Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Síða 6
6 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað „Persónulegur hégómleiki“ n Lét dæluna ganga í þrettán tíma S tefán Pálsson sagnfræðingur sló Íslandsmetið í ræðulengd á miðvikudaginn síðastliðinn þegar hann lét dæluna ganga í þrettán klukkustundir og 32 mínútur án þess að stíga úr pontu. Gjörningur- inn fór fram í Friðarhúsi og var við- fangsefni Stefáns teiknimyndasögurn- ar um Sval og Val. „Þetta var nú aðallega bara persónulegur hégómleiki,“ segir Stefán aðspurður hvað í ósköpunum honum hafi gengið til. „Mér datt þetta strax í hug þegar ég var í menntaskóla og talaði stundum um að gera þetta en flestum fannst þetta auðvitað tómt rugl. Svo hefur alltaf vantað tilefni. Ég kann ekki alveg við að láta dæluna ganga um endurminningar mínar eða eitthvað í þeim dúr,“ segir Stefán. „Svo kveiki ég á því fyrr á þessu ári að Svalur og Valur eigi 75 ára afmæli, en ég hef lengi haft áhuga á þeim og safnað teiknimyndasögunum. Svo ég ákvað að rifja upp sögurnar og slá til.“ Stefán er hæstánægður með hve margir létu sjá sig. „Það voru aldrei færri en svona 10 til 15 manns í hús- inu, líklega 40 þegar mest lét. Svo var einn sem entist allan tímann og á heiður skilinn.“ Stefán lifði daginn af upp við pontuna án þess að borða eða fara á klósettið. Aðspurður hvort hann hafi verið með þvaglegg hlær hann og segir: „Nei, nei, ég hafði ekki drukkið mikinn vökva. Hins vegar varð ég ansi svangur enda aðeins búinn að fá mér Cheerios-disk um morguninn.“ Stefán hafði einsett sér að halda samfellda ræðu í um sex tíma og ræna þannig metinu af Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem á heiðurinn af lengstu samfelldu ræðu Íslandssögunnar. Þekkt ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, sem Samband ungra sjálfstæðismanna gaf nýverið út á bók, var rofin bæði með hádegis- og kvöldverðarhléi á sínum tíma. „Eftir þessa sex tíma ákvað ég bara að halda áfram,“ segir Stefán. n - johannp@dv.is „Verða að sækja hann til saka“ Þ etta er bara fáránlegt, segir Páll Sverrisson um þá ákvörðun ríkissaksóknara að falla frá saksókn í máli sem Páll höfðaði á hendur lækni fyrir að nýta upplýsingar úr sjúkraskrá hans þegar hann varði sig fyrir siðanefnd læknafélagsins. Úrskurður siðanefndarinnar var svo birtur í Læknablaðinu haustið 2011 ásamt upplýsingum úr sjúkraskrá Páls. Þrátt fyrir að hann væri ekki nafngreindur voru upplýsingarnar að hans mati persónugreinanlegar, enda fékk hann símtal frá kunningja sínum sem þóttist þekkja hann á upplýs- ingunum. Refsilagabrot hjá lækninum Þrátt fyrir að ríkissaksóknari telji það refsilagabrot hjá lækninum að hafa nýtt upplýsingar um Pál í vörn sinni í ágreiningsmáli hjá siðanefndinni, þá er fallið frá sak- sókn í málinu. Er þar vísað til ákvæðis í lögum um meðferð saka- mála þar sem heimilt er að falla frá saksókn „ef brot hefur valdið sak- borningi sjálfum óvenjulega mikl- um þjáningum eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því að fallið sé frá saksókn, enda verði að telja að almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar.“ Gefið fordæmi Sjálfur vill Páll meina að málið varði almannahagsmuni enda snúist það um vörslu á sjúkra- skrám. Hann vill að læknirinn svari til saka. „Ef hann gerir það ekki þá er búið að gefa fordæmi fyrir því að læknar megi fara svona í sjúkraskrár og dreifa upplýsing- um á milli.