Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 24
mér að vera hafnað á þessum tíma. Ég
hafði gott af hvíld og að hugsa um nýja
hluti. Fékk skjól hjá Hrafni Jökuls syni
og skrifaði fyrir hann nokkrar grein
ar í Alþýðublaðið. Ég skrifaði svo bók,
Málsvörn mannorðsmorðingja, á
þessum tíma. Hélt seinna úti, í Alþýðu
blaðinu, Bessastaðadagbókunum,
uppdiktuðum dagbókum Ólafs
Ragnars. Og var með messugagnrýni í
Víðsjá hjá Ævari Kjartanssyni. Þótt ég
væri sakbitinn fyllibytta á þessum tíma
þá var margt skemmtilegt að gerast í
hausnum á mér. Mér fannst frelsandi
að hafa fundið lausn á áfengissýk
inni og sá feginleiki endurspeglaðist í
hugsunum og skrifum á þessum tíma.“
Bónorð eftir korter
Fjölskyldan blómstraði á þeim tíma
sem Gunnar Smári hætti að drekka.
Hann og eiginkona hans Alda Lóa
fundu sér húsið á Þórsgötunni sem
þau búa í enn þann dag í dag. Gunnar
Smári bað Öldu Lóu um að giftast sér
korteri eftir að þau kynntust.
„Við kynntumst á Morgunpóst
inum. Hún sótti um vinnu sem ljós
myndari og við felldum hugi saman.
Við kynntumst fyrir 19 árum í sumar,
á Jónsmessu. Við giftum okkur þarna
úti á 10 ára trúlofunarafmæli okkar,“
segir Gunnar Smári og horfir út um
gluggann á leikvöllinn. Við trúlofuð
um okkur nokkrum dögum eftir að
við kynntumst. Ég bað hennar reyndar
strax eftir korter, minnir mig. Ef þú ert
með opið hjarta þá er pláss fyrir það
góða sem lífið vill færa þér. Lausnin
kemur til þín. Lífið knýr dyra.“ Næsta
ævintýri Gunnars Smára varð ung
lingablaðið Fókus sem var gefið út
með föstudagsblaði DV. Fókus mæld
ist með meiri lestur en sjálft blaðið og
sló í gegn. Gunnar Smári réð Mikael
Torfason á blaðið. „Ég var orðin 36 ára
og enginn unglingur og hafði engan
áhuga á ungu fólki,“ segir hann um
ástæður þess að hann lét Mikael eftir
stjórnartaumana á Fókus og hvarf frá
störfum á DV.
Eins og oft áður safnaði hann kröft
um fyrir næsta ævintýri sem knúði
fljótt dyra. „Það er gott að vera hafnað
öðru hverju. Þá skríður maður í híði
sitt, fær nýjar hugmyndir og endur
skoðar gamlar. Ég held að það sé mikil
vægt að kunna að yfirgefa það sem
maður var að gera. Ekki að vera alltaf
að hugsa um hvaðan maður kom eða
hvað hefði getað gerst.
Í ársbyrjun 2001 hringir síminn aft
ur. Það var Jónas Kristjánsson að biðja
mig um að aðstoða DVmenn við út
lit á nýju dagblaði sem þeir voru að
hugsa um að gefa út. Ég hitti þá Ein
ar Karl Haraldsson ritstjóraefni þessa
nýja dagblaðs og fámennan undirbún
ingshóp. Hannaði útlit á þetta blað
sem seinna varð Fréttablaðið. Ég sótti
fyrirmyndir hér og þar og reyndi að
gera þetta vel.“
Það er smá formáli að þessu Frétta
blaðsmáli. Ég hafði lesið grein um
Metrodagblaðið í Stokkhólmi sem
náði 36 prósenta lestri og nógum
hluta af auglýsingamarkaðnum í krafti
þess til að skila hagnaði strax fyrsta
árið. Ég hafði alltaf verið að keppa við
skrímslið í miðjum dagblaðamark
aðnum á þessum jaðarblöðum og sá
þarna tækifæri til að ná alvöru stöðu
gegn Mogganum. Ég reiknaði út að
þar sem það væru engar járnbraut
ir á Íslandi þá þyrfti að bera blaðið út
í öll hús en þar sem það myndi skila
enn meiri lestri en hjá Metro mætti
gera ráð fyrir að auknar auglýsinga
tekjur næðu að dekka aukinn kostn
að við dreifingu. Ég skrifaði smá skýr
slu um þetta og skyldi eftir á DV þegar
ég hætti þar nokkrum misserum fyrr.
