Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Qupperneq 23
1. sæti Jón Gnarr „Einlægur húmoristi með steiktan og grillaðan húmor. Gerir gríni sínu oftar en ekki skil með vandlega út- hugsuðum kaldhæðnisglósum. Það er alltaf stutt í brosið hjá þessum hnyttna borgarstjóra.“ „Hann sagði einn stærsta og besta brandara allra tíma með Besta flokknum og sá brandari er langt í frá búinn.“ „Borgarstjórinn er ennþá á toppnum þrátt fyrir mikla nýliðun í bransan- um undanfarin ár. Hann er ekki bara fyndnasti maður landsins heldur einnig besti stjórnmálamaður lands- ins. Geri aðrir betur.“ „Einlægur, sannur, uppátækjasamur og hrikalega fyndinn. Hef elskað hann í gegnum útvarp og sjónvarp og sem borgarstjóra.“ „Er einhvern veginn galdrakarl þegar kemur að gríni. Alltaf ófyrir- sjáanlegur og náttúrufyndinn.“ 2.–4. sæti Ari Eldjárn „Styrkur Ara felst í auðmýkt; hann er ekki að setja sig á háan hest gagn- vart þeim sem á undan honum voru. Það gerir að verkum að honum tekst að nýta sér það besta – hann hefur ákaflega kómíska (og græskulausa) sýn á veröldina og honum er við brugðið fyrir eftirhermueiginleika sína.“ „Fyrsti maðurinn til að mastera al- mennilega uppistand með einföld- um bröndurum úr hversdagslífinu fluttum á snjallan hátt. Ótrúlegar tímasetningar og hann hefur gott tak á gríni.“ „Brjálæðislega fyndinn og það of- anmittis. Hann er „clean comic“ sem er tífalt erfiðara, samt nær hann að vera á heimsmælikvarða.“ „Ótrúlega snjall húmoristi sem set- ur einfalda hluti í stærra samhengi. Kemur auga á það fyndnasta í hinu smæsta. Vekur með snilligáfu athygli á hlutum sem maður getur hæglega látið fram hjá sér fara. Hefur djúpan og þroskaðan skilning á mannlegu eðli og innviðum samfélagsins – og bendir á með kómískum hætti.“ 2.–4. sæti Edda Björgvinsdóttir „Langfyndnasta kona Íslands frá upphafi. Með tímasetningar sem fáir á Íslandi eiga roð í. Getur leikið allt og gerir allt fyndið.“ „Fáránlega fyndin. Úreldist bara ekki og bara við það eitt að sjá hana fer maður í gott skap.“ „Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á fyndnustu konu heims. Hárbeittur húmoristi, ótrúlega fyndin og sannkallaður gleðigjafi.“ „Bara að geta gert karakter úr mann- eskju sem notar málshætti og orðtök á rangan og sprenghlægilegan hátt, eins og Bibba á Brávallagötunni, er eitt og sér nóg til að fá fálkaorðuna fyrir grín. En Edda er svoooo fyndin.“ 2.–4. sæti Pétur Jóhann Sigfússon „Vá. Sama hvort hann er í karakter eða bara mætir á svæðið kemur hann öllum í gott skap.“ „Einn sá allra besti. Það er eigin- lega alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur – hann er alltaf drep- fyndinn.“ „Þarf ekki einu sinni að opna munn- inn, bara að mæta á svæðið. Klár- lega fyndnasti maður landsins!“ „Notar sjálfan sig mikið í gríni og besta grínið er oft að gera grín að sjálfum sér. Þar er Pétur konungur.“ 5.–6. sæti Anna Svava „Hefur heillað mig mikið undanfar- ið. Ótrúlega orðheppin og fær mann einfaldlega til að brosa með því að mæta á svæðið.“ „Með fyndna rödd, orðheppin og það er bara eitthvað mikið kómískt við týpuna.“ „Getur gert grín að sjálfri sér. Besti uppistandari sem ég hef séð.“ 5.–6. sæti Halldór Högurður „Ég væri til í að eiga bara 10% af heilanum hans. Yndislegur!