Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Síða 22
E llefu atriði tóku þátt í úrslit- um Músíktilrauna 2013 á laugardag og var hvert öðru glæsilegra. Jón Gnarr borg- arstjóri var á meðal kynna og aðstoðarmaður hans, Sigurður Blön- dal, rokkari og HAM-liði, var ekki langt undan. Dúettinn Vök fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum í ár. Í öðru sæti varð hljómsveitin In the Company of Men og hljómsveitin Aragrúi hreppti þriðja sæti. Yellow Void var valin hljómsveit fólksins. Þau Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson skipa dúett- inn Vök. Margrét, sem er 21 árs, syng- ur og leikur á gítar og hljómborð, en Andri, sem er 24 ára, leikur á saxó- fón og Ableton APC40-hljóðsarps- forrit og syngur bakraddir. Þau leika ljúfsára raftónlist með léttum söng. Það var salurinn sem valdi Vök áfram upp úr undanúrslitum nú fyrr í vikunni og voru fagnaðarlætin mikil þegar sigurinn var tilkynntur. Einstaklingar verðlaunaðir Á úrslitunum í kvöld voru líka veitt verðlaun fyrir efnilegasta gítarleik- inn, sem Hafsteinn Þráinsson í Ce- aseTone hlaut, og efnilegastan ba- ssaleik, sem Guðmundur Ingi Halldórsson í Sjálfsprottinni spé- vísi hlaut. Efnilegasti píanóleikarinn var valinn Ívar Hannes Pétursson í Elgar og efnilegasti trommuleikar- inn Björn Emil Rúnarsson í In the Company of Men. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir í hljómsveitinni Aragrúa var valin besti söngvari Músíktilrauna 2013 en besti rafheilinn Andri Már Enoksson í Vök. Sigurvegurum gengur vel Músíktilraunir voru fyrst haldnar 1982 og eru nú haldnar í 31. sinn. Sigurlaunin eru jafnan hljóðverstími með upptökumanni, auk annarra vinninga. Þó nokkrar sveitir sem hafa sigrað í keppninni hafa notið mikilla vinsælda. Það má með sanni segja um sveitina Of Monsters and Men, sem hafði sigur í keppninni árið 2010 og Agent Fresco sem sigr- aði árið 2008. Sveitin Samaris sem sigraði árið 2011 stendur í stórræð- um og tók nýverið upp myndband við lag sitt með leikurunum Ólafi Darra og Tönju Björk Ómarsdóttur í aðalhlutverkum og RetRoBot sem fór með sigur af hólmi í fyrra ári fylgdi eftir plötu sinni Blackout og tók þátt á Airwaves í fyrra. n kristjana@dv.is 22 Menning 25. mars 2013 Mánudagur Halldór Braga- son gerður að heiðursfélaga Blúshátíðin í Reykjavík var sett í Hörpu á laugardaginn. Við setn- ingu hátíðarinnar var Halldór Bragason gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur. Halldór, sem er upphafsmaður Blúshátíðarinnar, hefur unnið ötullega að vexti og viðgangi tón- listarstefnunnar á Íslandi. Hann hefur komið að blúshátíðum víða um land, staðið fyrir námskeiðum og kennt fjölda manns að njóta og spila blús. Ólöf söng í myrkvaðri borg Á laugardagskvöld á milli klukk- an hálf níu og hálf tíu var slökkt á öllum götuljósum í Reykjavík í tilefni af svokallaðri Jarðar- stund. Stund þessi er haldin í 7.000 borgum í 152 löndum og felst í því að slökkva sem flest ljós í klukkustund og heita sér því að leggja eitthvað á sig til að bæta umgengni við móður jörð, eins og það var orðað í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg. Ólöf Arnalds, sem er sérstakur vel- unnari verkefnisins, hélt kerta- ljósatónleika á Ingólfstorgi í til- efni af Jarðarstundinni. Sísý Ey að slá í gegn Sveitin Sísý Ey aflar sér mikilla vinsælda þessa dagana með lagi sínu Ain‘t Got Nobody. Eftir aðeins sólarhring í sölu á BandCamp-síðunni skaust sveitin í 15. sæti. Það eru systurnar Elín, Elísabet og Sigríður Eyþórsdætur sem mynda sveitina Sísý Ey. Sveitin var stofnuð að upplagi vinkonu þeirra, Carmenar Jóhannsdóttur, sem vildi fá systurnar til þess að vinna saman en allar eru þær hæfileik- aríkar söngkonur. Systurnar eru dætur söngkonunnar dáðu Ellen- ar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns. Sigurvegarar 1. sæti: Vök 2. sæti: In the Company of Men 3. sæti: Aragrúi Hljómsveit Fólksins: Yellow Void Einstaklingsverðlaun Gítarleikari Músíktilrauna: Hafsteinn Þráinsson / CeaseTone Bassaleikari Músíktilrauna: Guðmundur Ingi Halldórsson / Sjálf- sprottin spévísi Píanóleikari Músíktilrauna: Ívar Hannes Pétursson / Elgar Trommuleikari Músíktil- rauna: Björn Emil Rúnarsson / In the Company of Men Söngvari Músíktilrauna: Hulda Kristín Kolbrúnardóttir / Aragrúi Rafheili Músíktilrauna: Andri Már Enoksson / Vök Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Villta vestrið Rafdúettinn Vök sigraði n Jöfn keppni á Músíktilraunum í ár n Sigurvegurum oft vegnað vel Vök Dúettinn Vök sigraði í Músíktilraunum 2013 og tók við verðlaunafénu, 250 þúsund krónum. Sigurdúó á sviði Þau Margrét Rán og Andri Már á sviðinu. Þau spila melódíska raftónlist. Myndir prESSphotoS Besta söngkonan Hulda, söngkona Aragrúa, var valin besta söngkona keppninnar. Í öðru sæti In the Company of Men tók við verð- launum sínum af mikilli gleði. Í þriðja sæti Aragrúi lenti í þriðja sæti í keppninni. hljómsveit fólksins Yellow Void var valin áfram af salnum á úrslitakvöldinu. Með syni sínum Ham-liðinn og rokk- arinn Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmað- ur borgarstjóra, mætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.