Ég spurði hins vegar aldrei hvort þessi
skýrsla hefði ýtt undir hugmyndir DV
feðga um fríblað.“
Gátu ekki borgað blaðberum
Gunnar Smári byrjaði að hanna útlit
Fréttablaðsins en hlutverk hans varð
sífellt stærra. Hann var kallaður fulltrúi
eigenda og sinnti alls kyns verkefnum;
byggði meðal annars upp söludeild.
„Ég vann náið með Eyjólfi Sveins
syni og lærði margt af honum. En það
kom fljótlega í ljós að þeir feðgar voru
ekki heppilegir eigendur að Frétta
blaðinu. Þeir vildu verja DV fyrir
Fréttablaðinu og það stóð í vegi fyrir
því að Fréttablaðið gæti bjargað sér.
Svo gerðist það að allar dyr lokuðust
á þá feðga, líklega vegna þátttöku Eyj
ólfs í Orcahópnum sem keypti FBA
bankann í óþökk valdamanna. Það var
því ekki nægilegt fjármagn til þess að
halda úti þessum rekstri. Og það var
ekki hægt að borga blaðberum laun,
hvað þá meira. Dreifingarstjórinn kom
einu sinn til mín og bar sig aumlega.
Hann sagðist vera að drepast í öxlinni
eftir að blaðberi hafði hent í hann 50
blaða bunka. Ég spurði hann þá hvað
hann hefði gert. Ekkert, svaraði hann.
Starfsfólkið var svo sakbitið að því
fannst í lagi að vera grýtt með 50 blaða
bunkum.“
Jón Ásgeir keypti dagblað á þremur
og hálfri mínútu Gunnar Smári hætti á
Fréttablaðinu og fór heim þegar hon
um fannst hann ekki geta starfað í
umboði eigenda blaðsins lengur. Það
stóð ekki lengur það sem þeir lofuðu
og Gunnar Smári vildi ekki taka að
sér að ljúga fyrir þá. Í gang fór ferli til
að bjarga blaðinu. Þeir Eyjólfur hittu
st í garðinum á Þórsgötunni. Þar hvatti
Eyjólfur Gunnar Smára til að finna
kaupendur að blaðinu. Eina krafa DV
feðga var að gert yrði upp við blaðbera.
„Á þriðja áratugnum lenti Morgun
blaðið í kreppu. Þá björguðu kaup
mennirnir í Reykjavík blaðinu.
Ástæðan var að kaupmenn þurfa far
veg til þess að koma skilaboðum til
viðskiptavina sinna. Það er eitt af
meginhlutverkum blaða. Að bera upp
lýsingar frá fyrirtækjum til neytenda
í gegnum auglýsingar. Og þetta er
ekkert óvirðulegra hlutverk dagblaðs
en hvað annað. Bónusfeðgar voru
sterkastir kaupmanna í Reykjavík á
þessum tíma og því fórum við Ragnar
Tómasson lögmaður til fundar við Jón
Ásgeir í Skútuvoginn. Ragnar sagðist
aldrei hafa setið fund þar sem menn
voru jafnfljótir að komast að niður
stöðu. Kaupin voru frágengin á þrem
ur og hálfri mínútu. Þetta var í raun
sáraeinfalt mál ef þú horfðir á það út
frá sjónarhóli kaupmannsins. Hann
fær í raun Fréttablaðið ókeypis bara út
á aukinn afslátt hjá Mogganum vegna
samkeppni við Fréttablaðið.“
Lærði mikið af Jóni Ásgeir
Gunnar Smári segist hafa lært mikið
af Jóni Ásgeiri og líkir dagblaðaútgáfu
við smásölurekstur þar sem mikil yfir
sýn og vinnuseigla er nauðsyn. „Þetta
er hvort tveggja tíkallabisness,“ seg
ir Gunnar Smári sem var fyrst bæði
framkvæmdastjóri og ritstjóri Frétta
blaðsins, síðan útgáfustjóri DV, þá for
stjóri 365 miðla eftir að Íslenska út
varpsfélagið rann saman við útgáfu
Fréttablaðsins og varð seinna forstjóri
Dagsbrúnar, fyrirtækis sem var skráð í
Kauphöll Íslands og samanstóð af 365,
Vodafone, Kögun, Senu og fleiri fyrir
tækjum.