“ „Alt muligt mand. Það magnaða með Halldór er að hann kemst upp með háð og grín sem í annarra manna meðförum væri kvikyndis- legt og yfir strikið. En Halldóri fyrir- gefst allt slíkt. Enda er hann svo yfir- gengilega fyndinn.“ „Ég nýt þeirrar gæfu að vera Face- book-vinur Högurðar en á síðunni hans er beitt þjóðfélagsgagnrýni í formi orðaleikja eða klippimynda. Í raun er veggurinn hans hæfur til útgáfu. Ég er viss um að aðkoma hans að einu skemmtilegasta ára- mótaskaupi frá upphafi (2009, minnir mig) hafi skipt sköpum.“ 7.–13. sæti Björk Eiðsdóttir „Hún er með uppáhaldshúmorinn minn.“ „Brilleraði í Dyngjunni, sjónvarps- þætti á Skjá Einum. Laumaði út úr sér áreynslulaust fyndnum og beitt- um athugasemdum sem fengu mig til að grenja úr hlátri. Vona að ein- hver hafi vit á að koma henni í sjón- varp aftur.“ 7.–13. sæti Helga Braga „Bara andlitið og svipbrigðin sem hún getur kallað fram eru nóg til að koma mér í gröfina á góðum stund- um. Ótrúlega fyndin og skemmtileg. … Var svo stórkostleg í Fóstbræðrum að ég tók oft andköf af hlátri.“ „Mögnuð leikkona. Þessi næmni á kúnstpásur, smágeiflur sem segja meira en þúsund orð og fleiri smáleg tækniatriði sem hún kann upp á tíu.“ 7.–13. sæti Pétur Jesús „Fáránlega fyndinn – og ekki bara út af því að hann er rauðhærður. Með hrikalega góða tímasetningu og kann brandara fyrir hvert tilefni.“ „Ekki bara góður söngvari og lagahöfundur, heldur líka mikill húmoristi og bráðfyndinn.“ 7.–13. sæti Hugleikur Dagson „Fyndinn.“ „Ógeðslega fyndinn. Það er ekkert betra en að geta fylgst með fólki sem skilur hann ekki á uppistandi. Það er fyndnast í heimi.“ 7.–13. sæti Andri Freyr „Hann hefur ekkert fyrir því að vera fyndinn.“ „Segir bara allt sem honum sýnist. Er fáránlega fyndinn og með skemmtilegar pælingar. Ég er oft ein að keyra og hlusta grenja úr hlátri.“ 7.–13. sæti Svavar Örn „Með þeim fyndnari. Á bestu „one linerana“ í bænum. Ég veit ekkert skemmtilegra en að fara í klippingu til hans og enda með verki í and- litinu af hlátri þegar ég fer út. Allir elska hann og ég mest.“ „Uppistandari af guðs náð en á bara eftir að koma út úr grínskápnum. Keyri stundum út af á leið í vinnuna þegar hann er segja eitthvað fyndið.“ 7.–13. sæti Sólmundur Hólm „Það er alveg sama hvað hann læt- ur út úr sér … það vella út úr honum gullmolarnir og húmorinn.“ „Algjör snillingur í húmor. Fljótur að grípa fyndni úr loftinu og sjá spaugi- legu hliðina á öllu. Þegar hann byrj- ar þá vill engin að hann hætti.“ Fólk 23Mánudagur 25. mars 2013 „Með steiktan og grillaðan húmor“ DV leitaði til stórs hóps álitsgjafa í leitinni að fyndn- asta Íslendingnum. Fjölmargir komust á blað en það er borgarstjórinn sjálfur, Jón Gnarr, sem hlýtur titilinn Fyndnasti Íslendingurinn. Álitsgjafar Atli Fannar Bjarkason framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Birna Björnsdóttir danshöfundur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Ingibjörg Lárusdóttir flugfreyja Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður Karen Kjartansdóttir fréttamaður Karl Sigurðsson borgarfulltrúi Kristján B. Jónasson útgefandi Kiddi Bigfoot Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona Malín Brand fréttamaður Sævar Pétursson framkvæmdastjóri Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður Villi Goði Vera Sölvadóttir sjónvarpskona Þóra Sigurðardóttir fjölmiðlakona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.