Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 24.–26. maí 2013  Flóðvarnarveggur Japanir hafa byggt heilmikinn varnarvegg við kjarnorkuverið í Omaezaki. Steinveggurinn er 18 metra hár og 1,6 kílómetra langur. Japanir ætla ekki að láta harmleikinn í Fukushima endurtaka sig þegar kjarnorkuver skemmdist gríðarlega í flóðbylgju árið 2011. Í vikunni greindu japanskir vísindamenn frá því að með nákvæmari greiningu á GPS-gögnum sé hægt að vara við staðsetn- ingu og stærð flóðbylgju um þremur mínútum eftir að skjálfti á sér stað.  Svarthol Björgunarsveitarmenn flytja lík úr stærðarinnar holu sem myndaðist í borginni Guangdong í Suður-Kína. Fimm létust þegar jörðin hreinlega gaf sig undan fótum þeirra. Mikil flóð hafa verið á svæðinu undanfarnar vikur og höfðu þau þegar orðið 33 að bana.  Aðdáun Ljósmyndarar, blaðamenn og aðdáendur berjast um athygli leikarans Michael Douglas á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þetta er í 66. skipti sem hátíðin er haldin en henni lýkur á laugardag með afhendingu hins eftirsótta Gullpálma. Óli Jón Gunnarsson sýndi stuttmynd sína, Gunna, á stuttmyndahátíð Cannes sem er haldin á sama tíma.  Blendnar tilfinningar David Beckham komst ekki hjá því að fella tár þegar hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leik PSG gegn Brest fyrir helgi. Beckham hefur lagt skóna á hilluna en hann hefur verið einn dáðasti knattspyrnumaður heims í rúman áratug. Beckham-nafnið mun þó eflaust fylgja fótboltaheiminum en 14 ára sonur hans, Brooklyn, æfir þessa dagana hjá QPR.  Vorkenndi Íslandi Hermaðurinn Bradley Manning er fyrir rétti í Maryland í Bandaríkjunum. Hann sagði fyrir nokkru að ein af ástæðum þess að hann lak trúnaðarskjöl- um til vefsíðunnar WikiLeaks hafi verið vegna þess að hann vorkenndi Íslendingum og þeirri meðferð sem þeir fengu í kjölfar hrunsins.  Hættir ekki að vera fyndinn Leikarinn Zach Galifianakis átti heldur óhefðbundna innkomu á rauða dregilinn í vikunni. Hann kom á frumsýningu myndarinnar The Hangover Part III í skotti glæsibifreiðar sinnar. Myndin var forsýnd í Los Angeles á mánu- dag en Hangover-myndirnar eru einar vinsælustu gamanmyndir síðustu ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.