Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Qupperneq 8
K
atrín Jakobsdóttir var kosin
formaður Vinstri grænna
með nánast öllum greidd
um atkvæðum á lands
fundi flokksins í lok febr
úar. Steingrímur J. Sigfússon hafði
verið formaður flokksins í 14 ár eða
frá því að flokkurinn var stofnaður
árið 1999. Katrín settist á þing árið
2007 og hefur nú verið mennta
málaráðherra í rúm fjögur ár.
Segja má að Katrín hafi síst tekið
við öfundsverðu hlutverki sem for
maður Vinstri grænna. Flokkurinn
náði inn 14 þingmönnum í síð
ustu alþingiskosningum árið 2009
og hlaut flokkurinn 22 prósent
greiddra atkvæða. Í síðustu mæl
ingum Þjóðarpúls Gallup í byrjun
mars mældust Vinstri græn hins
vegar með 7,4 prósenta fylgi og
hafði flokkurinn ekki mælst lægri í
könnunum í áratug.
Formannskiptin virðast hins
vegar hafa haft jákvæð áhrif á fylgi
flokksins sem hefur verið að aukast
og sem dæmi mældist það 11,8
prósent í síðustu könnun Frétta
blaðsins og Stöðvar 2. Þó verður
að teljast líklegt að vandræði ríkis
stjórnarinnar vegna stjórnarskrár
málsins séu síst til þess fallin að
auka fylgi ríkisstjórnarflokkanna.
Vilja ábyrga efnahagsstjórn
Í samtali við DV segir Katrín Jakobs
dóttir að í komandi alþingis
kosningum verði fólk að kjósa
stjórnmálahreyfingu út frá þeim
málefnum og gildum sem þær
standa fyrir. „Vinstri græn hafa
staðið fyrir það og sýnt í verki að
við höfum aukið jöfnuð í samfé
laginu. Tekið á hruni hagkerfis
ins með ábyrgum hætti og náð ár
angri í ríkis fjármálum. Það sem sjá
má á verkum okkar síðustu ár er
að við höfum haft mjög skýr gildi
að leiðarljósi. Farið blandaða leið
niðurskurðar og skattahækkana.
Forðast einkavæðingu og reynt að
tryggja bæði jöfnuð og félagslegt
réttlæti og hagsmuni umhverfisins
í þeirri vegferð,“ segir hún aðspurð
af hverju fólk ætti að kjósa Vinstri
græn frekar en aðra flokka.
Það sé markmið Vinstri grænna
að halda áfram leið ábyrgrar efna
hagsstjórnar. „Þá viljum við nýta
það svigrúm sem gefst til að byggja
upp en þar nefni ég sérstaklega heil
brigðismál og menntakerfið. Þessir
málaflokkar voru mjög aðþrengdir
fyrir bankahrunið en við teljum að
það sé brýnt að fara í uppbyggingu
á bæði heilbrigðis og mennta
kerfinu,“ segir Katrín.
Því virðist sem Vinstri græn
séu mun sparsamari á stór loforð
í kosningabaráttunni en eins og
kunnugt er hafa sem dæmi bæði
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram
sóknarflokkurinn boðað aðgerðir
til lækkunar á íbúðalánum lands
manna. Það hafa Dögun og Hægri
grænir einnig gert. „Það er mín
skoðun að ef maður er raunsær og
horfir á það svigrúm sem verður
fyrir hendi þá er ekki hægt að lækka
skatta, bæta ríkisrekstur og fella
niður skuldir. Fólk verður að átta
sig á því að það verður ekki svigrúm
til að gera þetta allt saman,“ segir
Katrín um sum þeirra kosningalof
orða sem hafa vakið einna mesta
athygli að undanförnu.
Erfitt kjörtímabil
Mikið hefur mætt á núverandi ríkis
stjórn á kjörtímabilinu sem brátt er
á enda. Líklega hefur engin ríkis
stjórn tekið við erfiðari búi en Sam
fylkingin og Vinstri græn gerðu í
upphafi árs 2009. Mörg umdeild
mál hafa komið til kasta þingsins
og má þar nefna aðildarumsóknina
að Evrópusambandinu, Icesave
málið, breytingu á fiskveiðistjórn
unarkerfinu og nú síðast stjórnar
skrármálið. „Undanfarin fjögur ár
hafa verið krefjandi og vægast sagt
viðburðaríkir tímar í íslenskum
stjórnmálum. Viss rússíbanatilfinn
ing í stjórnmálunum hefur verið
erfið. Tímabilið hefur einkennst
af ákveðnum átökum og stórvið
burðum en þetta er hlutskipti sem
við völdum okkar. Við tókum þeirri
áskorun að takast á við banka
hrunið,“ segir Katrín.
