Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 11
sem hún vildi ekki. „Ég hringdi í vin minn og lét hann sækja mig. Ég gat þetta ekki. Og hef verið edrú síðan þá,“ segir hún og segir ein­ hverja hugarfarsbreytingu hafa átt sér stað. „Þetta hefur aldrei gerst hjá mér áður.“ Ætlar að standa sig Anna er á byrjunarreit, hún hefur misst forræði yfir tveimur eldri börnunum sínum til 18 ára aldurs, fær aðeins að hitta þau fjórum sinnum á ári og má ekki hafa sam­ band við þau símleiðis. Það er gert til þess að hún raski lífi þeirra sem minnst. Hún segir þau eiga heima hjá yndislegu fólki en langar að vera í sambandi við þau. Yngsta barnið fær hún að hitta reglulega. „Ég vona bara að ég fái að hitta þau meira, bara aðra hvora helgi og heyra líka reglulega í þeim. Ég veit að þau yrðu mun rólegri ef þau fengju að heyra í mér og vita að það væri í lagi með mig.“ Anna gerir sér þó grein fyrir því að það sé ekki raunhæf krafa að ætlast til þess að hún fái að hitta börnin reglulega á næstunni. Hún segist finna til skammar yfir því að hafa misst börnin frá sér. „Mér dettur ekki í hug að biðja um það strax. Eina sem ég get gert er að reyna að standa mig og það ætla ég að gera. Þau eiga það skilið frá mér.“ n Ef þú hefur reynslusögu eða ábendingu tengda þessu málefni endilega hafðu samband í tölvu- pósti: viktoria@dv.is. Vísaði dóttur sinni burt á jólunum n Barátta móður og dóttur við fíkniefnaneyslu dótturinnar n Lokaði á dóttur sína til að hlífa hinum börnunum n Dóttirin missti börnin sín vegna neyslu Fréttir 11Helgarblað 24.–26. maí 2013 Þ að er svolítið útbreitt viðhorf í þjóðfélaginu að það eigi alltaf bara að henda fíklinum út, en við lítum á það sem algjört neyðarúrræði. Við byrjum aldrei á því,“ segir Helga Óskarsdóttir, dag­ skrárstjóri fjölskyldudeildar SÁÁ. Þar er foreldrum leiðbeint hvern­ ig þeir geti tekist á við barn sem er í neyslu. Helga segir samtökin ráðleggja foreldrum að reyna í lengstu lög að halda sambandi við barnið, reyna fá það til sam­ vinnu en oft sé það þó ekki hægt. Þau ráðleggi foreldrum hvernig sé best að hátta samskiptum og að setja sér mörk varðandi sam­ skipti við þann sem er í neyslu. „Foreldrar eru oft í mjög miklum vandræðum og vita ekki hvað þeir eiga að gera. Það er líka eitt sem maður þarf að átta sig á og það er að unglingurinn er ekki vondur. Hann er veikur en þetta er samt sem áður þannig sjúkdómur að einstaklingurinn verður að taka ábyrgð á sinni hegðun. Það er oft erfitt að fá hann til að skilja það.“ Helga segir það vera algengan misskilning að aðstandendum sé ráðlagt að loka algjörlega á öll samskipti við þann sem er í neyslu. „Við ráðleggjum fólki yfir­ leitt aldrei að henda barni út. Við ráðleggjum fólki að tala við ung­ linginn, gefa honum val, að það geti leitað sér aðstoðar og svo framvegis. Stundum vilja ung­ lingarnir bara fara sjálfir og fá frið í sinni neyslu. En að henda barninu sínu út á götu er engin lausn.“ Hún segir mikilvægt fyrir for­ eldra að gera barni sínu grein fyrir því hvernig neysla þess hafi áhrif á fjölskylduna. Oft sé sá sem er í neyslu í mikilli afneitun. „Við tök­ um bara hvert tilfelli og greinum það. Þetta er einstaklingsmiðað hjá okkur. Við ráðleggjum fólki að hafa einhver samskipti, eins og við segjum, það er engin lausn að loka á mjög veikan einstakling en foreldrar þurfa samt alltaf að passa upp á sjálfa sig, vera með­ vitaðir um að missa sig ekki í meðvirkni og taka alla ábyrgð af einstaklingnum. Hvort sem hann býr á heimilinu eða er fluttur að heiman. Við fræðum foreldra og ráðleggjum þeim hvernig best sé að hafa samskiptin.“ Ráðleggja ekki að lokað sé á barnið AÐSTOÐ FRÁ RÁÐGJÖFUM Hjá SÁÁ geta aðstandendur ungra fíkla fengið aðstoð hjá ráðgjöfum. Einnig eru stuðningsfundir haldnir auk þess sem boðið er upp á fjögurra vikna meðferð fyrir aðstandendur. Þar er leitast við að auka þekkingu þátttakenda á fíknisjúk- dómnum, einkennum hans, hvernig hann birtist og hvaða áhrif hann hefur á alla þá sem búa í návígi við hann. Stuðningshóp- ur er svo í boði í kjölfar meðferðarinnar. Vímulaus æska Boðið er upp á fjölskylduráðgjöf í For- eldrahúsi sem er ætluð bæði foreldrum og börnum í vanda. Þar er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf; boðið er upp á sálfræðiþjónustu, ráðgjöf og meðferð barna og unglinga með hegð- unar- og/eða áfengis- og fíkniefna- vanda. Þar eru einnig í boði námskeið fyrir bæði börn og foreldra. Foreldrasíminn Fjölskylduhús stendur að foreldra- símanum sem er ætlaður foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna sem lenda í vanda vegna vímu- efnaneyslu og annarra erfiðleika. Síminn er hugsaður sem fyrsta hjálp og staður fyrir foreldra til að fá ráð um hvert næsta skref skuli vera. Nánari upplýsingar á vimulaus.is Barátta Þegar dóttirin byrjaði að drekka, ellefu ára, fór bilið að breikka milli mæðgnanna. Þegar dóttirin var 18 ára tók móðirin ákvörðun um að hlúa að hinum börnunum sínum og loka á þá sem var í neyslu. „Ég hataði móður mína þegar ég var unglingur, hún var minn versti óvinur. Neyðarúrræði Helga segir það vera neyðar- úrræði að vísa þeim sem er í neyslu út af heimilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.