Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 10
Vísaði dóttur sinni burt á jólunum É g byrjaði ellefu ára að drekka og tólf ára var ég komin á fullt í þetta, segir þrítug kona sem hefur meira en hálfa ævina barist við fíkn í áfengi og eit- urlyf. Barna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni, en hún á þrjú börn sem hún hefur misst frá sér vegna neyslunnar. Hér verður hún því kölluð Anna. Hún varð fíkill ung að árum og móðir hennar, sem hér verður kölluð Sig- rún, þurfti að taka erfiða ákvörðun – að loka á hana vegna neyslunn- ar. DV mun á næstu dögum fjalla um reynsluheim bæði ungra fíkla og aðstandenda þeirra og það úr- ræðaleysi sem ættingjar standa oft frammi fyrir; hvort eigi að loka á fíkilinn eða halda áfram að tala við hann, þrátt fyrir að hann sé í neyslu. Þetta er veruleiki sem fjöl- margir Íslendingar glíma við og Sigrún þekkir það vel að hafa tekið þá erfiðu ákvörðun að loka á sam- skipti við barn sitt þegar það var í neyslu. Erfitt að loka á dótturina „Ég tók þá ákvörðun þegar hún var 18 ára að ég ætti önnur börn sem ég ætlaði að hlúa að, hún gæti bara séð um sig sjálf,“ segir Sigrún. Ákvörðunin var henni ekki auðveld en hún segir hana engu að síður hafa verið nauðsynlega. Fíkillinn, dóttir hennar, mætti ekki komast upp með að stjórna lífi allra í kring- um sig eins og gjarnan er vaninn. „Ég ráðlegg öllum foreldrum fíkla að loka á börn sín þegar þau hafa náð 18 ára aldri,“ segir hún. Drakk í leyni ellefu ára Anna segist til að byrja með bara hafa verið ánægð með ákvörðun móður sinnar. „Þá fékk ég að vera í friði.“ Anna var aðeins ellefu ára þegar hún smakkaði áfengi fyrst og fann strax áður óþekkta huggun undir áhrifum áfengisins. Fyrsta sopann tók hún þegar hún var í sumardvöl á sveitabæ og það var vinnukona á bænum sem gaf henni áfengið. „Þessi kona var svo- lítið skrýtin, eitthvað á eftir og gaf mér áfengi. Mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað strax að gera þetta aftur. Mér fannst ég alltaf eitt- hvað öðruvísi þegar ég var barn og leið ekki vel en mér leið vel þegar ég drakk.“ Þegar Anna kom til baka úr sveitinni jókst drykkjan. „Þegar ég kom aftur í bæinn byrjaði ég að drekka eftir skóla þegar mamma var ekki heima.“ Drykkjuna faldi hún vel og fyrst um sinn hélt hún henni algjörlega fyrir sig. „Ég faldi þetta fyrir vinum mínum og bara öllum,“ segir hún. Þegar hún var þrettán ára prófaði hún að reykja kannabis í fyrsta skipti hjá strák- um í hverfinu. „Ég var þrettán ára þegar ég prófaði kannabis og svo prófaði ég amfetamínið og þá fann ég mitt. Fimmtán ára var ég komin í sprautur og farin að sprauta mig með amfetamíni. Sextán, sautján ára prófaði ég kontalgín og var rosalega mikið í því,“ segir hún. „Þetta var mjög fljótt að gerast; bara einn, tveir og bingó.“ „Ég hataði móður mína“ Móðir hennar segist fljótlega hafa orðið þess áskynja að dóttir sín væri komin í neyslu. Hún reyndi hvað hún gat til þess að hjálpa henni að finna réttan takt á ný, en ekkert gekk og Anna hafði lít- inn áhuga á því að hlusta á móð- ur sína. „Ég hataði móður mína þegar ég var unglingur, hún var minn versti óvinur,“ segir Anna. Að lokum varð móðir hennar að gef- ast upp. Barnið hennar var ofurselt fíknidjöflinum og engin leið fyrir hana að ná því til baka. Anna hafði farið í nokkrar meðferðir en ekk- ert dugði, hún leitaði sífellt í sama farið og á endanum ákvað móðir hennar að hún gæti ekki boðið fjórum systkinum Önnu upp á að hún stjórnaði heimilinu. „Ég varð að loka á hana,“ segir hún og tekur fram að auðvitað hafi það ekki ver- ið auðveld ákvörðun. Anna flutti þá til föður síns en foreldrarnir voru ekki sammála um hvernig taka skyldi á málunum. Ein jólin hringdi Anna heim til móður sinnar og vildi fá að koma heim. „Hún hafði strokið úr meðferð og vildi fá að koma um jólin. En hún var í neyslu og það var ekki í boði að hún eyði- legði jólin fyrir hinum. Þannig ég sagði að það væri ekki hægt, hún gæti ekki komið. Ég brotnaði nið- ur, en þetta var bara svona.“ Anna segist hafa verið sár að fá ekki að koma heim um jólin en hafi líka skilið það. Þarna upplifði hún ein ömurlegustu jól ævi sinnar. „Þetta voru ógeðsleg jól. Ég var bara ein en hitti svo mann sem var þekkt- ur fyrir að byrla stelpum nauðg- unarlyf og selja þær. Hann bauð mér að koma með sér að borða og gaf mér eitthvað að drekka. Svo mundi ég ekkert meir fyrr en ég vaknaði upp í einhverju herbergi. Þetta voru viðbjóðsleg jól.