Átök um ESB
Líklega hafa fá mál reynt meira á
þingflokk Vinstri grænna en aðildar
umsóknin að Evrópusambandinu.
Það auk átaka um önnur mál leiddi
til þess að fjórir þingmenn Vinstri
grænna sögðu sig úr flokknum á
kjörtímabilinu en einnig má nefna
að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lét
af þingmennsku um síðustu áramót.
Það kom því nokkuð á óvart þegar
landsfundur flokksins samþykkti
í lok febrúar ályktun um að ljúka
skyldi aðildarviðræðunum við ESB.
Þjóðin fái síðan að kjósa um niður
stöður aðildarviðræðnanna.
„Það er auðvitað eðlilegt að
það séu einhver átök innan stjórn
málahreyfinga en þau hafa vissu
lega verið mikil innan Vinstri
grænna á kjörtímabilinu. Það hefur
auðvitað haft áhrif á fylgi flokksins
í skoðanakönnunum,“ segir Katrín.
Að hennar mati hefur hins vegar ríkt
góður andi innan Vinstri grænna
upp á síðkastið og fólk sé ákveðið í
að þjappa sér saman fyrir komandi
kosningar.
Skipting auðlindanna stórmál
Þegar Katrín er spurð hvaða mál séu
henni persónulega mikilvæg nefnir
hún umhverfis og auðlindamálin
og atvinnumálin. „Mitt hjartans mál
er að við höldum áfram að byggja
upp atvinnulíf eins og við höfum
verið að reyna að gera á fjölbreytt
um stoðum. Það lít ég á sem stærsta
umhverfismálið. Að allt traust sé
ekki sett á stóriðjuframkvæmdir
sem mér finnst því miður ennþá
alltof fyrirferðarmiklar í íslenskum
stjórnmálum. Ákveðnir flokkar vilja
alltaf fara í stóru lausnirnar og stór
iðjuna. Við höfum hins vegar sýnt
það á sviði skapandi greina og í
nýsköpun og þekkingariðnaði að
á þeim sviðum er hægt að sækja
miklu meira fram og ganga um leið
minna á náttúruauðlindir þjóðar
innar,“ segir hún.
Í þessu samhengi er áhugavert
að nefna umfjöllun Kastljóss á
miðvikudaginn um að álfyrirtækin
Alcoa og Norðurál hafi borgað litla
sem enga tekjuskatta hér á landi
á undanförnum árum. Þá hefur
Indriði H. Þorláksson bent á það
á bloggi sínu á Eyjunni að mikil
breyting hafi orðið á samningum
við stóriðjuna þegar samið var um
álverið á Reyðarfirði.
„Skipting arðsins af náttúruauð
lindunum verður áfram stórmál í
íslenskum stjórnmálum á næstu
árum. Umræða Kastljóss um litlar
skattgreiðslur álfyrirtækjanna sýnir
þá stefnu sem hér var og þá samn
inga sem voru gerðir sem ekki er
hægt að breyta. Þetta er auðvitað
þvert á það sem við höfum verið að
gera, til dæmis með setningu veiði
gjaldsins, sem hefur verið umdeilt
í samfélaginu. En það er einmitt
sett til þess að koma á því kerfi að
þeir sem fá leyfi til að nýta auðlind
ir greiði af því eðlilega rentu. Þetta
finnst mér vera eitt af stóru málun
um, þegar við lítum til baka, hvað
núverandi ríkisstjórn hefur gert,“
segir Katrín.
Kappsmál að hafa konur í
forystu
Af fimm stærstu stjórnmálaflokk
unum á Íslandi er það einungis hjá
Vinstri grænum sem kona er for
maður. Aðspurð um þetta atriði
segir Katrín að það komi sér nokkuð
á óvart hversu fáar konur séu í for
ystusæti hjá íslenskum stjórnmála
flokkum. Einnig má nefna að stuttu
eftir að Katrín var kjörinn formaður
Vinstri grænna kallaði leiðarahöf
undur Morgunblaðsins, sem flest
ir telja að hafi verið Davíð Oddsson
í það skiptið, hana gluggaskraut.
Þegar Katrín er spurð hvort hún
hafi tekið þessari gagnrýni illa segir
hún þetta bara hafa verið hlægilegt.
