Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 12
Sáttmáli um Skulda- og Skattalækkanir L eiðtogar nýrrar ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks kynntu stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar á blaðamanna- fundi í Héraðsskólanum á Laugarvatni á miðvikudag. Einkenn- ist hún af málamiðlunum beggja flokka en ljóst er að þar svífur fram- sóknarstefnan yfir vötnunum fremur en sú hægristefna sem Sjálfstæðis- flokkurinn boðaði í aðdraganda kosn- inga. „Stjórnarsáttmáli er yfirleitt mjög almennt orðaður. Þessi er hins vegar afdráttarlausari og skýrari en oft hefur verið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra í sjón- varpsviðtali skömmu eftir að hann og Bjarni Benediktsson, nýr fjármála- og efnahagsráðherra, höfðu skrifað undir sáttmálann. Spurningum ósvarað Þótt óþreyjufullir kjósendur séu nú orðnir margs vísari um stefnu ríkis- stjórnarinnar er fjölmörgum spurn- ingum enn ósvarað. Fyrir það fyrsta eru ýmsar kostnaðarsamar aðgerð- ir boðaðar en hvergi tilgreint hvar skorið verði niður til að mæta kostn- aðinum. „Á kjörtímabilinu verður tryggingagjaldið lækkað, lágmarks- útsvar af numið og tekjuskattskerf- ið tekið til endurskoðunar,“ segir í sáttmálanum. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir hvernig þeir hygð- ust breyta tekjuskattskerfinu sögðust þeir vilja hækka þrepin, en svo virðist sem sjálfstæðismenn hafi ekki fengið því framgengt að afnema þrepa- skipta kerfið eins og þeir boðuðu fyrir kosningar. Auk skattalækkana hyggst ríkisstjórnin vinna að því að lækka skuldir ríkissjóðs, breyta veiði- gjaldinu, efla heilsu- og löggæslu og fjölga ráðuneytum. Erfitt er að sjá hvernig ráðast megi í þessar aðgerðir án þess að ríkissjóður verði af háum fjárhæðum, svo ný ríkisstjórn þarf að skera talsvert niður í samneyslunni. Í því skyni verður skipaður „aðgerða- hópur sem tekur til skoðunar ríkisút- gjöld með það að markmiði að hag- ræða, forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins.“ Í samtali við DV sagði Sigmundur að ekki væri horft til neinna sérstakra útgjaldaliða hvað niðurskurðinn varðar. „Það verður bara farið yfir allt saman,“ sagði hann skömmu eftir blaðamannafundinn. Möguleg áhrif á tekjuskiptingu Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við viðskiptadeild Háskóla Ís- lands, segir að erfitt sé að átta sig á því hvaða áhrif fyrirætlanir ríkisstjórnar- innar hafi á fjármál ríkissjóðs, enda sé stefnuyfirlýsingin mjög almennt orðuð, bæði hvað varðar aðgerðir og tímasetningu þeirra. Þegar talið barst að skattkerfisbreytingum sagði hann: „Hugmyndir um einföldun skattkerfis, svo sem fækkun skattþrepa, og minni tekjutengingar, þurfa ekki að hafa áhrif á ríkissjóð. Það fer þó auðvitað eftir útfærslunni. Slíkar breytingar geta hins vegar haft talsverð áhrif á tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, bætt stöðu hátekjufólks á kostnað þeirra sem hafa lægri tekjur.“ Þá segir Gylfi að það geti tekið nokkurn tíma að koma í ljós hvernig unnið verði úr fyrirheitum um lækkun húsnæðisskulda og hvaða áhrif það hefur á ríkissjóð. Lánamál í nefnd Athygli hefur vakið hve miklir fyrir- varar eru settir við loforð framsóknar- manna í skuldamálum, en í stefnu- yfirlýsingunni segir að rétt sé að „nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrota- búanna, til að koma til móts við lán- takendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín“. Þá heldur ríkisstjórnin þeim möguleika opnum að stofna sér- stakan leiðréttingarsjóð til að ná mark- miðum sínum, en jafnframt er stefnt að því að „breyta sem flestum verð- tryggðum lánum í óverðtryggð“. Verð- ur skipuð sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar og endurskipulagn- ingu húsnæðislánamarkaðarins. Vert er að taka fram að nefnd með svipaðan tilgang var skipuð árið 2010 og skilaði 70 blaðsíðna skýrslu ári síðar þar sem reifaðar voru ýmsar hugmyndir um hvernig afnema mætti verðtryggingu og draga úr vægi hennar. Fram kemur að þótt um sé að