Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 3
Óttast skert ferðafrelsi Fréttir 3Mánudagur 25. mars 2013 Mikill heimilisófriður n Unglingur bað lögreglu um að stilla til friðar Á föstudagskvöldi og aðfaranótt laugardags var hægt að fylgjast með verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sam- skiptavefnum Twitter því lögreglan tók þátt í alþjóðlegu tólf klukku- stunda tíst-maraþoni. Á þeim tólf klukkustundum sem lögreglan tísti um verkefni sín voru aðkallandi verkefni af fjölbreyttum toga. Tíst-maraþonið fór rólega af stað. Fyrsta tilkynningin var um ofsaakstur í íbúðahverfi og þá voru þónokkrar tilkynningar um ölvun. Þegar líða fór á nóttina fór þeim tilkynningum að fjölga og í ljós kom að á heimilum landsmanna þar sem ölvun keyrir úr hófi fram eru oft sak- laus fórnarlömb. Um nóttina hringdi unglingur af heimili sínu og bað lög- reglu um aðstoð þegar foreldrum hans og gestum í partíi á heimili hans lenti illilega saman. Eins og vant er um helgar voru þónokkrar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Á einu heimili var heimili- sófriður svo mikill að margar heim- sóknir þurfti til að skakka leikinn. „Ítrekaðar tilkynningar um heimilis- ófrið á einu heimili í kvöld, margoft reynt að skakka leikinn sem blossaði jafnharðan upp, #“ tísti lögreglan. Það er ekki laust við að lands- menn sem fylgdust með tístinu hafi fyllst óhug við að sjá tilkynningu til lögreglu frá vegfaranda. Sá hinn sami sagði frá því að hann hefði séð karl og konu í átökum og konuna dregna inn í bíl. Lögreglan fann ekki bílinn og telst málið óupplýst. Starf lögreglunnar þessa nótt virt- ist ná út fyrir landsteinana en ung kona stödd erlendis hafði samband. Sú hafði týnt vegabréfi sínu og lent í vandræðum þess vegna. Lögreglan setti utanríkisþjónustuna í málið. Nokkrir sóttu aðstoð til lög- reglunnar í höfuðstöðvar þeirra. Leigubílstjóri renndi upp að stöð- inni með ódælan farþega og þá hringdi ökumaður og sagðist vera eltur. „Ökumaður hringir, segist vera eltur og þori ekki að stoppa. Ekur á lögreglustöð þar sem tekið verður móti honum,#“ tísti lögreglan. Þrátt fyrir erilinn og ófriðinn sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, að vaktin hafi verið róleg, verkefnin hefð- bundin og einungis tveir hafi gist fangageymslur. n kristjana@dv.is „Ég sé ekki af hverju einka að­ ilar ættu að geta veitt ódýrari eða sveigjanlegri þjónustu heldur en hið opinbera í þessu. n Rakel áhyggjufull vegna fyrirhugaðra breytinga á ferðaþjónustu fatlaðra n „Uppgjöf“ segir Sóley Uppgjöf Sóley Tómasdóttir, borgarfull- trúi Vinstri grænna, segir það uppgjöf af hálfu borgarinnar að fela einkaaðilum að sjá um ferðaþjónustu fatlaðra. Hún bendir á að almenningssam- göngur eigi að vera fyrir alla og að þær eigi að tryggja með sóma- samlegum hætti. „Ég sé ekki af hverju einka- aðilar ættu að geta veitt ódýrari eða sveigjanlegri þjónustu en hið opin bera í þessu. Strætó er mjög stórt fyrirtæki og á að sinna verk- efni sínu almennilega.“ Sóley viðurkennir að vissulega sé það ekki einfalt mál að veita persónulega og einstaklings- bundna þjónustu varðandi al- menningssamgöngur en það sé hins vegar vel gerlegt. Það sé bein- línis skylda sveitarfélagsins að koma til móts við þarfir íbúa. „Það að fela einhverjum öðrum að gera það er ekkert nema uppgjöf.