Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 16
GRÍSIR AF
GÓÐUM BÚUM
16 Neytendur 25. mars 2013 Mánudagur
Algengt verð 254,8 kr. 251,6 kr.
Algengt verð 254,6 kr. 251,4 kr.
Höfuðborgarsv. 254,5kr. 251,3 kr.
Algengt verð 254,8 kr. 251,6 kr.
Algengt verð 256,9 kr. 251,6 kr.
Melabraut 254,6 kr. 251,4 kr.
Eldsneytisverð 24. mars
BENSÍN DÍSILOLÍA
Elskulegt og
fagmannlegt
starfsfólk
n Lofið fær bráðasvið Landspítal
ans. „Fór með barnið mitt þangað
vegna þess að það datt í leikskól
anum. Við þurftum ekki að bíða
lengi til þess að komast í fyrsta við
talið, þar tók á móti okkur elskuleg
ur hjúkrunarfræðingur sem vísaði
okkur upp á aðra hæð. Þar fengum
við að bíða í sérstöku barna
biðherbergi þar sem voru
leikföng og sjónvarp.
Starfsfólkið var allt svo
elskulegt og fagmann
legt og þrátt fyrir
að ferðin hafi
tekið þrjá tíma
allt í allt þá var
biðin þolanleg
vegna þessa.“
Rafsígaretta
skilgreind
sem tóbak
n Lastið fær Tollurinn en DV fékk
eftirfarandi sent: „Ég sótti rafsígar
ettu, sem vinkona mín sendi mér, í
Tollinn í gær. Þetta er í rauninni raf
tæki með vatni og nikótíni en það
var flokkað sem tóbak,
sem það er alls ekki.
Þar af leiðandi mátti
vinkona mín ekki
gefa mér þetta
sem gjöf því tóbak
og áfengi er aldrei
leyft sem gjafir. Ég
þurfti því að borga nánast
jafn mikið í toll og þetta
kostar í heildina.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
n Ekki allir limlesta grísi n Þessi bú selja vistvænt svínakjöt
Þ
að er enn verið að klippa hal
ana af grísum hér á landi en
það eru alls ekki allir sem
gera það, segir Sif Trausta
dóttir, dýralæknir og for
maður Dýraverndarsambands Ís
lands. Hún segir ástæðuna vera þá að
koma í veg fyrir halabit. „Þegar mikið
er um halabit er það merki um að
eitthvað sé ekki lagi, að dýrunum líði
ekki vel og að það sé eitthvað að að
búnaði þeirra. Við sjáum til dæmis að
halabit hefur aldrei verið vandamál í
Húsdýragarðinum.“
Skylt að aðlaga starfsemina
Það má búast við að mörgum hafi
fundist óþægilegt að horfa á atriði í
danska þættinum Borgen þar sem
sýnt var þegar hali var klipptur af
grísum. Í reglugerð sem tók gildi hér
á landi í fyrra segir meðal annars að
óheimilt sé að klippa hala af grísum
en Sif bendir á að svínabændur hafi
ákveðinn aðlögunartíma til að breyta
þessu. „Svínabúunum er skylt að að
laga starfsemi sína en geta sótt um
frest til þriggja til fimm ára í senn.
Fresturinn má þó aldrei verða lengri
en tíu ár.“ Samkvæmt upplýsingum
frá Matvælastofnun hafa engar
undanþágur verið veittar til svína
bænda um að klippa hala og gelda
grísi án deyfingar.
Munur á verkjastillingu og
deyfingu
Samkvæmt reglugerðinni er heimilt
að gelda grísi yngri en sjö daga gamla
samhliða verkjastillandi lyfjagjöf. Sif
bendir á að verkjastilling sé ekki það
sama og deyfing og segir að þetta sé
eitt af því sem Velbú hafi barist fyrir;
að allir grísir séu deyfðir áður en þeir
eru geldir. „Verkjastilling er skárri en
ekki neitt en samt ekki nógu gott.“
Frumvarp til laga um velferð dýra
eru um þessar mundir til umræðu á
Alþingi og vonast Sif til að þau verði
afgreidd fyrir þinglok. Í athugasemd
um við frumvarpið er meðal annars
lagt til að ávallt verði skylt að nota
deyfingu eða svæfingu ef fyrirséð
er að aðgerð eða meðhöndlun dýra
muni valda þeim sársauka. Gelding
á dýrum án deyfingar verður þannig
bönnuð, nema þegar um er að
ræða geldingar á grísum yngri en
vikugömlum.
