Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 6
Skilorð fyrir að berja og snoða stúlku Þrjár ungar konur voru í Héraðs­ dómi Reykjavíkur á föstudag dæmdar í sex mánaða skilorðs­ bundið fangelsi fyrir að hafa ráð­ ist á unga konu þar sem hún lá sofandi í íbúð einni í Mosfellsbæ í janúar í fyrra. Fjórða árásarkonan hlaut tólf mánaða óskilorðsbund­ inn dóm. Líkt og DV hefur greint frá voru konurnar fjórar ákærðar fyrir að hafa komið að konunni sofandi, slegið hana ítrekað í andlitið og síðan rakað af henni mest allt hár­ ið með rafmagnsrakvél sem ein þeirra hafði meðferðis. Eftir árásina neyddu þær þolanda árásarinnar úr fötunum með því að hóta henni frekara ofbeldi og klæddi ein þeirra hana úr öllu nema brjóstahaldara. Konan unga hlaut margvíslega áverka við árásina, meðal annars kvarnaðist upp úr tönn auk þess, sem fyrr segir, nær allt hár hennar var rakað af. Árásarkonurnar, sem eru á aldrinum 19–27 ára, játuðu allar sök þegar málið var þingfest. Þær mættu ekki við dómsuppkvaðn­ ingu. Áhugaljós- myndari bak við lopapeysu Áhugaljósmyndarinnar sem ákærð­ ur er fyrir nauðgun og fyrir að lokka unglingsstúlkur til nektarmynda­ töku var leiddur fyrir dómara á föstudagsmorgun þar sem ákæran á hendur honum var þingfest. Þing­ hald í málinu er lokað og liggur því ekki fyrir hver afstaða mannsins, sem er á þrítugsaldri, til ákærunn­ ar er. Samhliða þingfestingunni var gæsluvarðhald yfir manninum framlengt. Brot mannsins beinast meðal annars gegn stúlkum á aldr­ inum 12–15 ára sem hann komst í samband við í gegnum Facebook. Maðurinn huldi andlit sitt með lopapeysu fyrir myndatökumönn­ um á leið í dómsal. Lithái áfram í farbanni Lithái um þrítugt var á föstudag úrskurðaður í farbann til 17. apr­ íl í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann og landi hans á fimmtugs­ aldri voru handteknir við kom­ una til landsins frá Bretlandi fyrr í mánuðinum. Annar þeirra reyndist hafa innvortis um 500 grömm af ætluðu kókaíni. Þeim eldri var sleppt úr haldi í síðustu viku, en hann var þá jafnframt úrskurðaður í farbann til 12. apríl. Þriðjungur á móti Þróunaraðstoð Þ að sem er jákvætt við þetta er að það virðist vera góður meirihluti fyrir því að Ísland veiti aðstoð til fátækasta fólks­ ins í heinum,“ segir Stefán Jón Hafstein, starfsmaður Þróunarsam­ vinnustofnunar. Könnun sem DV stóð fyrir á vef sínum um helgina leiðir í ljós að þriðjungur lesenda vill ekki að Ís­ land taki þátt í þróunaraðstoð. Stefán Jón bendir á að hann myndi vilja sjá niðurstöður úr faglega unninni og markvissri skoðanakönnun en að hann sé hugsi yfir niðurstöðunni. „Það hefur verið mjög undarlegt ástand á Íslandi og er enn. Ég skil vel að fólk spyrji sig áleitinna spurninga um að senda peninga úr landi. Það er okkar hlutverk að svara og útskýra. Og það hef ég, svo ég tali fyrir mig, sannarlega reynt að gera.“ Hann segir að í Evrópu­ löndunum sé stuðningur við þróunar­ aðstoð almennt um 90 prósent. „Gjaldþrota maður getur ekki borgað“ Tilefni skoðanakönnunar DV var sú staðreynd að Vigdís Hauksdóttir, þing­ maður Framsóknarflokksins, kaus gegn tillögu um hækkun fjárveitingar vegna þróunar aðstoðar á þingi í síð­ ustu viku. Þá var lagt til að upphæð­ in sem Ísland leggur í þróunaraðstoð – aðstoð við fátækustu ríki heims – hækki á fjórum árum úr 0,26 prósent­ um af vergum þjóðartekjum í 0,42 prósent. