Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 14
Sandkorn É g veit ekki um einn einasta Ís- lending sem hefur dáið úr hungri eftir íslenska efnahagshrunið 2008. Raunar veit ég heldur ekki um einn einasta Íslending sem hefur dáið úr hungri vegna fátæktar frá því ég man eftir mér. Ég veit heldur ekki um marga Íslendinga sem eru hætt komnir vegna skorts á mat, húsnæði og grundvallarheilbrigðisþjónustu eins og lyfjum við læknanlegum sjúkdómum. Íslendinga skortir almennt séð ekki nauðþurftir, þau efnislegu gæði sem eru hverjum manni lífsnauðsynleg til að geta lifað af frá degi til dags, þó margir eigi erfitt með láta enda ná saman eða séu sligaðir af skuldum. Samt stígur nú fram þingmaður, Vigdís Hauksdóttir, og heldur því fram að Íslendingar séu ekki nægilega af- lögufærir til að verja 0,26 af þjóðartekj- um sínum í þróunaraðstoð til bág- staddra í heiminum. Þessi prósentutala er þó lægri en meðaltalsframlagið sem OECD-ríki veita til þróunaraðstoðar og miklu lægri en það tæpa prósent af landsframleiðslu sem Norðmenn og Svíar hafa veitt í slíka aðstoð í gegnum árin. Íslendingar eru því langt í frá ofar- lega á lista yfir þá sem gefa mest til þró- unaraðstoðar hlutfallslega séð. Þróunaraðstoð byggir á þeirri grund- vallarhugmynd að ríkari þjóðum beri siðferðileg skylda til að hjálpa fólki í fá- tækari ríkjum þar sem skortur á nauð- þurftum getur í einhverjum tilfellum orðið banamein fólks. Slík aðstoð byggir á þeirri hugmynd að það sé í sjálfu sér „slæmt að fólk þjáist og deyi vegna skorts á mat, húsnæði og læknisþjón- ustu“ og að okkur beri skylda til að reyna að koma í veg fyrir þessar þján- ingar fólks. Vigdís Hauksdóttir er ekki sammála þeirri hugmynd að Íslendingar séu skyldugir til að hegða sér með þessum hætti gagnvart fólki í nauð. „Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra,“ segir hún. Frasinn er einhver raunaleg útgáfa af enska orðskviðnum, „Beggars can´t be choosers“, og á að undirstrika hversu bágt Íslendingar eigi nú um stundir. Með þessum orðum sínum miðar Vigdís á allra lægstu hvatir ís- lenskra kjósenda: þjóðernishyggju, eig- ingirni, sjálfsvorkunn, og vonast hún væntanlega til að fólk skorti samúð með fólki sem stendur margfalt verr en lang- flestir, ef ekki allir, Íslendingar. Vigdís hlaut þó engan hljómgrunn á þingi með þessari skoðun sinni. Hún var sá eini af fjörutíu alþingismönnum sem ekki vildi samþykkja lagafrumvarp sem felur í sér að Íslendingar veiti 24 milljörðum króna í þróunaraðstoð á næstu fjórum árum. Sem betur fer: Ég tek ofan fyrir Alþingi. Það sorglegasta við þetta er þó að Vigdís virðist ekki vera ein um þessa skoðun. Vigdís er kynlegur kvistur á Alþingi sem hefur sérhæft sig í illa ígrunduðum skoðunum – oft hefur hún fengið harða útreið opinberlega fyrir vikið – og hefur nú sveigt inn á braut- ir mannvonskunnar í atkvæðaveiðun- um fyrir komandi kosningar. Lýðskrumi Framsóknarflokksins virðast engin takmörk sett og verður margt misjafnt að vopni sem kenna má við lægstu hvat- ir mannfólksins. Sorglegra og alvarlegra er að svo virðist sem allt að þriðjungur Íslendinga sé sammála þessari skoðun Vigdísar, ef marka má könnun á viðhorfi fólks til orða þingmannsins sem gerð var á DV.is fyrir helgi. Um sexhundruð manns svöruðu könnuninni og töldu 32,3 prósent að Ísland ætti ekki að veita fé til þróunaraðstoðar. Ég trúi því ekki að þriðjungur ís- lensku þjóðarinnar sé svo andlega gjaldþrota að hann telji að Íslendingar, sem búa enn í samfélagi allsnægta þrátt fyrir efnahagshrunið, geti ekki veitt lágri prósentu af þjóðarframleiðslu sinni til bágstaddra í þriðja heiminum. En kannski er það bara þannig. Þjóð- ernishyggja er því miður meinlega út- breidd í Íslendingum. Kosningaslag- orð Framsóknar er „Framsókn fyrir heimilin“ í landinu. En Vigdís virðist hins vegar vilja gera mannvonskuna að útflutningsvöru Framsóknar til heim- ila í Malaví – þess lands í Afríku sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur aðstoðað einna mest síðustu ár. Einhver gæti til dæmis sagt, í anda Vigdísar: Af hverju að hjálpa fátækum í fjarlægum löndum þegar Íslendingar hafa þurft að skera niður hjá