Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Qupperneq 11
Fréttir 11Mánudagur 25. mars 2013
n Tveir Íslendingar létust í æfingaferð fallhlífarstökkvara í Flórída
SKÚLI MOGENSEN SLAPP
VIÐ 400 MILLJÓNA SKULD
700 milljóna
króna afsláttur
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð
herra greindi frá afslættinum sem
Björgólfsfeðgar fengu á Landsbank
anum í svari við fyrirspurn á Alþingi í
lok nóvember 2003. Þessi afsláttur
var tilkominn út af endurmatinu á
afskriftarþörf útlána Landsbankans.
Valgerður sagði í svari sínu við
fyrirspurninni: „Já, það hefur
verið gengið endanlega frá söluverði
bankanna. Söluverð Landsbankans
vegna sölu til Samsonar, sem var
45,8% hlutur, var 139 millj. dollara,
þ.e. um 12,3 milljarðar kr. miðað við
gengi dollarans þegar gengið var frá
samkomulaginu um kaupin. Síðan
hefur krónan styrkst gagnvart dollar.
Það kemur hins vegar ekki að sök því
að fjárhæðin er að fullu nýtt til að
greiða niður erlend lán. Í samræmi
við kaupsamninginn hafa sérstakir
trúnaðar endurskoðendur farið yfir
ólíkt mat samningsaðila á afskrifta
þörf Landsbankans. Niðurstaðan af
því mati er að lækka skuli kaupverð
bankans um 700 millj. kr. í samræmi
við kaupsamninginn.“
Samson greiddi því 11,6 milljarða
króna fyrir bankann í stað 12,3
milljarða króna, Skúli Mogen sen fékk
að minnsta kosti 400 milljóna króna
skuldaafskriftir í bankanum og var
meðal þeirra sem eignuðust OZ aftur
eftir þessar afskriftir í bankanum.
Afskriftirnar komu sér því hvorki illa
fyrir Björgólf Thor né Skúla en hins
vegar tapaði íslenska ríkið fjármunum
á þeim þar sem lækka þurfti söluverð
Landsbankans vegna afskrifta Skúla
og einhverra annarra viðskiptavina
Landsbankans sem fengið höfðu lán
frá ríkisbankanum með lélegum eða
engum tryggingum.
n Landsbankinn afskrifaði lán Skúla Magnússonar út af OZ n Seldi OZ aftur til Skúla
OZ svo aftur, ásamt nokkrum öðr-
um af lykilstjórnendum hjá OZ,
eftir þessa einkavæðingu Lands-
bankans. Tekið skal fram að Skúli
og Björgólfur Thor eru gamlir vin-
ir og viðskiptafélagar og fékk Skúli,
í félagi við aðra, að kaupa OZ út úr
bankanum eftir að búið var að yfir-
taka fyrirtækið og færa niður skuld-
ir fyrri eigenda þess.
Skúli flutti OZ til Kanada í kjöl-
farið á þeim eigendaskiptum,
byggði félagið upp áfram og seldi
það svo til finnska farsímarisans
Nokia árið 2008, samkvæmt frétt-
um sem sagðar hafa verið í hér-
lendum og erlendum fjölmiðlum.
Söluverðið á OZ hefur ekki verið
gefið upp en ætla má að það hafi
numið mörgum milljörðum króna.
Alls störfuðu um 220 manns hjá
OZ þegar fyrirtækið var selt. Starf-
semi OZ gekk á þeim tíma út á þró-
un samskiptalausna fyrir farsíma,
meðal annars því að gera ýmiss
konar vefpósts- og samskiptafor-
rit eins og Hotmail, Gmail og Live
Messenger aðgengileg í farsíma.
Í kjölfarið á þessari sölu kom
Skúli hingað til lands með fúlgur
fjár – um sex milljarða – og sagðist
reiðubúinn að fjárfesta hér á landi.
Þetta hefur hann gert svo um mun-
ar, meðal annars með kaupum á
stórum hlut í MP Banka og með
stofnun WOW air.
