Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Side 17
Erlent 17Helgarblað 22.–24. mars 2013  Siðlaus morðingi Hinn 18 ára T.J. Lane var á þriðjudag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið þrjá framhaldsskólanema til bana í tilefnislausri skotárás í smábænum Chardon í Ohio í fyrra. Við dómsuppkvaðningu klæddi Lane sig úr skyrtunni sem hann var í og afhjúpaði bol sem hann hafði skrifað á „KILLER.“ Morðinginn sýndi enga iðrun heldur svívirti harmi slegnar fjölskyldur fórnar lambanna í dómsalnum. Hló þegar hann var dæmdur og sagði við foreldrana: „Þetta er höndin sem tók í gikkinn sem myrti syni ykkar og fróar sér nú við tilhugsunina. Farið öll til fjandans,“ hreytti hann í foreldrana og sýndi þeim fingurinn.  Snjóhríð í Peking Hann var heldur kuldalegur þessi jakkafataklæddi Kínverji sem lenti í skyndilegri snjóhríð í Peking, höfuðborg Kína, á miðvikudag. Íslendingar á Norð- urlandi og víðar gefa nú lítið fyrir svona föl en myndin er mögnuð.  Hylltu hinn nýja páfa Frans páfi fyrsti tók formlega við embætti leiðtoga kaþólsku kirkjunnar í Páfagarði í vikunni sem leið. Þúsundir samankominna á Péturstorgi hylltu hinn nýja páfa þar sem hann mætti til vígslumessunnar á þriðjudag. Þjóðar- og trúarleiðtogar hafa sent Frans páfa heillaóskir undanfarna daga en hans bíður það tröllvaxna verkefni að endurnýja og endurheimta traust almennings á hina kaþólsku kirkju þar sem hvert hneykslið hefur rekið annað.  Morðvettvangur Lögreglumaður gengur fram hjá glærum plastílátum sem notuð hafa verið til að varðveita sönnunargögn á morðvettvangi í Cuernavaca í Mexíkó á mánudag. Tveir menn voru skotnir til bana og sá þriðji særðist eftir að á þá var ráðist er þeir komu út úr verslun. Árásir sem þessar eru því miður daglegt brauð víða í landinu þar sem glæpahópar berjast um völd á fíkniefnamarkaðinum.  Sorgleg staðreynd Þessi hópur grunnskólabarna í Aurora í Colorado-ríki Bandaríkjanna sýnir hér hvernig þau myndu leita skjóls undir þessu skothelda teppi ef árás yrði gerð á skólann þeirra. Það er vissulega sorgleg staðreynd að lítil börn þurfi að stunda slíkar æfingar en almenningur í Aurora er enn að jafna sig eftir að 12 bíógestir voru skotnir til bana í júlí í fyrra við miðnætursýningu á nýjustu Batman-myndinni. Þá hafa skotárásir í skólum verið tíðar í Bandaríkjunum að undanförnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.