sér kostn- að á ýmsum sviðum opinbers rekstrar? Svarið við því er meðal annars það að fólk deyr ekki á Íslandi vegna skorts á þeim nauðþurftum sem þróunarað- stoðin á meðal annars að sjá öðrum fátækari þjóðum fyrir. Annað svar er: Það eru aldrei til nægilega miklir pen- ingar í neinu þjóðarbúi; peningar til að fjármagna jarðgöng til Vestmannaeyja, Vaðlaheiðargöng fyrir Akureyringa, tvö- földun hringvegarins eða eins ákjósan- lega heilbrigðisþjónustu og hugsast get- ur um allt land. Ef allar þjóðir hugsuðu eins og Vigdís myndi engin þjóð gefa neitt í þróunaraðstoð. Alþingi virðist átta sig á þessu – nema Vigdís auðvitað. Þó að fólk kunni að veigra sér við að taka undir með Vigdísi opinber- lega, og undir nafni, þá virðist þing- konan hafa lýst skoðun sem miklu fleiri Íslendingar hafa en einhver gæti þor- að að halda fyrir fram. Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu Alþingis um málið er enginn spegill á þjóðarsálina ef marka má könnunina í DV. Þingmenn vita flestir fyrir víst að þeir myndu hljóta svívirðingu, vera sagðir harðbrjósta og kaldlyndir, ef þeir greiddu atkvæði líkt og Vigdís gerði, jafnvel þótt einhverjir þeirra kynnu að vera sammála henni um að Ísland beri að láta af þróunar- aðstoð af því þjóðin eigi svo bágt. Að gagnrýna þetta viðhorf Vigdísar, og annarra sem eru sama sinnis, er vissulega orðið eins og að bera í bakka- fullan skammarbrunninn því fjölmargir hafa blessunarlega gert það á liðnum dögum. En fjandinn hafi það: Þetta er svo mikið grundvallaratriði að ekki er annað hægt en að þrábenda á að okkur ber sem þjóð að rétta þeim bágstödd- ustu hjálparhönd og láta gott af okkur leiða þar sem neyðin er mest í heimin- um. Þó svo að sú fjárhagsaðstoð komi niður á lausnum einhverra úrlausnar- efna heima fyrir þá hljótum við að velja það að bjarga mannslífi fram yfir að leysa léttvægari og minna aðkallandi vandamál í heimabyggð. Um siðferðis- skyldu okkar til að verja fé til þróunar- aðstoðar, með það fyrir augum að bjarga mannslífum og veita fátækum nauðþurftir, má viðhafa sömu orð og Abraham Lincoln lét falla um þrælahald á sínum tíma: „Ef þrælahald er ekki rangt þá er ekkert rangt“. Ef það að láta ógert að bjarga manneskju í neyð er ekki rangt þá er ekkert rangt. Áhugi Kjartans n Kjartan Gunnarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, var einn örfárra sem sat réttarhöldin yfir Gunnari Andersen, fyrrver- andi forstjóra FME. Einungis tveir aðrir áheyrendur voru í salnum, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga og blaðamaður Fréttablaðsins. Áhugi Kjartans á málinu vakti nokkra athygli. Kjartan var varaformaður bankaráðs Landsbankans fyrir hrun og þótti handgenginn Björgólfi Guðmundssyni. Gunnar Andersen og Björgólf- ur hafa verið andstæðingar í áratugi eftir að sá síðarnefndi bar vitni í Hafskipsmálinu. Veltu menn því fyrir sér hvort Kjartan væri flugumaður Björgólfs í réttarsalnum. Skilnaðir bannaðir n Það er frekar vandræða- legt ástand innan Tímarita- útgáfunnar Birtíngs eftir að upplýst var að Björk Eiðs- dóttur, rit- stjóra Séð og heyrt, hefði verið bannað að skrifa um skilnað Skúla Mogensen athafnamanns. Áður hafði svipuð tilskipun verið gefin út varðandi Pálma Haraldsson í Fons sem átti þá flugfélagið Iceland Ex- press. Birtíngur gaf þá út tímarit fyrir Pálma eins og Skúla síðar. Hermt er að það sé framkvæmdastjórinn, Karl Steinar Óskarsson, sem sendir út þessi boð. Hætt er við að eigandanum, Hreini Loftssyni, sé ekki skemmt vegna bram- bolts Karls Steinars. Sjálf er Björk á uppsagnarfresti. Sáttur ritstjóri n Lítið lát er á uppnáminu innan 365 sem hófst með grein Magnúsar Halldórssonar, Litli karlinn, þar sem hann hraunaði yfir Jón Ásgeir Jóhannesson. Ekki eru þó allir ósáttir innan fjölmiðlarisans. Þannig er Heimir Már Péturs- son, fréttamaður Stöðvar 2 og fyrrverandi upplýsingafull- trúi Iceland Express, sáttur og ánægður. Sama virðist vera uppi á teningnum hjá Ólafi Stephensen, ritstjóra Frétta- blaðsins, sem gerði lítið úr flótta starfsfólksins og sagði það sumpart eiga sér eðlilegar skýringar. Ólafur tók á sínum tíma slaginn með Magnúsi og lýsti inngripum Jóns