Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 10
10 Fréttir 25. mars 2013 Mánudagur R íkisbankinn Landsbanki Ís- lands lánaði fjárfestinum Skúla Mogensen, eiganda ferðaskrifstofunnar WOW air og stærsta hluthafa MP Banka, nærri 700 milljónir króna á árunum fyrir einkavæðingu bankans 2002 án þess að taka traust veð fyrir lánunum. Skúli var forstjóri og einn af aðaleigendum hátæknifyrirtækis- ins OZ sem var mikil vonarstjarna í íslensku viðskiptalífi upp úr aldamót- unum síðustu. Strax í ársbyrjun 2002 lá fyrir að afskrifa þyrfti um 400 millj- ónir króna af lánum Skúla. Þetta kem- ur fram í skjölum sem endurskoð- andi Landsbanka Íslands, PwC sendi til Landsbankans á árunum 2002 og 2003. Ekki var hins vegar tekið tillit til þessarar afskriftarþarfar í kaupverði Landsbanka Íslands árið 2002. Eftir einkavæðingu Landsbanka Íslands fengu Björgólfsfeðgar 700 milljóna króna afslátt af bankanum vegna þessara afskrifta hjá Skúla Mogensen, og öðrum viðskiptavinum bankans sem fengið höfðu lán í bank- anum þegar hann var í eigu íslenska ríkisins. Kveðið var á um þennan af- slátt í kaupsamningi Samson og ís- lenska ríkisins. Þetta þýðir að eignir Landsbanka Íslands voru ofmetnar við söluna á bankanum til Björgólfs- feðga. Sama niðurstaðan hjá KPMG Björgólfur hefur sjálfur fjallað um afsláttinn á bankanum á heima- síðu sinni btb.is Á heimasíðunni er fjallað um ágreininginn sem var á milli eigenda Samson og einkavæð- ingarnefndar um hversu miklar skuldir þyrfti að afskrifa hjá Lands- bankanum eftir einkavæðingu. Eins og gefur að skilja vildu eigendur Sam- son að tekið væri tillit til þessarar af- skriftarþarfar þegar komist væri að samkomulagi um kaupverðið á bank- anum. Í umræðunni á heimasíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi allt frá sumrinu 2003 talið að eignir Landsbankans væru verulega of- metnar – þegar gögnin sem DV hef- ur undir höndum eru skoðuð kemur fram að eignir bankans hafi verið of- metnar miklu lengur. KPMG vann svo áreiðanleikakönnun fyrir hönd Sam- son um málið og kom fram í henni að „veruleg frávik væru á bókfærðu virði eigna bankans og raunstöðu“, líkt og segir á btb.is. Útreikningar PwC, sem DV hefur, eru svipaðs eðlis. Þetta mat KPMG og PwC er alls ekki skrítið þegar litið til þeirra útlána sem um ræðir hér, lána þar sem veðin voru í verðlitlum hlutabréfum Skúla Mogensen í OZ. Mat Samson-manna var það, samkvæmt heimasíðu Björg- ólfs, að „yfirstjórn Landsbankans, bankaráð og ríkisendurskoðandi hefðu með skipulögðum hætti van- talið framlag á afskriftarreikning út- lána í því skyni að fegra afkomu bank- ans.“ Afskrifa hefði átt 300 milljónum meira Í fyrra bréfi PwC til Landsbanka Ís- lands, sem dagsett er þann 28. febrúar 2002, kemur fram það mat endurskoðendafyrirtækisins að af- skrifa hefði átt meira af útlánum bankans en gert hafði verið í árs- reikningnum fyrir 2001. Þá höfðu 100 milljónir króna verið færðar á af- skriftarreikning vegna lána til Skúla Mogensen. Orðrétt segir í bréfinu: „Eftir að hafa farið yfir nokkur mál fannst okkur ástæða til þess að fjalla um afskriftarþörf með útlánaeftirliti bankans, virðist okkur að tilhneig- ingar gæti til þess að vanmeta niður- færsluþörfina og/eða að fresta gjald- færslu nauðsynlegrar niðurfærslu til komandi reikningstímabila. Sé þessi skoðun okkar rétt viljum við jafn- framt vara við þeim afleiðingum sem þetta kanna að hafa á trúverðug- leika reikningsskila bankans þegar og ef stíflan brestur og gjaldfæra þarf á sama reikningstímabil útlánatap ársins og fyrri ára.