Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 40
40 Lífsstíll 22.–24. mars 2013 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið É g var svo stálheppinn að fæð- ast í borgfirskum dal þar sem sjá má eina fegurstu fjallasýn á Íslandi. Í þá daga bjuggu afi minn og amma á Búrfelli í Hálsa- sveit og þar hófst mitt líf. Fyrstu fimm æviárin man ég ekki til þess að hafa séð sjó. Heimur minn af- markaðist af Búrfelli og næstu bæjum. Og ef horft var fram eftir dalnum blöstu við Eiríksjökull og Strútur í allri sinni fegurð. Fyrir ungan dreng var þessi miðja lífs hans í Hálsasveit stór- kostleg. Lífið var einfalt og gott. Jörðin Búrfell kúrir undir sam- nefndu felli. Í þá daga náði jörðin hans afa upp á Kaldadal. Þegar ég stækkaði fór ég stundum upp á fjallið ofan við bæinn til að sjá endimörk þess heims sem ég ólst upp við. Af Búrfellinu mátti sjá stolt jarðarinnar, sjálft Okið sem er um 1.000 metra hátt. Barnið á Búrfelli var með þá hugmynd framan af að handan við Okið væri eiginlega ekki neitt. Seinna með viti og árum uppgötvaði ég Kaldadal. En þangað var svo mikil óraleið að mér datt ekki einu sinni í hug að reyna að komast þangað. Það var dálítið sport að fara upp á Búrfell og sjá Okið og Sléttafell. Mig dreymdi um að komast þangað en sá ekki hvern- ig það væri mögulegt. Á sama hátt lét ég mig dreyma um að komast einn góðan veðurdag upp á Strút og Eiríksjökul. Það var enn fjar- lægara markmið en hið dular- fulla Ok. Æskuárin liðu hjá án þess að ég kæmist lengra en á Búrfell og Sléttafell. Okið var óklifið. Leiðin lá vestur á firði og árin geystu- st hjá og urðu að áratugum. Alltaf dúkkaði reglulega upp þetta magnaða fjall sem afi minn og amma höfðu átt land að. Í mínum huga var þetta ættarstoltið. Seinna fór jörðin úr ættinni. En Okið hélt áfram að hvíla á mér. Það var svo árið 2010 sem ég lét draum- inn rætast. Við fórum þrír saman á Kaldadal og hófum gönguna upp fjall drauma minna. Það vakti í raun undrun mína hve létt var að ganga upp á þetta 1.000 metra háa fjall. Að vísu lögð- um við upp í 700 metra hæð. En þetta var eins konar pílagrímsför mín. 58 árum eftir að hafa fæðst á Búrfelli var loksins komið að því að láta drauminn rætast. Af Ok- inu opnaðist dýrðarinnar útsýni. Þarna var Eiríksjökull og öll helstu djásn Borgarfjarðar. Upplifunin var mögnuð. Ég var mættur á fjallið hans afa. Ferðaplanið var þannig að við gengum á Okið og þaðan áfram áleiðis að Búrfelli. Þetta var 25 kílómetra leið og við vorum með tjald til að gista í miðja vegu frá Oki að Búrfelli. Nóttin var köld en innra var ólýsanleg hlýja sem kom til vegna þess að ég lét drauminn rætast. Það var stór stund þegar við stóðum á Búrfelli og horfðum yfir fæðingarstað minn. Þar mætti miðaldra maður barninu í sjálfum sér. Hringnum var loksins lokað. Ég hafði sigrað fjallið hans afa míns. Fjallið hans afa míns H eilsutímaritið Health hefur tekið saman lista yfir 16 at- riði sem gætu bent til HIV- smits. HIV-veiran getur valdið alnæmi eða AIDS. Þegar HIV- veirunni hefur tekist að brjóta ónæmiskerfi líkamans niður er það kallað alnæmi. Í tímaritinu kemur fram að 40– 90% einstaklinga upplifi eftirfar- andi einkenni innan tveggja mánaða eftir að HIV-veiran hefur komist inn í líkamann. Stundum finna smitað- ir einstaklingar ekki fyrir neinu fyrr en tveimur árum og allt upp í áratug eftir að smit hefur átt sér stað. „Á fyrstu stigum HIV-smits eru engin algeng einkenni,“ segir Michael Horberg hjá HIV/AIDS- samtökunum í Oakland í Banda- ríkjunum. Að sögn Horbergs veit fimmtungur smitaðra einstaklinga ekki að hann er HIV-jákvæður. Þess vegna sé svo mikilvægt að mæta í HIV-próf. Sérstaklega hafir þú stund- að óvarið kynlíf með fleiri en einum ból félaga eða sprautað þig með not- aðri sprautu. Þótt þessi listi sé góður og gild- ur er hann einungis til viðmiðunar. Eina leiðin til að vera viss er að fara í próf. Hiti Eitt fyrsta merkið er hiti, allt að 39 stigum. Þeir sem finna fyrir hita finna vanalega fyrir öðrum ein- kennum einnig, líkt og þreytu, bólgnum kirtl- um og sárum hálsi. „Á þessu stigi