Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 36
Þ
etta mun eiga að vera ein-
hvers konar táknleikur um
samskipti kynjanna, karl-
rembu og kvennakúgun,
mansal og alla þá niður-
lægingu sem kvenkyn hefur yfir-
leitt þurft að sæta af hendi karl-
kyns. Í brennidepli er ung stúlka,
að maður segi ekki stúlkubarn, sem
aðrar persónur níðast á, misþyrma
og misbrúka, á alla enda og kanta.
Þetta á að gerast á öllum tímum og
alls staðar, að því er segir í handriti.
Foreldrar stúlkunnar selja hana og
kemur í einn stað niður hvort þeir
eru vestrænt nútímafólk, sem neyðir
hana til að giftast bandóðum perra,
eða fátæklingar í þriðja heiminum
sem láta hana í skiptum fyrir sjón-
varpstæki. Perrinn skilar dóttur-
inni heim þegar hún stenst ekki
kröfur hans og þá setja foreldrar
hennar hana einfaldlega á uppboð.
Allsnakta. Sjónvarpstækið reyn-
ist ónýtt og springur í loft upp með
háum hvelli.
Fákunnandi höfundar
Höfundarnir tveir hafa aldrei samið
leikrit áður. Það leynir sér ekki. Halda
mætti að þeir hafi aldrei lesið leiktexta
eða reynt að kynna sér leikritagerð.
Þær Kristín og Kari Ósk eru reyndar
ekki einu „leikskáldin“ af þeirra kyn-
slóð sem eru undir þá sök seld. Fyrri
hluti leiksins hefur það þó fram yfir
þann seinni, eftir hlé, að þar er sögð
nokkurn veginn samfelld saga um
borgaralegu nútímahjónin sem láta
dótturina giftast perranum. Á móti
kemur að söguefnið er svo fábrotið
að það heldur engan veginn í þann
klukkutíma sem tekur að koma því
til skila. Hægt hefði verið að segja
allt sem þar er sagt á tíu til fimmtán
mínútum. Seinni hlutinn leysist upp
í glundroða, en honum til málsbóta
má segja að hann er styttri.
Í viðtali í leikskrá segjast höfundar
vera miklir femínistar. Eftir texta þeirra
að dæma gengur sá femínismi út á að
karlar séu almennt skíthælar, skepn-
ur eða fífl. Þannig eru að minnsta kosti
þeir tveir karlar sem þarna koma mest
fram, pabbinn og perrinn. Pabbinn er
uppskafningslegur háskólamaður sem
bullar í frösum, perrinn ungur frama-
gosi í gljáandi jakkafötum. Konurn-
ar eru svo hreinræktuð fórnarlömb,
bjargarlausir þolendur sem fá ekki
rönd reist við ofbeldi karlanna. Þær
eru allar skemmdar, hver á sinn hátt, af
þeirri meðferð sem þær hafa mátt þola
undir karlveldinu – veldi hins illa. Jafn-
vel í árdaga síðari tíma kvennabaráttu
hérlendis, á sjöunda og áttunda ára-
tugnum, hefðu þessar persónur verið
orðnar að klisjum, pínlega hallærisleg-
um. Fyrir okkur, sem munum þá tíma,
er sérstæð reynsla – og ekki viðkunn-
anleg – að sjá ungt fólk bera slíkt og
þvílíkt fram í fúlustu alvöru.
Sköpulag á óskapnaðinn
Kristín Jóhannesdóttir fær það lítt
öfundsverða hlutskipti að koma ein-
hvers konar sviðstæku sköpulagi á
þennan óskapnað. Kristín er sem
kunnugt er fær leikhúsmaður og tekst
það á heildina litið ótrúlega vel. Hún
lagar sitthvað til í handritinu, prjón-
ar við og betrumbætir. Hún hefði þó
betur sleppt öskur-aríunni eftir hlé,
sem er ekki í handriti, og því væntan-
lega uppáfinning leikstjóra. Það atriði
er hrikalega smekklaust. Auk þess eru
áhorfendur þá löngu búnir að með-
taka þann boðskap að líf kvenna sé
þjáning, þjáning og aftur þjáning.
Aðrar breytingar eru snjallar; ég
nefni sem dæmi tvítekningu á sam-
veru fjölskyldunnar við hlustun fram-
haldsleikrits í upphafi leiks. Atriðið er
leikið tvisvar, sami texti, en í gerólíkri
tóntegund; sú síðari miklu hvassari
og hörkulegri en sú fyrri. Það virkar
mjög vel. Sviðsmyndin, hreyfanleg-
ur súlnaskógur, er líka falleg og ýmis
þögul atriði og myndrænar uppstill-
ingar vel heppnaðar. Sitthvað í hljóð-
heimi sýningarinnar fannst mér hins
vegar miður þekkilegt. Af hverju var
til dæmis drynjandi hávaði látin bylja
á hljóðhimnum okkar áður en leik-
urinn hófst? Var meiningin ef til sú
að láta okkur, blásaklausa áhorfend-
ur, þjást, af því að allar konur þurfi að
þjást? Tónar í lokaatriði hljómuðu aft-
ur á móti vel.
Kristín finnur „dýptarlínur“
Í fyrrnefndu leikskrárviðtali tekur
Kristín leikstjóri einnig til orða. Hún
talar um verkið af slíkum fjálgleik, að
halda mætti að um meiri háttar bók-
menntaviðburð væri að ræða. Meðal
annars segir hún að í því sé mik-
ill húmor og það sé laust við alla pré-
dikun! Kanntu annan betri, Krist-
ín? Hæst held ég þó að hún rísi þegar
hún fer að tala um „dýptarlínurnar“
sem hún kveðst hafa fundið í verkinu.