“ „Lýsa vantrausti á sig sjálf“ „Þarna er fullyrt að hægt sé að veita bæði sveigjanlegri og hag- kvæmari þjónustu af hálfu einka- aðila án þess að útboð hafi farið fram. Það er í raun og veru verið að segja að þau hafi meiri trú á sveigjanleika og hagræðingu í einkabransanum en hjá hinu opin bera og þar með kannski að lýsa vantrausti á sig sjálf.“ Sóley bendir á að einkaaðilum beri ekki að taka mið af almenn- ingshagsmunum í sama mæli og hið opinbera. Hún segir það vel geta farið svo að það takist að hagræða með einhverjum hætti en spyr hvort það verði þá ekki á kostnað þjónustunnar. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því og þetta er bara hugmyndafræðilega rangt,“ segir Sóley að lokum. n Tólf tíma tíst Almenningur gat fylgst með verkefnum lög- reglunnar yfir eina nótt. Þ au fölsuðu nöfnin okkar, segir Magnús Örn Óskarsson sem er einn eigenda Hverfis- götu 50. Hann segir Línu Jia, sem DV hefur fjallað um, hafa opnað þar heimagistingu fyrir ferðamenn í íbúð sem dóttir hennar er skráð fyrir og maður hennar er bú- settur í. Hún er hins vegar ekki með leyfi fyrir starfseminni og hlaut neitun þegar hún sótti um að gera íbúðina að gistiheimili fyrir ferðamenn. Í húsinu eru þrjár íbúðir auk þess sem hjólaverkstæði er á fyrstu hæð hússins en það húsnæði á Magnús. Dóttir Línu Jia og Wei Zhang, er skráð fyrir íbúðinni en samkvæmt heimild- um DV eru það þó þau sem standa fyrir gistingunni. Þau eiga einnig ann- að gistiheimili að Hverfisgötu 102b. Búinn að kæra Magnús segist hafa komist að því fyr- ir tilviljun að í umsókninni hafi nafn hans og annars íbúðareiganda í hús- inu verið falsað í tilraun til að fá leyfið. Hann hefur kært fölsunina en rann- sókn málsins er ekki hafin. „Ég er búinn að fara oft upp á lögreglustöð til þess að athuga hvort byrjað sé að rannsaka málið en fæ bara þau svör að það sé svo fámannað og lítið fjár- magn til að það sé ekki tími til þess að rannsaka þetta. Þannig að við bara bíðum.“ Hann segir samskiptin við Línu, Wei og dóttur þeirra hafa geng- ið illa. Þau Lína og Wei beri alltaf fyr- ir sig skilningsleysi þegar reynt sé að ræða við þau og þau fái sínu fram- gengt hvað sem raular og tautar. Hann hefur einnig áhyggjur af því að ef eldur komi upp í húsinu þá kunni fólk að festast inni í bakgarði þess sem er vel girtur af og þarf lykla til þess að komast út úr honum. Eldvarnir séu því ekki nægilegar að hans mati. „Ég skil bara ekki að þetta sé ekki stoppað. Manni finnst fáránlegt að þau komist upp með þetta. Að falsa nafnið manns og svo er bara ekkert gert.“ DV er með ljósrit af skjalinu sem um ræðir undir höndum. Þar er undirskrift Magnúsar auk annars íbúðareiganda í húsinu. Hann segir þetta vissulega vera sína undirskrift en hann hafi aldrei skrifað undir þessa pappíra og ekki heldur hinn íbúðareigandinn. „Þau hafa fengið þetta úr einhverju öðru skjali og fært þetta yfir í gegnum tölvu eða eitthvað slíkt. Við skrifuðum aldrei undir þetta,“ segir hann og segir það einungis hafa komist upp vegna þess að hinn íbúðareigandinn vinni hjá einni þeirra stofnana sem leita þarf til þegar sótt er um leyfi.