er vírus- inn að koma sér fyrir í blóðinu og farinn að fjölga sér,“ segir Carlos Malvestutto hjá smitsjúkdómadeild NYU-háskóla- sjúkrahússins í New York. Þreyta Ónæmiskerfi í mik- illi vörn getur valdið bólgum og þrota sem svo leiðir til þreytu og sljóleika. Þreyta getur bæði verið einkenni um HIV á fyrstu og seinni stigum. Sárir vöðvar og liðamót og bólgnir eitlar Oft er talið að um flensu sé að ræða þegar raunin er eyðnismit. Mörg ein- kennin eru þau sömu líkt og sár liða- mót, vöðvar og bólgnir eitlar. Hálsbólga og höfuðverkur Eins og með önnur einkenni er sár háls og höfuðverkur að- eins talin geta bent til HIV-smits í samhengi við önnur einkenni. Ef þú finnur fyrir ein- kennunum eftir að hafa stundað óvarið kyn- líf skaltu fara í HIV-próf. Samkvæmt Horberg er HIV mest smitandi á fyrstu stigunum. Útbrot Útbrot á húð geta komið fram á öllum stigum HIV-smits. Útbrot geta verið merki um að ekki sé um venjulega flensu að ræða. „Ef útbrotin eru óútskýrð eða fara ekki við meðferð skaltu íhuga eyðnipróf,“ segir Horberg. Ógleði, uppsölur og niðurgangur Allt frá 30% til 60% smitaðra einstak- linga finna fyrir óþægindum á borð við ógleði, uppsölur og niðurgang á fyrstu stigum HIV-smits. Þyngdartap Þyngdartap getur verið merki um lasleika. Þú gætir hafa lést mikið eftir alvarlegan niðurgang. Þetta á við um sjúklinga sem léttast mikið þrátt fyrir að borða vel. Þurr hósti Oft er slæmur þurr hósti merki um að eitthvað sé að. Ef hóstinn dregst á langinn og engin ofnæmislyf virka er ráð að fara í HIV-próf. Lungnabólga Hóstinn og þyngdartapið gæti einnig verið einkenni slæmrar sýkingar sem líkami þinn myndi berjast gegn ef ónæmiskerfið væri að virka. „Það eru til margar tækifærissinnaðar sýkingar sem koma fram með ólík- um hætti,“ segir dr. Malvestutto sem segir sýkingar á borð við lungna- bólgu oft verða til þess að sjúklingar leiti á sjúkrahús þar sem þeir eru svo greindir HIV-jákvæðir. Nætursviti Samkvæmt Malvestutto finnur um það bil helmingur HIV-já- kvæðra fyrir nætursvita á fyrstu stigum sjúk- dómsins. Svitinn tengist þá ekki líkams- rækt eða hitastigi í svefnherbergi. Líkt og með hitaköst kvenna á breytingaskeiði er erfitt að taka ekki eftir svitanum sem getur orðið svo mikill að rúmfötin verða rennandi blaut. Breytingar á nöglum Einkenni um langt gengið HIV-smit eru breytingar á nöglum. Neglurn- ar breyta um lit og lögun og eiga til að klofna, oft vegna sveppasýkingar. Sjúk- lingar með laskað ónæmiskerfi eru minna varðir fyrir slíkum sýkingum. Sveppasýkingar Önnur algeng sveppasýking á seinni stigum HIV-smits eru sveppasýk- ingar í munni. Samkvæmt Malve- stutto er sýkingin afar algeng og sú sama og margar konur finna fyrir í kringum kynfæri. „Sýkingin kem- ur sér fyrir í munni eða vélinda sem verður til þess að það verður sárt að kyngja.“ Ruglingur Vitræn vandamál geta verið merki um HIV-tengda hrörnun, sem oftast kem- ur í ljós á seinni stigunum. Ruglingur, klaufska, einbeitingarleysi, minnis- leysi og breytt skapgerð geta tengst smiti. Frunsur og kynfæraherpes Hvort tveggja getur verið merki um HIV-smit. Þeir sem eru með herpes eru líklegri til að sýkjast af HIV. Herpes fylgja oft sár sem gera veirunni auð- veldara að komast inn í líkamann við kynmök. Þeir sem eru með HIV fá svo öfgakenndari einkenni herpes þar sem veiran hefur veikt ónæmiskerfið. Doði og þróttleysi Langt komið HIV-smit getur valdið doða og smá stingjum í höndum og fótum líkt og langt leiddir sykursjúkir einstaklingar kannast gjarnan við. „Þetta gerist þegar taugarnar skemm- ast,“ segir Malvestutto sem segir auð- velt að meðhöndla einkennin með lyfjum. Óreglulegar blæðingar HIV-smitaðar konur eru líklegri til að finna fyrir óreglulegum blæðingum, fara sjaldnar á blæðingar og þá minni. Þessar breytingar tengjast hugsanlega þyngdartapi og lélegri heilsu vegna veirunnar. HIV-smitaðar konur eru lík- legri til að fara á breytingaskeið fyrr en aðrar. n indiana@dv.is 16 einkenni HIV-smits n Öruggasta leiðin til að vera viss er að fara í eyðnipróf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.