Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Síða 6
Þ
að voru bara nokkrir dagar
í að ég fengi peningana
mína,“ segir Snjólfur
Gíslason, fyrrverandi
tryggingataki hjá Sam-
vinnutryggingum og íbúi á Breið-
dalsvík á Austurlandi, sem segir
að hann hafi fengið bréf þess efn-
is árið 2007 að hann ætti 500 þús-
und krónur inni hjá fjárfestinga-
félaginu Gift vegna áralangra
viðskipta við Samvinnutryggingar
sálugu. Snjólfur heyrði svo ekkert
meira af málinu. „Þetta var bara
rétt að koma.“ Hann íhugar að leita
réttar síns út af endalokum Gift-
ar, líkt og Þórmar Jónsson sem var
í viðtali við DV á miðvikudaginn í
síðustu viku.
Gift var stofnað utan um eignir
tryggingataka Samvinnutrygginga
árið 2007. Félagið var með 30 millj-
arða í eigið fé og stóð til að greiða
20 milljarða af þessum 30 út til um
40 þúsund tryggingataka sem átt
höfðu í viðskiptum við Samvinnu-
tryggingar á árum áður. Þessir fjár-
munir voru hins vegar ekki greidd-
ir út til tryggingatakanna heldur
voru fjármunir félagsins notaðir til
fjárfestinga í hlutabréfum, meðal
annars í Kaupþingi. „Ég var búinn
að tryggja allt mitt drasl þarna ævi-
langt. Mér skildist á bréfinu að,
þessir dyggustu þjónar þeirra, ættu
þennan aur þarna,“ segir Snjólfur.
,,Þeir hafa bara gleymt þessu“
Snjólfur segir að líklega hafi
stjórnendur Samvinnutrygginga
bara gleymt að greiða peningana
út. „Þeir hafa líklega bara gleymt
þessu; kassinn sem þeir hafa geymt
peninga í hefur bara verið orðinn
lélegur.“ Hann telur að Giftarmálið
sé hvergi nærri upplýst: „Þetta er
bara púra þjófnaður.“ Hann segist
vita um fleira fólk sem fengið hafi
slík bréf vegna fjármuna sem það
átti inni hjá Samvinnutryggingum.
Snjólfur segist vera að íhuga
réttarstöðu sína vegna Giftarmáls-
ins. „Mér finnst bara allt í lagi að
stefna þessum mönnum.“
Nauðasamningar í kyrrþey
Gift var í eigu Eignarhaldsfélags
Samvinnutrygginga sem stýrt var
af fulltrúaráði sem í sátu með-
al annars Finnur Ingólfsson, Val-
gerður Sverrisdóttir, Helgi S. Guð-
mundsson, Ólafur Friðriksson og
Ingólfur Ásgrímsson, bróðir Hall-
dórs Ásgrímssonar. Stærstu hlut-
hafar Samvinnutrygginga á þeim
tíma sem Gift varð til voru Sam-
vinnusjóðurinn, Samband ís-
lenskra samvinnufélaga og KEA.
Líkt og DV hefur greint frá fékk
Gift nauðasamninga við kröfuhafa
sína eftir hrunið 2008. Þegar geng-
ið var frá nauðasamningunum árið
2011 lá fyrir að afskrifa þyrfti um 57
milljarða króna af skuldum félags-
ins. Félagið á í dag eignir upp á 2,8
milljarða króna en átti, líkt og áður
segir, um 30 milljarða króna eignir
í lok árs 2007. Eignir félagsins rýrn-
uðu því um meira en 25 milljarða
króna frá því að Gift var stofnað
árið 2007 og þar til gengið var frá
uppgjöri á nauðasamningum fé-
lagsins. Líkt og DV hefur greint frá
var gengið frá nauðasamningum
Giftar á sama stað, hjá lögmannin-
um Kristni Hallgrímssyni, og félag-
ið var stofnað á árið 2007. n
6 Fréttir 11. febrúar 2013 Mánudagur
Afvopnaði óðan hnífamann
n „Ég bara negldi hann, ég kýldi hann kaldan“
S
igurður Auðberg Davíðsson
yfirbugaði árásarmann í
miðbæ Reykjavíkur á að-
faranótt föstudags eftir að
maðurinn hafði ógnað fólki með
hníf og sært félaga sinn alvarlega.