DV náði ekki Skúla Mogensen
við vinnslu greinarinnar. n
„Nú vilja allir
bara fara heim“
Í
slendingarnir sem létust í fall-
hlífarstökki í Flórída síðastliðinn
laugardag hétu Örvar Arnarson
og Andri Már Þórðarson. Andri
Már var 25 ára, fæddur 16. apríl
1987. Hann var ókvæntur og barns-
laus, námsmaður sem var „alltaf
svo glaður og með svo fallegt og
gott hjarta.“
Örvar var fæddur í Reykjavík 20.
nóvember 1972. Hann ólst upp í
Bústaðahverfi og sótti skóla í hverf-
inu. Örvar var mikill íþróttamaður
og stundaði fimleika með meist-
araflokki Ármanns á sínum yngri
árum. Hann lærði ungur múrverk
og starfaði við það þar til hann söðl-
aði um og fór til náms í bygginga-
tæknifræði og var á síðasta ári í
Syddansk Universitet í Danmörku.
Örvar hafði í fjölmörg ár starfað
sem fallhlífastökkskennari og rak
fyrirtæki í þeim geira ásamt fé-
lögum sínum. Hann var einn af
reynslumestu fallhlífastökkvurum
á Íslandi. Örvar var ókvæntur og
barnlaus.
Vindurinn truflaði ekki
Örvar og Andri Már voru í hópi Ís-
lendinga sem fóru utan í árlega
kennsluferð fallhlífastökksfélags-
ins Frjálst fall til Flórída. Hópurinn
hélt utan til þess að stunda og læra
fallhlífarstökk á vegum Skydive
City í bænum Zephyrills í nágrenni
við Tampa á Flórída.
Eins og fyrr segir þá var Örv-
ar vanur maður, kenndi fallhlíf-
arstökk og var afar fær stökkvari.
Andri Már hafði þó minni reynslu,
var byrjandi í faginu og átti aðeins
að baki sjö stökk í frjálsu falli. Sam-
kvæmt félaga þeirra voru þeir báðir
með „ævintýramennskuna í blóð-
inu.“
Þeir hófu daginn snemma á
laugardaginn og lögðu af stað í
sitt þriðja og síðasta stökk klukkan
hálf ellefu að morgni. Þá var orðið
vindasamt og í hópi fallhlífar-
stökkvara voru nokkrir sem hættu
við stökkið þar sem þeim leist
ekki á blikuna. Þeirra á meðal var
áttræður Bandaríkjamaður sem
ætlaði að fagna afmæli sínu með
vinum og vandamönnum með fall-
hlífarstökki en hætti við sökum
veðurs, eins og fram kom á Vísi á
sunnudag.
Alla jafna er þó stokkið í að-
stæðum sem þessum og með þeim
Örvari og Andra Má stukku um
tuttugu aðrir fallhlífarstökkvar-
ar, meðal annars nemi og kennari
frá Íslandi. Í yfirlýsingu frá fall-
hlífastökksfélaginu kemur fram að
hvorki skýjafar né vindur hafi átt
þátt í þessu slysi. „Um borð í sömu
flugvél var annað par kennara og
nemenda sem átti fullkomið stökk
án þess að veður hafi haft áhrif,
sama má segja um aðra stökkvara
sem voru um borð,“ segir í yfirlýs-
ingunni.
Undir það tekur Eric Hilde-
brand, leiðbeinandi hjá Skydive
City sem stökk á svipuðum tíma
og þeir Örvar og Andri Már. „Það
var hvasst en aðstæður samt ekki
óeðlilegar.“
Leitað lengi
Hvað olli slysinu er enn óljóst.
Samkvæmt upplýsingum frá
eiganda Skydive City höfðu æf-
ingar þeirra Örvars og Andra Más
gengið eins og í sögu. Þeir stukku
hvor í sínu lagi skoðun á búnaði
mannanna sýnir að aðalfallhlíf-
ar þeirra hafa ekki opnast. Sérstök
tölva á að sjá um að ræsa varafall-
hlífina í ákveðinni hæð og hún virð-
ist hafa gert það, en að öllum lík-
indum opnuðust varafallhlífarnar
of seint.
Þegar Örvar og Andri Már skil-
uðu sér ekki aftur eftir stökk-
ið hófst leit að þeim. Í um hálf-
tíma reyndu flugmenn á vegum
fyrir tækisins að finna þá en án ár-
angurs. Þeir höfðu því samband við
lögregluna í Zephyrhills sem hóf
leit að mönnunum. Þegar líða fór
á daginn, klukkan orðin hálf fjög-
ur og leitin hafði enn ekki borið ár-
angur var leitað til sýslumannsins í
Pasco-sýslu sem sendi sína menn
einnig á vettvang. Eftir um níu
klukkutíma leit var það svo þyrlu-
liðið sem fann þá báða í skóglendi
við flugvöllinn í Zephyrhills laust
fyrir miðnætti á laugardag.
