Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 25
Umræða 25Helgarblað 22.–24. mars 2013 Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 S kúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði mikla grein í DV þann 20. mars 2013 um að tryggja ætti þjóðareign í stjórnarskrá. En hvað er þjóðareign í stjórnarskrá sem aðeins fáir útvaldir fá að nýta með gríðarlegum hagnaði „þjóðinni til heilla“, eða hvað? Gegn þjóðarvilja Skúli ber við að ekki sé samstaða í þinginu um frumvarp stjórnlagaráðs en að sjálfsögðu er ekki samstaða um stórt atriði eins og auðlindamál­ in, sérstaklega þegar krafa er um að „fullt gjald“ sé greitt fyrir afnot á auðlindum eins og kvótanum. Fjór­ flokkurinn, ásamt Bjartri framtíð, hefur ákveðið að fara gegn skýrum þjóðarvilja sem kom fram í þjóðar­ atkvæðagreiðslu um nýja stjórnar­ skrá og neita þjóðinni um nýja stjórnarskrá. Þetta er alvarleg atlaga við lýðræðið í landinu og sýnir að sterk hagsmunaöfl ráða för á Al­ þingi. Hagsmunasamtök sem hugsa fyrst og fremst um eigin gróða sinna félagsmanna og fyrirtækja þeirra, eins og álver og útgerðarfyrirtæki innan LÍÚ. „Fullt gjald“ tekið út Stór hagsmunasamtök eins og LÍÚ munu aldrei sætta sig við orðalagið „fullt gjald“ fyrir að nota kvótann þegar LÍÚ hefur ávallt fengið að greiða það gjald sem LÍÚ hefur talið ásættanlegt fyrir sig. Samfylkingin, VG, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð með Guðmund Stein­ grímsson innanborðs vilja að „fullt gjald“ verði fjarlægt úr drögum að nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einróma. Breytingar­ tillaga Samfylkingarinnar og VG um að bæta við auðlindaákvæði í stjórnarskrána á síðustu metrum núverandi kjörtímabils er forkastan­ leg og í beinni andstöðu við drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem kvað á um að „fullt gjald“ yrði tekið fyrir afnot af náttúruauðlind­ um og þar á meðal fiskveiðikvóta Íslands. Breytingatillaga um „eðli­ legt gjald“ frá Samfylkingunni og VG er í beinu samhengi við frumvarp til nýrra laga um stjórn fiskveiða hjá Steingrími J. Sigfússyni. En í því frumvarpi fær LÍÚ einkarétt á 95% af fiskveiðikvóta Íslands áfram og það til 20 ára gegn „eðlilegu gjaldi“. „Eðlilegt gjald“ Orðalagið „eðlilegt gjald“ býður hættunni heim á að spilling ráði áfram för við auðlindanýtingu í íslensku samfélagi. Samfylkingin og VG eru að upphefja pilsfalda­ kapítalisma og skapa frjóan jarð­ veg fyrir pólitíska spillingu eins og viðgengst á Íslandi í dag við auðlindanýtingu og sérstaklega í sjávarútveginum. VG og Samfylk­ ingin eru að kalla eftir óbreyttu kvótakerfi. Nema Samfylkingin og VG vilja festa það í sessi næstu 20 árin og binda þannig næstu ríkis­ stjórnir gegn „eðlilegu gjaldi“ að mati LÍÚ. Með sömu stefnu í auðlindamálum Samfylkingin og VG hafa tekið upp stefnu Framsóknar og Sjálfstæðis­ flokksins í auðlindamálum frá ár­ inu 2000 þegar auðlindanefnd starfaði. Björt framtíð hefur líka gert það. Það hlýtur að vera áhyggju­ efni fyrir flokksmenn og stuðnings­ menn Samfylkingarinnar og VG að flokkarnir séu komnir með stefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í auðlindamálum. Hafa ber í huga að Jóhann Ársælsson í Samfylkingunni og Árni Steinar Jóhannsson í VG höfnuðu á sínum tíma leið Fram­ sóknar og Sjálfstæðisflokksins í auð­ lindanefndinni. Hér eru um algjöran viðsnúning að ræða hjá Samfylk­ ingunni og VG í auðlindamálum og vekur furðu að tekin sé upp stefna í auðlindamálum sem fellur vel að gróðamarkmiðum LÍÚ og álfyrir­ tækja. Jafnræðið út og inn með einokun fárra aðila Samfylkingin ásamt VG leggur höfuð áherslu á að ljúka við umrætt nýtt auðlindaákvæði um nýtingu gegn „eðlilegu gjaldi“ á þessu þingi. Hótar að þingi verði ekki slitið fyrr en þá. Þetta festir í sessi einokun LÍÚ á kvótanum og jafnræðissjónarmið­ um er hent út í hafsauga þegar kem­ ur að nýtingu fiskveiðiauðlindarinn­ ar sem er sjálfsagt eðlilegt í augum fjórflokksins og Bjartrar framtíðar. Lýðræðisvaktin stendur vaktina En það er enn von. Lýðræðisvakt­ in er komin á kreik og mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Lýð­ ræðisvaktin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að „fullt gjald“ verði tekið fyrir nýt­ ingu náttúruauðlinda sem eru í sameign þjóðarinnar, í samræmi við ný drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Við ítrekum að það er óábyrgt með jafnmiklar skuld­ ir hins opinbera og raun ber vitni ásamt því að heilbrigðis kerfið er að molna innan frá og vegakerf­ ið að molna í sundur að hafna því að greitt sé „fullt gjald“ þ.e. markaðsvirði fyrir nýtingu á kvót­ anum og festa frekar í sessi að málamyndagjaldtaka undir yfir­ skriftinni „eðlilegt gjald“ verði áfram stunduð í gjörspilltu og óréttlátu kvótakerfi. Finnbogi Vikar er viðskiptalög- fræðingur og sjómaður Þórður Már er lögmaður. Báðir eru í Lýðræðisvaktinni. Tryggjum að LÍÚ eigi ekki kvótann „Orðalagið „eðlilegt gjald“ býður hætt- unni heim á að spilling ráði áfram för við auð- lindanýtingu í íslensku samfélagi. Aðsent Finnbogi Vikar Aðsent Þórður Már Jónsson 20. mars 2013

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.