Sigurður vinnur sem barþjónn
á skemmtistaðnum Amsterdam
við Hafnarstræti en árásin átti sér
stað í porti við skemmtistaðinn
Dubliner, hinum megin götunnar.
„Ég sá að það var eitthvað um
að vera þarna fyrir utan og rölti út
til að kanna málið og þá var þessi
strákur þarna, veifandi hníf og
ógnandi fólki. Ég rölti til hans og
spurði hvort hann vildi ekki bara
láta mig fá hnífinn svo ég þyrfti
ekki að hringja í lögregluna en
hann brást hinn versti við og vin-
ur hans sem stóð við hliðina á hon-
um greip í hann. Þá skar maðurinn
félaga sinn í höndina og stökk síð-
an á mig með hnífinn og reyndi að
stinga mig í magann,“ segir Sig-
urður sem slapp naumlega með
skrekkinn.
„Ég rétt náði að víkja mér und-
an og hugsaði með mér hvað ég
gæti gert til þess að afvopna mann-
inn. Og ég bara negldi hann, ég
kýldi hann kaldan. Hann fékk bara
eitt gott högg og steinlá í jörðinni
þannig ég náði af honum hnífn-
um. Þetta var enginn vasahníf-
ur, þetta var bara svona kjöthníf-
ur.“ Þá kom dyravörður af öðrum
skemmtistað aðvífandi og aðstoð-
aði Sigurð við að halda manninum
niðri þangað til lögreglan kom á
svæðið, nokkrum mínútum síðar.
Þegar tekist hafði að yfirbuga
manninn kom í ljós að félagi hans var
illa haldinn. „Hann var með svaka-
legan skurð á hendinni og hrundi
bara niður. En sem betur fer bjarg-
aðist þetta, þetta hefði getað farið
svo miklu, miklu verr. Eftir á fer mað-
ur að hugsa hvað maður var sjálfur
heppinn að hann skyldi ekki ná að
stinga mann.“ Vinur árásarmanns-
ins var fluttur á slysadeild og hafði
misst töluvert blóð en árásarmaður-
inn nefbrotnaði í áflogunum.
olafurk@dv.is
„Nokkrir dagar í að
ég fengi peningana“
n Annað Giftarlamb íhugar málsókn n Átti 500 þúsund inni hjá Gift„Þetta
er bara
,,púra“ þjófn-
aður
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Viðskiptin við Finn Finnur Ingólfsson
sat í fulltrúaráði Samvinnutrygginga og
átti í milljarðaviðskiptum við Gift með
bréf í Icelandair síðla árs 2007.
Rotaður á
Ráðhústorgi
Tvær líkamsárásir voru til-
kynntar á Akureyri aðfaranótt
sunnudags. Í þeirri fyrri var
ráðist á mann við Ráðhús-
torgið um klukkan þrjú. Þol-
andinn var fluttur á slysadeild en
árásarmaðurinn hefur ekki fund-
ist. Um fjögurleytið var tilkynnt
um líkamsárás í heimahúsi. Þol-
andi var fluttur á sjúkrahús en
árásmaðurinn var handtekinn.
Lilja Rafney
leiðir VG í Norð-
vesturkjördæmi
Kjördæmisráðs Vinstri-grænna í
Norðvesturkjördæmi samþykkti
um helgina framboðslista flokks-
ins í kjördæminu. Skipar Lilja
Rafney Magnúsdóttir þingmaður
fyrsta sæti listans. Í öðru sæti er
Lárus Ástmar Hannesson, forseti
bæjarstjórnar Stykkishólms, og í
því þriðja er Þóra Geirlaug Bjart-
marsdóttir, fyrrverandi formaður
Ungra vinstri grænna. Í fréttatil-
kynningu kjördæmisráðsins er
Jóni Bjarnasyni, fráfarandi odd-
vita flokksins í Norðvesturkjör-
dæmi, þakkað fyrir störf sín og
honum óskað alls hins besta.
Jafnframt er fullyrt að þörf sé
á róttækum vinstriflokki til að
vinna áfram að uppbyggingu ís-
lensks velferðarsamfélags.
Slapp naumlega Sigurður Auðberg
Davíðsson slapp naumlega með skrekkinn
er hann náði að afvopna ofbeldismann í
miðbæ Reykjavíkur.