Aðferðin er sársaukafull
Í nefndaráliti atvinnuveganefndar
um frumvarpið kemur fram að deyf
ingar og svæfingarlaus gelding grísa
sé gagnrýnd harðlega af nær öllum
umsagnaraðilum og gestum nefndar
innar. „Segja má að kjarni gagnrýn
innar kristallist í því að aðferðin er í
eðli sínu sársaukafull og til eru aðrar
aðferðir við geldingu sem vert sé að
skoða nánar. Bent hefur verið á að
mikill munur sé á deyfingu og verkja
stillandi lyfjagjöf sem aðeins slái á
verki en deyfi ekki gegn sársauka við
aðgerð. Þá hefur komið fram að engar
rannsóknir staðfesti að sársaukaskyn
sé minna eða takmarkaðra í ungum
dýrum,“ segir í nefndarálitinu. Aðrar
aðferðir eru til dæmis lyfjagelding
(bólusetning) sem bændur geta
framkvæmt sjálfir. Einnig er rætt um
þá leið að sleppa geldingu alfarið og
slátra svínum fyrr. Samkvæmt upp
lýsingum nefndarinnar hefur málum
verið hagað á þann veg í Bretlandi
og Írlandi síðustu ár og bent var á að
gelding grísa sé á undanhaldi víða í
löndunum kringum okkur. n
Grísir Bannað
er að klippa hala
og gelda grísi án
deyfingar.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Sif Traustadóttir dýralæknir
Bendir á að verkjastilling sé ekki
sama og deyfing.
Vistvænt svínakjöt
Neytendur geta keypt svín sem hafa verið
alin við vistvænar aðstæður og vita þannig
hvaðan kjötið kemur. Nokkur bú stunda
slíkan búskap og hér má sjá nokkur þeirra.
Miðskersbúið
Miðskeri, 781 Höfn í Hornafirði
n Hægt að panta á netinu, panta@midsker.is
n Frú Lauga
n Beint frá býli
Verðdæmi:
n Grísabógur 1.177 kr./kg.
n Hryggur án pöru 1.100 kr./kg.
n Kótelettur með beini 1.198 kr./kg.
n Lundir 1.712 kr.
Bjarteyjarsandur
n Hægt að panta á netinu, arnheidur@
bjarteyjarsandur.is
n Beint frá býli
Verðdæmi:
n Bayonneskinka 1.780 kr./kg.
n Svínasíða (pörusteik) 920 kr./kg.
n Grísahnakkasneiðar 1.490 kr./kg.
n Hamborgarsteik 1.990 kr./kg.
Dalanaut
Grænuhlíð, 601 Akureyri
n Hægt að panta á netinu, dalanaut@
dalanaut.is
n Beint frá býli
Verðdæmi:
n Hringskorinn bógur 1.750 kr./kg.
n Innanlæri 1.990 kr./kg.
n Grísakambur 1.600 kr./kg.
n Bayonneskinka 1.850 kr./kg.
Ormsstaðir
Grímsnesi, 801 Selfoss
n Hægt að panta á netinu, ormsstadir@
ormsstadir.is
n Beint frá býli
Verðdæmi:
n Hálfur eða fjórðungur úr grís sagaður
niður og snyrtur 1.100 kr./kg.
n Hálfur grís (2 hamborgarhryggir, reyktur
hnakki með beini í tvennt, sykursaltaður
bógur í tvennt, fleskssteik og beikon,
snitsel og gúllas) 1.680 kr./kg.
Frelsið er
yndislegt
Svínin að Miðskeri
virðast ánægð
með útiveruna.
„Halabit
hefur aldrei
verið vandamál í
Húsdýragarðinum
Rukkar fyrir
að telja klink
Arion banki rukkar 990 krónur
fyrir að telja smápeninga en frá
þessu var sagt í Bítinu á Bylgj
unni á föstudaginn. Þar kom
fram að ungur drengur hafi far
ið í Arion banka á Selfossi með
krukku fulla af smápeningum
til að fá þá talda. Þegar þang
að kom var honum sagt að það
mundi kosta hann 990 krónur
þar sem hann er ekki viðskipta
vinur bankans. Hann mun þá
hafa farið yfir í Íslandsbanka
þar sem ekki er rukkað fyrir
slíka þjónustu.