Dýpt í verki sem er eins og hrægrunn-
ur vatnspollur! En öllum getur okkur
skjöplast og Kristín er auðvitað ekki
dramatúrg eða „play doctor“, held-
ur leikstjóri og hefur sem slíkur unnið
vel. Ég segi alls ekki að hún hafi gert
eitthvað úr engu, en henni tókst að
koma í veg fyrir að kvöldið yrði okkur
óbærilegt. Það hefðu ekki allir kollegar
hennar leikið eftir henni.
Góður leikur
Þá eru það leikendurnir. Þórunn Arna
Kristjánsdóttir leikur ungu stúlkuna
og stendur sig vel. Hún vinnur engan
leiksigur, enda sé ég ekki hvernig það
hefði átt að vera hægt með annan
eins texta í munni. Það eitt að komast
nokkurn veginn klakklaust í gegnum
slíka raun sýnir hversu miklar töggur
eru í ungri leikkonu. Maríanna Clara
Lúthersdóttir leikur mömmuna.
Maríanna Clara er að verða fanta-
góð leikkona með agaða tækni, jafnt
í hreyfingum sem svipbrigðum og
textameðferð. Leikur hennar hafði
yfir sér yfirbragð stílfærðs mímuleiks
af franskri ætt og hygg ég að þar hafi
mátt merkja fingraför leikstjóra.
Þannig eiga leikarar og leikstjóri að
vinna saman. Þorsteinn Bachmann
og Hilmir Jensson leika karlrembu-
svínin og sýna allt sem sýna á. Pabb-
inn jafn púkalegur í holningu og
klæðaburði og tengdasonurinn var
töffaralegur, stutt í villidýrið að baki
smartpattanum. Snyrtilega gert hjá
báðum.
Þá eru ótaldar þær Kristbjörg
Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og
Herdís Þorvaldsdóttir. Kristbjörg er
sögumaður, öldruð kona með gráan
hárflóka í síðum kufli sem eigrar um,
tínir upp sígarettustubba og rabbar
við áhorfendur. Ég náði því aldrei
hvað þessi persóna ætti að sýna eða
tákna, og mér sýndist leikkonan ekki
hafa náð því heldur. Af hverju ætli
konan hafi verið látin vera eineygð?
Herdís leikur tíræða búddanunnu
sem birtist í lokaatriðinu. Það atriði
mun eiga að miðla einhvers kon-
ar von í öllu svartnættinu. Herdís
leið einhvern veginn inn á sviðið,
geislandi af hlýju, rósemi og hljóðlátri
gleði. Með sín sjötíu og tvö leikhúsár
á herðum. Það var ekki að sjá að þau
íþyngdu henni neitt að ráði.
Ólafía Hrönn stjarnan
En stjarna sýningarinnar er Ólafía
Hrönn. Hún leikur vændiskonu
eða mellumömmu og er í viðeig-
andi búningi, svörtum silkisloppi
og svartri sokkabandakorselettu.
Útjöskuð og útlifuð. Augnaráð-
ið slokknað í kaldhæðinni sorg,
stjörfu vonleysi. Túlkunin bæði
grótesk og grípandi. Í lokaatriðinu
þegar konurnar þrjár, unga stúlkan,
sögukonan og vændis konan, krjúpa
í skjól hjá nunnunni brýst sársauk-
inn fram og við sjáum inn í kviku.
Lítið sært barn sem grætur hljóð-
lausum tárum. Þið verðið að fyrir-
gefa mér ef ykkur finnst ég vera
orðinn væminn, en þetta var í fyrsta
og eina skiptið allt kvöldið sem eitt-
hvað snart mig – og gerði það, satt að
segja, verulega. Svona geta einungis
miklir leikarar gert.
Það er í sjálfu sér skiljanlegt að
ungt fólk með listrænar hneigðir,
langanir og metnað freistist til að
senda frá sér ófullburða verk. En þá
kemur til kasta fagfólks leikhúsanna:
að veita þeim tilsögn, benda þeim á
vankanta og veilur, og – ef höfundar
geta ekki unnið úr gagnrýninni –
hafna handritunum. Ég hef áður
átalið leikhússtjóra Leikfélags Reykja-
víkur fyrir að taka ítrekað til flutnings
texta sem voru alls ekki orðnir sýn-
ingarhæfir. Ég er hræddur um að í
því efni sé einnig pottur brotinn í ríki
Tinnu Gunnlaugsdóttur. n
36 Menning 22.–24. mars 2013 Helgarblað
FÁGUÐ SÝNING Á
ÓFULLBURÐA VERKI
Karma fyrir fugla
eftir Kristínu Eiríksdóttur
og Kari Ósk Grétudóttur
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggva-
dóttir
Tónlist og hljóð: Guðlaug Mía Eyþórsdóttir,
Helgi Þórsson, Steinunn Harðardóttir og
Halldór Snær Bjarnason
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Sýnt í Kassanum
Leikrit
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
„Útjöskuð
og útlif-
uð. Augnaráðið
slokknað í kald-
hæðinni sorg,
stjörfu von-
leysi. Túlkunin
bæði grótesk og
grípandi.
Stjarna sýningarinnar
Stjarna sýningarinnar
er Ólafía Hrönn. Hún
leikur vændiskonu eða
mellumömmu og er í
viðeigandi búningi, svört-
um silkisloppi og svartri
sokkabandakorselettu.