ræða almennar aðgerðir, ólíkt þeim sér- tæku aðgerðum sem fráfarandi ríkis- stjórn studdist við, verði mögulega beitt fjárhæðartakmörkunum vegna hæstu lána og önnur skilyrði sett til að tryggja jafnræði. Þannig er að ein- hverju leyti komið til móts við þá sem gagnrýndu hugmyndir framsóknar- manna um niðurfellingu skulda á þeim forsendum að aðgerðirnar gögnuðust fyrst og fremst þeim tekju- hæstu og þeim sem tóku allra stærstu lánin. Kraftmeira atvinnulíf Boðaðar eru ýmsar aðgerðir sem ætla má að hleypi auknum krafti í atvinnulífið. Hér má nefna lækkun tryggingagjalds, einföldun regluverks og skattaumhverfis, langtímastefnu- mótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi, starfshóp um aukna matvælafram- leiðslu og eflingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Hugmyndir um lækkun tryggingagjalds koma ekki á óvart, það er nánast sjálfgefið í ljósi þess að at- vinnuleysi hefur minnkað mjög mik- ið og þarf ekki að hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs,“ segir Gylfi en nokkur ein- hugur var um það meðal flokkanna í aðdraganda kosninga að lækka þyrfti tryggingagjaldið. Stjórnin stefnir að afnámi gjaldeyrishafta og bent er á í stefnuyfirlýsingunni að höftin bjaga eignaverð og draga úr samkeppnis- hæfni Íslands. Þá er áhersla lögð á eflingu grænnar starfsemi og hyggst ríkisstjórnin beita til þess hvetjandi aðgerðum í efnahagslífinu. Jafnframt er stefnt að því að tónlist njóti sömu hvetjandi ívilnana og kvikmyndagerð og hluti kostnaðar við tónlistarupp- tökur verði endurgreiddur. Enginn dólgsskapur Þegar á heildina er litið virðist sem mörgum gagnrýnendum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins sé létt eftir að stefnuyfirlýsingin var kynnt. Stefán Ólafsson félagsfræðipró- fessor sem gagnrýnt hefur Sjálfstæðis- flokkinn harðlega á bloggsíðu sinni undanfarna mánuði, er poll rólegur. „Hugmyndir frjálshyggjumanna og vúdú-hagfræðinga um dólgslegar skattalækkanir sjást varla í stjórnar- sáttmálanum,“ skrifar hann á Eyjuna og veltir því fyrir sér hvort Sjálfstæðis- flokkur frjálshyggjunnar sé dauður og gamli flokkurinn snúinn aftur. Hvort markmið ríkisstjórnarinnar um bætt- an hag heimilanna og eflingu at- vinnulífsins nást mun framtíðin leiða í ljós. n n Enn óljóst hvar skorið verður niður n Stefnt að einfaldara regluverki og öflugra atvinnulífi n Óljóst hvernig hin nýja stjórn mun taka á skuldavanda heimilanna Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Aðildarvið- ræður í salt Eins og við var að búast ætlar ný ríkisstjórn að gera hlé á aðildar­ viðræðunum við Evrópusambandið eins og báðir flokkarnir boðuðu fyrir kosningar. Þá verður gerð úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins en ekkert liggur fyrir hvort og hvenær kosið verði um framhald viðræðnanna. Tekið er þó skýrt fram að ekki skuli haldið lengra í viðræðunum nema að undangenginni þjóðaratkvæða­ greiðslu. „Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð,“ segir í stefnuyfirlýsingunni þar sem einnig er skorin upp herör gegn gjald­ eyrishöftunum. 12 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað Kátir leiðtogar „Á kjörtímabil­ inu verður tryggingagjaldið lækkað, lágmarksútsvar afnumið og tekjuskattskerfið tekið til endurskoðunar,“ er á meðal þess sem fram kemur í sáttmálanum. „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld,“ segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þar má finna þjóðlegar áherslur. „Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan“ segir í aðfaraorðum plaggsins en þar er einnig minnst á málvernd, vernd sögulegra minja, skráningu Íslandssögunnar, mikil­ vægi landbúnaðar og eflingu íslenskrar matvælaframleiðslu. Þá vill ríkisstjórnin „rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafnræði“ og tók Sigmundur sérstaklega fram í upphafi blaðamannafundarins að stjórnarsáttmál­ inn væri að mörgu leyti í anda hugsjóna ungmennafélagshreyfingarinnar. Þjóðlegar áherslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.