“ Í þessu bréfi var meðal annars fjallað um nauðsyn þess að færa nið- ur lán til Skúla Mogensen. Á þessum tíma stóðu útlán bankans til Skúla í 666 milljónum króna og hafði bank- inn yfirtekið eignasafn hans, sem samanstóð af hlutabréfum í OZ og öðrum hátæknifyrirtækjum, sem verðmetið var á 517 milljónir króna. Þá þegar var tryggingarvöntun vegna lána til Skúla 146 milljónir króna en var einnig bent á það að verð- mat eignasafns Skúla væri veru- lega ofmetið. Um þetta segir í bréf- inu: „Svo virðist sem kaupverð þessa eignasafns sé ákveðið um 254.m.kr. hærra en ætlað markaðsverð þeirra er samkvæmt öðrum gögnum Landsbankans.“ Ályktunin sem PwC dregur af þessum staðreyndum er að færa hefði þurft um 400 milljónir króna á afskriftarreikning en ekki 100. „Hér virðist í fljótu bragði vera um að ræða tryggingarvöntun og ofmat eigna að fjárhæð 400 m.kr. (146+254) en aðeins 100 m.kr. lagðar til af- skriftarsjóðs útlánsins. Þá er aðfinnsluverður losara- bragur á frágangi mála og afhendingu veðsettra bréfa og keyptra sem eykur enn á óvissu og áhættu tengdum þessum málum. Þess má geta að í vinnuskjali útlána- eftirlits dags 27. nóv. 2001 er tryggingarvöntun talin 401 m.kr. og gert ráð fyrir að fram- lag í afskriftasjóð þyrfti að vera 400 m.kr. Að auki er gerð sú athugasemd að mikil óvissa ríki um seljanleika væntan- legra veða.“ Með veðunum var meðal annars átt við hlutabréf- in í OZ sem bankinn hafði tekið upp í skuldir Skúla. Annað eins bréf Tæpu ári síðar, þann 24. janú- ar 2003, sendi PwC annað sams konar bréf til Landsbankans þar sem aftur var minnst á mikil- vægi þess að færa niður lán tengd Skúla Mogensen. Athygli vekur að texti þess bréf og útskýringar voru nákvæmlega þær sömu og árið áður. Þetta bendir til að lán hafi ekki verið færð niður í samræmi við fyrra bréf PwC enda voru sömu lántakendurnir nefndir í seinna bréfinu og því fyrra. Umfjöllunin um Skúla í seinna bréfinu er styttri en í því fyrra. Þar segir meðal annars að í stað 100 millj- ónanna sem færðar höfðu verið í af- skriftasjóð árið áður var nú búið að setja 200 milljónir í afskriftasjóðinn. Þarna lá ljóst fyrir að afskrifa þyrfti meira hjá Skúla en áður hafði verið talið. Um þetta segir í bréfinu: „Út- lán til Skúla nema um 522 m.kr. Og bókfært verð yfirtekins eignasafns (Pallium) um 431 m.kr. Framlag í af- skriftasjóð er 200 m.kr. Trygginga- vöntun er veruleg og er fyrst og fremst undir OZ komið. Staða OZ er tvísýn og ef illa fer verður afskrifta- áhætta bankans veruleg miðað við 200 m.kr. framlag.“ Keypti eignirnar aftur Björgólfsfeðgar tóku við rekstri Landsbankans eftir að seinna bréfið var sent, á fyrri hluta árs 2003. Um mitt ár 2003 var svo gengið frá af- skriftunum á skuldum Skúla, líkt og Sigrún Davíðsdóttir greindi frá í Speglinum á sínum tíma. Björgólfs- feðgar fengu svo 700 milljóna króna afslátt á kaupverði Landsbankans vegna þessara afskrifta, meðal annars afskriftanna hjá Skúla Mogensen. Bankinn hélt hins vegar eftir hluta- bréfunum sem Skúli hafði fengið lán- in til að fjármagna og bankinn hafði síðar leyst til sín. Athygli vekur að Skúli eignaðist SKÚLI MOGENSEN SLAPP VIÐ 400 MILLJÓNA SKULD n Landsbankinn afskrifaði lán Skúla Magnússonar út af OZ n Seldi OZ aftur til Skúla„Gert ráð fyrir að framlag í af- skriftasjóð þyrfti að vera 400 m.kr. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is LEYNIGÖGN Fékk himinhá lán í ríkis-banka Skúli Mogensen fékk mörg hundruð milljóna króna lán hjá Landsbanka Íslands út af hlutabréfum í OZ og fékk svo að kaupa fyrirtækið aftur eftir afskriftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.