Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 17
Erlent 17Helgarblað 22.–24. mars 2013  Siðlaus morðingi Hinn 18 ára T.J. Lane var á þriðjudag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið þrjá framhaldsskólanema til bana í tilefnislausri skotárás í smábænum Chardon í Ohio í fyrra. Við dómsuppkvaðningu klæddi Lane sig úr skyrtunni sem hann var í og afhjúpaði bol sem hann hafði skrifað á „KILLER.“ Morðinginn sýndi enga iðrun heldur svívirti harmi slegnar fjölskyldur fórnar lambanna í dómsalnum. Hló þegar hann var dæmdur og sagði við foreldrana: „Þetta er höndin sem tók í gikkinn sem myrti syni ykkar og fróar sér nú við tilhugsunina. Farið öll til fjandans,“ hreytti hann í foreldrana og sýndi þeim fingurinn.  Snjóhríð í Peking Hann var heldur kuldalegur þessi jakkafataklæddi Kínverji sem lenti í skyndilegri snjóhríð í Peking, höfuðborg Kína, á miðvikudag. Íslendingar á Norð- urlandi og víðar gefa nú lítið fyrir svona föl en myndin er mögnuð.  Hylltu hinn nýja páfa Frans páfi fyrsti tók formlega við embætti leiðtoga kaþólsku kirkjunnar í Páfagarði í vikunni sem leið. Þúsundir samankominna á Péturstorgi hylltu hinn nýja páfa þar sem hann mætti til vígslumessunnar á þriðjudag. Þjóðar- og trúarleiðtogar hafa sent Frans páfa heillaóskir undanfarna daga en hans bíður það tröllvaxna verkefni að endurnýja og endurheimta traust almennings á hina kaþólsku kirkju þar sem hvert hneykslið hefur rekið annað.  Morðvettvangur Lögreglumaður gengur fram hjá glærum plastílátum sem notuð hafa verið til að varðveita sönnunargögn á morðvettvangi í Cuernavaca í Mexíkó á mánudag. Tveir menn voru skotnir til bana og sá þriðji særðist eftir að á þá var ráðist er þeir komu út úr verslun. Árásir sem þessar eru því miður daglegt brauð víða í landinu þar sem glæpahópar berjast um völd á fíkniefnamarkaðinum.  Sorgleg staðreynd Þessi hópur grunnskólabarna í Aurora í Colorado-ríki Bandaríkjanna sýnir hér hvernig þau myndu leita skjóls undir þessu skothelda teppi ef árás yrði gerð á skólann þeirra. Það er vissulega sorgleg staðreynd að lítil börn þurfi að stunda slíkar æfingar en almenningur í Aurora er enn að jafna sig eftir að 12 bíógestir voru skotnir til bana í júlí í fyrra við miðnætursýningu á nýjustu Batman-myndinni. Þá hafa skotárásir í skólum verið tíðar í Bandaríkjunum að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.