Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Page 18
M
ig hefur alltaf dreymt um
að fljúga heim og lenda
á Keflavíkurvelli,“ segir
Davíð Ásgeirsson, 29 ára
íslenskur flugstjóri hjá
flugfélaginu EasyJet, sem flaug jóm-
frúarflug á nýrri flugleið flugfélags-
ins á milli Íslands og Edinborgar í
Skotlandi.
„Ég var svo heppinn í gær, það
var heiðskírt yfir öllu Suðurlandinu
og ég gladdist yfir því að sjá til Mýr-
dalsjökuls yfir allt Suðurlandið og á
Langjökul, þetta var alveg frábært.“
Fyrsta minningin í æsku
Það er draumur margra, bæði
drengja og stúlkna, að fá að fljúga
um háloftin heimshornanna á milli.
En námið er dýrt og erfitt að komast
að hjá flugfélögunum. Davíð sagði
blaðamanni frá ferli sínum og gaf
góð ráð til verðandi flugmanna og
ferðalanga sem langar að nýta sér
nýjar flugleiðir flugfélagsins.
„Pabbi hafði átt þennan draum
líka og er með einkaflugmannspróf.
Þegar ég var fimm ára fékk ég að
koma með í flug og taka í stýrið á
vélinni. Þar kviknaði flugmanns-
draumurinn og þetta er líka mín
fyrsta minning úr æsku,“ segir Davíð
frá.
Hann segist hafa verið heillaður.
„Það er kannski lýsandi að þegar ég
var seinna í sveit í Landeyjum þá
lét ég mig dreyma þegar ég sá land-
græðsluvélina fljúga yfir túnin, gamla
Þristinn. Ég horfði þá upp í himininn
og ímyndaði mér að ég sæti í vélinni.“
Sparaði frá tólf ára aldri
Davíð segist hafa unnið frá tólf ára
aldri. Fyrst við blaðburð og seinna
á pítsustað. Hann safnaði sér ágæt-
um sjóði sem átti eftir að koma sér
vel síðar. „Þeir sem hafa tekið stefn-
una á flugnám verða að safna sér fé
og hlúa að eigin fjármálum. Flugnám
er mjög dýrt.“
Hann gekk í Menntaskólann við
Hamrahlíð og á valdögum í skól-
anum fór hann í starfskynningu til
Flugskóla Íslands. „Ég fór í korters-
hring og fannst það æðislegt. Eftir
það var ekki aftur snúið. Ég fór á fullt
í flugnám með náminu. Þegar ég
lauk stúdentsprófi hafði ég líka lokið
einkaflugmannsprófi.“
Dýrt nám
Davíð einsetti sér bæði að klára at-
vinnuflugmanninn og fara út til
náms. „Mér fannst meira spennandi
að fara til útlanda og nota tækifærið
og prófa að búa annars staðar.
Mér leist best á Oxford og ákvað
að stunda nám mitt þar og kláraði
atvinnuflugmanninn þar á einu ári.
Námið þar er mjög dýrt, en ég var
heppinn. Ég tók lán fyrir því og það
kostaði fimm milljónir. Á genginu í
dag myndi það kosta tíu milljónir.
Svo flugnám er vissulega dýrt!“
Fjölskylduvænt starf
Davíð varð svo flugstjóri 28 ára að
aldri – fyrir ári, í apríl í fyrra. Hann
vinnur á Gatwick-flugvelli og býr
í Brighton. Hann segir flugfélagið
fjölskylduvænt. „Það er mjög fjöl-
skylduvænt að vera flugmaður hjá
EasyJet.
Ég kem heim til mín á hverju ein-
asta kvöldi í kvöldmatinn þrátt fyrir
að fara stundum á tvo áfangastaði.
EasyJet lágmarkar tímann á jörðu
niðri við erum bara 25–30 mínútur
á jörðinni. Þess vegna gengur fyrir-
tækið vel. Þeir hámarka nýtinguna
og lágmarka kostnað fyrir starfs-
menn, þeir eru ekki að borga fyrir
hótel vegna gistinga. Við förum bara
heim til fjölskyldunnar. Allir vinna
og ég sé börnin mín á hverjum degi.