“ Páll segir svona lagað ekki geta liðist og ætlar ekki að gefast upp. Svar ríkissaksóknara barst um- boðsmanni Alþingis í vikunni en Páll hefur frest til 5. júní næstkom- andi til athugasemda. Aðspurður segist hann svo sannarlega ætla að gera athugasemdir við ákvörðun- ina. „Þeir verða að sækja hann til saka ef þeir ætla að halda friðinn um sjúkraskrár. Það þekkist ekki í hinum vestræna heimi að svona sé farið með slíkar upplýsingar.“ Páli dæmdar bætur Páll greindi frá málinu í viðtali í DV í september 2011. Forsaga þess er sú að Páll heyrði einn lækni kalla annan „fyllibyttu frá Borgarnesi“ og bar ummælin á milli. Varð málið að deilum á milli læknanna, en sá sem lét ummælin falla var kærð- ur til siðanefndarinnar fyrir þau. Hann sagði Pál hafa haft rangt eftir sér og rataði greining úr sjúkra- skýrslum hans þannig inn í deilur læknanna. Páll kærði málið til Persónu- verndar sem komst að þeirri niður- stöðu að siðanefnd Læknafé- lags Íslands hefði verið óheimilt að birta upplýsingarnar í Lækna- blaðinu. Málið fór svo fyrir dóm- stóla og í janúar var Læknafélag Ís- lands dæmt til að greiða Páli þrjú hundruð þúsund krónur í miska- bætur. Finnst honum að öllu undan- gengnu mjög sérstakt að fallið sé frá saksókn á hendur lækninum sem nýtti sér upplýsingarnar úr sjúkraskrám hans. Ekki lækninum að kenna Ríkissaksóknari metur það hins vegar á þann veg að ekki sé hægt að kenna lækninum um að upp- lýsingarnar hafi verið birtar í úr- skurðinum, að hann hafi verið birtur og að kunngjört væri að þær væru um Pál. Bent er á að Páll hafi sjálfur ákveðið að stíga fram í DV og stað- festa þannig fyrir alþjóð að upp- lýsingarnar í úrskurðinum væru um hann. Þannig hafi hann dregið athygli að úrskurðinum og efni hans. „Þeir ríku almannahagsmunir sem Páll telur felast í að ákæra vegna brota sem þessara gætu átt mjög vel við ef (læknirinn) hefði staðið að því að birta upplýs- ingarnar um Pál fyrir alþjóð en sú er ekki raunin eða rofið trúnað um þær í því skyni að þær yrðu birtar,“ segir í bréfi ríkissaksóknara til um- boðsmanns Alþingis. n n Læknirinn ekki ákærður n Saksóknari segir Pál hafa dregið að sér athygli Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Ósáttur Páll ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir ákvörðun ríkissak- sóknara um að falla frá saksókn. „Ef hann gerir það ekki þá er búið að gefa fordæmi fyrir því að læknar megi fara svona í sjúkraskrár og dreifa upp- lýsingum á milli. Nýr kampa- vínsklúbbur opnaður Nýlega var opnaður nýr kampa- vínsklúbbur í Reykjavík sem ber heitið Crystal exclusive cham- pagne club. Klúbburinn er við hliðina á Broadway í Ármúla 7, fyrir ofan veitingastaðinn Vita- borgarann. Nýr staður af þessi tagi hefur ekki verið opnaður hér á landi í þó nokkur ár. Þeim fjölgaði hratt í kringum aldamót en fækkaði jafnt og þétt aftur eftir að breytingar voru gerðar á lögum sem settu starfsemi sem þessari þrengri skorður. Nú eru aðeins tveir eftir. Lógó staðarins er nafn hans og á því situr brjóstgóð kona sem reigir sig afturábak og tyllir fótunum niður. Má af því ætla að á staðnum sé hægt að drekka kampavín og komast í kynni við fáklæddar konur. Einnig má af því ráða að klúbburinn sé helst ætlaður karlmönnum sem vilja njóta drykkja í faðmi kvenna. Stefán Pálsson „Einn sem entist allan tímann og á heiður skilinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.