„Ég lærði mikið af Jóni Ásgeiri og
hafði góða reynslu af honum. Það hafa
sumir talað illa um hann en ef hann á
slæma hlið þá sneri hann alltaf góðu
hliðinni að mér. Ég lærði margt um
rekstur af honum en fannst líka til eft
irbreytni hversu fordómalaus hann
var. Ég fór hægt og bítandi út úr rit
stjórninni. Að sumu leyti var verið að
sparka mér upp og út úr fyrirtækinu.
Ég hætti sem ritstjóri haustið 2004
og fór úr fjölmiðlum í árslok 2005. Þá
var NFS nýstofnað verkefni og ég náði
ekki að fylgja því eftir. Þeir sem tóku
við fannst það ekki eins og sniðugt.
Og það eru ekki til góðar eða slæmar
hugmyndir, aðeins hugmyndir sem
eru gerðar góðar eða slæmar. NFS var
gerð slæm. Nú heyrist mér af fréttum
að fyrirtækið sé aftur að feta sig í átt að
þessari hugmynd.“
Í útrás
Verkefni Gunnars Smára snéru að því
að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda
markaði. Í tilkynningu frá félaginu
sagði að það hafi alltaf verið sannfær
ing félagsins að ef tækist að byggja upp
öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þús
unda manna markaði ætti sýn þess og
stefna fullt erindi á stærri markaði.
„Fyrri stjórn hafði sett sér það mark
mið að tvö eða þrefalda efnahags
reikning fyrirtækisins árlega. Þetta var
tíðarandinn þá. Því stærri því betra, öll
fyrirtæki áttu að verða eignarhaldsfé
lag. Markaðurinn hafði ekki áhuga á
framleiðslufyrirtækjum. Sjávarútvegs
fyrirtækin flúðu Kauphöllina. Froðu
fyrirtæki tóku við. Þessum stækkunar
áformum var mörkuð stefna og ég tók
að mér að framkvæma hana. Ég spurði
hvaða hugmyndir væru um stækk
un og þá var dregin upp prentsmiðja
í Englandi, Sena á Íslandi og sitthvað
meira. Við sendum meira að segja
inn tilboð í Det Berlingske Officin en
töpuðum fyrir David Montgomery,
sem síðan átti eftir að tapa formúu á
kaupunum. Ég fór í þessi verkefni og
við kláruðum kaup á prentsmiðjunni
og Senu og sameinuðumst auk þess
Kögun. Vikuna sem stærstu samningar
voru gerðir gekk yfir „litla kreppa“ um
vorið 2006 og þar með fór botninn úr
ráðagerðum eigendanna, sem höfðu
ætlað að fjármagna hlutafjáraukningu
með lántöku út á hækkandi hlutafé. Þá
þurfti að stokka upp hugmyndina um
Dagsbrún aftur.“
Flopp í Danmörku
Niðurstaðan varð að Gunnar Smári var
settur í að láta gamlan draum rætast.
Fréttablaðið var sigurverk og eigendur
spurðu sig hvort það gæti ekki gengið
annars staðar. Úr varð að blaðið Ny
hedsavisen kom út í Danmörku um
haustið 2006.
„Fyrirtækið var á allra vörum í
Danmörku en okkur gekk ekki vel.
Samningur við danska póstinn um
sameiginleg dreifikerfi var felldur af
samkeppnisyfirvöldum og dreifikerf
ið var of skammt á veg komið þegar
útgáfan byrjaði. Við vissum ekki af
þessum vanköntum fyrr en of seint.
Dönsku stjórnendurnir héldu stöð
unni leyndri fyrir okkur. Hafa sjálfsagt
ætlað að laga hana sjálfir áður en þeir
segðu okkur hver staðan raunverulega
var. Við fórum of seint í björgunar
aðgerðir. Það voru fleiri mistök gerð,
söludeildin gaf út of stórar yfirlýsingar
og útgáfan glímdi alltaf við þessi mis
tök í upphafi.“
Var að verða geðveikur
Gunnar Smári flaug um heiminn og
leitaði nýrra fjárfesta að þessu verk
efni. Honum hundleiddist þetta líf og
saknaði fjölskyldunnar.