Þetta er starf sem að hentar mér
mjög vel.“ n
18 Lífsstíll 25. mars 2013 Mánudagur
Aðþrengd búkona rekur matarblogg
n Ree Drummond einbeitir sér að öðru en megrunaruppskriftum n Lifir í anda Lucille Ball
Á
matarbloggi Ree Drummond,
The Pioneer Woman, er að
finna fjöldann allan af matar-
uppskriftum og hætt er við að
lesendur kasti megrunaráróðri fyrir
róða og lifi í anda Lucille Ball, Vivien
Leigh og Ethel Merman. Ree not-
ar smjör og rjóma eins og hana lyst-
ir og skrifar leiðbeiningar sínar af
nákvæmni. En auk þess að vera góð-
ar eru leiðbeiningarnar hnyttnar að
hætti Lucille Ball sem Ree tiltekur
sem áhrifavald. Öllum leiðbeiningum
er auðvelt að fylgja og ljóst við lestur
þeirra að engu er logið um áhrif Lucille
Ball á þessa aðþrengdu búkonu.
Á síðunni má meðal annars finna
uppskrift að berjaböku, pítsum með
geitaosti, rabarbaramulningi með
rjóma og salsa-ídýfu.
Slóðin er: thepioneerwoman.com.
Berjabaka Á The
Pioneer Woman er til
dæmis að finna uppskrift
að dásemdar berjaböku.
Í eldhúsi sínu Ree segist vera aðþrengd eiginkona sem búi í sveit og lifi í anda Lucille Ball,
Vivien Leigh og Ethel Merman.
Um heiminn
frá 9 til 5
n Davíð er eini íslenski flugstjórinn hjá EasyJet n Hittir börnin sín öll kvöld
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Lét æskudrauminn rætast
Davíð Ásgeirsson, flugstjóri hjá
EasyJet, lét æskudrauminn
rætast og starfar hjá einu
stærsta flugfélagi heims.
MynD SigtRygguR aRi
ný flugleið
Flugfélagið EasyJet hefur hafið flug milli
Íslands og Edinborgar.
… og
svo heim
í matinn
Hvernig fær maður
ódýrasta flugfarið?
„Íslendingar hafa vanist því að bíða
eftir sprengitilboðum hjá íslenskum
flugfélögum, jafnvel alveg fram á
síðustu stundu, og þannig spara sér
aurinn.
EasyJet notast ekki við sömu
hugmyndafræði heldur virka hlutirnir
á þeim bænum einfaldlega þannig að
þeir sem bóka fyrst fá ódýrustu sætin.
Sérstök tilboð eru fátíð hjá flugfélaginu
en hins vegar er hægt að komast yfir
mjög ódýra flugmiða með því að bóka
mörgum vikum eða jafnvel mánuðum
fyrir brottför.“
Dæmi
EasyJet flýgur með yfir 60 milljónir
farþega á ári og sagt hefur verið frá því
að meðalhagnaður þess á hvern miða
sé aðeins 2 pund eða tæplega 400 kr.
íslenskar. EasyJet tapar því töluvert á
fyrstu sætunum sem seld eru í hverja
ferð, en græðir á þeim sem bóka rétt
fyrir brottför.
Íslensk hjón sem eiga heimili á tveimur
stöðum, í Edinborg og í Reykjavík, fóru
með jómfrúarfluginu á fimmtudags-
kvöldið. Hjónin hafa oft flogið með
EasyJet á öðrum flugleiðum og biðu eftir
að opnað væri fyrir söluna til Edinborgar
á vef EasyJet og keyptu sér svo flug með
tveggja vikna millibili, sex mánuði fram í
tímann. Með því að vera svona snemma
í því fengu þau, að eigin sögn, hvern
miða á í kringum 5.000 kr. Verðið var
sérstaklega lágt í tilefni þess að þarna
var verið að opna nýja flugleið.
Ráð frá
Davíð
Nýir möguleikar
í tengiflugi
EasyJet flýgur til yfir 130 áfangastaða
í yfir 30 löndum. En frá Íslandi flýgur
félagið til London, Manchester og
Edinborgar. Frá þessum borgum er
auðvelt að halda áfram lengra út í heim
með EasyJet en meðal áfangastaða eru
t.d. Kýpur, Egyptaland og Marokkó sem
allir eru vinsælir ferðamannastaðir.
Einnig vel þekktir ferðamannastaðir
eins og Alicante, Tenerife og Mallorca.
Íslendingar geta nú komist til þessara
áfangastaða á þægilegan og hag-
kvæman hátt, ef þeir bóka tímanlega.