Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 12
12 Erlent 25. mars 2013 Mánudagur „Þú ættir ekki að fara með þeim“ n Hefðu getað bjargað fórnarlambinu í Steubenville N ýju myndbandi hefur verið lek­ ið á netið þar sem sjá má yfir­ heyrslur lögreglu í Steuben­ ville í Ohio yfir unglingunum sem urðu vitni að því þegar stúlka var borin meðvitundarlaus úr partíi af mönnunum sem síðar voru dæmdir fyrir að nauðga henni. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en þar voru ruðningsstjörn­ urnar Ma‘Lik Richmond og Trent Mays dæmdar í unglingafangelsi fyrir að byrla ungri stúlku nauðgunarlyf, misnota hana, nauðga henni, taka myndir og myndbönd af glæpnum og birta á samskiptavefjum. Málið klauf bæjarfélagið í Steubenville í tvennt þar sem hinir dæmdu nauðgarar nutu mikillar samúðar og fengu mikinn stuðnings vegna þess hversu efnilegir íþróttamenn þeir voru. Amerískur ruðningur er í hávegum hafður í bæn­ um og meira að segja framhalds­ skólanemar á borð við tvímenning­ ana álitnir miklar stjörnur. Og málið heldur áfram að vinda upp á sig. Nú má heyra á upptökun­ um sem lekið var á netið hvernig ung­ menni í teitinu sáu þegar stúlkan var komin í slæmt ásigkomulag eftir að hafa innbyrt ólyfjan, en gerðu ekkert til að stöðva Richmond og Mays þegar þeir báru hana meðvitundarlausa út. „Ég sá hvernig hún var að verða sífellt ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið. Hún gat ekki gengið,“ sagði 16 ára stúlka, Farrah Marcino. Anthony Craig, 18 ára, sagði að hún hefði ekki sýnt nein viðbrögð og að Richmond og Mays hefðu borið hana út. „Hún vildi fara með Trent. En við sögðum við hana. Þú vilt ekki gera þetta. Þú ættir ekki að fara með þeim,“ sagði Anthony. „Ég leyfði henni bara að gera það sem hún vildi, sem ég skil nú að var rangt af mér.“ Saksóknarinn í Ohio er sammála. Hann lætur nú rannsaka hvort hægt verði að ákæra ungmennin sem gerðu ekkert til að sporna gegn eða stöðva árásina. mikael@dv.is Hermdi eftir hryllingsmynd Richard Hamilton, heimilislaus maður í Bretlandi, var dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar fyrir að pynta mann til dauða í þeim til­ gangi að komast yfir leyninúmer að bankareikningi fórnarlambs­ ins svo hann gæti keypt fíkniefni. Málið vakti mikinn óhug enda hermdi maðurinn eftir atriði í sjöttu Saw­hryllingsmyndinni. Píndi hann fórnarlambið sitt í þó nokkurn tíma með því að reyna að skera í sundur hrygg þess. Hafði hann þar á undan stungið fórnar­ lambið sautján sinnum. Allt þetta gerði Hamilton í von um að ná 45 þúsund krónum af bankareikningi mannsins. Herferð gegn hvalbeinsklámi „Sem móðir og kennari þykja mér þessi „listaverk“ verulega ósmekk­ leg og krefst þess að þau verði fjar­ lægð,“ segir siðvandur kennari, Ann Pimentel frá Vancouver í Kanada, sem hafið hefur herferð gegn því sem hún kallar hval­ beinsklám. Um er að ræða 19. ald­ ar nektarmyndir sem hvalveiði­ menn ristu í hvaltennur og bein og eru nú til sýnis í sjávardýrasafni borgarinnar. Herferðin hefur þó hingað til gert lítið annað en að vekja miklu meiri áhuga á sýn­ ingunni. Safnið hefur engin áform um að verða við kröfu kennarans. Bannaður frá bókasöfnum Tyree S. Carter, 20 ára Bandaríkja­ manni, hefur verið meinaður að­ gangur að öllum bókasöfnum á jarðríki, eins og dómari orðaði það, eftir að hann var tekinn fyrir að fróa sér á bókasafni í Wisconsin í Bandaríkjunum. Carter er sagður hafa fróað sér fyrir framan gesti á bókasafninu árla morguns í byrjun mars og ekki farið dult með. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var hann upptekinn við lestur og þóttist ekki kannast við neitt. Að lokum gaf hann sig og baðst afsökunar á athæfinu, þá sagðist hann aldrei hafa gert neitt þessu líkt áður. Hann hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi og til að greiða 11 þúsund dollara fjársekt. Þá var niðurstaða dómarans sú að honum skyldi meinaður aðgang­ ur að öllum bókasöfnum heims­ ins. Ekki er vitað hvernig slíkt bann gengur fyrir sig eða af hverju dómarinn telur sig þess umkom­ inn að banna Carter aðgang að bókasöfnum í öðrum löndum en ljóst er að Carter þessi mun ekki verða aufúsugestur í bandarískum bókasöfnum í bráð. H eba al­Shamary var leyst úr haldi í síðustu viku eftir fjögurra ára fangelsisvist í Írak. „Ég var pyntuð og mér var ítrekað nauðgað af íröksk­ um öryggissveitum,“ sagði hún í við­ tali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera. „Ég vil að heimurinn viti hvað ég og aðrar írakskar konur í fangelsum höf­ um þurft að þola síðustu ár. Þetta hefur verið hreint helvíti.