Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 13
Erlent 13Mánudagur 25. mars 2013 Kveikti í snák og brenndi ofan af sér n Röð óheppilegra atvika í Texas S nákar eru ekki allra og margir bregðast ókvæða við þegar skriðdýrin verða á vegi þeirra og aðrir eru haldnir fóbíu gagnvart þeim á háu stigi. Kona ein í Liberty- Eylau í Texas greip til sinna ráða þegar einn slíkur heimsótti hana fyrir helgi. Hún og sonur hennar ákváðu að bera eld að hinum óboðna gesti en það átti heldur betur eftir að draga dilk á eft- ir sér. Konan hellti bensíni á snákinn, sem hún lýsti sem stórum og svörtum, en það kom síðan í hlut sonarins að kveikja í dýrinu. Þá hitnaði verulega í kolunum. Snákurinn brást við íkveikj- unni með því að flýja inn í runna milli heimilis mæðgnanna og nágranna. Þaðan barst eldurinn fljótt um óslegið og skrjáfþurrt grasið á bletti þeirra og æddi eldurinn í átt að heimili þeirra. Þar læsti hann sig í húsið og þá voru góð ráð dýr. Hringt var á neyðarlínuna og þar lýsti innhringjandi því að húsið stæði í ljósum logum. Til að bæta gráu ofan á svart þá var konan víst nýbúin að kaupa hús- ið og hugðist flytja inn og þrátt fyrir að allt tiltækt slökkvilið í bænum og nærliggjandi bæjum mætti á vettvang tókst ekki að bjarga því. Það brann til kaldra kola. „Ég býst bara við að henni sé virkilega illa við snáka,“ sagði David Wesslehoft, slökkviliðsstjóri Liberty- Eylau, um málið. Hús nágrannans skemmdist einnig töluvert í brunanum en það tókst þó að bjarga því að mestu. Samkvæmt frétt CNN er málið nú rannsakað en ekkert er vitað um örlög snáksins. BERST GEGN EKKJU- KYNLÍFI Í MALAVÍ L ögfræðingurinn og mann- réttindasinninn Seodi White reynir nú að binda endi á svokallaða ekkjuhreinsun í heimalandi sínu Malaví í Afríku. Þetta er siður sem er að mestu stundaður í suðurhluta landsins þar sem ekkjum er ætlað að hafa samræði til að hreinsa sig af anda látinna eiginmanna sinna. „Því er trúað að ef ekkja sefur ekki hjá öðrum manni herji andi látins eiginmanns hennar á hana og leggi bölvun yfir fjölskyldu hennar,“ segir White í samtali við banda- rísku fréttastofuna CNN um málið. White segir konurnar ekki vera neyddar beint til samræðis við aðra menn. Hins vegar er þetta svo mikil hjátrú í þessum lands- hluta að ekkjurnar sjálfar biðja um að fá að sænga með mönnum eftir að eiginmenn þeirra hafa farið yfir móðuna miklu. „Þetta varðar hugarástand kvennanna. Ekkjurnar hafa sagt við mig að þær vilji ekki deyja. Þær vilji ekki raska hinstu hvílu eig- inmanns síns. Þær leiti því eftir hreinsun,“ segir White. Hreinsa gegn greiðslu Hún segir þennan sið auka líkurn- ar á útbreiðslu HIV-veirunnar því ekki má nota verjur við kynmökin ef hreinsunin á að takast. Þá sé búið að breyta þessum sið í hálf- gerðan iðnað. „Það eru menn sem hafa at- vinnu af þessum hreinsunum,“ segir White sem segir mennina rukka ekkjurnar um 50 dollara fyrir þjónustuna, eða sem nem- ur um sex þúsund og tvö hund- ruð íslenskum krónum, í landi þar sem lágmarkslaun fyrir heils dags vinnu ná ekki einum dollara. Síðustu misseri hefur ver- ið reynt að sporna við þessum sið og hefur verið höfðað til sam- visku þeirra sem þiggja greiðslu fyrir hreinsanirnar. „Sumir hafa í raun stigið fram og viðurkennt að hafa þegið greiðslu fyrir hreins- anir. En nú eru þeir smitaðir af