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagði Vigdís: „Þetta brýtur gegn sann­ færingu minni. Að vera að hækka þessi gjöld.“ Hún hélt áfram. „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjald­ eyri næstu fjögur ár, á meðan að ís­ lenska þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur á Landspít­ alanum sem þarf til þess að bjarga lífi og limum landsmanna. … Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra.“ Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2013 leggur íslenska ríkið í heildina um fjóra milljarða króna í þróunar­ aðstoð. 2,2 milljarðar eru gjöld vegna þróunarmála og alþjóðlegrar hjálpar­ starfsemi en 1,8 milljarðar fara til Þró­ unarsamvinnustofnunar til að fjár­ magna verkefni á hennar vegum. Stefán Jón segir að Ísland leggi minna af þjóðartekjum sínum í þróunarað­ stoð en önnur Evrópulönd. Aðeins fimm ríki í OECD leggi til lægra hlut­ fall en Íslendingar til þróunarmála. Hlutfallið sé yfirleitt um 0,5 prósent en hér á landi hafi það verið helm­ ingi lægra. „Við erum mjög aftarlega á merinni,“ segir Stefán Jón. „Ég held að þetta sé ágætis tækifæri til þess að líta í eigin barm og spyrja hvort við höfum það svo skítt að við getum ekki hjálp­ að fátækasta fólki í heimi.“ Konur fæddu í moldarkofum Þróunarsamvinnustofnun vinnur að verkefnum í Mósambík, Úganda og Malaví, þremur af fátækustu ríkjum heims. „Okkar skilgreinda hlutverk er að byggju upp grunnstoðir í fátæk­ ustu löndum í heimi; fæðingardeild­ ir og vatnsból,“ segir Stefán Jón. Hann hefur sjálfur starfað í Afríku, í Namib­ íu og Malaví, og hefur því með eigin augum séð hvað Íslendingar hafa lagt að mörkum þar. „Það er mjög ánægju­ legt að verða vitni að því að konur, sem áður fæddu börn sín heima í óupp­ lýstum leirkofum, án aðstoðar, geta núna fætt börnin á fæðingardeildum með heilbrigðis starfsfólk til aðstoðar. Það er líka ánægjulegt að í 120 þús­ und manna samfélagi, sem við unn­ um í, þar er núna hreint og öruggt vatn í brunnum fyrir öll heimili og að þar hefur ekki komið upp kólerutilfelli síð­ an við byrjuðum það verkefni,“ segir hann og heldur áfram. „Ef maður spyr konurnar sem áður gengu tvo eða þrjá klukkutíma á dag eftir vatni, hvort það muni ekki um það þurfa bara að fara 500 metra og hafa alltaf hreint vatn, þá er svarið mjög einfalt.“ Framlög frá Ís­ landi hafa gert þetta að veruleika. Vill ræða við Vigdísi Stefán Jón segist dálítið hissa á um­ mælum Vigdísar Hauksdóttur. Þau þekkist persónulega eftir að hafa starf­ að saman í menntaráði Reykjavíkur­ borgar fyrir nokkrum árum. Honum hafi alltaf fundist Vigdís, á meðan þau störfuðu saman, mjög almennileg og skilningsrík á hinar ýmsu félagslegu þarfir. „Satt að segja myndi ég alveg vilja setjast niður með Vigdísi aftur, rifja upp gömul kynni og segja henni aðeins frá störfum Þróunarsamvinnu­ stofnunar. En mér dettur ekki í hug að fordæma hana.