Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 18
18 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað  Ekkert eftir Danielle Stephan og Thomas Layton orðlaus yfir eyðileggingunni í bænum Moore í útjaðri Oklahoma- borgar. Þau leita að verðmætum í húsarústum nákomins ættingja en skýstrókur rústaði heilu göturnar í bænum. Að minnsta kosti 24 létust, þar af níu börn. Hundruð jafnvel þúsundir misstu heimili sín og grunnskóli bæjarins jafnaðist við jörðu.  95 metrar á sekúndu Óveðrinu fylgdi ofsarigning og haglél á stærð við hnefa. Hér má sjá einn skýstrók við það að snerta jörðu. Veðurstofa Bandaríkjanna mat kraft skýstróksins EF5, sem er eins hátt og komist er á þeim skala. Vindhraði skýstróksins sem fór yfir Moore var metinn á bilinu 90 til 95 metrar á sekúndu. Vikan hefur verið viðburðarík í fréttum erlendis. Skýstrókurinn sem rústaði bæinn Moore í útjaðri Oklahoma bar þar hæst. En það voru ekki bara sorgarfréttir sem bárust að utan. Ljósmyndarar Reauters eru ávallt á ferðinni og hér má sjá helstu fréttir vikunnar frá þeirra sjónarhorni.  Algjör eyðilegging Það er ógnvekjan di sjón að skoða eyðilegginga rslóð skýstróksins sem gekk yfir bæ inn Moore í útjaðri Oklahoma – hvernig örfáir metrar geta ráðið því hvort heimili fólks standi eða hreinlega hverfi af yfirbo rði jarðar. Björgunarsveitir hó fust handa við að leita að fórnarl ömbum á þriðjudag.  Þrjótar á ferð Lögreglumenn í Oklahoma búnir að handtaka þjófa sem hugðust nýta sér neyð fórnarlamba náttúruhamfaranna. Sorglegur og viðurstyggilegur fylgifiskur hamfara af þessum toga. Margir þjófar gengu svo langt að þykjast vera verk-takar að meta skemmdir en stálu svo öllu steini léttara.  Dansandi Desmund Desmund Tutu, erkibiskup í Höfða- borg í Suður-Afríku, dansaði af gleði þegar honum voru veitt Templeton- verðlaunin í London á þriðjudag. Tutu hefur lengi barist gegn aðskilnaðar- stefnunni og var verðlaunaður fyrir að hvetja til fyrirgefningar og réttlætis í heiminum. Á meðal þeirra sem hlotið hafa viðurkenninguna eru móðir Teresa og Dalai Lama.  Kókoshneta í skiptum fyrir son Hinn 75 ára Chakala Dangol í þann mund að kasta kókos- hnetu fram að stærðarinnar skrúðgönguvagni í Lalitpur á Indlandi. Þar fór fram á þriðjudag árleg hátíð þar sem beðið er til regnguðanna en sá sem grípur kókoshnetuna og skilar henni aftur á vagninn fær son að launum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.