Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 2
Óttast skert ferðafrelsi 2 Fréttir 25. mars 2013 Mánudagur É g er búin að vera mjög pirruð yfir þessu máli lengi,“ seg­ ir Rakel Árnadóttir sem ítrek­ að hefur reynt að ná sambandi við borgarfulltrúa Samfylk­ ingarinnar og Besta flokksins til að fá upplýsingar um fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Tilraunir hennar hafa ekki borið árangur og hún er orðin þreytt á því að fá ekki svör. Samþykkt var í borgarráði og borgarstjórn í fyrra að bjóða út ferða­ þjónustu fatlaðra sem Strætó bs. hefur annast. Vinnur verkfræðistofan Verkís nú að undirbúningi útboðs fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og er gert ráð fyrir því að útboðsgögn liggi fyrir í sumar. Tilgangurinn er meðal annars að samræma ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Hvött til að láta í sér heyra Rakel er á meðal þeirra fjölmörgu fötluðu einstaklinga sem eru háðir þjónustunni til að komast á milli staða. Hún fæddist heilbrigð en fékk heilahimnubólgu aðeins tíu daga gömul sem leiddi heilalömunar C.P. Hún er bundin við hjólastól og þarf aðstoð við allar daglegar þarfir. Rakel hefur miklar áhyggjur af því að yfirvofandi breytingar verði til hins verra og komi til með að skerða ferðafrelsi hennar. Hún segir þjón­ ustuna í dag mjög góða og skilur ekki hvers vegna henni þurfi að breyta. „Ég veit auðvitað ekki hvernig þetta mun breytast en ég hef áhyggjur,“ segir hún. Eitt af því sem Rakel hefur áhyggjur af er að þjónusta á stór­ hátíðardögum falli niður, en hún hef­ ur nýtt sér hana fram til þessa. Rakel tekur fram að hún þekki flesta bílstjórana sem keyri fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra í dag og að henni líði vel í bílunum hjá þeim. Þeir hafi ávallt reynst henni vel. Hún lenti á spjalli um yfirvofandi breytingar við einn bílstjórann á dögunum. Hann tjáði henni að margir skjólstæðingar hefðu lýst yfir áhyggjum vegna málsins og sagðist sjálfur hafa áhyggjur af framhaldinu. Bílstjórinn hvatti Rakel til að vekja athygli á málinu. Samræmist ekki markmiðum borgarinnar Málið var rætt á fundi borgarstjórnar þann 2. október í fyrra. En þá voru lagðar fram tillögur vinnuhóps SSH um útboðið. Sóley Tómasdóttir, borg­ arfulltrúi Vinstri grænna, setti sig ein upp á móti hugmyndinni og lagði fram tillögu að umsögn þar sem með­ al annars segir: „Reykjavíkurborg efast ekki um kosti þess að samræma ferða­ þjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæð­ inu, en getur ekki fallist á útboð. Ferða­ þjónusta fatlaðra á að vera sjálfsagður hluti almenningssamgangna á höfuð­ borgarsvæðinu og eðlilegast að Strætó bs. annist hana, fyrirtæki sem hefur það meginhlutverk að reka almenn­ ingsvagna, Ferðaþjónustu fatlaðra og ferðaþjónustu eldri borgara. Auk þess er fyrirtækið í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og á forræði al­ mennings.“ Sóley bendir á að það eigi að vera forgangsmál tryggja aðgengi allra að þjónustu Strætó bs., sem og bæta aðgengi fatlaðra að að vögnum og strætóstöðvum, en ekki fela öðrum að mæta þessum sjálfsögðu kröfum. Það sé ekki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatl­ aðs fólks. „Útboð á ferðaþjónustu fatl­ aðra samræmist því ekki markmiðum borgarinnar,“ segir Sóley í tillögunni. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Besta flokks, Samfylkingar og Sjálfstæðis­ flokks sem lögð var fram á sama fundi segir meðal annars: „Nú er ver­ ið að huga að útboði í ferðaþjónustu með það að markmiði þróa þjón­ ustuna í takt við þarfir notenda, gera hana sveigjanlegri og að þjónustu­ stig verði eflt með samdægursþjón­ ustu. Er talið að þetta sé hægt inn­ an núverandi fjárhagsramma þar sem hagræðingu má ná fram með útboði.“ Tillaga Sóleyjar var felld á fund­ inum með fjórtán atkvæðum gegn einu. Skylda að koma til móts við íbúa „Þetta snýst um að borgin, eða hið opinbera, sinni þeirri grunn­ þjónustu sem það tekur að sér að sinna. Ég sé ekki af hverju við ætt­ um að bjóða út þjónustu við fatl­ að fólk varðandi almenningssam­ göngur frekar en þjónustu við fatlað fólk í skólakerfinu eða einhverju öðru,“ segir Sóley í samtali við DV. „ Auðvitað eigum við bara að sinna þessu almennilega,“ bætir hún við. n Rakel áhyggjufull vegna fyrirhugaðra breytinga á ferðaþjónustu fatlaðra n „Uppgjöf“ segir Sóley Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Fær ekki svör Rakel segist ítrekað hafa reynt að hafa sam- band við borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar en ekki haft erindi sem erfiði. Fimleikafólk fær brautargengi Fimleikasamband Íslands (FSÍ) hefur undirritað samstarfssamn­ ing við Tryggingamiðstöðina (TM) sem felur í sér að TM verð­ ur einn af aðalstyrktaraðilum FSÍ og um leið styrktaraðili að ný­ stofnuðum afrekssjóði fimleika­ sambandsins. Tilgangur afreks­ sjóðsins er að styrkja fimleikafólk vegna kostnaðar við æfinga­ og keppnisferðir erlendis, þar sem helmingi fjármagns sjóðsins er úthlutað ár hvert en hinn helm­ ingurinn er nýttur sem fjárhags­ stofn til lengri tíma. Þessi hug­ mynd er ný af nálinni hjá FSÍ og er jákvætt skref til að auðvelda afreksfólki, varðandi fjárhagslega þætti á ferðum erlendis, sem hef­ ur oft þurft að fjármagna keppn­ isferðir sínar sjálft eins og raunin var með Evrópumeistara síðasta árs hjá Gerplu. Vilja eiga sín stefnumál Stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, harmar það að aðrir flokkar virðist hafa gert lausnir flokksins að sínum eigin fyrir komandi kosningar. Yfirlýsing stjórnarinnar hefur vakið nokkra athygli enda kemur fram í sömu yfirlýsingu sem send var fjölmiðl­ um að flokkurinn muni hvorki bjóða fram í komandi kosningum né lýsa yfir stuðningi við önnur framboð. Eru frambjóðendur annarra flokka sakaðir um að beita blekkingum til að ná til sín stuðningsfólki, stefnu og lausnum flokka eins og Samstöðu. Vilja koma að fríverslunar- samningi Hætta er á að fyrirtæki í EFTA­ ríkjunum tapi samkeppnisstöðu gagnvart samkeppnisfyrirtækj­ um innan Evrópusambandsins ef Bandaríkin og ESB ljúka gerð fríverslunarsamnings sín á milli eins og nú er fyrirhugað án þátt­ töku EFTA­ríkjanna. Þetta var rætt á fundum Össurar Skarphéð­ inssonar, utanríkisráðherra með Espen Barth Eide, utanríkisráð­ herra Norðmanna og sömuleiðis á fundi Össurar og Trond Giske, utanríkisviðskiptaráðherra Nor­ egs í opinberri heimsókn utan­ ríkisráðherra í Noregi síðustu daga og voru norsku ráðherrarn­ ir sammála íslenska utanríkis­ ráðherranum um að nauðsynlegt væri fyrir EFTA­ríkin að freista aðkomu að samningnum, ann­ aðhvort með tvíhliða samning­ um eða gegnum EFTA, og hafa aðkomu að samningagerðinni frá upphafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.