“ Líkamshlutar brenndir Heba var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja hryðjuverk. Saga hennar virðist aðeins vera toppur­ inn á ísjakanum en í skýrslu frá Amn­ esty International kemur fram að pyntingar og mannréttindabrot séu daglegt brauð í írökskum fangelsum, og beri bæði öryggissveitir stjórn­ valda og hernámsöflin í landinu ábyrgð. Í skýrslunni segir ung kona frá því hvernig 18 ára frændi hennar var handtekinn, barinn með járnstöng­ um og niðurlægður auk þess sem trúarskoðanir hans voru hafðar að skotspæni. „Svo notuðu þeir rafmagn til að brenna á honum ýmsa líkams­ hluta,“ sagði konan. Frændi hennar sat í gæsluvarðhaldi í fjögur ár en hann var handtekinn á grundvelli lagaákvæðis sem heimilar stjórn­ völdum að handtaka og taka af lífi þá sem eru grunaðir um glæpi á borð við hryðjuverk, mannrán og morð, en jafnframt smávægilegri brot, til dæmis eignaspjöll. Andlitin afskræmd „Þeir létu aðra fanga standa berfætta á sjóðheitri gangstétt á írökskum sumardegi, og þeir fengu ekkert vatn fyrr en það leið yfir suma þeirra,“ segir frænka drengsins. „Aðrir voru teknir afsíðis, bein þeirra brotin og andlitin afskræmd með hníf. Svo var þeim kastað aftur í fangaklefana til að aðrir fangar sæju hvað gæti hent þá.“ Drengurinn var pyntaður daglega vegna þess að hann neitaði að játa að hafa framið glæp sem hann hafði ekki framið. Að lokum skrifaði hann undir yfirlýsingu þar sem hann játaði á sig brotin. Hann er enn í fangelsi og seg­ ist vera pyntaður af hermönnum sem hafi stungið úr honum annað augað. „Gat ekki pissað“ Yousef Abdul Rahman hefur einnig hræðilega sögu að segja af vist sinni í íröksku fangelsi. „Þeir helltu yfir mig köldu vatni og gáfu mér raflost,“ sagði hann í viðtali við Al Jazeera. „Mörgum föngum var nauðgað með prikum og flöskum. Ég sá blóðið á líkama þeirra.“ Ahmed Hassan, 43 ára leigubílsstjóri, varð einnig fyrir barðinu á öryggis­ sveitum stjórnvalda, en hann var lok­ aður inni í litlum fangaklefa ásamt að minnsta kosti 100 öðrum föngum. Reglulega voru fangar sérstaklega valdir og teknir út úr klefanum til að þola pyntingar. „Ég var neyddur til að drekka gríðarlegt magn af vatni og svo var bundið fyrir typpið á mér svo ég gat ekki pissað.“ Þá segist hann hafa verið hengdur upp og hýddur auk þess sem neglurnar hafi verið skorn­ ar af honum. Há tíðni dauðarefsinga Sögur á borð við þessar eru algengar í Írak nútímans. „Bardaginn frá 2004 stendur enn yfir. Í stað þess að kljást við bandaríska hermenn erum við að berjast við Maliki, ranglæti og spill­ ingu,“ sagði Sheikh Khaled Hamoud Al­Jumaili, sem skipulagt hefur kröfugöngur gegn forsætisráðherra Íraks, Nouri al­Maliki, og stjórn hans. Fáar þjóðir búa við jafn háa tíðni dauðarefsinga og Írakar en á síðustu átta árum hafa um það bil 3.000 manns verið dæmdir til dauða í landinu. 447 aftökur hafa farið fram á tímabilinu og voru 129 fangar hengdir í fyrra. Stjórn Maliki hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þetta af Sameinuðu þjóðunum og ótal mannréttindasamtökum. n n Föngum ítrekað nauðgað n Kvenfangi rýfur þögnina Hrottalegar pyntingar í írökskum fangelsum Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Alræmdur forsætisráðherra Nouri al-Maliki er forsætisráðherra Íraks en þar tíðkast enn svívirðileg mannréttindabrot. Kastað aftur í klefann „Aðrir voru teknir afsíðis, bein þeirra brotin og and- litin afskræmd með hníf. Svo var þeim kastað aftur í fangaklefana til að aðrir fangar sæju hvað gæti hent þá.“ MYND: REUTERS „Ég vil að heimurinn viti hvað ég og aðrar írakskar konur í fang- elsum höfum þurft að þola síðustu ár. Þetta hefur verið hreint helvíti. Dæmdir Trent Mays og Ma‘Lik Richmond voru dæmdir fyrir nauðgunarárásina í Steuben- ville. En spurt er um ábyrgð þeirra sem gerðu ekkert til að stöðva þá. MYND: REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.