„Maður dregur á eftir sér svona
flugfreyjutösku með nærbuxum í og
flýgur á milli borga. Ég hugsaði með
mér: Þetta er ömurlegt líf, ég er að
verða geðveikur. Hvernig get ég lifað
af þessi leiðindi? Þetta er bara líf sem
er gert fyrir kalla sem drekka viskí og
nota mellur. Ég geri hvorugt þannig
að hvernig átti ég að lifa þetta af. Þá
fór ég að hlusta á klassíska músík og
fara á tónleika. Ég fékk mér iPod og
fyllti hann af músík og það opnaðist
fyrir mér nýr heimur. Meðan ég var að
bíða eftir flugi þá setti ég upp heyrnar
tólin og komst að því að umhverfið
gjörbreyttist eftir því hvort ég hlust
aði á Mozart eða Arvo Pärt. Svo ákvað
ég líka að öðlast skilning á mat, úr því
ég þurfti að borða hann þrisvar á dag,
og kynnti mér allt sem viðkom mat og
matarmenningu. Varð meira að segja
ágætur kokkur.“ Hann sá tónlistar og
mataráhuga sinn í öðru ljósi þegar
hann var greindur með flogaveiki. „Ég
var seinna greindur með flogaveiki. Ég
er með flogaveiki sem liggur í skynjun
arstöðum og flogavirknin getur magn
að upp skynjun á hljóðum, lykt og
öðru slíku. Kannski var þessi ákvörðun
mín að hlusta á músík og borða góðan
mat því ekki vitsmunaleg. Kannski var
hún bara viðbrögð við flogaveikinni.“
Heilblóðfallið reyndist flog
Gunnar hefur aðeins fengið eitt stórt
og alvarlegt flog en annars lýsir heil
kennið sér með ofsjónum og ýmsu
öðru.
„Ég fæ vægar ofskynjanir og get
runnið saman við alheimsvitundina.
Fundið fyrir kunnugleikatilfinningu
gagnvart hlutum, fólki og aðstæðum.
Fæ stundum „deja vu“ og ég get rugl
að fólk með framkomu minni. Stund
um tala ég við hálfókunnugt fólk eins
og ég hafi þekkt það ævilangt en svo
seinna eins og ég sé því hálfókunnug
ur, sem ég er. Fólki finnst ég kannski
mislyndur út af þessu eða mikið ólík
indatól. En þetta er bara tilfinning sem
ég finn mismikið fyrir og get í sjálfu sér
lítið gert við. Nema þá að efast sífellt
um sjálfan mig. En líklega get ég pirrað
suma með þessu.
Ég hef bara einu sinni fengið
„grand mal“flog. Það hafði langan að
draganda. Ég var uppi í vinnu hjá SÁÁ
og fann fyrir miklu hungri og orku
leysi. Alda Lóa var á leiðinni að sækja
mig í vinnuna og ég ákvað að ganga til
móts við hana. Mér fannst þá eins ég
væri að missa meðvitund, fannst ég
yrði að fá sykur eða eitthvað til að kýla
upp orkuna. Ég bað því Öldu Lóu að
keyra rakleiðis í Sandholt bakarí sem
hún gerði. Hún spurði mig hvort hún
ætti að fara inn en ég vildi fara sjálfur.
Ég gekk að bakaríinu og gat ekki fund
ið dyrnar. Þangað til þær opnuðust og
þá gat ég stokkið inn. Ég keypti mér
franska vöfflu og beið eftir að einhver
opnaði dyrnar og stökk þá út. En þá
sá ég bara hluta af heiminum og fann
ekki bílinn. Stóð bara og hélt í ljósa
staur. Alda Lóa kom þá og leiddi mig
í bílinn og ég bað hana að keyra mig
upp á Borgarspítala, ég væri örugglega
að fá heilablóðfall.“
Brunað upp spítala
Alda Lóa brunaði með eiginmann
sinn upp á slysavarðstofu og þar fékk
Gunnar Smári flogið. „Ég man ekkert
eftir því. Ég vaknaði þremur tímum
seinna þar sem ég lá á slysavarð
stofunni. Ég leit í kringum mig og sá
pakka frá þvottahúsi og á honum stóð:
Skyrtur. Þá varð ég glaður. Ég vissi að
ég hafði ekki fengið heilablóðfall. Á
leiðinni upp eftir hafði ég hugsað að
nú þyrfti ég að verja næstu tíu árum í
að læra að tala upp á nýtt. Ég var því
rosalega glaður að vera bara flogaveik
ur. Það má vel venjast því.“
Tók við SÁÁ
Eftir Nyhedsavisenævintýrið slakaði
Gunnar Smári á með fjölskyldunni og
hélt sér til hlés. Þegar hrunið skall á
átti Gunnar öll launin sem hann hafði
fengið í dönskum krónum og gat lif
að á þeim sjóði um tíma auk þess að
vinna einhver tilfallandi verkefni.