HIV-veirunni og hættir. Þeir ferð- ast á milli þorpa til að fá aðra til að hætta þessari iðju,“ segir White. Dæmdar til fátæktar Þetta er ekki það eina sem ekkjurn- ar þurfa að hafa áhyggjur af eftir að eiginmenn þeirra eru fallnir frá. Þær eiga einnig á hættu að missa allar eignir eiginmannsins til ætt- ingja hans. Eftir standa ekkjurnar heimilislausar með börnin. „Fjölskyldumynstrið er þannig að konan er ekki talin skyld mann- inum þó svo hún giftist honum,“ segir White og eru því flestar ekkjur í landinu dæmdar til fátæktar. „Þegar eiginmaðurinn deyr koma ættingjar hans og taka hlutina sem hann keypti. Þeir líta ekki á þetta sem eignir fjölskyldunnar sem hann lætur eftir sig.“ White berst fyrir jafnrétti kynj- anna í Malaví þar sem nær helm- ingur kvenna gengur í hjónaband áður en átján ára aldri er náð. White ferðast um landið þar sem hún hvetur stúlkur til að halda áfram í skóla í stað þess að hætta námi og ganga í hjónaband. n n „Hreinsa sig “ af anda látinna eiginmanna“ n Eykur útbreiðslu HIV Á móti hreinsunum Seodi White berst fyrir jafnfrétti kynjanna og gegn svokölluð- um ekkjuhreinsunum. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Ekkjurnar hafa sagt við mig að þær vilji ekki deyja. Þær vilji ekki raska hinstu hvílu eiginmanns síns. Þær leiti því eftir hreinsun. Trúa á hreinsun Ekkjur í Malaví trúa margar hverjar að þær verði að hreinsa sig með kynlífi eftir fráfall eiginmannsins. Algjört klúður Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þennan eldsvoða megi rekja til snáks sem húseigendur ákváðu að kveikja í. Hýdd fyrir að vera nauðgað 15 ára stúlka á Maldíveyjum hef- ur verið dæmd til að undirgang- ast 100 svipuhögg á almanna- færi. Með því er verið að refsa henni fyrir að hafa verið nauðg- að árum saman af stjúpföður sínum en dómstólar skilgreina það sem „kynlíf utan hjóna- bands.“ Stjúpfaðirinn er sagður hafa barnað stúlkuna og drep- ið dóttur þeirra en ekki er út- lit fyrir að honum verði gerð refsing. Fjöldi mannréttinda- samtaka hefur skorað á forseta Maldíveyja að hlífa stúlkunni og breyta lögunum svo ekki verði aftur brugðist við sambærilegum málum með þessum hætti. Neita að gifta gagnkynhneigða Kirkjusöfnuðurinn Green Street United Methodist Church í Norð- ur-Karólínu hefur gripið til rót- tækra aðgerða til að berjast fyrir því að hjónavígslur samkyn- hneigðra verði lögleiddar í Bandaríkjunum. Mun kirkjan ekki gifta nein hjón fyrr en tek- in verða upp ein hjúskaparlög. Í söfnuðinum er nú þegar nokkur fjöldi samkynhneigðs fólks og að sögn prestsins, Kelly Carpenter, er lögð mikil áhersla á jafnrétti innan kirkjunnar. „Ég held að allir í okkar röðum séu mjög ánægðir með þetta framtak,“ sagði hann í viðtali við Fox News. Hvítir fremja frekar sjálfsmorð Hvítir Bandaríkjamenn eru lík- legri en svartir til að fremja sjálfs- morð með skotvopni, en blökku- menn eru líklegri til að verða skotnir til bana af öðrum. Þetta kemur fram í tölfræðisamantekt Washington Post sem setti ban- væn skot í samhengi við kynþátt og búsetu. Í ríkjunum Montana og Wyoming er hlutfall byssu- eigenda stærst og jafnframt sjálfsmorðstíðnin hæst. Öðru máli gegnir um Massa chusetts og New York þar sem færri eiga byssu og sjálfsmorð eru ekki nándar nærri jafn algeng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.