinsson og Kristján Jörgen Hannes­ son sem eiga og reka Núðlu­ skálina á Skólavörðustíg eru lukkulegir þessa dagana. Þeir eru nýbakaðir feður því þeir eignuðust litla stúlku í byrjun ágústmánaðar með aðstoð góðrar vinkonu. É g hef ræktað rósir í þrjú ár,“ segir Bubbi Morthens sem hefur vakið athygli fyrir fallegar Dorn­rósir í fallegum garði sínum við heim­ ili þeirra Hrafnhildar í Kjós­ inni. Hann segir Dorn­rósirnar toppa aðrar tegundir sem hann hefur nostrað við í garðinum og eru þær fjölmargar og af ýms­ um tegundum. „Dorn­rósirn­ ar mínar eru fallegastar, og í ár blómstruðu á milli fimm og sex hundruð knúppar. Ég get ekki hætt að dást að rósunum og nú þegar haustið sækir að er gott að hafa ilm sumarsins fyrir vit­ um sér.“ Hann segir galdurinn við fal­ legar rósir vera góða vökvun og hann virðist vera með galdur­ inn á hreinu því rósaræktin er viðamikil. Bubbi er með fjölda rósarunna í garðinum og í ár fékk hann í kringum fimmtán­ hundruð rósir, dimmrauðar, gular og hvítar fyrir utan Dorn­ rósirnar fögru. „Á næsta ári verð ég með í kringum tvö til þrjú þúsund blómstrandi rósir í garðinum,“ segir hann stoltur. Bubbi var reyndar svo stoltur af rósunum að hann setti myndir af þeim á Facebook­síðu sína og fékk fljótt athugasemd þar sem ýjað var að því að það að rækta rós­ ir væri eitthvað sem færi sam­ kynhneigðum. Bubbi var skjót­ ur til svars og sagði þá sem héldu að rósaræktin ætti eitt­ hvað skylt við samkynhneigð eiga erfitt með að staðsetja sig sem kynverur. Rósabóndi í hjáverkum n Bubbi er stoltur af rósunum sínum„Þeir sem halda að rósa- rækt sé gay eiga erf- itt með að staðsetja sig sem kynverur. Getur ekki hætt að dást að rósunum Bubbi og Hrafnhildur rækta fagrar rósir í garði sínum við heimili sitt í Kjósinni. Þ að þarf bara eitt fífl til að skemma skemmtunina. Þetta var alveg stórkost­ legt ball og það skemmtu allir sér vel en í seinni hálfleik hefur einhver óprúttinn náungi farið inn í starfsmanna­ aðstöðuna og gripið það sem þar var,“ segir tónlistarmaður­ inn Magni Ásgeirsson sem lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera rændur þegar hljóm­ sveit hans, Á móti sól, skemmti á Blómaballinu á Hótel Örk í Hvera­ gerði um síðustu helgi. „Jakkinn minn með símanum og lyklunum mínum var tekinn og líka græna hliðartaskan mín en í henni voru fötin mín. Svo var handtösku í eigu starfsmanns líka stolið en í henni var veskið henn­ ar og öll kort. Sjálfum er mér alveg drullusama um símann og allt það en það er pirrandi að vera rændur bíllyklunum. Sérstaklega þar sem varalyklarnir eru löngu horfnir en þeir gufuðu upp einhvern tímann í flutningum,“ segir Magni sem varð að láta draga bílinn frá Hvera­ gerði til Reykjavíkur. Magni biðlar til Sunnlendinga að hafa augun opin eftir grun­ samlegum fötum eða tösku sem einhver hefur hent frá sér. „Það eru allar líkur á að sá sem hef­ ur tekið þetta hafi svo bara hent þessu frá sér enda kemur þetta engum að notum nema mér. Því bið ég fólk um að tala við lögg­ una eða senda mér tölvupóst á magni@amotisol.is ef það finnur eitthvað af þessu,“ segir Magni og bætir við að sá seki eða sú seka megi líka fyrir alla muni skila starfsstúlkunni skilríkjunum sín­ um. Magni segir engan hafa tekið eftir grunsamlegum ferðum ná­ lægt starfsmannaaðstöðunni á meðan á ballinu stóð. „Það var svo mikið að gerast á þessu balli og allir bara fullir að skemmta sér. Ég hef nú spilað á nokkr­ um skemmtunum yfir ævina en aldrei áður lent í einhverju svona. Þetta er alveg hundfúlt. Það eru aðallega lyklarnir sem mig vant­ ar. Síminn og fötin eru hlutir sem maður endurnýj­ ar en það er leiðin­ legt að þurfa að skipta um skrá heima hjá sér af því að það er einhver fáviti með húslykilinn,“ segir Magni fúll en á lyklakippunni stendur King of the Road. Kippan fylgdi bifreiðinni, sem er af gerðinni Toyota, þegar Magni keypti hana. „Ég væri ævinlega þakk­ látur og lofa að spila í afmæli þess sem getur skilað mér þessu!“ indiana@dv.is Magni rændur á balli n Söngvarinn Magni Ásgeirsson lofar að spila í afmæli þess sem finnur bíllyklana Svekktur Magni segir hundfúlt að þurfa að skipta um skrá heima hjá sér þar sem einhver ókunnugur sé með húslyklana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.