Rannsóknardeild lögreglunnar
í Pasco-sýslu fer nú með rannsókn
málsins.
Harmi slegnir
Íslendingarnir sem eru enn úti eru
harmi slegnir og mikil sorg ríkir á
meðal þeirra. Fólk er enn í áfalli og
þarf að átta sig á því sem gerðist.
„Við tökum bara einn klukkutíma í
einu,“ segir aðstandandi eins þeirra.
„Vonandi er fólk búið að sofa eitt-
hvað í nótt og átta sig á hlutunum.
Þetta er bara svo ofboðslega erfitt
og það eru allir í rusli,“ sagði hann.
Á meðal Íslendinga í hópnum er
María Birta Bjarnadóttir, leikkona
og verslunareigandi. Móðir hennar,
Sigurlaug Halldórsdóttir, heyrði í
henni þegar í ljós kom að tveggja
úr hópnum væri saknað. „Þetta er
hörmulegt,“ segir hún. „Mín stúlka
er hólpin en allur hópurinn er
auðvitað í áfalli. Ég heyrði í henni
þegar ljóst var að tveir úr hópn-
um væru týndir. Af tillitssemi við
aðstandendur létu aðrir meðlim-
ir vita af sér. Svo heyrði ég í henni
aftur þegar í ljós kom að þeir voru
látnir. Þá voru auðvitað allir í alvar-
legu áfalli. Þau eru fjarri sínum
nánustu. Það er hver og einn á eig-
in vegum þarna úti og þau þekkjast
mismikið. Þau eiga því ofboðslega
bágt,“ segir hún.
Til stóð að vera úti fram á annan
í páskum segir Sigurlaug en þegar
dóttir hennar hringdi heim sagði
hún: „Nú vilja allir bara fara heim.“
Senda samúðarkveðju
Skydive City er afar vinsælt fyrir-
tæki á meðal fallhlífarstökkvara
og mikil aðsókn er í þjónustuna
þar. Það hafa þó áður orðið dauðs-
föll í stökkum á vegum fyrirtæk-
isins. Á nýársdag 2012 lést sextug
kona, Theresa Elaine McLaughlin,
í fallhlífarstökki þar. Hún hafði um
fimmtán ára reynslu af fallhlífar-
stökki og átti um 600 stökk að baki.
Tveimur árum áður lést sjötugur
karlmaður eftir slæma lendingu en
miklir vindar voru taldir skýra það.
Afar óvenjulegt er að tveir
stökkvarar látist í sama stökki.
Mikill fréttaflutningur hefur verið
af slysinu vestanhafs. Gísli Jónas-
son, prófastur, hefur verið í sam-
bandi við aðra fjölskylduna og seg-
ir að hún hafi verið slegin yfir því
að fá fréttirnar fyrst á netinu. „Hún
vissi að þeirra væri saknað en svo
var þetta komið inn um leið,“ sagði
hann í samtali við DV og segir að
það hafi verið sárt.
Eigandi Skydive City, TK Ha-
yes, sagði í samtali við RÚV að hug-
ur sinn og allra starfsmanna fyr-
irtækisins væri nú hjá vinum og
ættingjum þeirra sem létust. Hann
sagði að vel væri hugsað um þá Ís-
lendinga sem væru eftir í Zephyr-
hills og fyrirtækið sjái til þess að þá
vanhagi ekki um neitt.
Þá kom fram í fyrrnefndri yfir-
lýsingu frá fallhlífaklúbbnum að
hópurinn væri í nánu sambandi
við nánustu ættingja um úrvinnslu
og næstu skref. „Við vottum öllum
aðstandendum hinna látnu okkar
dýpstu samúð,“ sagði Hjörtur Blön-
dal fyrir hönd félagsins. n
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
„Við vottum öll-
um aðstandend-
um hinna látnu okkar
dýpstu samúð.
Andri Már Þórðarson
Var yngri en Örvar og
reynslu minni. Hann átti
aðeins sjö stökk að baki.
Þeirra er nú sárt saknað.
Örvar Arnarson var
einn reyndasti fallhlífar
stökkvari landsins og
mjög fær sem slíkur.