“ Vann myrkranna á milli Umfjöllun um mál tengd Línu Jia er ekki ný af nálinni. Lína hefur rekið nuddstofu í Hamraborg í Kópavogi í nokkur ár. Á haustmánuðum 2012 komst hún í fréttirnar vegna þess að fjarskyld frænka hennar, Fulan Sun, hafði sent íslenskum stjórnvöldum bréf frá Kína þar sem hún óskaði eftir hjálp vegna framferðis Línu. Nokkrum árum fyrr hafði verið fjall- að um Línu í fjölmiðlum út af öðr- um ósáttum nuddurum sem höfðu unnið hjá henni. Fulan Sun vann fyr- ir Línu og sagði að henni hefði verið haldið í eins konar þrældómi, hún unnið myrkranna á milli en fengið lág laun fyrir. Hún sagði vinnuaðstæður ömurlegar og hafði miklar áhyggjur af manni að nafni Nan Li sem hefði einnig unnið hjá Línu og eiginmanni hennar. Hún sagði hjónin hafa þrælað honum út við hin ýmsu störf. DV barst svo ábending um að hjónin ættu íbúð í fyrrnefndu húsi að Hverfisgötu 50 og þar væri kínverskur maður sem ynni myrkranna á milli við að stand- setja íbúðina með það fyrir augum að breyta henni í gistiheimili fyrir ferða- menn. Nágrönnunum var talsverður ami af endurbótunum vegna þess að maðurinn byrjaði eldsnemma á morgnana að vinna og ynni langt fram á kvöld og því fylgdi oft mikill hávaði. Einnig var sagt að maðurinn sæist aldrei nema í fylgd annað hvort Línu eða Wei. Þegar DV mætti á svæð- ið í október til þess að freista þess að ná tali af manninum, þá var lögreglan á staðnum og yfirheyrði Wei ásamt óþekktum kínverskum manni. Þeir vildu ekki tala við blaðamann og ljós- myndara DV og lögregla vildi engar frekari upplýsingar gefa um málið. Var neitað Samkvæmt heimildum DV er nú búið að standsetja íbúðina fyrir ferðamenn í heimagistingu og byrjað að leigja út gistingu. Aðrir íbúar í húsinu eru á móti því að slík þjónusta sé þar enda séu mikil læti sem hljótist af. Í íbúð- ina hefur undanfarnar vikur verið stöðugur straumur ferðamanna en þó hafa þau ekki tilskilin leyfi fyrir þess konar rekstri. DV fékk það stað- fest hjá skrifstofu byggingafulltrúans í Reykjavík að þeim hefði verið neitað um leyfi fyrir rekstur gistiheimil- is í húsnæðinu. Fyrir lægi þó beiðni um leyfi fyrir rekstur heimagistingar en málið hefði ekki verið tekið fyrir þar sem fyrir lægi kæra. Í reglum um heimagistingu segir: „Heimagisting er gisting á einkaheimili leigusala og skal ávallt í það minnsta einn af heimilismönnum búa á heimilinu og gegna hlutverki næturvarðar.“ Samkvæmt heimildum DV virðist þó enginn hafa fasta búsetu á í íbúðinni. „I don t́ understand“ Þegar DV hafði samband við Línu Jia þá bar hún fyrir sig að hún skildi ekki spurningar blaðamanns: „I don´t understand,“ – ég skil ekki, sagði hún í sífellu þegar hún var spurð út í Hverfisgötu 50 og heimagistinguna. n „Þau fölsuðu nöfnin okkar“ Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Sakar Línu um að falsa undirskriftir við leyfisumsókn fyrir gistiheimili Hverfisgata 50 Hér er húsið sem um ræðir. Þau fengu ekki leyfi til þess að reka gistiheimili í íbúð- inni en reka þar nú heimagistingu. Íbúðareigandi í húsinu segir þau hafa falsað nafn sitt á umsóknina en fyrir tilviljun komst það upp. „I doń t understand

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.