Ásgeirs. Þjóðhetja á Grænlandi n Hrafn Jökulsson er nánast þjóðhetja á meðal Græn- lendinga vegna skáktrúboðs síns. Hrafn hefur komið í flest þorp og bæi með boðskap sinn með þeim afleiðingum að mikill skákáhugi ríkir þar nú. Þá erf yrirhugað stórmót í höfuðstaðnum Nuuk í haust. Ég hlýði bara Mig verkjaði undan honum Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars starfar náið með eiginkonunni. – DV Sögu Garðarsdóttur var líkamlega misboðið á fundi með Brynjari Níelssyni. – DV Mannvonska fyrir Malaví„Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra V erðtrygging er ekkert lögmál. Al- mennri verðtryggingu var komið á sem neyðarráðstöfun. Þá átti að tryggja sparifé, lánsfé og laun. Ástæðan var að verðbólga hafði verið meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkj- um og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Þessi staða leiddi nánast til hruns á lánsfjármörk- uðum og óhóflegrar erlendrar skulda- söfnunar. Síðan þá hafa vextir verið gefnir frjálsir þannig að fjármagns- eigendur geta brugðist við verðbólgu og ofgnótt er af innlendu lánsfé. Námsmenn verðbólgutrygging ríkisins? Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hef- ur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveifl- ur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Krafa almennings hlýtur að vera að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Gott dæmi um sinnuleysi stjórnvalda gagnvart verðbólgunni er að finna í stefnu í lánamálum ríkisins 2012–2015. Þar er fjallað um verðbólguáhættu rík- isins. Þar var til hughreystingar bent á að ríkissjóður ætti margar verðtryggð- ar eignir, „… svo sem lán sem veitt eru Lánasjóði íslenskra námsmanna, sem dregur nokkuð úr verðbólguáhættu.“ Ekkert var minnst á möguleika stjórn- valda til að draga úr verðbólgu, svo ekki þyrfti að beita fyrir sig fátækum námsmönnum til að tryggja ríkissjóð gegn verðbólgunni. Þrátt fyrir það hefur verið sýnt fram á að „… [í] alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Ís- landi eru mun meiri en sveiflur í út- flutningi og viðskiptakjörum gefa til- efni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn.“(Friðrik Már Baldurs- son, 2011) Forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar er betri hag- stjórn, minni sveiflur í eftirspurn og bætt virkni stjórntækja peningamála. Þeir sem raunverulega geta haft áhrif á verðbólguna í landinu verða að axla sína ábyrgð og taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Glefs og gelt varðhundanna Mikilvægur hluti af því er innleiðing á nýju húsnæðiskerfi. Nýju húsnæðis- kerfi þar sem fólk með verðtryggð lán getur skipt yfir í óverðtryggð, lán- takendum bjóðist stöðugir vextir og áhættunni er skipt eðlilega á milli lán- veitenda og lántaka. Ekkert réttlæti er í að þeir sem taka lán til að tryggja sér öruggt húsnæði njóti minni verndar en fjárfestarnir sem lána, líkt og stað- an hefur verið alltof lengi hér á landi. Vextir eru verð á peningum. Núverandi lánafyrirkomulag felur raunverulegan kostnað lánanna og skekkir eðlilega verðmyndun á peningum. Því verður að breyta. Í skýrslu verðtryggingarnefndar undir forystu minni var lagt til að inn- leitt yrði óverðtryggt húsnæðislána- kerfi, að norræni fyrirmynd og ný verðtryggð lán yrðu ekki lengur í boði. Setja þarf ný lög um fasteignalán. Lánstofnunum verði sett almenn skil- yrði um lánstíma og veð hverrar lán- veitingar takmarkist við veðandlag, eða svokölluð lyklalög. Vanda þarf útlán og greiðslumat. Ný íbúðabréf verði boðin út í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og jafnvægi tryggt á milli einstakra húsnæðislána og íbúðabréfa. Afnám verðtryggingar neytendalána verður ekki auðvelt. Varðhundarnir eru þegar farnir að gelta og glefsa við hvert fótspor. En framsóknarmenn munu ekki gefast upp. Við höfum vonina, trúna og hugrekkið til að takast á við þetta verkefni. Afnemum verðtryggingu Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 25. mars 2013 Mánudagur Kjallari Eygló Harðardóttir „Varðhundarnir eru þegar farnir að gelta og glefsa við hvert fótspor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.