Þetta lýsi þó ákveðnu viðhorfi sem
enn ríki gagnvart konum í stjórn
málum á Íslandi. „Fyrir mér var
þetta eins og að lesa 30 ára gamlan
leiðara sem ætti ekki heima árið
2013,“ segir hún.
Hún segir það hafa gert sig stað
fastari femínista að hafa starfað
sem atvinnustjórnmálamaður síð
astliðin sex ár. „Það skiptir máli að
ungar konur taki þátt í stjórnmálum
og þær þurfa að eiga fyrirmyndir
sem þær líta upp til. Það ætti því að
vera kappsmál fyrir alla stjórnmála
flokka að flagga öflugum konum í
forystu sinni,“ segir Katrín. Aðspurð
hversu lengi hún ætli sér að vera á
þingi segir hún erfitt að svara því.
Stefnan núna sé þó að vera eitt kjör
tímabil í viðbót. „Mér reynist yfir
leitt erfitt að hugsa langt fram í tím
ann. Það hefur hins vegar verið mín
skoðun á þingmennska sé ekki ævi
starf og ég er enn þeirrar skoðunar,“
segir hún.
VG nauðsynlegur flokkur
Aðspurð um stöðu Vinstri grænna
segist hún ekki í nokkrum vafa
um að stjórnmálaflokkur eins og
Vinstri græn sé nauðsynlegur á Ís
landi. Þrátt fyrir mikinn fjölda af
stjórnmálaframboðum þessa dag
ana hafi Vinstri græn enn mikla
sérstöðu. Ef horft er á málefnaskrá
flokkanna þá eru Vinstri græn sá
flokkur sem leggur mesta áherslu á
umhverfismál og á dýpstar rætur í
hugmyndafræði sjálfbærrar þróun
ar. „Við stöndum enn skýrast í frið
arstefnu og andstöðu við hernaðar
bandalag. Á sama tíma erum við sá
flokkur sem stendur fremst í kven
frelsismálum auk þess að byggja á
stefnu um félagslegt réttlæti. Ég tel
því að sú stefna sem Vinstri græn
mörkuðu sér við stofnun árið 1999
sé ennþá býsna sérstök.“
Viss vonbrigði með
stjórnarskrármálið
Heildarendurskoðun á stjórnar
skránni var eitt af helstu stefnu
málum núverandi ríkisstjórnar.
Árni Páll Árnason, formaður Sam
fylkingarinnar, hefur að undan
förnu verið gagnrýndur fyrir að
leiða stjórnarskrármálið í ógöngur
en margir vilja meina að Alþingi
hafi verið gefinn of knappur tími til
að ljúka málinu á núverandi kjör
tímabili.
„Það er enn til umræðu í þinginu
og við eigum eftir að sjá hvernig
stjórnarskrármálinu lyktar. Það er
ljóst að ég, Árni Páll Árnason og
Guðmundur Steingrímsson gerð
um ákveðna tilraun til að koma mál
inu í ákveðinn farveg. Sú tilraun hef
ur ekki enn borið árangur og ég er
auðvitað býsna vonsvikin með það.
Vinstri græn hafa alfarið staðið með
því að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrár
og við höfum líka verið raunsæ með
að það er ekki einungis núverandi
þing sem ræður því,“ segir Katrín.
Að hennar mati hefði verið betra að
hafa meiri tíma á lokasprettinum
fyrir stjórnarskrármálið. Því sé ekki
hægt að neita. Það breyti því þó
ekki að mikil vinna hafi þegar far
ið fram við endurskoðun á stjórn
arskránni. Þá hafi það verið óvenju
legt við málið hversu stór hluti þess
hafi verið unnið utan veggja Al
þingis. n
8 Fréttir 25. mars 2013 Mánudagur
n Óraunhæf loforð um skattalækkun og niðurfellingar n Átök tekið sinn toll
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„Fólk verður að átta
sig á því að það
verður ekki svigrúm til að
gera þetta allt saman.
Líkingin við gluggaskraut
hlægileg Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstri grænna,
segir að sér hafi fundist það
hlægilegt þegar leiðarahöfundur
Morgunblaðsins líkti henni við
gluggaskraut. Mynd: SiGtryGGur Ari
Fylgi Vinstri grænna 2003 – 2013
2003 2007 2009
Fylgi 8,8% 14,3% 21,7%
Þingmenn 5 9 14
VG vilja ábyrga
efnahagsstjórn