“ Eignaðist þrjú börn Anna fór þó í meðferð stuttu seinna og náði sér á strik um tíma. Í kjölfarið komst hún inn á áfanga- heimilið sáluga Rockville. Þar kynntist hún eldri manni sem hún fór að vera með. Hún var 19 ára og hann 43 ára. „Hann var settur sem ráðgjafinn minn þarna en var ekki einu sinni lærður ráðgjafi. Þegar ég kom þarna inn var ég ný- búin að missa pabba minn og var langt niðri því heimurinn hrundi þegar pabbi dó, hann var besti vin- ur minn. Þessi eldri maður laug mig stútfulla og ég fór að vorkenna honum. Við fórum að vera saman og ég varð fljótlega ófrísk,“ segir hún. Þegar hún varð ólétt af elsta barninu sínu hafði hún verið edrú í sex mánuði. „Ég var edrú alla með- gönguna en datt eitthvað aðeins í það þegar hann var átta mánaða. Svo varð ég ófrísk að stelpunni, var edrú alla meðgönguna og eftir að hún fæddist. Svo fór hann frá okkur, sem betur fer. Hann var algjör við- bjóður,“ segir hún. Þá hófst harðari neysla en Anna var enn með börn- in og náði að „hafa einhverja stjórn á þessu“ eins og hún orðar það. Hún kynntist þó fljótlega manni og þau fóru að vera saman. „Ég varð aftur ófrísk og hélt mér edrú á meðgöngunni en féll þegar barnið var um tveggja vikna gamalt.“ Hún segist hafa getað haldið neyslunni að mestu leyndri, meira segja fyrir sambýlismanni sínum. „En svo fór ég út um helgar og þá vissi hann auðvitað af því en var með börnin og sá um þau. Í kringum 2008 fór þetta svo allt að fara á versta veg,“ segir hún. Missti stjórnina þegar börnin fóru Þá voru barnaverndaryfirvöld farin að fylgjast með fjölskyldunni. Á sama tíma slitnaði upp úr sam- bandi hennar við seinni sambýlis- manninn og eldri börnin voru vist- uð á vistheimili barna. „Þegar þau voru farin þá missti ég alveg stjórn- ina. Það var hræðilegt að horfa á eftir þeim. Alveg ömurlegt.“ Hún segir að þrátt fyrir neysluna hafi börnunum aldrei liðið illa meðan sambýlismaðurinn bjó enn með henni þó að auðvitað hefði hún ekki verið í ástandi til að sjá um þau. Á þessum tíma var samband hennar við móður hennar ekki mikið. Neyslan jókst stöðugt og börnunum var komið fyrir í var- anlegu fóstri. Sjálf var hún komin á götuna og var í raun búin að gef- ast upp. Fór dópbæla á milli og var í alveg sama. Hékk meðal útigangs- manna og fékk að gista hér og þar á næturnar. Allt snerist um að kom- ast yfir næsta skammt enda var hún orðin sprautufíkill. Leitaði hennar í tvær vikur Sigrún hafði alltaf tekið vel á móti dóttur sinni þegar hún leitaði til hennar edrú þó að hún gerði henni ljóst að hún talaði ekki við hana þegar hún væri í neyslu. Sigrún segist þó aldrei hafa gefist endan- lega upp á Önnu en gert sér grein fyrir því að hún gæti ekki hjálpað einhverjum sem vildi ekki hjálpa sér sjálfur. Þó að dóttir hennar hefði verið lengi í neyslu þá hafði hún alltaf heyrt af henni inni á milli. Síðasta haust hafði hún ekki heyrt af henni í langan tíma og reyndi hafa uppi á henni. „Mamma fór að leita að mér og eftir um tveggja vikna leit fann hún mig í Konukoti. Þarna kom mamma mér mjög á óvart,“ segir Anna og segir móður sína í raun hafa bjargað sér. „Þarna var ég alveg komin með nóg, það var reyndar mjög langt síðan ég fékk nóg en hékk í þessu,“ segir hún. Sigrún spurði dóttur sína hvort hún vildi ekki gera eitt- hvað í sínum málum. „Ég vildi það og mamma kom mér inn á Hlað- gerðarkot, þar var ég reyndar bara í einn dag en var þá komin með pláss á Vogi nokkrum dögum seinna.“ Anna var edrú í nokkrar vikur eftir að hún kom út úr með- ferð. Hún féll svo um jólin en fór fljótlega aftur í meðferð og hefur nú verið þurr í um þrjá mánuði. Anna reynir nú að halda sig á beinu brautinni í lífinu. Eftir síð- ustu meðferð féll hún en fann á síð- ustu stundu að þetta væri eitthvað n Barátta móður og dóttur við fíkniefnaneyslu dótturinnar n Lokaði á dóttur sína til að hlífa hinum börnunum n Dóttirin missti börnin sín vegna neyslu 10 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég tók þá ákvörðun þegar hún var 18 ára að ég ætti önnur börn sem ég ætlaði að hlúa að, hún gæti bara séð um sig sjálf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.