“ n n Byggjum vatnsból og reisum fæðingardeildir í fátækustu ríkjum heims Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Börn í Malaví Konur útbúa máltíð fyrir framan sjúkrahús í suðvesturhluta Malaví í kjölfar uppskerubrests 2005. Þá horfðu 4,2 milljónir manna fram á matarskort. Í Malaví búa um 11 milljónir manna. „Við erum mjög aftar- lega á merinni „Kjánalegt að hlusta á þetta“ n Vilhjálmur Bjarnason vill höfða skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor M unnlegur málflutningur fór fram í máli Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við Háskóla Ís­ lands, gegn Björgólfi Thor Björg­ ólfssyni, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Sá fyrrnefndi krefst þess að sautján fyrrverandi eigendur og starfs­ menn bankans, sem og viðskipta­ félagar þeirra, verði látnir bera vitni í skaðabótamáli sem um 350 fyrr­ verandi hluthafar íhuga að höfða gegn Björgólfi Thor. Vilhjálmur er einn þessara hluthafa. Ef héraðs­ dómur fellst á málflutning hans munu vitnaleiðslur fara fram fyrir opnum tjöldum og geta þær orðið grundvöllur fyrir skaðabótamáli gegn Björgólfi Thor. Slík málshöfð­ un yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi eftir bankahrunið. Í stuttu máli byggir mál Vilhjálms á því að sterkar vísbendingar séu fyrir hendi um að Björgólfur Thor hafi beitt blekkingum til að leyna raun­ verulegu eignarhaldi sínu á hlutabréf­ um í Landsbankanum á árunum fyrir hrunið. Inntakið í gagnrýninni er að Björgólfur Thor hafi látið nána sam­ starfsmenn sína halda utan um lítinn eignarhlut í bankanum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson þannig að óbeint eignarhald hans sjálfs færi niður fyrir 20 prósent. Í munnlegum málflutningi hjá lög­ manni Vilhjálms, Jóhannesi Bjarna Björnssyni, kom fram að skjólstæðing­ ur hans teldi Björgólf Thor hafa gef­ ið út rangar upplýsingar er vörðuðu Landsbankann og þannig blekkt hann til að kaupa hlutabréf í bankanum. Lögmaður Björgólfs Thors, Reim­ ar Snæfells Pétursson, hélt því fram í málflutningi sínum að enginn þessara manna sem Vilhjálmur vill láta heim­ ila skýrslutökur yfir myndi geta gefið einhverjar upplýsingar vegna við­ kvæmrar stöðu sinnar. Talaði hann meðal annars um bankaleynd í því samhengi. Í andsvari lögmanns Vilhjálms kom fram að ekki yrði spurt um atriði er varða bankaleynd í skýrslutökun­ um. Þá sagði hann að málflutningur Reimars benti til þess að búið væri að tala við umrædda einstaklinga og sjá til þess að þeir myndu ekki veita upp­ lýsingar í málinu. „Það er næstum því kjánalegt að hlusta á þetta,“ hafði Jó­ hannes meðal annars á orði. Verði skýrslutökur yfir fyrrverandi eigendum Landsbankans, starfs­ mönnum og viðskiptafélögum heimil­ aðar mun það ráðast af útkomu þeirra hvort skaðabótamál verður höfðað eða ekki. n solrun@dv.is Vill skaðabætur Vilhjálmur Bjarnason telur Björgólf hafa gefið út rangar upp­ lýsingar er vörðuðu bankann og þannig blekkt hann til að kaupa hlutabréf í honum. 6 Fréttir 25. mars 2013 Mánudagur Já 67,7% Nei 32,3% Vilt þú að Ísland taki þátt í þróunaraðstoð? Um sjö hundruð manns tóku þátt í skoðanakönnuninni á DV.is yfir helgina. Rétt tæpur þriðjungur þeirra vill ekki að Ísland taki þátt í þróunaraðstoð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.