Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 15
Þetta er tóm
steypa
Hún var
æskuástin
Sigurður Bernhöft höfðaði mál gegn ÁTVR sem neitaði að selja danska drykkinn Tempt Cider. – DVRúnar Helgi Vignisson sótti sér eiginkonu eins og hann orðar það sjálfur. – DV
Bjarnarflagsvirkjun,
lýðræðið og unga fólkið
Spurningin
„Kannski, á ekki bara að lögleiða
þetta allt saman?“
Helgi Þórsson
37 ára myndlistarmaður
„Já.“
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
23 ára myndlistarmaður
„Ég hef ekki myndað mér skoðun
á því.“
Heiðrún Bergsdóttir
37 ára öryrki
„Já, það er rétta leiðin.“
Hjörtur Hjartarson
21 árs lyftaramaður
„Ég er ekki búinn að mynda mér
skoðun.“
Helgi Friðjónsson
60 ára myndlistarmaður
Á að lögleiða eða
afglæpavæða
kannabisefni?
1 Tveir Íslendingar létu lífið í Flórída Tveir íslenskir karlmenn létu
lífið eftir slys við fallhlífastökk í Flórída
á laugardagsmorgun. Voru þeir í hópi 20
annarra á vegum Skydive City. Mennirn-
ir fundust eftir níu klukkustunda leit.
2 Stærðin skiptir engu Helga Þórey Sigurlínu- og Jónsdóttir biðlar til lands-
manna um að gefa hjálparstofnunum
páskaegg svo þeir sem minnst mega
sín fái notið páskanna.
3 „Við tökum bara einn klukkutíma í einu“ Aðstand-
endur Íslendinganna sem létu lífið í
fallhlífaslysi í Flórída eru að vonum
harmi slegnir.
4 Forseti borgarstjórnar þurfti að láta laga skóna sína Elsa
Yeoman, forseti borgarstjórnar, varð
fyrsti viðskiptavinurinn hjá nýjum
skósmið í Árbænum. Borgarstjórinn
hafði nýlega látið þau orð falla
að það vantaði einyrkja á hornin í
úthverfunum.
5 Beiti blekkingum til að ná til sín stuðningi, stefnu og
lausnum Stjórn Samstöðu sendi frá
sér yfirlýsingu þar sem tekið var sér-
staklega fram að flokkurinn myndi ekki
bjóða fram til alþingiskosninga auk
þess sem harmað er að frambjóðendur
annarra flokka geri stefnumál flokksins
að sínum eigin.
Mest lesið á DV.is
U
nga fólkið þarf að vita hvað
við upplifðum og þegar fram-
tíð skal byggja að fortíð skal
hyggja. Og það er næsta mál
í uppsiglingu hérna – Bjarnarflags-
virkjun. Þetta sagði Finnbogi Stefáns-
son, einn þeirra sem sprengdu stíflu
Laxár virkjunar árið 1970, í nýlegu við-
tali við fréttastofu RÚV.
Landsvirkjun ætlar sér í
Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn með
tíu ára gamalt umhverfismat upp á
vasann. Það gerir fyrirtækið þrátt fyrir
að Umhverfisstofnun hafi mælt með
því að matið verði að hluta til unnið
að nýju vegna þekkingar og reynslu
sem hefur skapast á nýtingu jarð-
hitasvæða á þessum tíu árum. Og
þrátt fyrir að sama stofnun segi vís-
bendingar uppi um að vistfræði Mý-
vatns sé að breytast og þess vegna
gæti verið ástæða til að tilnefna Mý-
vatn-Laxár svæðið á válista Ramsar-
samningsins. Og þrátt fyrir að einn
helsti sérfræðingur um lífríki Mývatns
hafi lýst yfir áhyggjum af áhrifum
Bjarnarflagsvirkjunar á undirstöðu líf-
ríkis Mývatns.
Bjarnarflagsvirkjun skal rísa, enda
á virkjunin að skaffa raforku til ríkis-
styrktrar stóriðju á Bakka þ.e. 45MW
af þeim 50MW sem þarf í fyrsta
áfanga verksmiðjunnar. Og héðan í frá
mun ekkert koma í veg fyrir að virkj-
unin rísi, ekki nema að hið óvænta
gerist og stjórn Landsvirkjunar eða
sveitarstjórn Skútustaðahrepps snúist
hugur. Á því eru þó hverfandi líkur.
Almenningur hefur sem fyrr ekkert
um náttúruperlur sínar að segja, þær
eru í umsjá orkufyrirtækja og sveit-
arstjórna. Unga fólkið sem Finnbogi
Stefánsson talar um hefur þannig
engin tækifæri til að hafa áhrif á það
hvort virkjað verði við Mývatn, ekki
nema með aðgerðum eins og þeim
sem Finnbogi sjálfur beitti við Laxár-
virkjun árið 1970. Lýðræðið hefur
ekki tekið meiri framförum en svo
á undanförnum 43 árum. Enda vita
forsvarsmenn orkuiðnaðarins og full-
trúar þeirra í stjórnkerfinu að þeirra
hagsmunir og skoðanir ungs fólks
fara ekki saman. Þannig telja um
85% ungra kjósenda mjög eða frekar
mikilvægt að ganga harðar fram í
að vernda umhverfið. Þetta kemur
fram í nýlegri könnun Fréttablaðsins.
Og málefnið er næstmikilvægast að
mati þessa kjósendahóps, einung-
is lausn skuldavanda almennings er
honum hugleiknari. Umhverfismál-
in fá einkunnina 4,4 á skalanum 1 til
5, þar sem 5 er mjög mikilvægt en 1
mjög lítilvægt. Skuldavandinn fær 4,5.
Reyndar koma sömu áherslur fram
þegar allir kjósendur eru spurðir. Þá
fær skuldavandinn sömu einkunn en
umhverfismálin 4,0 og skora jafn hátt
og afnám verðtryggingar í 2.–3. sæti.
Það er því ekki að ástæðulausu
sem nú er barist af fullri hörku gegn
öllum tillögum um beint lýðræði.
Vandað til verka Einbeitingin skein af félögunum tveimur sem spiluðu golf í vorlegu veðri á Korpúlfsstaðavelli á dögunum.
Mynd Sigtryggur ariMyndin
Umræða 15Mánudagur 25. mars 2013
Ég fékk
ekkert frítt
Sigríður Klingenberg heimsótti borgina Aurowille þar sem engir peningar eru í umferð. – DV
Af blogginu
Guðmundur Hörður
„Almenningur
hefur sem fyrr
ekkert um náttúru-
perlur sínar að segja