Hann skrifaði meðal annars um mat
í Fréttatímann og bjó til útvarpsþætti
um mat. Einn daginn hitti hann Þórar
in Tyrfingsson á Skólavörðustígnum
og Þórarinn bað hann að koma í stjórn
SÁÁ.
„Úr varð að ég sat í stjórn SÁÁ í þrjú
ár. Þórarinn bað mig þá um að taka við
af sér sem formaður en ég vildi það
ekki. Sagði við hann að starfsemi SÁÁ
væri ekki beint á mínu svið. Auk þess
mætti það vera vitlaus maður sem tæki
að sér að vera formaður í samtökum
þar sem fyrri formaður til 23 ára væri
enn á fleti. Þegar gengið var á eftir mér
gerði ég samkomulag um að koma á
tilteknum breytingum, efla SÁÁ sem
almannasamtök og samtök sjúkling
anna, fjölga félögum og efla fjáröflun
meðal almennings, breikka ásýnd
samtakanna með með því að leggja
áherslu á lausnina og batann frá sjúk
dómnum og þar fram eftir götunum.
Einnig að breyta skipuriti og skipulagi
til að undirbúa fyrirséð kynslóðaskipti
í starfseminni og samtökunum og
skapa rými og verkefni fyrir fólk sem
vildi leggja samtökunum lið, en þau
höfðu verið nokkuð lokuð áður.“
Gengið vel þrátt fyrir niðurskurð
„Mér finnst þetta hafa gengið ágæt
lega eftir. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð
á opinberum framlögum hefur okkur
tekist að auka aðrar tekjur svo að við
höfum sáralítið skorið niður þjón
ustu og aukið hana á ýmsum sviðum.
Samtökin hafa ekki skuldað jafn lítið í
langan tíma og geta í raun horft fram
á spennandi tíma framundan. Hluti
af upphaflega samkomulaginu var að
ég myndi vinna að þessum verkefn
um meðan um þau væri samstaða.
Ég fann það hins vegar upp úr jólum
að Þórarni var farið að leiðast og vildi
koma að fleiri ákvörðunum en að
eins þeim sem snéru að verksviði yf
irlæknis og yfirmanns sjúkrasviðs.
Ég gerði nokkrar tilraunir til að gera
hann sáttan en áttaði mig á að ég gat
ekki læknað óánægju hans og lýsti því
yfir að ég myndi ekki gefa aftur kost
á mér. Mér fannst ég með því vera að
standa við minn hluta samkomulags
ins. Ég kom í stjórn vegna þess að ég
bar virðingu fyrir Þórarni og sagðist
ekki ætla að deila við hann um stefnu
samtakana eða einstakar ákvarðanir.“
Bíður nýrra ævintýra
„Nú bíð ég bara eftir næsta ævintýri,“
segir hann og brosir og vill lítið gefa
upp. Ég hafði ekkert í hendi þegar ég
sagðist ekki ætla að gefa kost á mér.
Lífið hefur reynst mér vel hingað til
og í raun hef ég enga ástæðu til að
ætla annað en það haldi áfram að
koma mér á óvart.“ Símtalið hefur
hann þó fengið og eitthvað er í upp
siglingu. n
24 Viðtal 24.–26. maí 2013 Helgarblað
Sigurjón og Gunnar
Bræðurnir hafa mikla
reynslu í blaðamennsku
og blaðaútgáfu.„Ég lærði mikið
af Jóni Ásgeiri og
hafði góða reynslu af
honum. Það hafa sumir
talað illa um hann en ef
hann á slæma hlið þá
sneri hann alltaf góðu
hliðinni að mér.