Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 44
44 Sport 22.–24. mars 2013 Helgarblað Þ að er létt yfir hópnum og all- ir ferskir,“ segir Heimir Hall- grímsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við DV. Íslenska karlalandsliðið mætir því slóvenska í mikilvægum leik ytra í dag, föstudag. Íslenska liðið er sem stendur í fjórða sæti síns undanriðils fyrir HM í Brasilíu á næsta ári. Liðið vann Noreg, sælla minninga, á Laugar- dalsvelli í september, 2–1, en tapaði svo fyrir Kýpur á útivelli fjórum dög- um síðar, 1–0. Í október var liðið svo stálheppið að leggja Albaníu af velli, 1–2, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Tveir leikir gegn Slóveníu Framundan eru tveir afar mikil- vægir leikir gegn Slóveníu. Fyrst í kvöld, föstudag, þegar liðin eigast við í Slóveníu en í sumar mætast liðin aft- ur, þá á Laugardalsvelli. Óhætt er að fullyrða að þessir tveir leikir geti skor- ið úr um hvort Ísland muni berjast um efstu sætin í riðlinum eða ekki. Öll liðin hafa leikið fjóra leiki. Sviss hefur unnið þrjá þeirra og virðist vera með sterkasta liðið í riðlinum. Baráttan gæti orðið hörð um annað sætið. Nor- egur er þar núna, með sjö stig, en Ís- land og Albanía með sex. Slóvenía og Kýpur hafa þrjú stig hvort en hagstæð úrslit í næstu leikjum gegn Slóveníu myndu skilja Slóvena eftir í barátt- unni um umspilssætið. Ef Íslandi tekst ekki að sigra, að minnsta kosti annan leikinn, verður framhaldið að líkindum erfitt. Vonbrigði heimamanna Heimir segir í samtali við DV að liðið telji sig geta unnið leikinn. Eftir því sé spilað. „Við erum ekki með neina minnimáttarkennd og vitum að þetta er „make or brake“ fyrir Slóvena. Þeir eru nánast úr myndinni ef þeir tapa,“ bendir hann á. Hann segir að það gæti verið góð staða fyrir Ísland fyr- ir seinni leikinn gegn þeim, sem leik- inn verður á Laugardalsvelli í júní. „Eitt stig í þessum leik myndi þýða að við yrðum áfram í myndinni hvað annað sætið varðar.“ Slóvenar hafa, eins og orð Heimis gefa til kynna, ekki staðið undir væntingum þjóðar sinnar í fyrstu leikjum riðilsins. Liðið tapaði fyrsta leik sínum í undankeppninni, gegn Sviss á heimavelli, 0–2. Þá fór liðið til Noregs og tapaði naumlega 2–1. Sig- ur gegn Kýpur vannst á heimavelli, 2–1, en liðið tapaði svo fyrir Albaníu 0–1 á heimavelli. Liðið hefur síð- an leikið tvo æfingaleiki. Einn gegn Makedóníu, sem tapaðist 2–3, þar sem Nejc Pecnik, leikmaður Shef field Wednesday, skoraði bæði mörkin. Slóvenar ráku þá þjálfarann sinn og réðu nýjan, Srecko Katanec. Í fyrsta og eina leik hans með liðið hingað til tap- aði það fyrir Bosníu og Hersegóvínu 0–3. Slakt gengi liðsins er orsök þess að ekki er búist við nema sex eða sjö þúsund manns á völlinn í kvöld. Heimir segir að nýr þjálfari hafi gert miklar breytingar á liðinu og þess vegna sé svolítið erfitt að lesa í það hvaða leikskipulagi þeir muni beita. Katanec hafi til að mynda leikið með þrjá miðverði í fyrsta leik sínum með liðið og gert miklar mannabreytingar. „Það er erfitt að leikgreina þá núna.“ Hann segir að undirbúningurinn miðist við að geta brugðist við óvæntu útspili í þeirra röðum. „Þetta er vel spilandi lið, eins og önnur frá þessum hluta Evrópu. Þetta eru miklir skotmenn og þeir vilja spila fótbolta,“ segir Heimir. Markvörður Inter Milan Markvörðurinn þrítugi Samir Handa- novic er vafalítið þekktasti leikmaður Slóvena. Hann er byrjunarliðsmaður hjá stórliði Inter Milan á Ítalíu og hef- ur leikið meira en 200 leiki í Serie A, efstu deild þar í landi. Hann hefur 60 sinnum verið valinn í landsliðið og á auk þess að baki 32 Evrópuleiki. Ljóst að þar fer reyndur markvörður en tekið skal fram að hann hefur að- eins leikið einn af leikjunum fjórum í riðlakeppninni hingað til. Aðrir leikmenn liðsins eru minna þekktir. Stór hluti leikmanna liðsins leikur þó á Ítalíu, en enginn í stórliði nema Handanovic. Tim Matavz er þó skeinuhættur framherji PSV í Hollandi og hefur skorað bæði mörk Slóvena í keppninni. Aðrir leikmenn eru Bojan Jokic, Marko Suler og Miso Brecko, en þessir leikmenn hafa leikið allar mín- útur allra leikja liðsins í riðlinum. Heimir nefnir þessa tvo, Mata- vz og Handanovic, sem öfluga leik- menn, en segist sjálfur hrifinn af bak- verðinum Mišo Brecko. Hann spilar með Köln í Þýskalandi. „Hann hefur verið gríðarlega áberandi í þeirra leik og við þurfum að hafa gætur á hon- um.“ Heimir segir að almennt séð séu leikmenn liðsins ekki í áberandi hlutverkum í sínum félagsliðum en segir þó að þetta séu allt góðir leik- menn. Miðvarðastöðurnar vandamál Þrír leikmenn verða í banni í leikn- um í kvöld: Grétar Rafn Steins- son, Kári Árnason og Rúrik Gísla- son. Heimir segir sárt að hafa þessa leikmenn í banni. „Lars hefur ver- ið svekktur yfir fjölda gulra spjalda sem við höfum fengið. Það þarf bara tvö gul til að fara í leikbann í þessari keppni. Við verðum að passa okk- ur eins og við getum.“ Heimir viður- kennir að í ljósi þess að Grétar Rafn og Kári verði hvorugir til taks í vörn- inni verði vandasamt að fylla þeirra skörð. „Miðverðirnir eru áhyggjuefni núna og það verður erfitt að velja í þessar stöður.“ n „Ekki með neina minnimáttarkennd“ n Ísland þarf að ná góðum úrslitum gegn Slóveníu n Mætast aftur í júní Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Öflugur markvörður Þekktasti leikmað­ ur Slóvena er markvörður Inter Milan, Samir Handanovic. Í baráttu gegn Albaníu Birkir Bjarnason verður vafalítið í byrjunar­ liðinu gegn Slóvenum. *SæTI Í MArS Sæti landanna á heimslista 0 20 40 60 80 100 120 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013* n Slóvenía n Ísland 93 77 92 56 *SæTI Í MArS Staðan Lið L U J T Skor Stig Sviss 4 3 1 0 +6 10 Noregur 4 2 1 1 +1 7 Albanía 4 2 0 2 0 6 Ísland 4 2 0 2 0 6 Slóvenía 4 1 0 3 ­3 3 Kýpur 4 1 0 3 ­4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.